Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 6

Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðmundur St Valdimarsson Þyrlan tekur elds- neyti á ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF tók eldsneyti úr dönsku varð- skipi í utanverðum Faxaflóa á þriðjudaginn var, en það er í fyrsta skipti sem það er gert. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar tókst eldsneytis- takan mjög vel. Þessi möguleiki, að taka eldsneyti úr dönskum varð- skipum, sem oftsinnis eru á ferð hór hafi Útí við íslandsstrendur á leið sinni til og frá gæslustörfum við Grænland og Færeyjar, eykur afkastagetu þyrlunnar til mikilla muna þegar hún er við leit og björgun. Við hönnun á nýju varðskipi Landhelgisgæslunnar er gert ráð fyrir eldsneytistökubúnaði og í at- hugun er að setja slíkan búnað einnig í varðskipin Tý og Ægi. Dæmdir fyrir að falsa seðla TVEIR karlmenn voru dæmdir í 5 og 10 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Annar þeirra var sakfelldur fyrir að hafa falsað þrettán 5.000 króna peningaseðla en hinn hlaut dóm fyrir að hafa notað tvo seðla þrátt fyrir að hafa vitað að þeir voru falsaðir. Refsingin var skilorðsbundin, hjá öðrum fellur hún niður eftir tvö en hjá hinum eftir þijú ár, haldi þeir almennt skilorð. Hjördís Hákonar- dóttir héraðsdómari kvað upp dóm- inn. Greiddu fyrir áfengi, veitingar og gítarstrengi Hið saknæma athæfi átti sér stað í nóvembermánuði 1999 í herbergi annars mannanna á áfangaheimili. Þar falsaði hann þrettán 5.000 króna peningaseðla. Notaði hann níu þeirra í lok nóvember- og byrj- un desembermánaðar í viðskiptum á veitingahúsum og verslunum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Sá er þyngri dóminn hlaut játaði að hafa notað í viðskiptum tvo 5.000 króna peningaseðla sem hann vissi að voru falsaðir. Annan notaði hann til þess að greiða fyrir kaffiveitingar og hinn til að greiða fyrir gítarstrengi. Sá sem falsaði peningana er í dómnum sagður eiga við áfengis- vandamál og þunglyndi að stríða. Um er að ræða fyrsta hegningar- lagabrot hans og þar sem hann þótti ekki stórtækur við fölsunina, samkvæmt málsgögnum, og svo virtist sem veikleiki og áfengis- neysla fremur en gróðafíkn og sterkur ásetningur hefði leitt hann út í brotið, þótti héraðsdómararefs- ing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði, skilorðsbundin í tvö ár. Sá sem þyngri dóminn hlaut og kom tveimur seðlanna í umferð á allnokkum sakaferil að baki sem hófst árið 1985. Eftir 18 ára aldur hefur hann á árunum 1986 til 1991 gengist þrisvar sinnum undir sátt vegna umferðarlagabrots, hylming- ar og skjalafals. Að auki hefur hann hlotið níu refsidóma. í dómnum segir enn fremur að mennimir séu báðir í meðferð við áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þeir hafi báðir staðið sig vel og því þyki rétt að fresta fullnustu refsingar- innar haldi mennimir almennt skil- orð. Mönnum var að auki gert að greiða samtals 70.000 krónur í málsvamarlaun. Bnk vikunnaí w 23.-30. nóvember HALLA Ljóðabálkur Steins Steinarrs, með myndum Louisu Matthiasdóttur. Halla litla er kát og lífsglöð stúlka sem býr hjá afa sínum og er aflakló eins og hann. Hún lendir í háskalegum ævintýrum sem þó fara vel að lokum. Ljóðið orti Steinn um 1940, en þetta tvöfalda ! | listaverk kom í teitirnar á þessu ári. 1.736 kr. Verð áður 2.480 kr. Nwwsíæw: •MÍLARPRINSESSAN 1.393 Verð áður 1.990 kr. KAFTEINN OFURBRÓIC f ogævirttýrihans. 1.386 Verð áður 1.980 kr. www,pennlnri*h Eymundsson Flugskóli Islands kaupir flughermi Flughermirinn verður sambærilegur stjórnklefa í B757- og B767-þot- um sem eru eins að allri gerð. FLUGSKÓLI íslands hefur samið við bandarískt fyrirtæki um kaup á flughermi, sem er eftirlíking af stjómklefa Boeing 757 og 767 þotna. Verður hann annars vegar notaður til að kenna flugnemum og hins veg- ar verður flugfélögum leigður að- gangur vegna þjálfunar flugmanna þeirra. Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla íslands, tjáði Morgun- blaðinu að samið hefði verið við Wicat í Bandaríkjunum, sem sér- hæfir sig í framleiðslu á flughermum og flugþjálfunartækjum. Þá hefur verið samið við Flugfélagið Atlanta, Flugleiðir og íslandsflug um leigu á tækinu vegna þjálfunar flugmanna og flugvirkja. Kostar um 200 milljónir króna Framleiðsla á að hefjast í næsta mánuði og tekur ár. Kveðst Baldvin gera ráð fyrir að tækið verði komið í gagnið í árslok 2001. Tækið kostar um 200 milljónir króna. Flughermirinn er eins og tveggja manna stjómklefi í þotum af gerð- unum B757 og B767, sem era eins að allri gerð. Hann er með öllum til- heyrandi tækjum, svo sem öllum stýram, sem hreyfa verður með sama átaki og í þotu, öllum tölvu- búnaði, sjálfstýringu, skjám og fjar- skiptabúnaði og hljóðum en tækið er ekki hreyfanlegt á vökvalyftum eins og stærri flughermar. Þá er hægt að hafa útsýni úr gluggum og veður- skilyrði breytileg og hægt er að æfa flug inn á alla flugvelli heimsins. Baldvin segir flugherminn notaðan til að þjálfa flugnema í áhafnasam- starfi í tveggja manna stjómklefa þotu. Flugskólinn verði að hafa yfir tæki sem þessu að ráða til að geta útskrifað fullgilda flugmenn eftir að ísland gerðist aðili að samevrópsk: um flugöryggisreglum 1. júh' 1999. í þeim er meðal annars gerð krafa um þjálfun flugnema í fjölstjóma flug- vél, þ.e. vél sem krefst fleiri en eins flugmanns. Baldvin segir Flugskóla íslands hafa staðið frammi fyrir því að velja flughermi af minni gerð fyr- ir skrúfuvélar, sem eingöngu hefði nýst skólanum, eða stærri hermi þar sem æfa má þotuflug. Var það talinn hagkvæmari kostur vegna meiri nýtingarmöguleika. Skóhnn á fyrir tíu ára gamlan flughermi sem notað- ur er til að kenna grannþætti blind- flugs. Nauðsynlegur vegna þjálfunar til þotuflugs Með því að velja þessa stærri gerð segir Baldvin mögulegt að leigja flugfélögum, t.d. Atlanta, Flugleið- um og Islandsflugi, aðgang og era áætlanir um fjármögnun og rekstur tækisins byggðar á slíkri leigu. Flugleiðir reka 757 þotur og Atlanta tekur á næstunni 767 þotur í þjón- ustu sína. Baldvin bendir einnig á að sú breyting sé að verða í íslenskum flugrekstri að flugmenn hefji ekki endilega feril sinn á litlum vélum í innanlandsflugi og færist síðan á þotur eftir því sem þeir afli sér reynslu heldur séu flugmenn oft ráðnir á þotur beint úr skólanum. Þurfi því að miða þjálfun þeirra við það og þar kemur flughermirinn að miklu gagni. Flugnemar verða að taka 50 tíma í flugherminum og segir Baldvin námið í skólanum miðast við al- menna fæmi í þotuflugi og áhafna- samvinnu. Við ráðningu nýrra flug- manna til flugfélaganna taki síðan við frekari þjálfun í flugherminum þar sem farið er nákvæmar í öll kerfi viðkomandi flugvélategundar. Geta félögin sparað sér að nokkru leyti kaup á tímum í slíkum tækjum erlendis vegna þjálfunar flugmanna sinna með því að fá inni í flughermi Flugskólans og hefur þegar verið samið við áðumefnd þrjú flugfélög um slíka leigu. Ekki er Ijóst á þessu stigi hvar flugherminum verður komið fyrir en verið er að leita að framtíðarhús- næði fyrir skólann. Flugskóli ís- lands hf. er í eigu ríkisins, Flugfé- lagsins Atlanta, Flugleiða, íslands- flugs og flugskólanna Flugtaks og Flugmenntar. íslendingar heimsmeistarar 1 farsímanotkun Farsímar eru orðnir um 210 þúsund talsins FARSÍMAEIGN Á ÍSLANDI Fjölgun farsíma frá 1986 GSM símar UM 210 þúsund farsímar era nú í notkun hér á landi. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að farsíma- eign Islendinga nú orðin meiri en í Finnlandi sem haft hefur forystuna í farsímanotkun í heiminum á und- anfömum áram. Era íslenskir not- endur farsíma nú taldir hlutfalls- lega fleiri miðað við höfðatölu en hjá nokkurri annarri þjóð. Farsímanotendum hefur fjölgað ört á seinustu áram eftir að GSM- farsímakerfið var tekið í notkun ár- ið 1994, eins og sjá má á meðfylgj- andi töflu sem byggð er á upplýs- ingum símafyrirtækjanna um farsímaeign á Islandi. Hafa þegar verið seldir fleiri farsímar hér á landi en sem nemur fjölda fastlínu- tenginga en þær era um 175 þús- und á landinu öllu. Farsímakort í margs konar öðrum tækjum Notkun GSM-síma hefur aukist mjög hratt á seinustu 2-3 árum. í ársbyrjun 1997 vora um 8,6% þjóð- arinnar komin með GSM-síma. Tveimur áram síðar var þriðji hver íslendingur farsímanotandi og vora íslendingar þá komnir í fimmta sæti yfir fjölda notenda farsíma í Evrópu miðað við hverja þúsund íbúa. í byrjun þessa árs var um 61% þjóðarinnar komið með farsíma, en í dag er hlutfallið ná- lægt 75%. Þórólfur Arnason, forstjóri Tals, bendir á að ekki sé öll sagan sögð ef eingöngu sé litið á fjölda farsíma því nú þegar sé kominn í notkun töluverður fjöldi ýmiss konar tækja og búnaðar sem nota farsímakort, s.s. vöktunartækja, farposa, ferða- tölva o.fl. „Það era raunveralega engin endamörk á því hversu mörg tæki koma til sem nýta þessa tækni og ný tækni, eins og t.d. GPRS- kerfið sem Tal hefur þegar tekið í notkun, mun öragglega ýta undir aukna notkun GSM fyrir fartölvur, myndsendingar og svo framvegis," segir hann. Þórólfur telur að smám saman muni menn hætta að tala um farsímanotkun sem hlutfall af fjölda íbúa því farsímatæknina verði að finna í fjölda margs konar tækja s.s. inni á heimilum, í farar- tækjum ogvíðar. Dagblaðið Financial Times fjall- aði um hina útbreiddu notkun far- síma á íslandi og samkeppni á fjarskiptamarkaðinum í grein í seinustu viku. Þar kemur fram að íslendingar séu orðnir ein fremsta tækniþjóð í heiminum og því sé spáð að farsímaeign verði komin yfir 100% af íbúafjölda um mitt ár 2002.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.