Morgunblaðið - 23.11.2000, Page 12

Morgunblaðið - 23.11.2000, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ataksverkefni SAA gegn e-pillunotkun er í dag Viðvörun um vaxandi notkun e-pillunnar SÁÁ STENDUR fyrir átaksverk- efni í dag sem ber heitið „E-pillu- dagurinn.“ Aðalverkefni átaksins er að koma viðvörun til þjóðarinnar vegna vaxandi neyslu ungmenna á s.k. e-pillu, en neyslan hefur að sögn Þórarins Tyrfmgssonar for- stöðulæknis SÁÁ aftur færst í vöxt á þessu ári og því síðasta eftir nokkra lægð. Þórarinn hefur ritað sérstakan fræðslubækling um e-pilluna og kemur bæklingurinn út í dag í til- efni átaksins. Bæklingnum er ætlað að upplýsa almenning, m.a. unglinga, foreldra og fagfólk í vímuefnavömum um aðalatriði varðandi e-neyslu og vandann sem er samfara henni, vímuna, eitranir, varanleg áhrif og dauðsföll. „Fíkniefnaneysla á Islandi vex jafnt og þétt og er unnt að tala um faraldur í því samhengi. Þar er okk- ur farið eins og öðrum þjóðum og eigum við í jafnmiklum vandræðum að stemma stigu við þróuninni eins og aðrir,“ segir Sigurður Guð- mundsson landlæknir í inngangi bæklingsins. „Fíkniefnaneysla er fyrst og fremst vandi ungs fólks. Það eru vormenn Islands sem falla. Allir þekkja hinn alvarlega samfé- lagslega vanda sem af fíkniefna- neyslu hlýst. Vandinn tengist ekki einungis sjúklingnum sjálfum held- ur fjölskyldu hans og vinum og er nú svo komið að sennilega eru fáar stórfjölskyldur á íslandi þar sem ekki má finna dæmi um þennan vanda. Grunur er á að ný ógn sem þessu tengist sé að halda innreið sína í íslenskt samfélag. Ýmislegt bendir til að tengsl fíkniefnaneyslu við sjálfsvíg ungs fólks fari vax- andi,“ segir landlæknir einnig. E-pillan „markaðssett“ sem hættulaus gleðigjafi Fíkniefnaneysla hér hefur farið stöðugt vaxandi undanfarinn ára- tug og hafa um 500 einstaklingar undir 25 ára aldri komið til með- ferðar hjá SÁÁ það sem af er þessu ári. Meira en helmingur þeirra hef- ur að sögn Þórarins neytt e-pillunn- ar og eru um 15% þeirra stómeyt- endur. E-pillan hefur frá upphafi tengst menningarheimi og umhverfi ungs fólks og var hún „markaðssett“ sem hættulaus gleðigjafi við skemmt- anahald. Þórarinn segir reyndina hafa sýnt annað, þar sem fíkn, al- varleg andleg og líkamleg vanda- mál af völdum vímuefnisins og ein- staka dauðsföll hafi orðið í kjölfar neyslunnar. „Því er mikið ánægjuefni að fylgja fræðsluriti um e-töfluna úr hlaði. í ritinu eru víðtækar upplýs- ingar sem bæði höfða til lærðra og leikra. Það mun vega þungt í bar- áttu gegn fíkniefnum hér á landi. Sú barátta er eitt af aðalforgangs- verkefnum íslensks samfélags nú,“ segir Þórarinn í vefriti SÁA. Efnið barst til íslands um 1995 og síðan þá hefur mikill fjöldi ís- lenskra unglinga notað efnið, oft unglingar sem búa við góðar félags- legar aðstæður og menntun og prófa e-pilluna í n.k. almennri til- raunaneyslu sem svo hefur verið nefnd. „Frá 1995 hefur e-pilla verið stöðugt á vímuefnamarkaði hér og á Sjúkrahúsið Vog koma 200-300 einstaklingar á hverju ári sem hafa notað efnið á síðustu tveimur árum. Um 80-110 þeirra eru 19 ára eða yngri. Fæstir þeirra eru reglulegir neytendur. Almenn neysla á e-pillu virtist aukast nokkuð 1999 því þá kváðust 310 hafa notað efnið og 26 greindust stómeytendur. Reglu- legir neytendur sem komið hafa á Sjúkrahúsið Vog hafa því undan- farin þrjú ár verið um 20 á hverju ári eða rúmlega 1%. Aðalvímu- efnavandi þeirra er nær alltaf ann- ar en helsæluvandi, flestir eru amfetamín- eða kannabisfíklar. Meðal þeirra eru langvarandi ein- kenni um kvíða, þunglyndi og of- sóknarhugmyndir mjög algeng,“ segir í fræðslubæklingnum. „Það er kominn tími til að þjóðin sameinist um að reka þennan vá- gest af höndum sér og íslensk ung- menni vakni til meðvitundar um að það sem í þeirra hópi kann að vera talinn saklaus leikur er í rauninni dauðans alvara," segir Þórarinn Tyrfingsson og hvetur almenning til að taka þátt í átaksverkefninu. Stjarnan hættir út- sendingum NORÐURLJÓS hf. stöðvuðu á mánudaginn útsendingar útvarps- stöðvarinnar Stjömunnar FM 102,2, en stöðin er ein af átta stöðvum fyr- irtæksins og lék eldri dægurtónlist. Halldóra Ingimarsdóttir, verkefnis- stjóri útvarpssviðs Norðurljósa, sagði að einnig væri fyrirhugað að stöðva tímabundið útsendingu á Rokk FM 97,7 á næstu dögum. Hún sagði að þetta væri gert vegna skipu- lagsbreytinga innan útvarpssviðsins en að ekki kæmi til uppsagna starfs- manna vegna þessa. Halldóra sagði að fyrirtækið Norðurljós ræki átta útvarpsstöðv- ar, þ.e. Bylgjuna, FM957, Radíó X, Gullið, Létt, Mónó, Klassík og Sögu. Hún sagði að Stjaman hefði að mörgu leyti verið lík Gullinu og það hefði átt þátt í þeirri ákvörðun að leggja hana niður. Halldóra sagði að engar frekari skipulagsbreytingar væru framund- an hjá útvarpssviði Norðurljósa. Hún sagði að nokkuð væri um breyttar áherslur í rekstri útvarps- sviðs Norðurljósa og að t.d. hefði mikil áhersla verið lögð Sögu FM 94,3 að undanförnu, sem væri stöð sem aðeins léki íslenska tónlist. Hún sagði að um jólin yrði stöðin kynnt sérstaklega undir nafninu Jólasaga og að þá yrðu einungis leikin íslensk jólalög á stöðinni. Kiwanisklúbburinn Hraunborg- gefur lögreglunni á Keflavíkurflugvelli fíkniefnahund Morgunblaðið/Kristinn Þeir Kári Gunnlaugsson, deildarstjóri fikniefnadeildar tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, Jóhann Bene- diktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og Þórður Þórðarson, rannsóknarlögreglumaður og hundaþjálfari, heilsa hér upp á fíkniefnahundinn Bellu. Styrkir forvarnir gegn fíkniefnum KIWANISKLÚBBURINN Hraunborg í Hafnarfirði hefur ákveðið að kaupa fíkniefnahund fyrir embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og kosta fóðrun hundsins í a.m.k. fjögur ár. Verð- mæti gjafarinnar er um 1,5 milljón- ir króna. Konráð Jónsson, forseti klúbbs- ins, vonast til þess að gjöfin verði til þess að efla baráttuna gegn fíkniefnum. Fíkniefnahundurinn tekur til starfa á næsta ári. Fyrir era tveir hundar á vegum tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli og hafa þeir verið mikið notaðir við komu flugvéla til vallarins á undanförn- um misserum. Hefur reynslan af þeim verið mjög góð og margar smygltilraunir verið upplýstar fyr- ir tilstilli hundanna. Jóhann Benediktsson, sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli, segir þessa gjöf koma í afar góðar þarfir. Embættið hafi stefnt að því í vetur að fjölga fíkniefnahundum en geti nú notað fjármagnið til að styrkja fíkniefnadeild embættisins á öðr- um sviðum. „Þá erum við afskap- lega ánægðir með að frjáls félaga- samtök skuli styðja svona við bakið á okkur í baráttunni við sölumenn dauðans,“ segir Jóhann. Tilefni gjafarinnar er það að Kiwanisklúbburinn Hraunborg er 15 ára um þessar mundir. 100 þúsund krónur fyrir hvert starfsár klúbbsins „Klúbbfélagar mátu það þannig að það væri við hæfi að leggja 100.000 fyrir hvert starfsár klúbbs- ins í kaupin á hundinum," segir Konráð. Hann minnir á að kjörorð Kiwanishreyfingarinnar sé: „Börn- in fyrst og fremst." Með kaupunum á hundinum sé verið að styrkja for- varnarstarf gegn fíkniefnum. Lögreglan hefur notað upplýsingar úr GSM-símkerfínu við rannsókn sakamála Hægt að leiða líkum að staðsetningu síma UPPLÝSINGAR úr GSM-símakerf- inu má nota til þess að staðsetja síma og gögn úr kerfinu má nota til að leiða líkum að því hvaðan síðast var hringt úr símanum. Þá er hægt að sjá hvenær og í hvern var hringt. Lögreglan hefur nýtt sér upplýsing- ar úr kerfinu við rannsókn sakamála. Nýjasta dæmið er rannsóknin á hvarfi og morði Einars Arnar Birgis- sonar. Lögreglan þarf dómsúrskurð til að fá þessar upplýsingar frá síma- fyrirtækjunum. Ekki sérlega nákvæmar mælingar Bergþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri fjarskiptanets Lands- símans segir að mögulegt sé að stað- setja GSM-síma að því gefnu að kveikt sé á símanum. Það krefjist hins vegar talsverðrar fyrirhafnar og verði æ erfiðara eftir því sem not- endum í kerfinu fjölgar. Bergþór segir að eitt sinn hafi sími rjúpna- skyttu, sem hafði villst í Bláfjöllum, verið miðaður út með nákvæmni upp á nokkra tugi metra. í því tílviki var kannað við hvaða sendi síminn hefði verið í sambandi við og reiknað út hve langt frá sendinum síminn var. Síðan var slökkt á sendinum og fylgst með hvaða sendi síminn leitaði þá í. Þá hafi verið hægt að reikna út fjarlægðina frá þeim sendi og þannig tókst að miða símann út. „Þetta hafði nú reyndar ekki mikið hagnýtt gildi því lögreglan fann bíl mannsins á sama tíma og við reiknuðum út stað- setninguna," segir Bergþór en rjúpnaskyttan hafði skilið símann eftir í bifreið sinni. Bergþór segir að þegar atvikið átti sér stað hafi not- endur GSM-síma verið tiltölulega fá- ir og þvi hægt um vik að slökkva á einum sendi. Nú sé þetta meiri erfið- leikum bundið og hætt sé við að kerf- ið færi að einhverju leyti úr skorðum ef slökkt yrði á einum sendanna. Hann telur því GSM-kerfið illa fallið til leitar að fólki. Símtöl úr GSM-símum era skráð hjá Landssímanum þar sem fyrir- tækið þarf þær upplýsingar til að gera símareikninga. Þar má sjá hvert hringt er og hve langt símtalið var. Ennfremur er skráð í gegnum hvaða sendi símtalið fór en þannig má leiða að því líkum hvaðan hringt var. Bergþór segir slíkar upplýsing- ar þó ekki sérlega nákvæmar. Það sé reyndar hægt að áætla fjarlægðina frá sendinum nokkuð vel. Hins vegar sé ekki hægt að sjá hve langt frá sendinum síminn var þegar hringt var úr honum. Bergþór segir að ekki sé hægt að rekja ferðir handhafa GSM-síma eft- ir á. Aðeins sé hægt að sjá við hvaða sendi síminn er í sambandi á meðan á samtali stendur. Bergþór segir að á landinu öllu séu um 300 GSM-send- ar á vegum Landssímans, þar af um 100 í Reykjavík. Farsímar leita í sterkasta sendinn Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segir að farsímakerfi byggist á því að farsíminn sé ávallt í sambandi við einhvem sendi. Ef notandi er á ferð- inni þá leitast síminn við að vera í sambandi við sterkasta sendinn. Þetta er þó ekki einhlítt og merki frá sendinum þarf að vera orðið nokkuð veikt til að síminn skipti yfir á annan sendi. Þórólfur segir að með því að fylgjast með hvaða sendi síminn sé í sambandi við megi þó fá vísbendingu um ferðir handhafa GSM-síma. Þetta sé þó aðeins hægt að gera í rauntíma, þ.e. ekki er hægt að rekja ferðir handhafa símans eftir á. Upp- lýsingar um hvaða sendi síminn er tengdur við era aðeins skráðar ef símtal á sér stað. Jafnframt er skráð á milli hvaða síma var hringt og hve símatalið varði lengi. Þær upplýsing- ar era nauðsynlegar til að hægt sé að útbúa símreikning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.