Morgunblaðið - 23.11.2000, Page 46

Morgunblaðið - 23.11.2000, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR ÖRN BIRGIS + Einar Örn Birgis var fæddur 27. september 1973 í Reykjavík. Hann lést hinn 8. nóvember sl. Foreldrar hans eru hjónin Birgir Örn Birgis rekstrarstjóri og Aldís Einarsdóttir. Systkini Einars Arn- ar eru Guðrún Hulda, gift Kristjáni Þór Gunnarssyni, börn þeirra eru Helga, Sindri Þór, Aldís Eva og Karen Eva; Birgir Svanur, giftur Ragn- heiði Hildi Ragnarsdóttur, böm þeirra eru Birgir Ragnar, Birgitta Ragnheiður og Sigríður Sara. Unnusta Einars Arnar er Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir. Einar Örn ólst upp í Fossvogin- um. Allt frá bamsaldri tók hann virkan þátt í íþróttum, þá helst knattspyrnu, hand- bolta og körfubolta, lék m.a. með Víkingi, Haukum, Þrótti, Val og KR. Þá var hann atvinnumaður í knattspymu í Noregi í eitt ár. Einar Örn starfaði sem sölu- maður hjá Asbimi Ölafssyni áður en hann fór til Noregs og sem innkaupa- stjóri hjá Ágústi Ár- mann fyrr á þessu ári. Fyrir nokkrum mánuðum stofnaði hann fyrirtækið Gaps Collection hér á íslandi og hafði nýverið opn- að verslunina er hann lést 8. nóv- ember sl. títfor Einars Amar fer fram í dag, fimmtudaginn 23. nóvember, frá Hallgrímskirkju kl. 14.30 (ath. breyttan tíma). Elsku ástin mín. Þú ert mér allt og án þín er ég ekkert. Við áttum fram- tíðina okkar saman en núna fmnst mér ég ekki eiga neitt. Við vorum loksins búin að fínna hvort annað og l'ramtíðin brosti svo sannarlega við okkur. Af hverju? Af hverju þú af öllum? Þú ert yndislegastur og fallegastur, bæði að innan og utan, og ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að eiga þig í þennan tíma sem var allt of stuttur. Ég sakna þín. Ég sakna þess að sofna hjá þér og vakna og sjá þig úfinn og sætan. Manstu hvað við hlógum oft þegar við litum í spegil á morgnana og sögðum hvort við annað „flott greiðsla, ég myndi halda þessari í dag!“ Svo töluðum við svo oft um hversu hárprúð börnin okkar yrðu, nöfnin á þeim og að sjálfsögðu hversu falleg þau yrðu. Þegar ég hugsa um hversu fallega þú kvaddir mig um morguninn líður mér vel. Þegar ég hugsa um þig líður mér vel. En þetta er svo sárt, ástin mín, og ég sakna þín svo mikið. Ég reyni eins og ég get að halda aftur af reiðinni. Égveit þú vilt að ég sé sterk og dugleg. Ég ætla að vera sterk og dugleg en þú verður að hjálpa mér. Vertu alltaf hjá mér. Mig langar svo að fínna fyrir þér. Lofaðu mér því að koma til mín á hverju kvöldi og kyssa mig góða nótt. Ljúfi! gef mér lítinn koss, ■þ lítinnkossaðmunniþínum! Vel ég mér hið vænsta hnoss, - vinur! gef mér lítinn koss! Beréghandabáðumoss blíða gjöf ávörum mínum. Ljúfi! gef mér lítinn koss, lítinn koss af munni þínum. Kossi fóstum kveð ég þig, kyssi heitt mitt eftirlæti, fæ mér nesti fram á stig, - fyrst ég verð að kveðja þig. Vertu sæll! og mundu mig, minn í allri hryggð og kæti! Kossi fóstum kveð ég þig, kyssi fast mitt eflirlæti. (Adelbertvon Chamisso, þýð. Jónas Haligrímsson.) ■' Ég elska þig, ástin mín, og hlakka tilaðhittaþigaftur. Þín, Guðlaug Harpa. Elsku Einar Örn frændi. Nú ert þú farinn til Guðs og orðinn engill, og við horfum alltaf upp í himininn og sjáum stjömurnar sem minna okkur alltaf á þig. Við hlökkum til að sjá þig aftur, þegar við komum öll til þín og Guðs, taktu frá pláss fyrir okkur ná- lægt þér, elsku Éinar okkar. Við skulum ekki gráta Og ekki tala ljótt, Þáverðumviðsvostór Ogvöxumsvof)jótt Við skum lesa bænimar, Þásofumviðsvorótt Guðogallirenglamir Þeirvakahveijanótt (Úrþjóðsögum) Með ástar- og saknaðarkveðju, þín systraböm, Sindri Þór, Aldís Eva og Karen Eva. Undanfarinn hálfan mánuð finnst mér ég hafa verið að horfa á lélega bíómynd. Njörvaður niður í stól og augunum haldið opnum. sama hversu viljinn er sterkur er mér fyrirmunað að yfirgefa bíósalinn. Þetta er raun- vemleikinn og hann verður að horf- ast í augu við, sama hversu sár hann er. Allt frá því að ég kynntist þér fyrst fyrir nálægt tveimur áratugum varstu á kafi í íþróttum. Það var al- veg sama hvaða íþróttagrein þú komst nálægt, alls staðar hafðir þú mikla náttúrulega hæfileika. Áhuga- málin okkar vom mikið til þau sömu þrátt fyrir aldursmun. Minningar ánægjulegra samveru- stunda hrannast upp. Iþróttir aðal- áhugamálið en við horfðum á kapp- leiki saman, fómm í veiði, útreiðartúr, á sjókött og margt fleira. Síðast en ekki síst fjölskylduboðin þar sem umræðuefnið var allt milli himins og jarðar. Þú hafðir einstaklega þægilega nærvem. Þetta skynjuðu bömin og er erfitt að fletta fjölskyldualbúminu öðmvísi en eitthvað frændsystkin- anna sé með á mynd. Þau munu sakna þín mikið. Það er óbærilegur sársauki sem fylgir þeirri hugsun að við munum ekki framar njóta þess að hafa þig hjá okkur í þessum heimi en þú verður alltaf í hjarta okkar. Okkur sem fengum að njóta samvista með þér, gafst þú svo mikið með persónu- töfrum þínum. Ég bið Guð um að hugga tengda- foreldra mína, þína yndislegu unn- ustu Gullu, systkini, aðra aðstand- endur og vini í þessari miklu sorg. Þinn mágur, Krislján Þór. é v/ FossvogskiekjMgai-S Sw Símii 554 0500 > Bjartur, brosfagur frændi minn, Einar Om, er dáinn. Reiði, harmur og sorg eru ríkjandi í huga mér. Mig langaði svo innilega að skrifa huggunarorð til frænda míns Birgis Arnar, Aldísar, systkina Einars Arnar, unnustu og fjölskyld- unnar en orðin tóm og auð blöð eru uppskera síðustu daga. Leitaði ég því til vinar míns og hagyrðingsins Sig- urjóns Ara Sigurjónssonar, sem gaf mér eftirfarandi ljóð í minningu Ein- ars Amar Birgissonar. Eg leita til þín, ljós sem aldrei dofnar, en lýsa mér um dimma vegi kann. Ég leita til þín, ást sem aldrei sofnar, í endurminningu um góðan mann. Ég leita eftir staðfestu að standa í styrk sem getur þerrað vota kinn. Ég leita eftir huggun þeirra handa semharminnþungagetursefaðminn. , Ég leita til þín, sorg sem kyrrðin sefar er söknuður mér býr við hjarta-streng. Ég leita til þín, von sem ekkert efar, í endurminningu um góðan dreng. Ég leita eftir sátt í sáru hjarta, er sorgartárum blæðir hyldjúp und. Ég bið þig, Drottinn, lát þú Ijósið bjarta lýsa veginn hverja ögurstund. Ég bið þess að Ijósið bjarta og end- urminningin um góðan dreng, Einar Öm, muni lýsa veginn. Guðrún Sverrisdóttir. „Þín augu mild mér brosa“. Þessi fallega ljóðlína er sönn lýs- ing á Einari Emi frænda mínum í hvert sinn er við hittumst. Ég bið guð og góða krafta að vernda og styrkja foreldra hans, unnustu, systkini og aðra ástvini í okkar miklu sorg. Þín augu mild mér brosa ámyrkristund og minning þin rís hægt úrtímansdjúpi sem hönd er strýkur mjúk um fóla kinn þínminningbjört (Ingibjörg Haraldsdóttir.) Margrét Birgisdóttir og fjölskylda. Glæsilegur ungur maður, kær vin- ur, er fallinn í valinn. Það er svo stutt síðan við glöddumst með honum við opnun tískuvöraverslunar á Lauga- vegi 7 með hið heimsþekkta vöra- merki GAP sem hann hafði fengið umboð fyrir. Hann tók á móti gestum sínum brosandi að vanda, svo glaður og granlaus um þá vá sem steðjaði að honum. Einar var 10 ára þegar hann tengdist fjölskyldu minni. Systir hans Guðrún Hulda giftist syni okkar Kristjáni Þór. Kristján átti einnig bræður á líkum aldri, syni okkar Amar og Júlíus, og með þá fóra þau iðulega með á kappleiki eða buðu þeim heim til sín. Minnisstæðar era einnig sumarbústaðaferðimar sem við fóram árlega saman tvisvar og oft þrisvar sinnum á sumri. Það vora gleðilegar stundir og þar kynntumst við eðliskostum Einars vel, ljúfmenn- skunni, glaðværðinni, kappinu, heið- arleikanum. Þar vora settar upp alls- konar keppnir, með boltum, pílum og endað á Trivial Pursuit á kvöldin. Aldrei nokkurn tíma var deilt þótt við hefðum sett reglur um mínusa á þann sem giskaði oftar en tíu sinnum án þess að geta rétta svarið. Einar hefði talið upp allar höfuðborgir heimsins til að fá rétta svarið hefði hann ekki vitað það þrátt fyrir mínusana. Þann- ig var kapp hans. Svo liggja leiðir þeirra aftur sam- an í keppni þar sem synir okkar Sig- urjón og Júlíus léku með Einari knattspymu í Víkingi. Síðan fylgd- umst við einnig áhugasöm með sigr- um hans í KR. Síðasta sumar gekk Einar svo til liðs við HK í Kópavogi þar sem Júlíus lék fyrir og sáum við því flesta leiki þeirra, m.a. austur á Reyðarfirði þar sem Einar skoraði sfna seinustu þrennu. Að kveðja hinstu kveðju er sá takt- ur tilverunnar sem er hvað erfiðast- ur. Þriðjudaginn 7. nóvember hitti ég Einar í verslun hans og við kvödd- umst eins og venjulega með „sjá- umst“. Þótt það hafi verið síðustu kveðjuorðin héma megin trúi ég að við eigum eftir að hittast hinum meg- in. Elsku Aila, Birgir, Gulla, Guddý, Biddi og fjölskyldur, ég vildi geta sef- að sorgir ykkar en veit að þar sem þið erað trúuð mun Guð gefa ykkur styrk eins og hingað til. Fjölskylda mín blessar minningu Einars Arnar, elskulegs félaga. Helga Krisljánsdóttir og fjölskylda. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið. Ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið. Ég kallaði fram en kvöldgolan veitti mér svarið. Hér kvaddi lífið sér dyra en nú er það farið. (Jón Helgason.) Elsku Einar minn! Brosþittvarsvobjart. Auguþínsemstjömur. Hjarta þitt svo hlýtt. Ég var kennarinn þinn. Aldrei var neitt svo vont að þú fyndir ekki einhverja jákvæða lausn á vandanum. Svo varstu svo góður við mig. Þú sýndir mér svo mikla hlýju. Ég vona bara að mér hafi tek- ist að sýna þér það sama. Þú áttir þátt í því að mér fannst gaman að vera kennarinn þinn. Það gerðu einn- ig vinir þínir. Þú hafðir mikil jákvæð áhrif á þá. Og hún Sólveig mín sendir þér hinstu kveðjur frá New York en þið lékuð ykkur oft saman í Fossvog- inum. í dag felli ég tár. En á morgun ætla ég að hugsa um allar ánægju- stundirnar sem við áttum saman. Og Guð einn veit að þótt þú sért horfinn héðan munt þú alltaf lifa í sál minni, elsku vinurinn minn. Æskan leikur ærslagöm umþaðvilégskrifa. Stöðugt munt þú Einar Öm íokkarhugalifa. Sit ég hér með særðan streng sorginaaðmeta. Minningin um mætan dreng muneidáiðgeta. (AmórÞórðarson.) Vonandi hittumst við heil á nýjum ströndum. Ólöf Rafnsdóttir kennari. Þegar dauðinn leggur ungt fólk að velli breytist líf ættingja og vina sem misst hafa hluta úr eigin lífi. Fyrir þá sem eldri era blandast missinum til- finning um að eðli hlutanna hafi verið snúið við. Örlög Einars Arnar fylla alla sem hann þekktu ekki aðeins söknuði heldur einnig máttleysi. Þetta er svo óraunveralegt og sárt. Grandvallarspumingar um lífið sækja á huga: Hvers vegna? Hvers vegna? Það er svo sannarlega erf- itt að sætta sig við orðinn hlut. Allt er gangur til grafar, segir mál- tækið, og má það til sanns vegar færa en ganga Einars Amar var allt of stutt, hann átti svo margt ógert. Við minnumst þess að í stórfjöl- skylduboði síðastliðið sumar sagði Einar Örn okkur frá því að sér hefði tekist að fá umboð fyrir þekkt banda- rísk fatamerki ogynni hann að stofn- un verslunar. Anægja hans var fölskvalaus við opnunina, mikil vinna að skila árangri, búðin glæsileg og unnustan, ættingjar og fjölmargir vinir samfögnuðu honum. Nýtt ævin- týri var að hefjast og draumur að rætast. Sex dögum síðar var þessi ljúflingur allur. í bandarísku orðtæki segir að það sé mikilvægara að gefa áranum líf en lífinu ár og vissulega átti Einar Örn viðburðaríka ævi. Við, sem fylgdumst með honum frá fæðingu, munum hversu snemma beygðist krókurinn. Hann var smápolli farinn að spila fót- bolta og íþróttir skipuðu stóran sess í lífi hans, eins og margra í fjölskyld- unni, því góð íþrótt er gulli betri. Við fylgdumst með glæstum ferlinum sem steig honum þó aldrei til höfuðs. Hann var til fyrirmyndar á vellinum og utan: Reglusamur, glaðvær og hjálpsamur svo af bar. Hann var snyrtimenni, fallegur maður og drengur góður. Það var því ekki að furða að fólk laðaðist að honum því á viðmóti má merkja manninn. Vina- hópurinn var fjölmennur og til hans teljast böm okkar. Hversu vina- margur Einar Öm var kom t.d. í ljós í þeirri óeigingjörnu leit sem átti sér stað eftir hvarf hans. Einar Örn sýndi og sannaði á stuttri ævi að hann var í senn dreng- skapar- og baráttumaður. Það fund- um við oft, t.d. þegar hann heimsótti okkur til Bonn í Þýskalandi. Ævintýri Einars Arnar var ekki nema rétt hafið þegar klippt var á lífsþráð þessa mikla öðlings. Mestur harmur er kveðinn að foreldram hans, unnustunni Guðlaugu Hörpu Gunnarsdóttur og systkinum og sendum við þeim innilegustu samúð- arkveðjur okkar. Megi góður Guð styrkja þau í sorginni. Einar Örn lifir áfram í minningum okkar sem áttum með honum ánægju- og gleðistundir. Guð blessi minningu Einars Amar Birgissonar. Anna Birgis. Hjálmar W. Hannesson. Hvernig má þetta vera? Getur verið að Guði hafi vantað góða engla? Þegar stórt er spurt verður oft lít- ið um svör. Hvað hittir maður oft á lífsleiðinni manneskju sem snertir öll skynfær- in, manni þykir strax vænt um þó maður hafi í raun ekki hugmynd um, af hverju? Hversu margir era sannir í sínu, þora að sýna tilfinningar og einlægni. Einar Örn kom þannig inn í mitt líf og er mér ómetanlegt hvílíkur gullmoli hann var. Einar Óm Birgisson var sam- ferðamaður minn og vinur, maður sem enginn gat talað illa um, maður sem geislaði af heilbrigði og kæti. Hann var mikil tilfmningavera, það nægði okkur tveimur t.d. að horfast í augu, við vissum hvað við áttum sam- eiginlegt. Ég minnist heiðarlegs og fallegs manns sem bar utan á sér góð- mennsku, ég minnist samtala okkur um knattspyrnu, vonir hans og vænt- ingar og núna síðast um drauminn hans. Búðina nýju sem hann lagði all- an sinn kraft og metnað í. Loksins vora langþráðir draumar orðnir að veraleika, draumurinn um búðina, nýju íbúðina og yndislega unnustu. Allt var svo fallegt, og þá hvað? Eftir situr unnustan unga og fólkið hans allt með allar spurningarnar sem aldrei fást svör við. Guð minn góður, viltu passa þau og senda alla englana þína til þeirra og gefa þeim styrk. Að lokum þakka ég Einari Emi stutta samfylgd, yndislegt hlýtt við- mót, heiðarlegt bros og öll fallegu orðin í minn garð. Mér er illt í hjartanu þegar ég bið Guð um blessun til handa Gullu, Al- dísi og Birgi, Gúddý og Bidda og fjöl- skyldum þeirra, ættingjum öllum og vinum. Guð blessi ykkur öU. Hér er genginn fallegasti og heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst. Valdís Gunnarsddttir. Það kom mér ekki á óvart eftir kynni mín af Aldísi og Birgi að þau ættu son eins og Einar Örn. Kurteis fallegur drengur sem vildi öðram vel. Einar var glæsilegur, íþróttahetja, en umfram annað blíður og hjálp- samur. Við Birgir heimsóttum Einar í húsnæði verslunar hans við Lauga- veg stuttu áður en verslunin var opn- uð. Var augljóst hversu innilegt og náið samband þeirra feðganna var og unnu þeir saman löngum stundum að undirbúningi verslunarinnar áður en hún var opnuð. Eftirvæntingin var mikil. Einar er allur og er mikið skarð fyrir skildi. Þjóðin er slegin þegar sá sem helst gat orðið öðrum fyrirmynd er frá henni tekinn. Vinafjöld Einars er þess órækur vitnisburður. Harmur er kveðinn að þeim stóra hópi vina. Mestur er þó harmur fjöl- skyldu Einars. Fjölskyldu sem hefur vakið aðdáun íslensku þjóðarinnar með dugnaði sínum og hugrekki und- angengna daga. Hugur minn dvelur hjá þessu fólki, foreldram einars, unnustu og systkinum sem svo mikið hafa misst. Ég bið Guð að vemda þau og leiða þau heil í gegnum sorgina. Einnig alla þá sem þekktu Einar og elskuðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.