Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 48
Í8 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
EINAR ÖRN
BIRGIS
Mér er minnisstætt hvað það var
auðvelt að ræða við þig um lífið og til-
veruna og hvernig allt andlitið komst
á flug þegar eitthvað spennandi var
fram undan. Það var þér svo eðlis-
lægt að koma auga á það bjarta, bæði
í þínu eigin lífi og annaira og það,
ásamt húmornum og meðfæddum
leikarahæfileikum, gerði það að
verkum að það tók sig upp gamalt
bros hjá ólíklegustu mönnum þegar
þú komst á flug.
Eg vona að þú haldir uppteknum
hætti á nýjum stað og kveð þig með
söknuði.
Elsku Alla og Birgir, Gúddý, Birg-
ir, Guðlaug og fjölskyldur.
Við vottum ykkur okkar bestu
samúðarkveðjur og aðdáun á styrk
ykkar og samheldni á þessum erfiðu
tímum.
Haukur og Soffía.
Kveðja frá Þrótti
Sumarið 1996 fengum við Þróttar-
ar mikinn liðsstyrk. Þar var kominn
Einar Örn Birgisson, glaðvær og
geðþekktur piltur em átti heldur bet-
ur eftir að lífga upp á félagið.
Einar fór reyndar rólega af stað
fyrra sumarið, sem hann lék með
okkur, en það átti eftir að breytast
því sumarið 1997 átti hann án efa sitt
besta heila keppnistímabil á ferlinum
og erum við Þróttarar stoltir yfir því
að það hafi gerst hjá okkur.
Einar átti stóran þátt í því að við
komumst upp um deild það árið,
skoraði grimmt og vann geysilega vel
fyrir liðið. Enda vakti frammistaða
hans það mikla athygli að hann fékk
tækifæri til að spreyta sig í atvinnu-
mennsku í kjölfarið. Þótt Einar væri
hættur að leika með Þrótti var hann
samt aldrei langt undan því vinahóp-
urinn, sem hann eignaðist í félaginu
var stór, þar af nokkrir af hans bestu
vinum. Hjá okkur Þrótturum situr
ekki bara eftir minningin um góðan
fótboltamann. Við eigum líka fallegar
minningar um fínan dreng sem gerði
góðan hóp betri. Við vottum fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur
Þú varst mjög góður og bh'ður
maður, Einar, og svona gæti ég lengi
talið, ég hef ekki þekkt þig lengi. En
þegar ég hitti þig þá komstu mér allt-
af til að brosa. En svo þegar ég fékk
þær fréttir að þú værir týndur byrj-
'r aði ég strax að biðja fyrir þér og
vona.Eg vonaðist til að þú myndir
finnast heill á húfi fyrir þann 16. nóv.
vegna þess þá væri afmælisdagurinn
minn, ég vildi að þú myndir finnast
bara sem fyrst. Þann 16. nóv var loks
búið að finna þig og ég bjóst við því
að þú værir vel á þig kominn og það
væri allt í lagi með þig. En því miður
varð ekki svo. Því miður fór það á
verri veginn. En núna ert þú alltaf
þar sem er friður og ríkir birta að ei-
lífu. Ég vona að Guð taki vel á móti
þér og setji þig undir sinn verndar-
væng og að Guð veri með og styrkir
þá alla sem þurfa þess. Mér var gefið
þetta ljóð í gjöf og kveð þig með því,
Einar.
Gráttu ekki af því að ég er dáin
ég er innra með þér alltaf.
Þúhefurröddina
húneríþér
hana getur þú alltaf heyrt
þegarþúvilt.
Þú hefur andlitið
hltamann.
Égeríþér.
Þú getur séð mig fyrir þér
þegarþúvilt
Alltsemereftir
afmér
erinnrameðþér.
Þannigerumviðalitafsaman.
(Barbo Lindgren,
þýð. Vilborg Dagbj artsdóttir.)
Með kærri samúðarkveðju,
Snædís Góa.
Kæri vinur, undarleg er sú tilfinn-
ing að finnast maður hafa alla hluti á
-valdi sínu einn daginn og þann næsta
vera kominn á vit örlaganna þar sem
mennimir eru leiksoppur einhvers
æðra valds sem svo erfitt er að skilja.
Ég sá þig fyrst þar sem þú slóst
björtum ljóma á umhverfið svo allt
annað fölnaði. Ég minnist návistar
þinnar sem var svo einstök, hjarthlý
og einlæg. Góður vinur og traustur.
Hlustaðir vel á þá sem áttu í vanda og
varst þeim mikill stuðningur. Og fjöl-
skyldu þinni varstu náinn svo og leið
þér best í nálægð þeirra. Börn systk-
ina þinna gáfu þér mikla gleði sem og
þú þeim. Fegurð þín kom jafnt innan
frá sem utan, brosið svo blítt og aug-
un glampandi.
Það væri auðveldlega hægt að
skrifa margar síður um hugmyndir
þínar og persónuleikav Svo mörg eru
minnisstæðu atriðin. Ég brosi þegar
ég hugsa til þess dags er þú seldir
Subaru-inn. Þá komstu mér á óvart
með því að binda fyrir augu mín og
leiða mig að nýja bflnum (sem reynd-
ar var uppítökubfll), þú losaðir klút-
inn frá augunum og á hlaðinu stóð
þessi glæsilegi Skodi, vafinn rauðum
borða, með stórri slaufu á toppnum
og korti þar sem þú ætlaðir mér bfl-
inn. Það er mér yndisleg minning
hversu eðlilegur þú varst og áttir
auðvelt með að sjá húmorinn í hvers-
dagleikanum. Hvernig hver dagur
hafði sinn Ijóma. Sá ljómi lifir áfram
um ókomin ár. Þegar ég hugsa til þín
líður mér vel því þú varst góð sál og
þér var leikur einn að láta öðrum h'ða
vel. Ég trúi því og vona að þú sért
enn meðal okkar þó að við sjáum þig
ekki. Vona að þú styrkir fjölskyldu
þína sem þér þótti svo vænt um.
Ég mun ávallt geyma minningu
þína í hjarta mínu.
Lára Guðrún.
í byrjun febrúar réðst Einar Örn
til starfa hjá fyrirtæki okkar, Ágúst
Armann ehf.? sem deildarstjóri
herradeildar. Áður hafði hann unnið
hjá okkur um tíma í sportvöruversl-
uninni Maraþon í Kringlunni. Það
var því auðveld ákvörðun að velja
hann í þetta veigamikla starf þar sem
við þekktum hann og hans starfs-
hætti í gegnum verslunina.
Það tekur tíma að setja sig inn í öll
mál sem deildarstjóri, svo sem að
kynnast okkar birgjum erlendis, lag-
erhaldi og síðan en ekki síst öllum
okkar ágætu viðskiptavinum um land
allt. Einnig er grundvallaratriði að
fylgjast með tískunni á hverjum tíma.
Éinar Öm beitti sér í að ná tökum á
öllum þessum málum og fundum við
að hann var afar námfús og metnaðar-
fullur að ná tökum á verkefninu.
Þó svo að hann hafi aðeins starfað
innan við hálft ár hjá fyrirtækinu fór
hann í þrjár ferðir utan sem fulltrúi
fyrirtækisins. Þeir erlendu birgjar
sem kynntust honum hrifust af fram-
komu hans og áhuga á viðskiptum.
Eftir eina ferðina var hann búinn að
fá umboð fyrir öll norðurlöndin fyrir
fyrirtækið og var mjög áhugasamur
um að við seldum ekki aðeins á Isl-
andi heldur til hinna Norðurlandanna
þar sem hann setti Noreg á oddinn.
Hann sótti fast fram að marki við-
skiptanna eins og í knattspymunni.
Ef dvöl hans hefði verið lengri við
fyrirtækið er aldrei að vita hvers
mörg mörk hefðu verið skorað.
Meðal starfsmanna og viðskipta-
vina var Einar Örn vinsæll og hvers
manns hugljúfi, hann hafði góða nær-
veru, léttur og geðprúður.
Það þarf kjark, áræðni og trú á
sjálfan sig og framtíðina að opna
tískuvöraverslun í dag í þeirri miklu
samkeppni sem nú ríkir á markaðn-
um. Einnig mikinn dugnað að ná
GAP-umboðinu því vitað er að marg-
ir, stórir sem smáir í íslensku við-
skiptalífi, hafa reynt að ná því um-
boði til sín á undanförnum áram.
Öll okkar kynni af þessum ljúfa
dreng vora til fyrirmyndar og viljum
við votta unnustu, foreldram, systk-
inum og ættingjum öllum okkar
dýpstu samúð.
Eigendur og starfsfólk
Ágústar Ármanns og
Ármann Reykjavík.
Safnaðarstarf
Líf í sorg -
líf í von
í Hall-
grímskirkju
í KVÖLD, fimmtudagskvöldið 23.
nóv., kl. 20.30 mun séra Sigurður
Pálsson, sóknarprestur í Hall-
grímskirkju, flytja síðasta fyrirlest-
urinn í fyrirlestraröð sem
Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa
staðið fyrir undanfarin fimmtu-
dagskvöld. Fyrirlesturinn, sem
nefnist Líf í sorg, líf í von, verður
fluttur með litskyggnusýningu og
er efni hans miðað við þá sern eru
að glíma við sorg og missi. Á. eftir
gefst tækifæri til umræðna. Öllum
er heimill aðgangur.
Áskirkja Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17. Söngstund kl. 14-15.
Kaffispjall. Biblíulestur í safnaðar-
heimilinu kl. 20.
Háteigskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-11.30. Foreldramorgunn í
umsjón Önnu Eyjólfsdóttur hjúkr-
unarfræðings og Péturs Björgvins,
fræðslufulltrúa Háteigssafnaðar.
Bros og bleiur kl. 16-17.30. Sam-
vera fyrir foreldra um og undir tví-
tugu í safnaðarheimilinu. Gengið
inn að norðan (Viðeyjarmegin).
Jesúbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21.
Fyrirbæn með handaryfirlagningu
og smurning.
Langholtskirkja. F oreldra- og
barnamorgnar kl. 10-12. Fræðsla:
Vanlíðan mæðra eftir fæðingu. Elva
Möller hjúkrunarfræðingur. Svala
djákni les fyrir eldri börnin.
Söngstund með Jóni Stefánssyni.
Langholtskirkja er opin til bæna-
gjörðar í hádeginu.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12.00. Gunnar Gunnars-
son leikur á orgel fyrstu 10 mínút-
Hallgrímskirkja
urnar. Að lokinni samveru er léttur
málsverður í boði í safnaðarheimili.
Samvera eldri borgara kl. 14.
Neskirkja. Unglingaklúbbur Nes-
og Dómkirkju kl. 20 í safnaðarheim-
ili Neskirkju.
Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9-
10 ára börn kl. 17.
Islenski söfnuðurinn í Kaupmanna-
höfn býður öllum krökkum á aldrin-
um 0-8 ára í kirkjuskóla í Jónshúsi
laugard. 18. nóv. kl. 10. Kaffi, djús
og kex á eftir. Muna að taka
mömmu og/eða pabba með. Starfs-
fólk kirkjuskólans.
Fossvogskirkja. Fyrirlestrar um
sorg era á fimmtudögum í nóvem-
ber og hefjast kl. 20.30 í kvöld.
Fjórði og síðasti fyrirlesturinn
nefnist „Líf í sorg og von“. Sr. Sig-
urður Pálsson sóknarprestur flytur.
Fyrirlesararnir era allir þekktir
guðfræðingar, sem hafa sem fræði-
menn og sálusorgarar glímt við
vandann sem þjáningin veldur og
hafa íhugað það svar, sem kristin-
dómurinn miðlar með huggunar-
boðskap sínum. Kirkjugarðarnir
og prófastsdæmin.
Árbæjarkirkja. TTT-starf 10-12
ára í Ártúnsskóla kl. 17-18.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
föstudag kl. 10-12.
Digraneskirkja. Leikfimi IAK kl.
11. Foreldramorgnar kl. 10-12.
Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl.
18. Safnaðarfélag Digraneskirkju,
fundur í safnaðarsal kl. 20.30, sr.
Sigfinnur Þorleifsson ræðir um
starf sjúkrahúsprestsins.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyiár
11-12 ára drengi kl. 17-18.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgn-
ar kl. 10-12. Fræðandi og skemmti-
legar samverustundir, heyrum guðs
orð og syngjum með börnunum.
Kaffisopi og spjall, alltaf brauð og
djús fyrir börnin.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar.
Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Samvera eldri
borgara í dag kl. 14.30-17 í safnað-
arheimilinu Borgum. Kyrrðar- og
bænastund í dag kl. 17. Éyrirbæna-
efnum má koma til sóknarprests
eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Fundir fyrir 9-12 ára
stráka kl. 17 í umsjá KFUM.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr-
ir ung börn og foreldra þeirra kl.
10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi.
Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonar-
höfn, Strandbergi, kl. 17-18.30.
Fríkirlqan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9-
12 ára krakka kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Bænastund kl. 22.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
10 foreldramorgunn í safnaðar-
heimilinu. Kl. 17.30 TTT-starf 10-
12 ára krakka.
Keflavíkurkirkja. Fermingarandir-
búningur kl. 14.50-17 í Kirkjulundi.
Ytri-Nj arðvíkurkirkj a. Biblíulestr-
ar kl. 20. Fyrirbænasamvera kl.
18.30 í umsjá Ástríðar Helgu Sig-
urðardóttur, farið verður í Lúkas-
arguðspjall. Fyrirbænasamvera kl.
18.30. Fyrirbænaefnum er hægt að
koma áleiðis fyrir hádegi virka daga
kl. 10-12 í síma 421-5013. Spila-
kvöld aldraðra kl. 20.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30. Beðið fyrir sjúkum og sorg-
mæddum.
Kristjana Steingrímsdóttir og Erla Siguijónsdóttir urðu íslandsmeist-
arar í kvennaflokki en 26 pör spiluðu um meistaratitilinn um sl. helgi.
Þær tóku snemma forystu í mótinu og héldu til mótsloka. Guðmundur
Ágústsson, forseti Bridssambandsins, afhenti þeim blóm og verðlaun.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
R a g n a r s s o n
Bridsdeild eldri borgara
í Kópavogi
Það mættu 22 pör til keppni á
föstudag, 17. nóvember. Hæsta skor
ÍN/S:
Einar Einarss. - Hörður Davíðss. 254
Fróði B. Pálss. - Magnús Jósefsson 252
Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 243
Hæsta skor í A/V:
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Bjömss. 251
Páll Hannesson - Kári Sigurjýnss. 243
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 236
Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 236
Síðastliðinn þriðjudag spiluðu
einnig 22 pör og þá varð staða efstu
para þessi í N/S:
Eysteinn Einarss. - Jón Stefánss. 264
Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórss. 253
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 234
Hæsta skor í A/V:
Kristján Ólafsson - Lárus Hermannss. 266
Jón Andrésson - Valdimar Þórðarson 253
Bragi Salomonss. - Þorsteinn Erlingss. 245
Meðalskor báða dagana var 216.
Islandsmót (h)eldri
og yngri spilara
íslandsmót yngri spilara í tví;
menningi verður haldið 26.-27. nóv. í
flokki yngri spilara era þátttakendur
fæddir 1976 eða síðar. Þátttaka er
ókeypis.
íslandsmót (h)eldri spilara í tví-
menningi verður einnig haldið í
Þönglabakkanum helgina 26.-27.
nóvember. Lágmarksaldur er 50 ár
og samanlagður aldur parsins
minnstllOár.
Bæði mótin byrja kl. 11.00 laugar-
dag. Skráning í s. 587 9360 eða
bridge@bridge.is
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 20. nóvember var
spilaður eins kvölds tvímenningur
hjáfélaginu.
Urslit urðu þannig:
Halldór Þórólfsson - Andrés Þórarinsson200
Ásgeir Ásbjömsson - Dröfn Guðmundsd. 188
Högni Friðþjófss. - Gunnlaugur Óskarss.186
Atli Hjartarson - Þórður Þórðarson 186
Meðalskorvar 165
Næstkomandi mánudag, 27.11.,
hefst aðaltvímenningur félagsins,
sem standa mun í þrjú kvöld og verð-
ur spilað með barometer-fyrirkomu-
lagi. Spilað er í Álfafelli, félagssal
íþróttahússins við Strandgötu og
hefst spilamennska kl. 19.30.
Bridsdeild Barðstrendinga og
Bridsfélag kvenna
Lokið er 3ja kvölda hraðsveita-
keppni þar vann sveit Jóns Steinars
1909 stig. Þar spiluðu:
Jón St. Ingólfss. - Hermann Friðriksson
Jens Jensson - Karl 0. Jónsson
2. sæti: Sveit Önnu G. Niels. 1948
3. sæti: Sveit Gróu Guðnad. 1771
Mánudaginn 27. des. nk. hefst 3ja
kvölda tvímenningur „Jólasería".
Verðlaun fyrir 2 pör sem skora mest
á hverju kvöldi. Heildarverðlaun fyr-
ir 3 pör sem skora mest samtals. 2
kvöld af 3 gilda til aðalverðlauna.
Skráning á spilastað ef mætt er
stundvíslega kl. 19.30.
Bridskvöld
Bridsskólans og BSI
Mikill áhugi og góð stemmning er
á mánudögum á bridskvöldum
Bridsskólans og BSÍ. Mánudaginn
20. nóv. mættu 17 pör til leiks.
Úrslit urðu þessi:
N-Sriðiil
Pétur Jónass. - Guðrún Guðmundsd. 111
Benedikt Franklínss. - Magnús Waage 106
Kristinn Stefánss. - Jóna Samsonard. 97
A-V riðill
Magnús Bergss. - Ágúst Guðmundss. 104
Gunnlaugur Jóhannss. - Örn Ingólfss. 104
Bjarni Jónatanss. - Stefán Stefánss. 100
Spilað er á mánudögum kl. 20 í
Þönglabakka 1, 3. hæð. Allir era vel-
komnir og aðstoðað við myndun
para.