Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 64

Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 64
í>4 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er fímmtudagur 23. nóvem- ber, 328. dagur ársins 2000. Klem- ensmessa, Orð dagsins; Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur. (Lúkas 22,18.) Skipin Reykjavikurhöfn: Goða- foss kemur og fer í dag. Helen Knudscn kemur í dag. Vigri og Arnarfell fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10.20 boccia, kl. 13 vinnustofa og myndmennt. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta og bók- band, kl. 9-16.30 penna- saumur og bútasaumur, kl. 9.45 morgunstund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíða- stofa, kl. 13 pútt, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9-9.45 leikfimi, kl. 9-12 myndlist, kl. 9-16 handavinna og fótaað- gerðir, kl. 13 glerlist. Kynslóðir mætast 2000, Háteigsskóli og Bólstað- arhlíð 43, uppskeruhátíð laugardaginn 25. nóvem- ber. Húsið opnar kl. 14, dagskrá hefst kl. 15. Forstöðumaður setur hátíðina, skólastjóri flyt- ur ávarp. Nemendur kynnaverkefnið Líf bama á fyrri hluta 20. aldar. Eldri borgarar kynna verkefnið Líf barna árið 2000. Söng- hópur félagsmiðstöðvar- innar syngur. Samsöng- ur yngri og eldri. Sýning á verkefnum og alda- mótateppi. Kaffisala. Jólahlaðborðið verður fimmtud. 7. des kl. 18. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustof- an og handavinr.ustofan opnar, kl. 13 opin handa- vinnustofan, kl. 14.30 sögustund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 9. fóta- aðgerðir, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 bingó. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðamámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver, kl. 13.30 boccia. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Kortagerð, klippimyndir og málaðar myndir; nýtt námskeið frá 27. nóvember til 10. desember. Skráning í síma 898 8054 milli kl. 14-16. Spilað í Holtsbúð í kvöld kl. 13.30. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæjar- útgerðinni kl. 10-12, bingó í Hraunseli kl 13:30. Á morgún verður dansleikur með Caprí Tríó kl. 20:30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeg- inu. Brids kl. 13 í dag. Jólavaka FEB verður haldin 9. desember, söngur, upplestur, hug- vekjaogfl. Nánar auglýst síðar. Jólaferð á Suðurnesin laugardag- inn 16. desember. Upp- lýst Bergið í Keflavik skoðað. Ekið um Kefla- vik, Sandgerði og Garð. Súkkulaði og meðlæti á Ránni í Keflavík. Brott- fór frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 15. Æskilegt að fólk skrái sig sem fyrst. Silf- urlínan opin á mánudög- um og miðvikudögum frá kl. 10-12 í síma 588 2111. Ath.Af- greiðslutími skrifstofu FEBerfrákl. 10-16. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588 2111 frá kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfíng- ar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni. Frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin. „Kyn- slóðir mætast 2000“. Laugardaginn 25. nóv. kl. 14-17 opið hús. Fjöl- breytt dagskrá í sam- starfi við Olduselsskóla. Veitingar í Kaffihúsi Gerðubergs. Allir vel- komnir. Mynd- hstarsýning Hrefnu Sig- urðardóttur stendur yfir. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9-15, kl. 9.30 gler og postulínsmáiun, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 klippimynd- ir og taumálun. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðjudög- um og fóstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Postuhns- málun kl. 9, jóga kl. 10, brids kl 13. Hand- avinnustofan opin ki. 13-16. Fótaaðgerða- stofan opin aha virka daga. Hrauubær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 9.45 boccia, kl. 14 fé- lagsvist. Hæðargarður 31. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, glerskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kí. 15.15 dans. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, ki. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, ki. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15-12 aðstoð við böðun, kl. 9.15-15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13-14 leik- fimi, kl. 13-16 kóræfing. Á morgun kl. 14.30 verð- ur dansað við lagaval Halldóru. Gott með kaff- inu. AJlir velkomnir. Laugardaginn 25. nóv- ember verður opið hús frá kl. 14-17. Þar verður ávegum Reykjavíkur- Menningarborgar 2000 sýndur afrakstur sam- vinnu ungra og eldri borgara af verkefninu Kynslóðirnar mætast. Einnig verða á boðstól- um sýnishom úr starf- semi stöðvarinnar. Fólk sýnir ýmsa iðju sína í verki sem boðið er upp á í félagsmiðstöðinni. Kaffiveitingar frá kl. 14. Allir velkomnir. Jóla- fagnaður verður 7. des- ember. Jólahlaðborð og skemmtikraftar. Nánar auglýst síðar. Upp- lýsingar í síma 562 7077. Vitatorg. Ki. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, ki. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Bridsdeild FEBK, Gull- smára. Spilað mánu- daga og fimmtudaga í vetur í Gullsmára 13. Spil hefst kl. 13, mæting 15 mínútum fyrr. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Fundur í dag kl. 17 í umsjá Lilju Sigurð- ardóttur. Basar Kristni- boðsfélagsins verður laugardaginn 25. nóv. og hefst kl. 14. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3-5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. ki. 10.30. SÍBS-deildin Vífílsstöð- um. Fundur í kvöld kl. 20 í Landspítalanum, Vífilsstöðum 1. hæð. M.a. erindi um rannsókn á svefni kvenna eftir fimmtugt, tónlist, kaffi- veitingar. Félagar, fjöl- mennið. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. í kvöld kl. 19.30 tafl. Húnvetningafélagið Félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld kl 20. Lokakvöld í fjögurra kvölda keppni. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Kvenfélag Háteigssókn- ar. Jólafundur félagsins verður þriðjudaginn 5. des. í safnaðarheimihnu. Konur, sem ætla að koma, láti vita í síðasta lagi 1. des. í síma 553 6697, Guðný, eða 561 2163, Snjólaug, munið eftir jólapökkun- um. Skélanefnd ITC á ís- landi verður með fræðslufund f. nýliða fimmtudaginn 23. nóv. kl. 20 í Safnaðarheimili Hjallakirkju, Álfaheiði 17, Kópavogi. Allir vel- komnir Uppl. gefur Guð- rún s. 554 5472 Barðstrendingafélagið Spilað í kvöld í Konna- koti, Hverfisgötu 105,2. hæð, kl. 20.30. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni I, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 669 1181, (þróttir 669 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 669 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 160 kr. eintakið. VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kínverskt nudd og nálarstunga í Kópavogi ÉG ákvað að skella mér í einn tíma og forvitnast og líkaði það mjög vel og eru tímarnir orðnir níu núna. Ég var búin að vera mjög siæm í hægri öxlinni og átti erfitt með að setja höndina aftur fyrir bak. I febrúar á þessu ári rann ég í bleytu og lenti á stigahandriði, sneri á mér öxlina og marð- ist illa. Það er búið að nudda hálsinn, öxlina, handleggina og bakið fram og tíl baka og búið að finna fuht af aumum punktum. Nálarstungur hef ég líka tekið á eftir nuddinu og finn stóran mun á öxlinni, hvað ég er miklu betri, en ég ætla að taka aðeins fleiri tíma út af mjóbakinu. Ég er mjög ánægð með árang- urinn af þessu nuddi. Ásdís Sigurgeirsdúttir. Rjúpnadráp I Morgunblaðinu 15. nóv- ember 2000, birtist athug- unarverð grein eftir séra Ragnar Fjalar Lárusson, þar sem bent er á eins og sagt er í Bibhunni „að Guð elski öll sín börn og ekki síður smælingjana". Rjúpnadrápin ætti að banna algjörlega. Menn hér á landi þurfa ekki í dag, að drepa þessa góðlátlegu fugla sér til matar. I mat- vöruverslunum er mikið til af matvöru við hæfi. Rjúpan er hiýlegur og fallegur fugl og ekki skað- valdur. Mörgum þykir vænt um hana og hafa frið- að lönd sín vegna skotveiði- manna og náttúran býr rjúpunni hvítan búning að vetri og dökkleitan að sumri, kannski til vamar gegn drápærðum persón- um. Heyrst hefur þótt ótrú- legt sé, að skotveiðimenn hafi óskað eftir að fá leyfi til að veiða smá spörfugla, til dæmis lóur og spóa, vor- boðana ljúfu, sem koma til íslands um sumartíma. Syngja kvæðin sín, byggja sér hreiður, koma upp ung- um og fara síðan til heitari landa og koma svo aftur að vori, okkur til yndisauka. Við viljum lofa þeim að Mfa. í umtalaðri blaðagrein í Morgunblaðinu er saga, sem hinn dáði tónleikamað- ur Bubbi Morthens sagði frá. Hann var áður skotveiði- maður, en hætti shku „þeg- ar maður uppgötvar að það er ekkert gaman að drepa líf með heitu blóði“ sagði þessi ágæti listamaður, sem á þakkir fyrir góða frá- sögn. Margrét Hjálmtýsdóttir. Tapað/fundið Hvítagullshringur tapaðist Hvítagullshringur með demanti tapaðist annað- hvort á þriðjudagskvöldið 21. nóvember sl. í grennd við íþróttahús Háskólans eða á miðvikudagsmorgun 22. nóvember sl. á Ný- lendugötunni. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 866-5970. Svartar rúskinnslúff- ur töpuðust SVARTAR rúskinnslúffur, fóðraðar með kanínuskinni, töpuðust í leigubíl frá Bæj- arleiðum laugardaginn 18. nóvember sl. Hafið sam- band við Elenu í síma 551- 3013 eðavs. 552-0240. Dýrahald Gullfallegan fress vantar heimili GULLFALLEGUR tólf vikna fress, fæst gefins á gott heimili. Hann er kassavanur og er duglegur að leika sér. Upplýsingar í síma 898-2659 á milli kl.15- 18 í dag. Kenny og Ósi eru týnd KISURNAR okkar, þau Kenny og Osi, eru týndar. Kenny hvarf þann 18. októ- ber sl. Hann ér átta mán- aða fress, svartur að lit með hvitt á nefi, hvíta bringu og hvitt á löppum. Osi hvarf þann 30. október sl. Hún er tveggja ára læða, grá með hvitt á nefi, hvita bringu og hvítt á löppum. Við biðjum ykkur að hta vel eftir þeim, tíl dæmis í bílskúrum og geymslum hjá ykkur. Katt- anna er sárt saknað af bróður og syni og öðrum húsbúendum að Tunguvegi 1. Þeir sem hafa upplýsing- ar um kisumar okkar, eru beðnir um að hafa samband við okkur í einhvern af eft- irfarandi símum: 553-3860, 694-3860,869-8400 eða 699- 8823. Dimmalimm vantar heimili DIMMALIMM er fimm mánaða svört læða og fæst gefins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 586-1795. Krossgáta LÁRÉTT: 1 tvístígur, 4 snauð, 7 giftast aldrei, 8 aftur- kalla, 9 rödd, 11 skrifaði, 13 verkfæri, 14 kindurn- ar, 15 falskur, 17 mjög góð, 20 illgjörn, 22 huldu- maður, 23 illkvittið, 14 út, 25 hirða um. LÓÐRÉTT: 1 hörfar, 2 taki snöggt f, 3 sefar, 4 flutning, 5 spjald, 6 lyftitæki, 10 hótar, 12 hreinn, 13 ósoðin, 15 rfki, 16 heimshlutinn, 18 var- kár, 19 blaðra, 20 spaug, 21 atlaga. LAUSN SI'ÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 merkilegt, 8 hfur, 9 ræpan, 10 lóð, 11 karra, 13 illur, 15 bossa, 18 gatan, 21 sær, 22 lærin, 23 espir, 24 fagnaðinn. Lóðrétt: 2 elfur, 3 kurla, 4 lærði, 5 gepil, 6 slök, 7 knýr, 12 rós, 14 lóa, 15 bóls, 16 sorta, 17 asnan, 18 greið, 19 túpan, 20 næra. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hlustaði fyrir skömmu á útvarpsviðtal við Gunnar Marel Eggertsson, skip- stjóra og eiganda víkingaskipsins íslendings. Gunnar og áhöfn hans fóru sem kunnugt er í vel heppn- aða ferð yfir Atlantshafið og til Kanada og Bandaríkjanna með viðkomu á Grænlandi. Þessi ferð var farin til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi. í viðtalinu var Gunnar spurður um hvað yrði um skipið eftir þessa ferð. Hann kvað það enn óljóst, en sagði að aðilar í Kanada og Banda- ríkjunum hefðu sýnt áhuga á að kaupa það. Umræða hefur verið um það hér á landi að rétt sé að ís- lensk stjórnvöld kaupi skipið. Mjög eindreginn vilji kom fram á Alþingi í þessa veru. I viðtalinu við Gunnar Marel útilokaði hann ekki að selja ís- lenskum stjórnvöldum skipið, en jafnframt kom fram hjá honum að hann teldi að skipinu yrði sýndur fullur sómi þó að það yrði selt til Kanada eða Bandaríkj- anna. Hann benti á að ef skipið yrði áfram í Bandaríkjunum kynnu jafnvel að vera meiri möguleikar á að halda nafni þess á lofti en ef það jrrði á íslandi. Víkverji telur einmitt að þetta geti verið rétt hjá Gunnari. Ferð víkingaskipsins hefur vakið mikla athygli í Ameríku og haldið nafni íslands vel á lofti. Það er ekki ólíklegt að svo verði áfram ef það verður selt til Ameríku. xxx FYRIR skömmu birtist í Morg- unblaðinu auglýsing frá fast- eignasölu í Reykjavík. Auglýsingin hljóðaði svona: „Höfum nýstands- etta 117 fm íbúð í gamla vestur- bænum. Seljandi er tilbúinn til að taka 2-3 millj. í hlutabréfum í Decode sem útborgun." Það er athyglisvert að menn skuli vera farnir að auglýsa að þeir séu tilbúnir að taka hlutabréf í Decode upp í íbúðarverð. Sem kunnugt er hefur gengi hlutabréfa í fyrirtækinu sveiflast talsvert á síðustu mánuðum og ljóst má vera að vonir sumra hluthafa um skjót- fenginn gi’óða ganga ekki eftir. Eitthvað mun líka vera um að menn hafi tekið lán til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Það kann því að vera að fyrir einhverja hlut- hafa í Decode sé freistandi að kaupa íbúð í vesturbæ Reykjavík- ur. xxx RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur tekið til sýningar danska sakamálaþætti sem nefnast „Kóngulóin". Þættirnir gerast skömmu eftir seinna stríð og segja frá ungum blaðamanni sem fær áhuga á að skrifa um morðmál. Víkverji hefur gaman af þessum þáttum. Sú mynd sem dregin er upp af starfi ungs og óreynds blaðamanns er skemmtileg. Blaða- maðurinn þarf að sæta því að fá öll léttvægustu og leiðinlegustu verk- efnin. Fréttastjórinn fól honum t.d. það verkefni að skrifa um „þarmaflóru ungbarna“! í þessum sjónvarpsþáttum eins og svo mörgum dönskum þáttum reykja nær allir sem koma við sögu. Söguhetjan í þessum þætti keðjureykir og sást aðeins í einu atriði í fyrsta þætti án sígarettu. Það var þegar hann var að vakna einn morguninn. Þessi mynd af lífi dansks blaðamanns er sjálfsagt ekki fjarri raunveruleikanum. A.m.k. eru Danir enn þann dag í dag afar iðnir við að reykja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.