Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 64
í>4 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er fímmtudagur 23. nóvem- ber, 328. dagur ársins 2000. Klem- ensmessa, Orð dagsins; Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur. (Lúkas 22,18.) Skipin Reykjavikurhöfn: Goða- foss kemur og fer í dag. Helen Knudscn kemur í dag. Vigri og Arnarfell fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10.20 boccia, kl. 13 vinnustofa og myndmennt. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta og bók- band, kl. 9-16.30 penna- saumur og bútasaumur, kl. 9.45 morgunstund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíða- stofa, kl. 13 pútt, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9-9.45 leikfimi, kl. 9-12 myndlist, kl. 9-16 handavinna og fótaað- gerðir, kl. 13 glerlist. Kynslóðir mætast 2000, Háteigsskóli og Bólstað- arhlíð 43, uppskeruhátíð laugardaginn 25. nóvem- ber. Húsið opnar kl. 14, dagskrá hefst kl. 15. Forstöðumaður setur hátíðina, skólastjóri flyt- ur ávarp. Nemendur kynnaverkefnið Líf bama á fyrri hluta 20. aldar. Eldri borgarar kynna verkefnið Líf barna árið 2000. Söng- hópur félagsmiðstöðvar- innar syngur. Samsöng- ur yngri og eldri. Sýning á verkefnum og alda- mótateppi. Kaffisala. Jólahlaðborðið verður fimmtud. 7. des kl. 18. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustof- an og handavinr.ustofan opnar, kl. 13 opin handa- vinnustofan, kl. 14.30 sögustund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 9. fóta- aðgerðir, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 bingó. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðamámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver, kl. 13.30 boccia. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Kortagerð, klippimyndir og málaðar myndir; nýtt námskeið frá 27. nóvember til 10. desember. Skráning í síma 898 8054 milli kl. 14-16. Spilað í Holtsbúð í kvöld kl. 13.30. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæjar- útgerðinni kl. 10-12, bingó í Hraunseli kl 13:30. Á morgún verður dansleikur með Caprí Tríó kl. 20:30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeg- inu. Brids kl. 13 í dag. Jólavaka FEB verður haldin 9. desember, söngur, upplestur, hug- vekjaogfl. Nánar auglýst síðar. Jólaferð á Suðurnesin laugardag- inn 16. desember. Upp- lýst Bergið í Keflavik skoðað. Ekið um Kefla- vik, Sandgerði og Garð. Súkkulaði og meðlæti á Ránni í Keflavík. Brott- fór frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 15. Æskilegt að fólk skrái sig sem fyrst. Silf- urlínan opin á mánudög- um og miðvikudögum frá kl. 10-12 í síma 588 2111. Ath.Af- greiðslutími skrifstofu FEBerfrákl. 10-16. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588 2111 frá kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfíng- ar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni. Frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin. „Kyn- slóðir mætast 2000“. Laugardaginn 25. nóv. kl. 14-17 opið hús. Fjöl- breytt dagskrá í sam- starfi við Olduselsskóla. Veitingar í Kaffihúsi Gerðubergs. Allir vel- komnir. Mynd- hstarsýning Hrefnu Sig- urðardóttur stendur yfir. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9-15, kl. 9.30 gler og postulínsmáiun, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 klippimynd- ir og taumálun. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðjudög- um og fóstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Postuhns- málun kl. 9, jóga kl. 10, brids kl 13. Hand- avinnustofan opin ki. 13-16. Fótaaðgerða- stofan opin aha virka daga. Hrauubær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 9.45 boccia, kl. 14 fé- lagsvist. Hæðargarður 31. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, glerskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kí. 15.15 dans. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, ki. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, ki. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15-12 aðstoð við böðun, kl. 9.15-15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13-14 leik- fimi, kl. 13-16 kóræfing. Á morgun kl. 14.30 verð- ur dansað við lagaval Halldóru. Gott með kaff- inu. AJlir velkomnir. Laugardaginn 25. nóv- ember verður opið hús frá kl. 14-17. Þar verður ávegum Reykjavíkur- Menningarborgar 2000 sýndur afrakstur sam- vinnu ungra og eldri borgara af verkefninu Kynslóðirnar mætast. Einnig verða á boðstól- um sýnishom úr starf- semi stöðvarinnar. Fólk sýnir ýmsa iðju sína í verki sem boðið er upp á í félagsmiðstöðinni. Kaffiveitingar frá kl. 14. Allir velkomnir. Jóla- fagnaður verður 7. des- ember. Jólahlaðborð og skemmtikraftar. Nánar auglýst síðar. Upp- lýsingar í síma 562 7077. Vitatorg. Ki. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, ki. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Bridsdeild FEBK, Gull- smára. Spilað mánu- daga og fimmtudaga í vetur í Gullsmára 13. Spil hefst kl. 13, mæting 15 mínútum fyrr. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Fundur í dag kl. 17 í umsjá Lilju Sigurð- ardóttur. Basar Kristni- boðsfélagsins verður laugardaginn 25. nóv. og hefst kl. 14. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3-5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. ki. 10.30. SÍBS-deildin Vífílsstöð- um. Fundur í kvöld kl. 20 í Landspítalanum, Vífilsstöðum 1. hæð. M.a. erindi um rannsókn á svefni kvenna eftir fimmtugt, tónlist, kaffi- veitingar. Félagar, fjöl- mennið. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. í kvöld kl. 19.30 tafl. Húnvetningafélagið Félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld kl 20. Lokakvöld í fjögurra kvölda keppni. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Kvenfélag Háteigssókn- ar. Jólafundur félagsins verður þriðjudaginn 5. des. í safnaðarheimihnu. Konur, sem ætla að koma, láti vita í síðasta lagi 1. des. í síma 553 6697, Guðný, eða 561 2163, Snjólaug, munið eftir jólapökkun- um. Skélanefnd ITC á ís- landi verður með fræðslufund f. nýliða fimmtudaginn 23. nóv. kl. 20 í Safnaðarheimili Hjallakirkju, Álfaheiði 17, Kópavogi. Allir vel- komnir Uppl. gefur Guð- rún s. 554 5472 Barðstrendingafélagið Spilað í kvöld í Konna- koti, Hverfisgötu 105,2. hæð, kl. 20.30. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni I, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 669 1181, (þróttir 669 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 669 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 160 kr. eintakið. VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kínverskt nudd og nálarstunga í Kópavogi ÉG ákvað að skella mér í einn tíma og forvitnast og líkaði það mjög vel og eru tímarnir orðnir níu núna. Ég var búin að vera mjög siæm í hægri öxlinni og átti erfitt með að setja höndina aftur fyrir bak. I febrúar á þessu ári rann ég í bleytu og lenti á stigahandriði, sneri á mér öxlina og marð- ist illa. Það er búið að nudda hálsinn, öxlina, handleggina og bakið fram og tíl baka og búið að finna fuht af aumum punktum. Nálarstungur hef ég líka tekið á eftir nuddinu og finn stóran mun á öxlinni, hvað ég er miklu betri, en ég ætla að taka aðeins fleiri tíma út af mjóbakinu. Ég er mjög ánægð með árang- urinn af þessu nuddi. Ásdís Sigurgeirsdúttir. Rjúpnadráp I Morgunblaðinu 15. nóv- ember 2000, birtist athug- unarverð grein eftir séra Ragnar Fjalar Lárusson, þar sem bent er á eins og sagt er í Bibhunni „að Guð elski öll sín börn og ekki síður smælingjana". Rjúpnadrápin ætti að banna algjörlega. Menn hér á landi þurfa ekki í dag, að drepa þessa góðlátlegu fugla sér til matar. I mat- vöruverslunum er mikið til af matvöru við hæfi. Rjúpan er hiýlegur og fallegur fugl og ekki skað- valdur. Mörgum þykir vænt um hana og hafa frið- að lönd sín vegna skotveiði- manna og náttúran býr rjúpunni hvítan búning að vetri og dökkleitan að sumri, kannski til vamar gegn drápærðum persón- um. Heyrst hefur þótt ótrú- legt sé, að skotveiðimenn hafi óskað eftir að fá leyfi til að veiða smá spörfugla, til dæmis lóur og spóa, vor- boðana ljúfu, sem koma til íslands um sumartíma. Syngja kvæðin sín, byggja sér hreiður, koma upp ung- um og fara síðan til heitari landa og koma svo aftur að vori, okkur til yndisauka. Við viljum lofa þeim að Mfa. í umtalaðri blaðagrein í Morgunblaðinu er saga, sem hinn dáði tónleikamað- ur Bubbi Morthens sagði frá. Hann var áður skotveiði- maður, en hætti shku „þeg- ar maður uppgötvar að það er ekkert gaman að drepa líf með heitu blóði“ sagði þessi ágæti listamaður, sem á þakkir fyrir góða frá- sögn. Margrét Hjálmtýsdóttir. Tapað/fundið Hvítagullshringur tapaðist Hvítagullshringur með demanti tapaðist annað- hvort á þriðjudagskvöldið 21. nóvember sl. í grennd við íþróttahús Háskólans eða á miðvikudagsmorgun 22. nóvember sl. á Ný- lendugötunni. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 866-5970. Svartar rúskinnslúff- ur töpuðust SVARTAR rúskinnslúffur, fóðraðar með kanínuskinni, töpuðust í leigubíl frá Bæj- arleiðum laugardaginn 18. nóvember sl. Hafið sam- band við Elenu í síma 551- 3013 eðavs. 552-0240. Dýrahald Gullfallegan fress vantar heimili GULLFALLEGUR tólf vikna fress, fæst gefins á gott heimili. Hann er kassavanur og er duglegur að leika sér. Upplýsingar í síma 898-2659 á milli kl.15- 18 í dag. Kenny og Ósi eru týnd KISURNAR okkar, þau Kenny og Osi, eru týndar. Kenny hvarf þann 18. októ- ber sl. Hann ér átta mán- aða fress, svartur að lit með hvitt á nefi, hvíta bringu og hvitt á löppum. Osi hvarf þann 30. október sl. Hún er tveggja ára læða, grá með hvitt á nefi, hvita bringu og hvítt á löppum. Við biðjum ykkur að hta vel eftir þeim, tíl dæmis í bílskúrum og geymslum hjá ykkur. Katt- anna er sárt saknað af bróður og syni og öðrum húsbúendum að Tunguvegi 1. Þeir sem hafa upplýsing- ar um kisumar okkar, eru beðnir um að hafa samband við okkur í einhvern af eft- irfarandi símum: 553-3860, 694-3860,869-8400 eða 699- 8823. Dimmalimm vantar heimili DIMMALIMM er fimm mánaða svört læða og fæst gefins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 586-1795. Krossgáta LÁRÉTT: 1 tvístígur, 4 snauð, 7 giftast aldrei, 8 aftur- kalla, 9 rödd, 11 skrifaði, 13 verkfæri, 14 kindurn- ar, 15 falskur, 17 mjög góð, 20 illgjörn, 22 huldu- maður, 23 illkvittið, 14 út, 25 hirða um. LÓÐRÉTT: 1 hörfar, 2 taki snöggt f, 3 sefar, 4 flutning, 5 spjald, 6 lyftitæki, 10 hótar, 12 hreinn, 13 ósoðin, 15 rfki, 16 heimshlutinn, 18 var- kár, 19 blaðra, 20 spaug, 21 atlaga. LAUSN SI'ÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 merkilegt, 8 hfur, 9 ræpan, 10 lóð, 11 karra, 13 illur, 15 bossa, 18 gatan, 21 sær, 22 lærin, 23 espir, 24 fagnaðinn. Lóðrétt: 2 elfur, 3 kurla, 4 lærði, 5 gepil, 6 slök, 7 knýr, 12 rós, 14 lóa, 15 bóls, 16 sorta, 17 asnan, 18 greið, 19 túpan, 20 næra. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hlustaði fyrir skömmu á útvarpsviðtal við Gunnar Marel Eggertsson, skip- stjóra og eiganda víkingaskipsins íslendings. Gunnar og áhöfn hans fóru sem kunnugt er í vel heppn- aða ferð yfir Atlantshafið og til Kanada og Bandaríkjanna með viðkomu á Grænlandi. Þessi ferð var farin til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi. í viðtalinu var Gunnar spurður um hvað yrði um skipið eftir þessa ferð. Hann kvað það enn óljóst, en sagði að aðilar í Kanada og Banda- ríkjunum hefðu sýnt áhuga á að kaupa það. Umræða hefur verið um það hér á landi að rétt sé að ís- lensk stjórnvöld kaupi skipið. Mjög eindreginn vilji kom fram á Alþingi í þessa veru. I viðtalinu við Gunnar Marel útilokaði hann ekki að selja ís- lenskum stjórnvöldum skipið, en jafnframt kom fram hjá honum að hann teldi að skipinu yrði sýndur fullur sómi þó að það yrði selt til Kanada eða Bandaríkj- anna. Hann benti á að ef skipið yrði áfram í Bandaríkjunum kynnu jafnvel að vera meiri möguleikar á að halda nafni þess á lofti en ef það jrrði á íslandi. Víkverji telur einmitt að þetta geti verið rétt hjá Gunnari. Ferð víkingaskipsins hefur vakið mikla athygli í Ameríku og haldið nafni íslands vel á lofti. Það er ekki ólíklegt að svo verði áfram ef það verður selt til Ameríku. xxx FYRIR skömmu birtist í Morg- unblaðinu auglýsing frá fast- eignasölu í Reykjavík. Auglýsingin hljóðaði svona: „Höfum nýstands- etta 117 fm íbúð í gamla vestur- bænum. Seljandi er tilbúinn til að taka 2-3 millj. í hlutabréfum í Decode sem útborgun." Það er athyglisvert að menn skuli vera farnir að auglýsa að þeir séu tilbúnir að taka hlutabréf í Decode upp í íbúðarverð. Sem kunnugt er hefur gengi hlutabréfa í fyrirtækinu sveiflast talsvert á síðustu mánuðum og ljóst má vera að vonir sumra hluthafa um skjót- fenginn gi’óða ganga ekki eftir. Eitthvað mun líka vera um að menn hafi tekið lán til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Það kann því að vera að fyrir einhverja hlut- hafa í Decode sé freistandi að kaupa íbúð í vesturbæ Reykjavík- ur. xxx RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur tekið til sýningar danska sakamálaþætti sem nefnast „Kóngulóin". Þættirnir gerast skömmu eftir seinna stríð og segja frá ungum blaðamanni sem fær áhuga á að skrifa um morðmál. Víkverji hefur gaman af þessum þáttum. Sú mynd sem dregin er upp af starfi ungs og óreynds blaðamanns er skemmtileg. Blaða- maðurinn þarf að sæta því að fá öll léttvægustu og leiðinlegustu verk- efnin. Fréttastjórinn fól honum t.d. það verkefni að skrifa um „þarmaflóru ungbarna“! í þessum sjónvarpsþáttum eins og svo mörgum dönskum þáttum reykja nær allir sem koma við sögu. Söguhetjan í þessum þætti keðjureykir og sást aðeins í einu atriði í fyrsta þætti án sígarettu. Það var þegar hann var að vakna einn morguninn. Þessi mynd af lífi dansks blaðamanns er sjálfsagt ekki fjarri raunveruleikanum. A.m.k. eru Danir enn þann dag í dag afar iðnir við að reykja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.