Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 68

Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 68
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND J Váleg einsemd För Feliciu (Felicia’s Journey) Takk fyrir að kaupa ekki neitt Drama ★★★ Leikstjórn og handrit: Atom Eg- oyan. Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Elaine Cassidy. (111 mín.) y Bretland/Kanada 1999. Skífan. Öllum leyfð. ÞÓTT Kanadamaðurinn Atom Egoyan sé ekki mjög þekkt nafn í kvikmyndaheiminum þá er hann þar í flokki meðal allra fremstu og á vafalítið allnokkra dygga en lág- væra fylgjendur. Það er t.a.m. mál margra að mynd hans Sweet Here- after frá árinu 1998, þar sem Iam Holm fór á hrein- um kostum, sé ein allra besta mynd þess árs, ef ekki sú besta. Felicia’s Journey er mynd- in sem Egoyan gerði þar á eftir og svo virðist sem honum hafi líkað að vinna með breskum þungavigtarmanni því hann hefur fengið annan og lítt síðri Breta til þess að fara með lykilhlutverk myndarinnar, litla bolabítinn Bob Hoskins. Myndin segir raunasögu ungrar írskrar stúlku sem leggur, með barn undir belti, í ferð yfir til Englands í von- lausri leit að þarlendum föðurnum. í staðinn verður einfarinn Hilditch á vegi hennar og notar sér ófarir hennar, þykist sjá á henni aumur en er einfaldlega að svala sjúklegri einsemd sinni sem tengist með beinum hætti sérkennilegu sam- bandi hans við móður sína. Þótt Felicia’s Journey sé langt frá því að vera eins öflugt drama og forverinn þá gengur hlutverka- skipanin fullkomlega upp því Hoskins er hreint magnaður og eignar sér algjörlega myndina. Skarphéðinn Guðmundsson Á MORGUN föstudag er alþjóð- legi „Kaupum ekkert dagurinn !“ en af því tilefni hefur hópur af ís- lensku listafólki tekið sig saman og undirbúið mikla dagskrá þenn- an dag hér í Reykjavík. Tilgangur- inn er að vekja fólk til umhugsun- ar um neyslu sína og fá það til að stoppa og hugsa áður en það kaup- ir. I forsvari fyrir hópinn hér á Is- landi eru þær Berglind Jóna Hlynsdóttir og Helena Stefáns- dóttir. Allt ókeypis „Við erum að bjóða fólki ókeypis gleði. Allt er ókeypis, það kostar ekki neitt inná myndlistarsýning- arnar eða tónleikana og allar veit- ingar eru ókeypis og verkin eru ekki til sölu. Það er enginn peningur í þessu,“ segir Helena. „Við notum list og menningu í mótmælaskyni, við skrifum ekki greinar í blöð heldur notum við list og þá mögu- leika sem hún býður uppá til að benda á það sem okkur finnst bet- ur mega fara. Allan föstudaginn verður dagskrá úti um alla borg. Það verður „Kaupum ekkert" verslun á Skólavörðustíg 21, sem verður opin á verslunartíma frá 11:00 til 18:00 en þar verður m.a. boðið uppá kaffi og kökur. Þetta er búð þar sem ekkert verður hægt að kaupa, þar sem viðskiptavinir fá kvittanir fyrir því að hafa ekki keypt neitt og hljóta þakkir fyrir. í Kringlunni verður líka 30 manna leikhópur með leikatriði alveg frá kl: 10:00 til 18:00 og er aldrei að vita uppá hverju hann tekur. Nokkur bílastæði verða friðuð eða frelsuð á mismunandi stöðum í borginni. Þau hætta s.s. í því hlut- verki að vera til sölu og þeim er breytt í annað umhverfi sem býður uppá aðra möguleika. Einnig verð- ur eitthvað af boðskap okkar varp- að á byggingar, en fólk á eftir að rekast á það hér og þar um borg- ina. Að auki verða ýmsar minni- háttar uppákomur, innsetningar í búðargluggum o.fl.“ Alþjóðleg samtök „Kaupum ekkert dagurinn" er alþjóðlegt fyrirbrigði að sögn Berglindar en það er dagur sem ekki á að kaupa neitt, helst ekki Það eru engar líkur á því að þau Berglind Jóna Hlynsdóttir, Sveinbjörn Pálsson og Helena Stefánsdóttir sjáist með innkaupapoka á morgun. ' ■■ ■■ ■-•'■> . ■. ' keyra bíla og markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um frelsi mannsins til þess að tjá sig. Þessar hugmyndir eiga upptök sín í Kanada og Evrópu en samtökin þar gefa út blað um þetta málefni á 2 mánaða fresti. Einnig ætla evrópsku samtökin að safna vegg- spjöldum frá öllum „Kaupum ekk- ert dögunum" í öllum löndunum til þess að setja upp n.k gagnabanka um þessar aðgerðir. „Fyrir mig er þetta algjör bylting og í framtíð- inni er það markmiðið að þessi dagur eigi eftir að þjóna umræðu um þessi mál,“ segir Berglind. „Heimasíðan okkar, www.kaupum- ekkert.org, er n.k. tenging við þessar hugmyndir en þar getur fólk sent okkur tölvupóst og viðrað skoðanir sínar. Þetta eru því al- þjóðlegar hugmyndir sem miðast að því að reyna fá fólk aðeins til að stoppa, því eins og staðan er í dag eru 20% jarðarbúa að neyta 80% af framleiðslu jarðar. Eg er t.d. í daglegum samskiptum við hópana í hinum löndunum, þar sem við skiptumst á hugmyndum og stað- reyndum um neyslu, og einnig hvernig aðgerðum er best að beita á þessum „Kaupum ekkert degi“.“ Myndlist með boðskap í bílastæðahúsinu á Hverfisgötu 20 verður myndlistarsýning sem Daníel Magnússon myndlistar- maður setur upp. Það eru milli 15 og 20 myndlistarmenn sem sýna verk sem öll tengjast á einhvern hátt neyslu og neyslumenningu. Flestir myndlistarmennirnir sem sýna eru frekar pólitískir og hafa verið að vinna á þessum nótum, þ.e. hafa einhverja hugsjón sem skín í gegn í verkum þeirra. Þetta er mjög breiður hópur jafnt starf- andi myndlistarmenn sem og nem- endur og áhugamenn. Sýningin er bara þennan eina dag frá 17:00 til 11:00 en það eru kókaínsystur sem að byrjar að rífa upp stemmning- una kl. 17:00. Það verða einnig upp- lestrar en kl.18:00 munu Andri Snær Magnason, Dísirnar þrjár og Viðar Hreinsson lesa úr nýút- komnum bókum sínum. Klukkan 19:00 mun hljómsveitin múm leika af fingrum fram og svo munu Dj Árni Sveins og Kári enda kvöldið en þá taka tónleikar við í Skötuhúsinu niðri á höfn. Skíðastafir fullaröins frákr. 900 Skíðabindingar fullorðim frákr. 4.200 Skíðagallar bama frákr. 1.900 Skíðagallar fullorðlns frákr. 2.900 Keppnisskíði unglini og fullorðins fiákr. 3.000 Lange keppnisskór unglinga frákr. 6.900 Snjóbretti 10-25% afsláttur \r Skíöaskórbarna st. 21-29 frákr. 1.980 skíðaskór fullorðins frákr.3.990 Eldriárgerðjrá allíað skíðastafir, barna 1 30% atSlættl frAOe 7fW1 1 Topp skiðamerkin frákr. 1.990 Skíðaúlpur 10-60% afsli Odýrir skíðahanskar og tififur Skíðahjálmar frákr. 1.500 Skíðaþjðnusta, slípum, brýnum og berum a skíði Ljósmynd/Bjargey Ólafsdóttir Frá opnuninni á a5 og gestir. f forgrunni er verk Hildar Margrétardóttur „unajpeg“ og það glittir í „tvo ketti“ í bakgrunni. Bjargey Ólafsdóttir og Ragnar Kjartansson sem kisur en þau voru með gjöminginn „Tveir kettir“ á sýning- unni a5 og gestir, en verkið var undir miklum áhrif- um frá söngleiknum vinsæla Cats. ✓ Islensk myndlist í Stokkhólmi UM SÍÐUSTU helgi voru opnaðar í Stokkhólmi tvær sýningar sem vöktu mikla athygli og nokkrir íslend- ingar áttu verk á. Önnur var í loftvarnarbyrgi undir kirkju í miðbæ Stokkhólms og heitir „a5 og gestir“ en opnunin tókst með miklum ágætum og stendur sýningin til 27. þessa mánaðar. Sýningin var hluti af norrænu samvinnuverkefni sem Islendingar eru hluti af, sjá nánari upplýsingar á www.a5.nu. Hin sýningin var í „Mellan rumet“ sem er gallerí í tengslum við listaakademíuna í Stokkhómi en hún hét „Arty Party“ og stóð aðeins yfir þetta eina kvöld. Sýninguna skipulögðu Kristín Elva Rögnvaldsdótt- ir og Ragnar Kjartansson og eins og titillinn gefur til kynna hafði sýningin það að markmiði að tengja list og skemmtun. Að sögn aðstandenda skemmtu flestir sér vel og tókst sýningin vonum framar. Verk eftir sænsku listakonuna Tildu love frá sýning- unni Arty party.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.