Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
tlKÁláA
Skemmti-
dagskrá
frá kl. 13:00
Þverflautudúett
spilar jólalögin
•
Pétur pókus og
Bjarni töframaður
•
FYRIR BÖRNIN:
Jón Arilíusson
konditor merkir
piparkökur með
nafninu þínu
•
Jólasveinar
verða með
ýmislegt í
pokahorninu
Tríó Set Jazzband
spilar alla inn í
jólastemmningu
Fiðludúett
flytur jólatóna
...og fleira
Opið frá
13-17
- miðbæ Hafnaijjcmhr
Morgunblaðið/Kristinn
Árni Heimir Ingólfsson leikur uppáhaldsverk sín í Salnum annað kvöld.
Árni Heimir Ingólfsson
á píanótónleikum í Salnum
U ppáhaldsverkin
fá að skína
ÁRNI Heimir Ingólfsson píanóleik-
ari heldur einleikstónleika í Saln-
um annað kvöld, mánudagskvöld,
og hefjast þeir kl. 20. Á efnisskrá
eru verk eftir J.S. Bach, Johannes
Brahms, Þorkel Sigurbjörnsson,
Alban Berg og Alberto Ginastera.
Tónleikarnir eru liður í Tíbrá.
„Þetta er svona „sitt úr hverri
áttinni-tónleikar“,“ segir Árni
Heimir. „Stundum reynir maður að
setja saman þematíska efnisskrá og
það hef ég gert í bæði skiptin sem
ég hef spilað hérna heima. Hélt
fyrst tónleika með trúarlegri píanó-
tónlist og siðan var ég með Schu-
mann-tónleika. Á slíkum tónleikum
verða alltaf einhver uppáhaldsverk
út undan. Þetta eru þau verk. Núna
fá þau tækifæri til að skína.“
Bach ótrúlegur snillingtir
Árni Heimir byrjar á Enskri
svítu nr. 2 í a-moll, BWV 807 eftir
Bach. „011 verk Bachs eru upp-
áhaldsverk að einhverju leyti. Hann
er svo ótrúlegur snillingur. Bach
samdi alls átján svítur fyrir hljóm-
borðshljóðfæri. Þær eru meðal
þeirra verka sem allir píanóleikar-
ar verða að spreyta sig á. Yndisleg
tónlist - en gerir líka miklar kröf-
ur.“
Næstur á efnisskrá er Brahms,
Fjögur lög fyrir pi'anó op. 119.
„Þetta er sfðasta píanóverkið sem
Brahms samdi. Hann var orðinn
gamall maður og það er angurvær
tónn í því. Ótrúlega falleg músík.“
Verk Þorkels Sigurbjörnssonar,
Hans tilbrigði, er frá árinu 1979.
„Þetta er tilbrigði um gamalt ís-
lenskt þjóðlag sem er í handriti frá
sautjándu öld. Afskaplega
skemmtilegt og hnyttið stykki.
Dæmigert fyrir Þorkel."
Alban Berg samdi Sónötu fyrir
píanó, op. 1 árið 1908. „Þetta er
fyrsta verkið sem Berg samdi eftir
að hann lauk námi hjá Schönberg.
Hann er ungur maður sem ólgar af
tilfinningum. Fyrir vikið hefur
sónatan mikla tilfinningalega
breidd.“
Tónleikunum lýkur á Arg-
entínskum dönsum, op. 2 eftir Al-
berto Ginastera. „Verkið er samið
árið 1937. Þetta er dæmigerð suð-
ur-amerfsk skemmtimúsík, sveita-
dansar og fleira.“
Hlýr og góður salur
Árni Heimir leikur nú í fyrsta
sinn í Salnum. Lýkur hann lofsorði
á aðstæður. „Þetta er virkilega fínn
tónleikasalur. Hlýr og góður.“
Árni Heimir er fæddur í Reykja-
vfk 1973. Hann hóf píanónám í Tón-
menntaskóla Reykjavíkur hjá Erlu
Stefánsdóttur, og lærði síðar við
Tónlistarskólann í Reykjavík þar
sem kennari hans var Jónas Ingi-
mundarson. Hann hélt áfram námi
hjá Lydiu Frumkin við Oberlin-
tónlistarháskólann í Banda-
ríkjunum og lauk þaðan B. Mus.-
gráðum í pi'anóleik og tónlistarsögu
1997. Sama ár hóf hann doktors-
nám í tónvísindum við Harvard-
háskólann, og vinnur hann nú að
lokaritgerð sinni um sögu og þróun
íslenska tvísöngsins. Vonast til að
ljúka við hana eftir tvö ár.
Ámi Heimir hefur komið fram á
fjölmörgum tónleikum hér heima
og erlendis. Hann hefur hlotið ýmis
verðlaun og viðurkenningar bæði
fyrir píanóleik og fræðistörf, og má
þar nefna styrk úr Minningarsjóði
Thors Thors 1997, verðlaun úr
Minningarsjóði Jean-Pierre Jacqu-
illat 1998 og námsstyrk fráþýska
menntamálaráðuneytinu vorið
2000.
Slóð fiðrildanna hlýtur góða dóma
í New York Times
Ahrifamik-
ið og þrosk-
að verk
SKÁLDSAGA Ólafs Jóhanns
Ólafssonar, Slóð fiðrildanna, sem
kom út í Bandaríkjunum nú í lok
nóvembermánaðar undir heitinu
„The Joumey Home“ hefur hlot-
ið lofsamlega dóma þar vestra.
Dagblaðið New York Times tek-
ur Slóð fiðrildanna til að mynda
til ítarlegrar umfjöllunar í New
York Times Book Review, viku-
legu bókatímariti,
sem út kom í dag,
sunnudag. Að sögn
gagnrýnanda blaðsins
er hér um áhrifamikið
og þroskað verk að
ræða er spannar vítt
svið jafnt landfræði-
lega sem tilfinninga-
lega.
„Hvers konar
skáldsögu ættu les-
endur að búast við frá
manni sem átti þátt í
að þróa tölvuleiki í
starfi sínu sem fram-
kvæmdastjóri hjá
Sony?“ spyr gagnrýn-
andi New York Times
í upphafi umfjöllunar
sinnar og sjálf kveðst hún hafa
átt von á vísindaskáldskap eða
spennusögu.
Fyrirgefning syndanna
„snilldarverk"
í skrifum sínum tekur
gagnrýnandinn, Brigitte Frase,
einnig fyrir fyrri skáldsögu Ólafs
Jóhanns, Fyrirgefningu synd-
anna, eða „Absolution" eins og
hún heitir á Bandaríkjamarkaði,
og segir Frase þar um að ræða
„snilldarvcrk". Bókin sé í senn
„afburðasnjöll" og „yfirþyrm-
andi“ og að aðalpersónan, Pétur
Pétursson, ætti vel heima í einni
af skáldsögum Dostojevskís.
Slóð fiðrildanna hrósar Frase
þá einnig í hástert. „Það kemur
verulega ánægjulega á óvart að
báðar skáldsögumar em tilfinn-
ingaríkar og úthugsaðar," segir
Frase og kveður Ólafi Jóhanni
takast vel til með að leiða lesand-
ann áfram.
„Mikilvægum upplýsingum er
miðlað í smáskömmtum, og þær
mikilvægustu - ástæður ferðar
Dísu [aðalsögupersónunnar] -
eru ekki látnar upp fyrr en í
sögulok. Bókin tekur fyrir vikið á
sig form ráðgátu sem snýr á les-
andann á stundum. Vísbendingar
og martraðir Dísu eiga það til að
afvegaleiða hann, en þetta gerir
líka persónu hennar skemmtilega
óútreiknanlega. Lesandinn finnur
hvernig hún berst við að hafa
stjóm á sér. Hún er alltaf við það
að segja eitthvað sem hún lætur
síðan að lokum ósagt.“
Þessi aðferð Ólafs Jóhanns, að
miðla upplýsingum í smáskömmt-
um, virkar að mati New York
Times vel. Sögunni sé þannig
púslað saman skref fyrir slo-ef og
fyrir vikið taki hún í raun ekki á
sig heildarmynd fyrr en í bókar-
lok.
í hverjum kafla sé drepið niður
á nýju og nýju tímabili í lífi Dísu
og stöðugt flakkað milli fortíðar
og nútíðar með þeim afleiðingum
að persóna Dísu og líf hennar
verði lesandanum ekki að fullu
Ijós fyrr en í lok sögunnar. At-
huganir Ólafs Jóhanns, sem sum-
ar hverjar hafi áður virst tilvilj-
anakenndar, taki þar á sig nýja
mynd og verði hluti sögunnar.
Slóð fiðrildanna haldi þannig
áfram að taka á sig mynd í huga
lesandans eftir að lestri hennar
sé lokið.
„Ólafur Jóhann hefði getað
hlíft Dísu við einhverjum þeirra
áfalla sem hún mætir á lífsleið-
inni og honum hætt-
ir til að ofnota fyrir-
boða og tákn-
myndir,“ segir í
lokaorðum ítarlegr-
ar gagnrýni New
York Times.
„En hann veitir
sögupersónu sinni
og lesendum sínum
einnig munúð og
ánægju sem ná að
lýsa upp dökku hlið-
arnar. Góður ilmur
jafnt innan dyra
sem utan, fuglarnir
sem sitja í öspunum
og maturinn sem
hún eldar. Réttirnir
öðlast dýpt og
bragðgæði með óvenjulegri notk-
un hráefna. Kjúklingur er íylltur
fíkjum eða sniglar eldaðir í hun-
angi. Og Dísa sjálf er eftirminni-
leg persóna, bæði margbrotin og
margþætt."
Skapar persdnu sem lesend-
ur fýsir að kynnast
Það er þó ekki eingöngu New
York Times sem veitt hefur Slóð
fiðrildanna athygli, því bókin hef-
ur hlotið umfjöllun víðar í banda-
rískum fjölmiðlum.
I nýjasta hefti vikuritsins Time
sér gagnrýnandi til að mynda
ástæðu til að upplýsa lesendur
um að Slóð fiðrildanna sé langt í
frá að vera niðurdrepandi þó að-
alsögupersóna bókarinnar kunni
að vera dauðvona. Verkið sé þess
í stað gætt „ást, vináttu og elda-
mennsku". Líf Dísu er „listilega
afhjúpað í gegnum stöðugan
straum minninga sem fylgja Dísu
í hinstu för til heimkynnanna við
norðurheimskaut," segir í um-
fjöllun Time.
Dagblaðið Chicago Sun segir
Slóð fiðrildana þá „undraverða
sögu“ og að Ólafi Jóhanni takist á
trúverðugan hátt það erfiða verk
að túlka persónu af gagnstæðu
kyni. Hann „skapar kvenpersónu
sem er svo margbrotin og töfr-
andi að lesandinn er skilinn eftir
með þá ósk að hann fái í raun og
veru að hitta hana áður en það sé
um seinan,“ eru lofsamleg orð
gagnrýnanda blaðsins.
I vikuritinu Publishers Weekly
er bókinni enn fremur líkt við
verk á borð við Dreggjar dagsins
eftir Ishiguru og „The English
Patient" eftir Michael Ondaatje
og Library Journal, rit sem flest
bókasöfn Bandaríkjanna byggja
bókakaup sín á, mælir eindregið
með bókinni.
Þá sagði gagnrýnandi Kirkus
Reviews persónusköpun Ólafs
Jóhanns margbrotna og í umsögn
sem útvarpsstöðin National Publ-
ic Radio birti fyrir skemmstu,
kvað gagnrýnandi stöðvarinnar
Slóð fiðrildanna og sögu Dísu
hafa náð að heilla sig fullkom-
lega.
Ólafur Jóhann
Ólafsson