Morgunblaðið - 10.12.2000, Side 18
18 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Skoti að
heiðurs-
nafnbót
/
„Eg hef áhuga á sögu sem ég get séð og
fundið fyrir - á lifandi sagnfræði,“ segir
Magnus Magnusson í samtali við Fríðu
Björk Ingvarsdóttur, en hann gaf nýveríð
út bók um sögu Skotlands sem hefur veríð
vel tekið í Bretlandi. Magnus fetar að
nokkru leyti í fótspor Sir Walter Scott í
Skotlandssögu sinni, tvinnar saman sagn-
fræðilegar staðreyndir og skáldskap til að
varpa Ijósi á lykilatriði er varða þjóðerni
Skota og sjálfsímynd í samtímanum.
„Hver einasta kynslóð endurskrifar söguna til að þjóna sínum eigin
hagsmunum" segir Magnus Magnusson.
MAGNUS Magnusson gaf
nýverið út bók um sögu
Skotlands sem ber heitið
„Scotland: The Story of
a Nation“ eða „Skotland: Saga þjóð-
ar“. Magnus, sem er kunnur fjöl-
miðlamaður í Bretlandi, hefur um
langt árabil gegnt mikilvægu hlut-
verki í menningarlífi Skotlands og
meðal annars gegnt stöðu rektors
Edinborgarháskóla, verið formaður
þjóðminjaráðs Skotlands og náttúru-
minjaráðs sömuleiðis. Eftir hann
liggja fjölmargar þýðingar á íslensk-
um bókmenntum, auk ritverka hans
sjálfs um margvísleg efni, en ef til vill
er Magnus þekktastur meðal al-
mennings í Bretlandi fyrir að hafa
stjórnað þáttunum „Mastermind“
um aldarfjórðungs skeið.
I samtali við blaðamann kom fram
að auk bókarinnar um sögu Skot-
lands er um þessar mundir einnig að
koma út ný og endurskoðuð útgáfa af
„Brekkukotsánnáli" í þýðingu hans,
ijá Harvill bókaútgáfunni. Magnus
iefur einnig, ásamt David McDuff,
nýlokið við þýðingu „Djöflaeyjarinn-
ar“ eftir Einar Kárason sem nú er
komin út í fyrsta sinn á ensku. Hann
situr greinilega ekki auðum höndum
því hann er þar að auki að þýða Is-
lendingasögumar fyrir „The Folio
Society".
En hvað skyldi hafa orðið til þess
að Islendingurinn sneri sér að því að
skrá sögu Skotlands?
>
g hef búið hér i sjötíu ár og
segja má að ég sé Skoti að
heiðursnafnbót,“ segir
Magnus og hlær við. „Aðdragandann
að ritun þessa verks má rekja til síð-
asta áratugar, þegar straumar fram-
þróunar voru famir að liggja í loftinu
í Skotlandi. Pá fór BBC þess á leit við
mig að ég gerði röð útvarpsþátta um
sögu Skotlands. Þáttaröðin hlaut
nafnið „The Tales of a Grandfather"
eða „Frásagnir afa“. Vísunin átti þó
ekki við mig,“ segir hann kíminn, „þó
ég sé auðvitað orðinn afi, heldur var
þetta vísun í titii bókar um skoska
sögu, sem rituð var íyrir 170 áram af
Sir Walter Scott, þeim mæta manni.
Eg fékk bókina í jólagjöf þegar ég
var lítill drengur í Edinborg, hreifst
af henni og las hana aftur og aftur.
Hún fjallaði eingöngu um skoska
sögu, en okkur var aldrei kennd
skosk saga í skóla, heldur eingöngu
bresk, þ.e.a.s. ensk saga - saga
breska heimsveldisins.
Það sem er svo stórkostlegt við
Scott er hversu góður sagnaþulur
hann er,“ segir Magnus og leggur
áherslu á orð sín. „Hann er eins og
Snorri Sturluson. Scott hefur dásam-
lega tilfinningu fyrir hinu sögulega
landslagi sem og landslagi náttúr-
unnar. I skáldsögum sínum skrifaði
hann því sem næst aldrei um sögu-
legar persónur á borð við Maríu
Skotadrottningu, hann skrifaði frem-
ur um fólk sem hafði þurft að þola
umskipti í lífi sínu af völdum sögunn-
ar. P»ví varð raunin sú að „The Tales
of a Grandfather" þjónaði sem hin
opinbera og að því er virtist tæmandi
saga Skotlands í mjög langan tíma.“
cott, eins og allir sagnfræðing-
ar, hafði sína eigin sýn,“ út-
skýrir Magnus, „enda er óvil-
höll og hlutlæg sögusýn ekki til. Hver
einasta kynslóð endurskrifar söguna
til að þjóna sínum eigin hagsmunum.
Scott var mikill íhaldsmaður og hans
skoðun var sú að hápunktur skoskrar
sögu hefði verið árið 1707, við sam-
rana þings Skotlands og Englands.
Hann áleit sem svo að Skotar hefðu
þar með vaxið upp úr því að vera eins
og baldinn og uppreisnargjam ungl-
ingur - væra loks orðnir fullþroska
þjóð, færir um að vera samstarfs-
aðilar Englendinga.
Um hundrað og sjötíu áram síðar,
þegar BBC hafði samband við mig,
höfðu viðhorfin breyst og það sem ég
tók til bragðs varðandi útvarpsþætt-
ina, var að leita til 25 framúrskarandi
sagnfræðinga í Skotlandi. En þar era
nú framkvæmdar gríðarlega miklar
rannsóknir vegna þeiirar stöðu sem
við blasir í dag. Eg bað þessa fræði-
menn að ræða við mig í útvarpið um
þeirra rannsóknarsvið í sagnfræðinni
og um það hvernig túlkun okkar á
skoskri sögu hefur breyst frá því að
Walter Scott ritaði sína bók. Sérstök
áhersla var lögð á þær breytingar
sem hafa átt sér stað í viðhorfum til
sameiningarinnar 1707, því árið 1997
var það að renna upp fyrir Skotum að
þeir fengju sitt eigið þing á nýjan leik
svo þetta var tímabær umræða," seg-
ir hann.
„Þegar þessu var öllu lokið kom út-
gefandinn að máli við mig og vildi að
ég gerði efninu skil á bók. Nú, það er
engin leið að búa til bók úr handritum
að útvarpsþáttum," heldur Magnus
áfram og hlær við, „sérstaklega þar
sem þessir þættir skírskotuðu mikið
til þekkingar fólks. Sagníræðingam-
ir urðu að reiða sig á að fólk vissi um
hvað þeir væra að tala og mér varð
ljóst að ég yrði sjálfur að gera heil-
miklar rannsóknir til að öðlast skiln-
ing á þeim tímabilum sem þeir vora
að fjalla um. Það varð því úr að þegar
ég fékk þessa beiðni, eyddi ég ári í
það að ferðast um Skotland með seg-
ulbandið mitt og minnisbókina. Eg
bankaði hreinlega uppá hjá fólki, eins
pg ég hafði gert á ferðum mínum um
Island vegna fomsagnanna. Ég leit-
aði til sagnfræðinga á hveijum stað
fyrir sig, til þeirra sagnfræðifélaga
sem þar era starfrækt og sömuleiðis
til sagnfróðra manna - og spurði
hvað hefði gerst sögulegt í þeirra ná-
grenni. Þannig hef ég mesta ánægju
af sagnfræðinni, ég hef áhuga á sögu
sem ég get séð og fundið fyrir - á lif-
andi sagnfræði."
Svo það er nánast eins og það sé
þessi skapandi þráður í þessari sögu,
þar sem viðmælendur þínir segja frá
öllu mögulegu, sögusögnum, þjóð-
sögum ogfleiru?
ð vissu leyti, því ég er þeirrar
skoðunar að þjóðlegur fróð-
leikur hafi ekki síður mikið
gildi,“ svarar Magnus. „Ég nýti mér
slíkan fróðleik einna helst varðandi
sögu William Wallace, sem var fyrir-
myndin að Braveheart-myndinni.
Myndin var ekki byggð á því sem
akademískir sagnfræðingar halda
fram, heldur á því sem farandskáld,
Blindi-Harry að nafni, skráði nærri
200 áram eftir dauða hans. Hann tók
saman safn þjóðsagna um Wallace,
sem ég fór í auknum mæli að skoða
sem sögu Skotlands, en ritið er í raun
stórkostleg og óreiðuleg saga á borð
við „Heimskringlu“ Snorra Sturlu-
sonar. Ég hef því bæði notað þær
staðreyndir sem sagnfræðingar stað-
festa og skáldskap. Ég varð þar fyrir
töluverðum áhrifum af sjálfum Hall-
dóri Laxness, sem sagði í „Kristni-
haldi undii- Jökli“ að „því nær sem þú
reynir að komast að staðreyndum
með sagnfræði, því dýpra sökkurðu í
skáldsögu“,“ segir Magnus og hlær,
„er þetta ekki dæmigert fyrir Lax-
ness?
n það sem fyrst og fremst
vakti fyrir mér var að laða
fram þýðingarmikla þræði í
sögu Skotlands er varpa ljósi á
ákveðin lykilatriði sem okkur era
mikilvæg um þessar mundir; atriði er
varða þjóðerni og sjálfsímynd.
Spurningar á borð við: Hvenær og
hvemig urðu þeir mörgu þjóðflokkar
sem bjuggu í Skotlandi að Skotum?
Og hvenær og hvemig varð það land-
fræðilega svæði, sem að lokum var
nefnt Skotland, að þjóð? Hvemig
þróaðist sambandið við England?
Hvernig þróaðist sjálfstætt yfirráða-
svæði? Hvernig þróaðist hlutverk
konungdæmisins? Hvenær og hvern-
ig þróaðist þingið?" segir Magnus
ennfremur.
„En þegar allt kemur til alls er ég
hreint ekki sagnfræðingur,“ segir
hann, „ég er fremur sögumaður; segi
sögur og hrífst af sögum. Walter
Scott sagði eitt sinn: „Til þess að
sagnfræði hafi þýðingu fyrir fólk,
þarf hún að brenna sig inn í ímyndun-
araflið um leið og hún höfðar til vits-
munanna." Hann var ákaflega fróður
og hvort tveggja góður rithöfundur
og sagnfræðingur."
Ef til vill er ekki rétt að spyrja
hvort þessi hók þín um sögu Skot-
lands hafi mótast af þínu „gests-
auga“, þú ert tæpast „gestur" í Skot-
landi eftirallan þennan tíma?
„Nei, ég er ekki gestur hér leng-
ur,“ samsinnir hann. „En verkið er
samt mjög mótað af reynslu minni af
Islendingasögunum. Ég sé það sem
röð sagna, sem bera má saman við
„Sturlungasögu“.“
Finnst þér eins og það séu ein-
hverjar hhðstæður í samskiptum ís-
lendinga við Dani og samskiptum
Skota viðEnglendinga?
„Það er erfitt að finna haldbæra
hliðstæðu þar, vegna þess að á milli
íslands og Danmerkur var auðvitað
ætíð þetta stóra, vota haf, en hér
liggja landamæri Skotlands og Eng-
lands saman,“ segir Magnus. „Það
ríkti því stöðugur ófriður auk þess
sem landamærin vora óljós í langan
tíma. Ég álít hins vegar að það sem
hefur gerst á íslandi síðan 1944 hafi
ef til vill fengið aukna þýðingu fyrir
Skota í seinni tíð. Ég þreytist aldrei á
að segja fólki hér í Skotlandi að síðan
1944 hafi Islendingar ekki getað
kennt Dönum um neitt, heldur ein-
ungis sjálfum sér. I því felst þroski. A
minni stuttu ævi hef ég orðið vitni að
því á Islandi að sköpunarkrafturinn
hefur brotið af sér öll bönd. Það er
eins og Island hafi skyndilega verið
leyst úr böndum inn í tuttugustu öld-
ina. A sviðum lista, bókmennta, tón-
listar, atvinnurekstrar og fram-
kvæmda hefrn- sköpunarkrafturinn
vaknað úr dvala. Ég er alltaf að segja
við Skota; sjáið hvað gerðist á Is-
landi. Ef Skotland öðlast meira
sjálfsforræði, sem ég er viss um að
mun gerast, þá mun sama þróun eiga
sér stað þar.“
Hver er þá staða Skotlands í dag?
eð skoska þinginu era Skotar
á sama stað og íslendingar
vora í byijun tuttugustu
aldar þegar þeir vora fyrst sjálfráðir
um ákveðna hagsmuni er snertu inn-
anríkismál. Að lokum mun koma að
því að fólk verður þreytt á því að fá
ekki öllu ráðið varðandi örlög Skot-
lands og þá má sambandið við Eng-
land fara forgörðum,“ segir Magnus.
Nú hlýtur að liggja í loftinu að ný
sjálfsímynd sé að mótast í Skotlandi.
Heldurþú að fólk eigi eftir að hafa til-
hneigingu til að snúa baki við sinni
gömlu arfleifð í tilraun til að skapa
nýja menningarímynd?
„Ég held þvert á móti að það eigi
eftir að leita fanga í fortíðinni," svar-
ar hann. „Það er t.d. heilmikil hreyf-
ing í þá átt að hefja keltneska menn-
ingu til vegs og virðingar. í margar
aldir vora Skotar á undii-lendinu
hræddir við Hálendingana og hötuðu
þá. Þeir litu svo á að Hálendingarnir
væra tæpast mennskir og því rétt-
dræpir hvar sem til þeirra næðist.
Nú er að renna upp fyrir fólki hversu
auðug öll arfleifðin er, hvort sem hún
er norræn, keltnesk eða piktnesk, en
sú menning er mjög lítið þekkt af því
hún skildi ekki eftir sig neinar ritaðar
heimOdir. Það má heldui- ekki
gleyma keltneskum áhiifum, sem
komu frá Wales, því hluti suðvestur-
Skotlands var um skeið undir yfir-
ráðum Breta þeirra, er vora fyrir er
Engilsaxar réðust inn í landið. Hér er
því um að ræða ótrúlega deiglu ólíkra
menningarbrota og hin nýja arfleifð
Skotlands á ekki síður eftir að vísa
aftur í tímann.
Allt frá lokum heimsstyrjaldarinn-
ar síðari, sem mörkuðu endalok
heimsveldisins, hafa Skotar - sem
fóra vel út úr samskiptum sínum við
heimsveldið og aðstoðuðu við að
byggja það upp - verið að spyrja
sjálfa sig hvort eitthvað sé fengið
með því að vera breskir lengur. Sam-
tíminn er því heillandi tímabil í sög-
unni og ég held það sé tímabært og
öllum hollt að velta fortíðinni fyrir
sér til þess að vera betur undir það
búinn að móta framtíðina," sagði
Magnus Magnusson að lokum.
HAIRDRESSING
ViS hjá TONI&GUY,
íslandi, bjóðum Björgu
Rúnarsdóttur vellcomna í
hópinn en hún hefur
starfað hjá TONI&GUY
Birmingham í rúm 2 ár.
Björg Rúnarsdóttir
Um leið viljum við óska
viðskiptavinum okkar og
landsmönnum öllum gleðilegra
jóla og farsældar á árinu 2001.
TONI&GUY
Laugavegi 96
Opnunartími:
Mánud., þriSjud. og föslud. 9-19
miSvikud. og fimmtud. 9-20 '
Tímapantanir í síma 511 6660
www.toniandguy.co.uk
Gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir