Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 20

Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 LISTIR Söngur og handrit í Vestmannaeyjum í TILEFNI af jólatónleikum Sam- kórsins hinn 12. desember næstkom- andi býður Héraðsskjalasafn Vest- mannaeyja til handritasýningar á Bókasafni Vestmannaeyja. A tónleik- unum verður fluttur sálmurinn „Immanúel oss í nátt“ úr sönglaga- safninu „Hymnodia saera“ sem tekið var saman í Vestmannaeyjum um miðja 18. öld af sr. Guðmundi Högna- syni presti á Kirkjubæ. Þetta handrit er einstætt í sinni röð, það er mjög fallegt, vel með farið og inniheldur yf- ir hundrað lög, sálma og andleg kvæði sem hvergi er annarsstaðar að finna. Handritadeild Landsbókasafns ís- lands hefur nú lánað Héraðsskjala- safninu handritið um vikutíma á að- ventunni til sýningar vegna tónleik- anna. Héraðsskjalasafnið vill hvetja fólk til þess að koma og líta augum þetta merkilega og fagi-a handrit, því það er ekki á hveijum degi sem okkur gefst annað eins tækifæri. „Hymnodia sacra“ verður til sýnis á bókasafninu dagana 9.-20. desem- ber og eru allir velkomnir að líta þennan dýrgrip augum á afgreiðslu- tíma safnsins, mánudaga til fimmtu- daga kl. 11-19, föstudaga kl. 11-17 og laugardaga kl. 13-16. -------f-4-4-------- „Nú ljóma aftur ljósin skær“ TÓNLEIKAR stúlknakórs, barna- kórs og kórskóla Háteigskirkju verða í Háteigskirkju, í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er „Nú ljóma aftur ljósin skær“, en það eru um 100 börn á aldrinum 6-13 ára sem fram koma. Efnisskrá tónleikanna saman- stendur af kirkju- og jólalögum. Undirleikari með kórnum er Ari Agnarsson, einnig koma fram Magdalena Olga Dubik sem leikur á fiðlu, Gunnhildur Vala Hannesdóttir sem leikur á þverflautu og Sigrún Hlín Sigurðardóttir, en hún leikur á píanó. Stjórnandi kórsins er Birna Björnsdóttir. -------------------- Nýja NILFISK KING er heimilisryksuga í sérflokki NILFISK 5 ara motorabyrgð Einstök ryksíun Hreint loft fyrir alla Fyrsta flokks frá /rOnix HÁTÚNI6A REYKJAVIK SÍMI 552 4420 Upplestur í Bókasafni Garðabæjar ÁSDÍS Halla Bragadóttir, bæj- arstjóri í Garða- bæ, les upp úr bók sinni I hlut- verki leiðtogans í Bókasafni Garða- bæjar nk. þriðju- dag, 12. desem- ber kl. 17. ----- D/ILL/IGNESE VÖnduðum boröStofU- Ármúla 8 - 108 Reykjavík húsgögnum Síml 581-2275 ■ 568-5375 0 Fax 568-5275 Kórsöngur við Bláa lónið J ólaútsala! S>issa -tí&kuhÚB Hverfisgötu 52, sími 562 5110 hefst í dag kl. 13.00 Loksins þarf engin kona að fara í jólaköttinn Frábær afsláttur á spariklæðnaði. Láttu þetta ekki framhjá þér fara KAMMERKÓR Bústaðakirkju mun syngja fyrir gesti baðstaðarins við Bláa lónið í dag, sunnudag, kl 16.15. Kórinn var stofnaður í haust, en flestir kórfélaga hafa sungið með Stúlknakór Bústaðakirkju undan- farin þrjú til sex ár. Hópurinn sem syngur bæði kirkju og veraldlega tónlist æfir tvisvar sinnum í viku. Auk þess að halda tónleika hér heima hefur kórinn farið í tónleika- ferð til Bretlands og stefnir á tón- leikahald á Italíu í vor. Stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Jóhanna, sem hefur stjómað fjölmörgum kórum, hóf við bústaðakirkju haustið 1998. Hún stjórnar einnig kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis. ------------------- Jólatónleikar í Reykjanesbæ FYRSTU jólatónleikar Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar verða í Kirkjulundi, nýju safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 19.30. Fram koma lúðrasveitir skólans, yngsta, mið- og elsta deild, undir stjórn Sturlaugs J. Björnssonar, Davids Nooteboom og Karenar J. Sturlaugsson. Einnig kemur léttsveit skólans fram á tónleikunum undir stjórn Karenar J. Sturlaugsson. Þetta verður í fyrsta skipti sem Tónlistarskólinn heldur tónleika í hinu nýja safnaðarheimili Keflavík- urkirkju. Danskar jóla- myndir í Nor- ræna húsinu KVIKMYNDASÝNING fyrir börn verður í fundarsal Norræna hússins í dag, sunnudag, kl. 14. Sýndar verða þrjár myndir sem allar fjalla um jólin og jólaundir- búninginn. Fyrsta myndin heitir Nana, og segir frá Nönu og bekkj- arsystkinum hennar. Þau syngja um heilaga Lúsíu, búa til jólagjafir og leika leikrit um barnið í jötunni. Jólin hennar Sonju fjallar um und- irbúning að jólatrésskemmtun fjöl- skyldu Sonju og þriðja myndin er teiknimynd sem heitir Cirkeline - Hojt fra træets gronne top. Jóla- undirbúningurinn er á fullu, en allir hjálpast að og halda gleðilega jóla- hátíð. Aðgangur er ókeypis. -----♦-♦-♦----- Aðventukvöld Kórs Aðvent- kirkjunnar HIÐ árlega aðventukvöld Kórs Að- ventkirkjunnar í Reykjavík verður haldið í Aðventkirkjunni, Ingólfs- stræti 19, í Reykjavík í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20. Kórinn mun syngja jólalög og einnig verða fleiri tónlistaratriði. Einsöngvari með kórnum er Reynir Guðsteinsson. Kórstjóri og undir- leikari kórsins er Krystyna Cortes. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Kórinn býður upp á heitt súkku- laði og piparkökur á eftir. -----♦-♦-♦----- Jólatónleikar í Tónlistarskóla Garðabæjar NEMENDUR Tónlistarskóla Garða- bæjar halda árlega jólatónleika sína í sal skólans á morgun, mánudag, nk. þriðjudag, 12. desember, og miðviku- daginn 13. desember kl. 17.30. Á tónleikunum koma fram nem- endur á hin ýmsu hljóðfæri, strengja- hljóðfæri, blásturshljóðfæri, píanó og gítar, en einnig leika blásarasveit undir stjóm Edwards Frederiksen og strengjasveit undir stjóm Hjör- leifsValssonar. Aðgangur er ókeypis. -----*-4~*----- Afró-danssýning NÚ stendur yfir uppskeruhátíð Kramhússins og í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 21 dansa 50 afró-dansarar við heitan trommuslátt 6 ásláttar- manna undir stjórn Orville Pennant. Einnig munu djassdansarar, break og hip hop dansarar sýna listir sínar. Miðaverð er 500 krónur. --------------- y<M-2000 s Sunnud. 10. des. AUSTURVÖLLUR KL. 15 Þad jólar Jólaskemmtun fyriralla fjölskylduna. Borgarstjórinn í Reykjavík ogsendi- herra Noregs flytja ávarp, kveikt verðurájólatrénu frá Ósló, hljóm- sveitin múm flyturjólaperlur, bráð- fjörugirjólasveinarbregða á leik, óháða götuleikhúsið litar völlinn, Dómkórinn syngur, Lúðrasveit Reykjavíkur spilar, ÓlafurDarri Ólafs- son les jólasögu, ísskúlptúrar skap- aðir, tendrað á tröllakransi, hljóm- sveitin Flís djassarjólalögin, Raddir Evrópu syngja, trúðarnir Spæli og Skúli velta fyrirsérjólunum, maður með alltofmarga pakka lendirí vand- ræðum, oggestirgæöa sérá veiting- um. Skemmtunin er samvinnuverkefni M2000 og Reykjavíkurborgar og liður í Stjörnuhátíð menningarborgarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.