Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUÐAGUR 10. DESEMBER 2000
MORGUNB LAÐIÐ
Siglufjörður,
HúsavíkV)
W % i
NORÐURLANÐ
k kVÉVfTRA |
Dalvík
Blönduós
Akureyri
\j Seyðisfjörður
ö oX J
T/UU^NppÐURLAND
Stykkishólmur ~ |^A VESTRA
V V- ' \|iC>
VESTURLANp;
- (v&fc'
: ' '\s\/ y0' ■;
—<yhyy !
AkranosO,- j j c///'’[ /
Ólafsvík
;/^SUÐUBLAND ;V
KeflavíkQ
Grindavík Þoriáks-
höfn
ý/ WHvol^vðlfur < /
SELTJARI
Tværverslunarkeðjurmeð 70% markaðshlutdeild á lyfjamarkaði
Lyfjabúðir á höfuðborgarsvæðinu
BESSASTA'A- ________
MntKTO . KÓPM06UR
" . ^ggr
;”’5kx
• ct X JrMM
HAFNARFJORÐUR
Lyfjabúðir utan höfuðborgarsvæðisins
O Lyfja/Lyfjabúðir
O Lyf og heilsa
O Önnur apótek
Tf—
Vestmannaeyjar O
Höfn
5 Okm
FYRIRKOMULAG á rekstri lyfja-
verslana hefur tekið talsverðum
stakkaskiptum frá því að ný lög, sem
losuðu um hömlur á fjölda apóteka,
gengu í gildi 1. mars 1996. Þróunin
hefur einkennst af fjölgun apóteka
og fækkun rekstraraðila og er stað-
an orðin þannig í dag, eftir samein-
ingu Lyfju hf. og Lyfjabúða hf., að
tvær verslunarkeðjur eiga 33 af 56
apótekum á landinu, en fyrir rúmum
fjórum árum voru alls 44 apótek
starfrækt af einyrkjum hér á landi.
Alls eiga þessar tvær verslunar-
keðjur 25 af 34 apótekum á höfuð-
borgarsvæðinu, en 9 apótek eru í
eigu sjálfstæðra lyfsala. Sé miðað
við heildarveltu á þessum markaði
má reikna með að þessar tvær versl-
unarkeðjur hafi samanlagt rúmlega
70% markaðshlutdeild, og að nýja
keðjan sé nú komin með yfír 60%
markaðshlutdeild á höfuðborgar-
svæðinu.
I kjölfar þess að dregið var úr
höftum á rekstri lyfjabúða jókst
samkeppni og verð á lyfjum lækkaði.
Samkeppnisyfirvöld könnuðu lyfja-
verð í 30 apótekum á höfuðborgar-
svæðinu eftir að lögunum var breytt.
Fyrst var gerð könnun í mars 1997
og aftur í nóvember sama ár, og seg-
ir Kristín Færseth, sem hafði um-
sjón með verðkönnuninni, að á tíma-
bilinu hafi flest lyf lækkað í verði og
í sumum tilfellum hafi sjúklingar
ekki þurft að greiða neitt.
„Samkeppni hafði alveg klárlega
áhrif á lækkandi lyfjaverð í byrjun.
Við gerðum síðan verðkönnun í sum-
ar um allt land, en það hittist svo illa
á að þegar við vorum búin að gera
þessa könnun í júní, þá hækkaði
Tryggingastofnun hlutdeild sjúkl-
inga í lyfjum örfáum dögum seinna.
Þessi verðkönnun sýndi þó að þá
ríkti samkeppni markaðinum, á því
er enginn vafi.“
Lyfsala jókst um 933 milljónlr
á milli áranna 1998 og 1999
í könnuninni í sumar kom fram að
mikill verðmunur var á einstökum
lyfjum á milli lyfjaverslana á höfuð-
borgarsvæðinu og einnig reyndist
þar verulegur verðmunur á milli ein-
stakra lyfjaverslana. Þegar tekið var
samanlagt verð allra lyfjanna reynd-
ist verð þeirra vera 33% hærra í dýr-
ustu lyfjaversluninni en í þeirri
ódýrustu, og fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega var verðmunurinnn ennþá
meiri, eða 37%.
Við samanburð á lyfjaverði á
landsbyggðinni við verð á höfuð-
borgarsvæðinu kom í ljós að lyfin
voru að meðaltali 6,5% dýrari úti á
landi, og var verðmunurinn 9,5%
íyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Sá
verðmunur skýrist að verulegu leyti
af því að lyfjaverslanir á höfuðborg-
arsvæðinu veita þeim hópum sjúkl-
inga meiri afslátt af lyfseðilsskyld-
um lyfjum.
Sala á lyfjum hefur vaxið mjög
undanfarin ár. Árið 1989 voru seld
lyf hérlendis fyrir rúma fjóra millj-
arða króna, bæði í lyfjabúðum og í
sjúkrahúsum, en á síðasta ári nam
Sala lyfja aukist
um fimm millj-
arða á tíu árum
í kjölfar þess aö hömlum var aflétt í lyfsölu árið 1996 jókst
samkeppni á markaöinum, en þróunin hefur einnig oröió sú að
talsverð samþjöppun apóteka hefur átt sér staó. Tvær verslana-
keöjur eru nú markaósráðandi eftir að Lyfja og Lyfjabúóir sam-
einuöust, og í kjölfarió hafa samkeppnisyfirvöld tekió þá sam-
einingu til skoðunar. Eiríkur P. Jörundsson skoóaói þróun
mála á lyfjamarkaói og komst meóal annars að því aó
sala á lyfjum hefur stóraukist undanfarin ár.
salan tæpum 9,2 milljörðum króna
og hefur því vaxið um 130% á tíu ár-
um, í krónum talið. Þannig jókst sal-
an um 14,5% á milli áranna 1997 og
1998 og um 11,3% á milli áranna
1998 og 1999 og fór þá úr 8,3 millj-
örðum í 9,2 milljarða króna. Með
sama áframhaldi má gera ráð fyrir
að sala á lyfjum fari yfir 10 milljarða
króna á þessu ári.
Hlutur Tryggingastofnunar í
lyfjakostnaði hefur aukist úr 2,4
milljörðum króna árið 1991 í rúma
4,7 milljarða árið 1999, og þar af
fóru 3,9 milljarðar til lyfjaverslana
og 608 milljónir til göngudeilda
sjúkrahúsa.
Sameining nauðsynleg
tll frekari hagræðingar
Nýlega tilkynntu eigendur Lyfju
hf. og Lyfjabúða hf. að búið væri að
ganga frá samkomulagi um samein-
ingu þessara tveggja verslanakeðja.
Mun nýja félagið reka 16 lyfjabúðir
og er áætluð velta liðlega þrír millj-
arðar króna. Félagið verður sjálf-
stætt dótturfélag innan Baugssam-
stæðunnar, sem á Lyfjabúðir hf., en
undir stjóm núverandi fram-
kvæmdastjóra Lyfju og mun Baug-
ur eiga 55% hlutafjár í nýja félaginu.
Samkeppnisstofnun hefur skrifað
viðeigandi aðilum bréf og óskað eftir
gögnum vegna sameiningar félag-
anna, og hefur málið því verið tekið
til skoðunar hjá samkeppnisyfir-
völdum. Annar framkvæmdastjóra
hins nýja félags, Róbert Melax, seg-
ir að sameiningin hafi verið nauð-
synleg til þess að halda áfram þeirri
hagræðingu sem félögin hafi staðið
fyrir undanfarin ár, en þau hafi verið
Sala lyfja 1989-1999
leiðandi í lágu lyfjaverði og ætlunin
sé að svo verði áfram.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, segir að sameining Lyfju og
Lyfjabúða sé fyrst og fremst til að
styrkja þau til framtíðar og til að
nýta þetta tækifæri til að gera betur
á lyfjamarkaði en gert hafi verið.
„Heildsölugeirinn á þessum markaði
er mjög sterkur og við teljum að
með sameinuðu félagi verði samn-
ingsstaðan betri. Þá teljum við nauð-
synlegt að vera með öflugt félag hér
á landi til að geta byggt upp sterkt
félag erlendis, þar sem tækifæri eru
að opnast.“
Fyrir tæpum tveimur árum var
staðan á lyfjamarkaðinum þannig að
Lyfja og Lyfjabúðir voru einu versl-
anakeðjumar, en önnur apótek voru
rekin af einyrkjum í lyfsalastétt. í
ársbyrjun 1999 töldu menn að þess-
ar tvær verslanakeðjur yrðu ráðandi
á markaðinum í framtíðinni, og í
samtah við Morgunblaðið í febrúar
sama ár sagðist Ingi Guðjónsson,
annar framkvæmdastjóra Lyfju og
hins nýja félags, telja að innan
tveggja ára yrðu þessi tvö félög með
yfir helming markaðshlutdeildar á
landsvísu. „Þessi þróun gerist mjög
hratt, því hagkvæmni stærðarinnar
skilar sér í betri innkaupum. Þeir
einyrkjar sem halda velli, verða þeir
sem reka vel staðsett apótek.“
Rótgróln apótek sameinast
í nýrri verslunarkeðju
Fjöldi einyrkja í lyfsalastétt var
hins vegar á öðru máli og til að
bregðast við samkeppninni var í
mars 1999 stofnað nýtt félag, Hag-
ræði hf., sem rekur nú verslunar-
keðjuna Lyf og heilsa, sem saman-
stendur af fyrrum einkareknum
lyfjaverslunum.
Að sögn Karls Wemerssonar,
framkvæmdastjóra Hagræðis hf.,
gerðu apótekarar sér grein fyrir
þeirri samkeppnisaðstöðu sem kom-
in var upp, sem varð til þess að þess-
ir fyrrum keppninautar ákváðu að
setjast niður og stofna eitt félag á
grunni rótgróinna apóteka. Apótek-
in voru í upphafí 12, en hefur síðan
fjölgað og í dag rekur Hagræði 17
apótek og 3 útibú undir nafninu Lyf
og heilsa.
Karl segir að velta þessara apó-
teka losi 2,1 milljarð á þessu ári, en
þá séu ekki komin að fullu inn heils-
ársáhrif vegna fjölgunar apótek-
anna, og telur hann að á ársgrund-
velli sé verslunarkeðjan með um 2,6
milljarða króna veltu. Hann segir
að fyrirtækið hafi því vaxið mjög
hratt á stuttum tíma, og það hafi
hugsanlega haft áhrif á að hin tvö
félögin ákváðu að sameinast.
„Við vorum að sigla á einu og
hálfu ári í rúmlega tvo milljarða og
verða þama miklu stærri en báðir
hinir á einu og hálfu ári. Það má vel
vera að það hafi gert að verkum að
þeir hafi ekki verið tilbúnir til að
keppa við okkur alveg einir og sér.“
Karl segir að ýmislegt hafi verið
gert til þess að apótekin komi fram
sem ein keðja. Fyrst og fremst sé
verið að bjóða sama verðið í öllum
búðunum, sem m.a. hafi leitt til þess
að apótek sem komið hafa inn í fé-
lagið á landsbyggðinni hafi getað
lækkað sín verð.
„Síðan höfum við að einhverju
leyti látið betri kjör í innkaupum
ganga til viðskiptavina. En gagn-
vart heildsölum sem selja sérlyf, þá
er eingöngu hægt að kaupa þau lyf
inn á einum stað, og því er mjög
erfitt fyrir okkur að fá betri kjör.“
Einokun heildsala vegna flók-
inna innflutningsreglna
Að sögn Karls setja heildsalarnir
upp ákveðið verð fyrir tiltekna
vöm, sem sé jafnhátt án tillits til
þess hversu mikið sé keypt af vör-
unni. „Og það er eitthvað sem gerir
þennan markað skrítinn. Uppistað-
an af veltunni er lyfin, og þar er
ósköp lítið hægt að eiga við verðið.“
Karl segir að það hafi eitthvað
verið skoðað af lyfjabúðum að flytja
lyf inn á eigin vegum, en það sé hins
vegar flókið og dýrt ferli og þar
glími menn við mikið reglugerða-
veldi, sem sé dyggilega stutt af yfir-
völdum. „Það má segja að heildsöl-
umar hafi einokunaraðstöðu, vegna
þess hve reglumar em flóknar og
innflutningur lýtur ströngum regl-
um.“
Að sögn Karls em lyfjaverslanir
Baugs jafnframt í lykilaðstöðu varð-
andi staðsetningu apótekanna, en
miklu skiptir að þau séu í alfaraleið
og nálægt verslunarmiðstöðum.
„Þeir hafa einokunarrétt í Smára-
lind og halda þar mönnum vísvitandi
úti og munu væntanlega gera það í
framtíðinni í nýjum verslunarmið-
stöðum sem þeir skipuleggja. Eins
og til dæmis í Spönginni í Grafar-
vogi, þar sem enginn annar kemst að
mep apótek.“
Á þessu ári hafa lyfjaverslanir selt
lyf og vömr fyrir 3,8 milljarða króna
fyrstu 6 mánuðina. Telja má að salan
verði eitthvað meiri seinni 6 mánuð-
ina, þannig að líklega er heildar-
markaðurinn um 7,8 milljarðar á ári,
en í þeirri upphæð er ekki reiknaður
með virðisaukaskattur af sölunni.
Miðað við áætlaða ársveltu versl-
unarkeðjanna tveggja er markaðs-
hlutdeild þeiira 73% á landsvísu.
Nýja verslunarkeðjan sem verður til
við sameiningu Lyfju og Lyfjabúða
rekur flestar verslanir sínar á höfuð-
borgarsvæðinu. Miðað við liðlega
þriggja miHjarða heildarveltu má