Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
A fjórða áratug síðustu aldar sárvantaði nokkra skíðakappa í Skátahreyfíngunni hús - svo þeir byggðu það bara
sjálfír og skátaskálinn Þrymheimur varð að veruleika. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti þrjá skíðagarpanna og
frumkvöðla skálabyggíngarinnar, þá Hannes Þorsteinsson, Guðmund Ofeigsson og Þórarin Björnsson, síunga
karla sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Ingdlfur Guðbrandsson og Þórarinn Björnsson bera timbur til skálasmíðarinnar.
Olíubrúsar fengnir frá breska hernum voru notaðar í undirstöður Þrymheims.
GANGSTÉTTIR borgarinnar eru
glerhálar þennan desembermorgun
sem blaðamaður skautar afar
óglæsilega að húsi Guðmundar og
frú Kristínar konu hans þar sem
fyrstu ár Þrymheims skulu reifuð
með þremenningunum. Silfurhærð-
ur herramaður í ullarfrakka stefnir
að sömu útidyrum, hann kinkar
kolli og kynnir sig, þetta er Hannes
og þá vantar bara Þórarin sem
brunar örskömmu síðar á rauða
tryllitækinu sínu inn götuna,
snarstansar og stekkur út. Hús-
freyja tekur okkur með virktum og
býður til sætis í stássstofunni.
Þeir Guðmundur og Hannes eru
á níræðisaldri og Þórarinn á tíræð-
isaldri, 91 árs síðan í nóvember,
þótt blaðamaður eigi erfitt með að
trúa þeirri sögu. Elli kerling hefur
farið mjúkum höndum um þre-
menningana sem eru strákslegir í
orði og æði og finnst það allt annað
en leiðinlegt að fá tækifæri til að
hittast og rifja upp gamla tíma.
Eitt sinn skáti - ávallt skáti
Þeir hafa verið vinir síðan þeir
voru smápattar og kynntust í
skátahreyfingunni. Æ síðan hafa
þeir fylgst að og það er fátt sem
þeir vita ekki hver um annan.
„Það er ekki út af engu sem við
segjum eitt sinn skáti - ávallt
skáti,“ segir Þórarinn og lítur til fé-
laga sinna, „við hnýttum vinabönd
fyrir margt löngu og það er fátt
sem vinnur á skátahnútum."
Margar og góðar sögur af vin-
skapnum fljúga á milli og erfiðlega
gengur að stýra talinu að því
hvernig Þrymheimur kom til.
„Skíðastarfið hófst upp úr 1930
og þá vantaði okkur auðvitað skíða-
skála,“ segir Guðmundur loks um
upphafið að skálasmíðinni, „svo við
fórum að huga að skálabyggingu.
Húsinu var valinn staður við rætur
Skarðsmýrarfjalls á Hellisheiði, á
miðju skíðasvæði skáta svo það
voru hæg heimatökin."
Með striðinu komu peningarn-
ir og með peningunum skálinn
Fyrst í stað gengu framkvæmdir
hægt og húsið í sveitinni var aðeins
að finna í hugarfylgsnum félaganna
næstu árin á eftir. Um 1940 varð
svo breyting á.
„Þetta byrjaði allt með stríðinu,
þá komu peningarnir og fólk fór að
geta gert eitthvað svo við létum
hendur standa fram úr ermum,“
segir Hannes, „og á uppstigningar-
dag 1942 byrjuðum við Jukkararnir
á verkinu og fengum dygga aðstoð
frá skátum úr öðrum skálum."
Þeir félagar muna Þrymsdaga og
-nætur eins og aðeins nokkrir dag-
ar en ekki áratugir séu liðnir frá
því þeir gengu þessar fyrstu ferðir
með efniviðinn í nýbygginguna á
bakinu. Það hvorki var né er ak-
fært upp að Þrymheimi nema á sér-
búnum bílum og þá aðeins um há-
sumarið svo öll aðföng voru dregin
á sleða, borin af mannahöndum eða
sett á hesta þegar best lét. Þær
voru því ótalmargar ferðirnar upp
og niður hlíð til að reisa skálann.
Gestkomandi verða líka enn í dag
að treysta á eigin hreysti, þrek og
þor til að komast í þennan sælureit
skátanna.
Oll vinnan við skálann var hin
vandaðasta og prýddu Þrym út-
skorin drekahöfuð og skátaliljur.
Inni var að finna rúmgott anddyri
með skíðageymslu, baðstofu með
arineld og kojupláss fyrir 24. Hiti
var nægur þar sem skálinn var hit-
aður upp með heitu vatni úr hver
þar skammt frá.
„Hitaveitan okkar dugði reyndar
skammt - aðeins þennan fyrsta vet-
ur og síðan ekki söguna meir,“ seg-
ir Guðmundur og skellihlær. „Já,
en við gátum þó farið í tunnubað
sem þótti ansi gott og var nú stund-
um biðröð eftir baðinu,“ svarar
Þórarinn að bragði.
Þegar blaðamanni leikur forvitni
á að vita hvernig skátaskálinn var
fjármagnaður, svo nútíma tískuorð
sé notað, líta piltar sem snöggvast
hver á annan.
„Ja, við skulum bara segja að við
höfum borgað lítið,“ segir Hannes,
glottir prakkaralega og þótt hann
reyni að leyna stríðnisglampanum í
augunum lætur enginn blekkjast.
Guðmundur sem hélt byggingar-
reikningana tekur undir og segir:
„Það gekk með ólíkindum vel að
kaupa og sníkja og „stela“ skal ég
segja þér, væna mín.“ Hannes gríp-
ur orðið á lofti: „Suss, Guðmundur
minn, þetta var nú bara kallað að
bjarga hlutunum á þeim árum en
ætli hann Þórarinn eigi ekki mest-
an heiðurinn, hann vann í trésmiðju
Árna Jónssonar og fékk viðinn í
húsið á kostakjörum."
Hvaðan aðföngin komu skiptir
víst litlu í dag en sögur af hjólbör-
um sem „bara birtust og var svo
skilað aftur“ vekja mikla kátínu
karlanna.
Spurðir hvort skálabyggingin
hafi verið tímafrek er Þórarinn
fljótur til svars: „Já, ég var svolítið
upptekinn við þetta og mátti ekki
vera að því að gifta mig fyrr fertug-
ur og skálinn risinn.“
Hvað er eiginlega Jukkari?
„Lengi vel var þrefað um nafn
skálans uns sátt náðist um Þrym-
heim, sterkt nafn og kjarngott,
fengið úr fornsögunum,“ segir
Hannes minnugur háværra orð-
ræðna um hárrétta heitið. Skálinn
fór snemma að ganga undir gælu-
nafninu Þrymur sem þykir þjált og
fara vel þeim ungæðisanda sem
leikur um skálann.
„Við fórum nú oftast á kapp-
hlaupi á skíðunum upp að skála og
það eru ekki nema tvö þrjú ár síðan
við tókum sprettinn þangað síðast,"
segir íþróttagarpurinn Hannes og
tekur fram að þeir í Skátafélaginu
Jukkurunum hafi allir verið miklir
skíðakappar, hálendisfarar og
jöklamenn.
„Jukkarar, hvað er nú það?“ spyr
blaðamaður í forundran og minnist
þess ekki að hafa rekið augun í það
orð í neinum orðabókarleiðangra
sinna.
„Nú það var bara maturinn okk-
ar, jukkið sem búið var til úr því
sem við fundum í pokunum okkar á
ferðalögum skátahópsins. Við
blönduðum saman kartöflum og
pylsum og sitthverju fleiru og suð-
um svo bara nógu lengi og þetta
borðuðum við í hálendisferðunum
og tókum nafnið upp eftir því -
jukkinu,“ útskýrir Þórarinn þolin-
móður. „Einhverjir fengu nú illt í
magann af þessu en það var ekkert
sem skánaði ekki á nokkrum dög-
um,“ ískrar í Hannesi. Þessi eðal-
matseld hefur fylgt Jukkurunum æ
síðan og hefur verið á borðum
Jukkarafjölskyldna oftar en sumir
kunna að kæra sig um að muna.
Teinréttir stælgæjar
á stuttbuxum
Jukkararnir voru miklir útivist-
armenn og gengu um fjöll og firn-
indi á fjölmörgum ferðum sínum
um landið.
„Við Jukkararnir vorum nær ein-
göngu í ferðalögum og svoleiðis en
ekki í smábarnastarfi. Já, við
þeystumst um allar trissur og út
um allar sveitir,“ segir Guðmundur
aðspurður um skátastarfið.
„Þegar við fórum um sveitir
klæddum við okkur upp og fórum í
úniformið," segir Hannes og sýnir
blaðamanni ljósmynd af teinréttum
myndarpiltum í stífpressuðum
stuttbuxum með skátahúfuna stæl-
Iega skásetta á höfðinu.
Voru þeir þá ekki umsetnir kven-
fólki?
„Jú, jú, jú, jú - það held ég nú,“
segir Guðmundur án þess að hika
og Þórarinn dregur upp úr pússi
sínu forláta myndaalbúm. „Hér er-
um við að snyrta okkur - maður
varð nú að vera almennilega rakað-
ur þegar heimasæturnar litu inn,“
segir Þórarinn og glottir í kamp-
inn.
Nýjar kynslóðir skáta taka við
Oft var þröng á þingi í Þrym og
segir sagan að hundrað glaðværir
skátar hafi gist skálann þegar mest
var. „Þá var sofið undir borðum,
uppi á borðum, uppi í risi og úti í
geymslu og aldrei færri en tveir í
hverri koju,“ segir Þórarinn.
Eftir því sem árin liðu stofnuðu
þremenningarnir og hinir Jukkar-
arnir fjölskyldur og nýjar kynslóðir
skáta tóku við skálanum.
Skálanum fylgja enn þann dag í
dag gamlir siðir sem hver einasti
skáti fylgir af kostgæfni. Einn
þeirra er að „kyssa negrana".
Negrarnir eru tveir biksvartir
staurar sem standa við landamörk
skálans og er staurunum heilsað
með miklum virktum við komu og
kvaddir með jafnmikilli alúð þegar
haldið er heim. En þótt skátarnir
væru ævinlega velkomnir
fór gamli Þrymur að láta á sjá og
var ástand skálans orðið æði dap-
urlegt síðustu árin. Fyrir fimm ár-
um þótti nokkrum góðum skátum
úr Skátafélaginu Landnemum,
kominn tími til að fríska upp á
gamla félagann sem hafði veitt
þeim skjól og skemmtun um langa
hríð á æsku- og unglingsárunum og
segir Haukur Haraldsson, Land-
nemi og einn forsprakka endur-
byggingarinnar, vinnuna hafa verið
mikla en við hana var haft að leið-
arljósi að viðhalda og vernda vand-
að og fallegt handbragð frá fyrstu
tíð. Nokkuð sem var bæði tímafrek-
ara og dýrara en að reisa nýtt hús
frá grunni. Haukur segir slíkt ekki
hafa verið meginatriðið þar sem
Landnemunum var annt um húsið
og vildu bjarga þeim minjum og
menningarverðmætum sem þar var
að finna. Jarðskjálftar settu sitt
strik í reikninginn og tafði stór
skjálfti verkið nokkuð enda oft
mikil skjálftavirkni á þessum
Hengilsslóðum. En smátt og smátt
og af þrotlausum áhuga og dugnaði
var Þrymur færður í sín fornu
glæsiklæði og endurvígður við há-
tíðalega athöfn 25. nóvember sl.
Skátaliljurnar skarta sínu feg-
ursta að nýju, vígalegir drekarnir
spúa eldi af þakskegginu og glað-
værir skátasöngvar óma nú sem
fyrr í kvöldkyrrðinni. Nýjar kyn-
slóðir skáta fá nú fyrir atbeina
Landnemanna að njóta vistarinnar
í Þrym - þessum elsta útivistar-
skála Islands sem enn er i notkun.