Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 28

Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 28
Í8 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ IRiND' HANO REPAIR Hæstiréttur segir forsendur fyrir kaupum á veiðileyfí brostnar Morgunblaðið/Atli Vigfússon Aðildarþing eyðimerk- ursáttmálans að hefjast Fjallað um gerð land- græðslu- áætlana GERÐ áætlana um verndun land- kosta, landgræðsluáætlana, fyrir að- ildarríki verður meginefni fjórða að- ildarþings sáttmálans um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Þingið hefst á mánudag í Bonn í Þýskalandi og stendur til 22. desember. Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, situr þingið fyrir hönd ís- lands en þó aðeins fyrstu dagana. Andrés segir að eyðimerkurmynd- un og önnur alvarleg hnignun land- kosta hafi vaxandi áhrif á velferð mannkyns. Um 200 þúsund ferkíló- metra land verði óhæft til akuryrkju vegna hnignunar á hverju ári og eyðimerkurmyndun eigi sér stað á um 73% beitilanda heims. A sama tíma sé talið að þrefalda þurfi fæðu- framleiðslu jarðar á næstu fimmtan árum til að mæta fæðuþörf vaxandi fólksfjölda. Segir Andrés að eyðing- in hafi nú bein áhrif á lífsafkomu um milljarðs manna og ef fram fer sem horfir gætu um 135 milljónir þurft að yfirgefa heimili sín og land vegna hnignunai' landkosta í náinni fram- tíð. Talið er að um 2025 muni fjöldi þeirra sem eyðimerkurmyndun hef- ur alvarleg áhrif á hafa tvöfaldast. Hrikalegastur er þó vandinn í rílq- um sem áður tilheyrðu Sovétríkjun- um. Ljóst er því, segir Andrés, að þessi ógnvaldur mun hafa veruleg áhrif á heimsmálin á næstu árum. Samstarf sáttmálanna Auk landgræðsluáætlana verður samstarf á milli sáttmálanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun, verndun líffræðilegrar fjölbreytni og varnir gegn loftslagsbreytingum af manna völdum fyrirferðarmikið efni á dagskrá þingsins. „Ekki síst má vænta þess að mikið verði rætt um kolefnisbindingu í tengslum við að- gerðir til að bæta landkosti og koma í veg fyrir eyðimerkunnyndun. Ekki síst í ljósi þess að aðildarþing lofts- lagssáttmálans sem nýlega var hald- ið í Haag náði ekki niðurstöðu, meðal annars um það hvaða leiðir verði við- urkenndar gagnvart Kyoto-bókun- inni til að breyta kolvísýringi and- rúmsloftsins í lífræn efni í gróðri og jarðvegi," segir Andrés. ------f-4-*---- LEIÐRÉTT Rangt nefndur í Morgunblaðinu í gær var viðtal við Asgeir Haraldsson, yfirlækni Bamaspítala Hringsins. Þau leiðu mistök urðu að Ásgeir var sagður heita Ágúst og er beðist velvirðingar áþví. SR-mjöI þarf ekki að standa skil á 60 millj. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt að SR-mjöl þurfi ekki að greiða 60 millj- ónir sem fyrirtækið skuldaði Fiskiðj- unni Skagfirðingi vegna kaupa á veiðileyfi skips í nóvember 1998. SR- mjöl hafði greitt 60 milljónir af 120 milljóna kaupverði þegar breytingar á lögum leiddu til þess að veiðileyfið varð verðlaust. Hæstiréttur sagði sanngjamt að báðir aðilar bæru skað- ann af. Fiskiðjan fær því ekki þær 60 milljónir sem hún taldi sig eiga inni og SR-mjöl fær ekki 60 milljónir endur- greiddar. SR-mjöl hf. keypti veiðileyfi Skag- firðings SK-4 af Fiskiðjunni Skagfirð- ingi með kaupsamningi 25. nóvember 1998, ásamt endumýjunarrétti skips- ins. Kaupverðið var um 120 milljónir kr. og var helmingur þess greiddur 1. desember 1998 en eftirstöðvar áttu að greiðast 1. mars 1999. Kaupsamning- urinn grundvallaðist á þágildandi lög- um um stjórn fiskveiða. Hinn 3. des- ember 1998 gekk í Hæstarétti dómur í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu um að 5. grein laganna væri í andstöðu við jafnræðisreglu stjómarskrár Islands. I kjölfarið vom gerðar breytingar á lögum, á þann veg að nú geta öll skip fengið veiði- leyfi. Um leið vom felld úr gildi ákvæði laga og reglugerðar um heim- ild til að flytja veiðileyfi milli skipa. SR-mjöl taldi forsendur viðskiptanna brostnar og vildi endurgreiðslu á þeim 60 milljónum sem greiddar höfðu verið. Því hafnaði Fiskiðjan Velkomin í Hólagarð liiVD = ir(E!>ID Með því að nota h/jHD naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. ~ __ 7Í1Í/VÐ handáburðurinn qBfcj, með Duo-liposomes. é JflK Ný tækni i framleiðslu g húðsnyrtivara. fallegri, ÆM ----------- teygjanlegri, þéttari húð, Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA H A \ D í- \ A 1 L C A R E Fæst i apótekum og snyrti- vöruverslunum um land allt. | l i fef • *1 Ath. naglalökk frá inilSD fást i tveimur stærðum Allar leiðbeiningar á íslensku Þýskar förðunarvörur Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og . snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (köku-maskari). Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgiraugnabrúnalitnum m Frábærar vörur á frábæru verði Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá byly Laboratorios b-yiy, S.A. Útsölustaðín Snyrtivöruverslunin Nana, Rvlk, Lfbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Borgarapótek, Álttamýri, Fína Mosfellsbæ, Gallerí Förðun, Keflavík, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Árnesapótek, Selfossi, Hafnar Apótek, Höfn, Hornarfirði. Oreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 Skagfirðingur og taldi sig eiga rétt á 60 milijóna eftirstöðvunum. Héraðsdómur Norðurlands sýkn- aði Fiskiðjuna af kröfum SR-nyöls í mars sl. Rétturinn komst m.a. að þeirri niðurstöðu að báðum aðilum hefði mátt vera ljóst að um áhættu- söm viðskipti væri að ræða og að allt- af hefði mátt búast við að ytri aðstæð- ur, sem gætu haft áhrif á verðmætin, breyttust. Báðir aðilar jaftisettir Hæstiréttur sagði grundvöll samn- ingsgerðarinnar hafa verið brostinn áður en samningsskyldur hvors aðila um sig höfðu verið efndar að fullu, þ.e. SR-mjöl hafði greitt helming kaup- verðs en Fiskiðjan hafði ekki afhent veiðileyfið. Báðir aðilar hefðu verið jafnsettir við samningsgerðina, en síðar hefði komið til atvik, sem leiddu til þess að hið selda missti verðgildi sitt, áður en samningurinn var efndur að fullu. „Réð hvorugur aðila neinu um þessa framvindu. Þegar litið er til stöðu málsins, þegar til þessa kom, þykja sanngimissjónarmið mæla með því að aðilar beri hér sameiginlega halla af. Sé eðlilegt að látið verði við þá stöðu sitja, sem málið var í er framangreind atvik bar að höndum,“ sagði Hæstiréttur og vék til hliðar þeim hluta kaupsamningsins sem ekki hafði verið efndur, um leið og hann sýknaði Fiskiðjuna af endur- greiðslukröfu. Nýreyktar nauta- tungur Laxamýri. Morgunblaðið. VÍÐA um land eru bændur að taka kjötmeti niður úr reykhúsum sfnum og margur bitinn kemur til með að gleðja fólk um jólin. Bjöm Ófeigur Jónsson, bóndi í Skógahlíð, kann lagið á reyknum enda margt hnossgætið sem hann reykir. Á myndinni mundar hann vasahnífinn á nýreyktum nauta- tungunum til þess að athuga bragð- ið, en þær munu víða verða kær- komið álegg um hátiðina. TANNLAUS EÐA GETULAUS Þráinn Löve hefur skýrt VÖLUSPÁ, SONATOR- REK OG 12 LAUSAVÍSUR EGILS á nýjan hátt í samnefndri bók sinni. Bók þessi er bæði fróðleg og auðlesin, en umfram allt skemmtileg og nauð- synleg í saín þeirra sem unna íslenskum fræðum og fomum sögum. Meðal byltingarkenndra skýringa Þráins er ný skýring á ellivísu Egils sem menn hafa talið kvörtun Egils um getuleysi. Þráinn hrekur þá kenningu og telur einsýnt að skáldið sé að kvarta um tannleysi. Sjá nánar: www.joIabok.is AJERO 1998 Kr. 2.450.000 Pajero 1998, langur, til sölu. Toppeintak. Ekinn aðeins 34.000 kílómetra. Einn eigandi. 33 tommu felgur, geislaspilari, hiti í sætum, toppviðhald frá upphafi. Upplýsingar í síma 595 1000 mánudag - föstudag - Kristín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.