Morgunblaðið - 10.12.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 10.12.2000, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 fNtojpuiHiitoife STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞRIÐJA KYNSLÓÐ FARSÍMA Nú styttist í að ákvörðun verði tekin um hvaða leið verði far- in við úthlutun leyfa til þess að reka svokallaða þriðju kynslóð far- síma. Eins og menn muna var í skýrslu hinnar svonefndu auðlindanefndar bent á uppboðsleiðina, sem fjölmargar þjóðir í nágrenni við okkur hafa farið. Raunar má segja að í skýrslu auð- lindanefndar hafí verið mörkuð sú grundvallarafstaða að greiðsla skuli koma fyrir afnot af takmörkuðum auð- lindum eða hlunnindum. En auðvitað er hægt að fara mismunandi leiðir til þess að ákvarða þá greiðslu. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, sem er í hópi þingmanna nýrrar kynslóðar í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði athygl- isverða grein um þetta mál í Morgun- blaðið í fyrradag. í grein þessari fjall- ar þingmaðurinn um kosti og galla þeirra tveggja meginleiða, sem nefnd- ar hafa verið, þ.e. samanburðarleiðar, sem í sumum löndum er kölluð „feg- urðarsamkeppni“, og uppboðsleiðar. Um samanburðarleiðina segir Þor- gerður K. Gunnarsdóttir m.a.: „Helztu kostir samanburðarleiðarinnar eru þeir að leyfin kosta fjarskiptafyrir- tækin minna og er þá aukið svigrúm fyrir þau til að bjóða betri þjónustu og meiri gæði á Netinu. Tæknin verður þá hugsanlega aðgengilegri og ódýr- ari, sem skiptir þjóðfélagið miklu máli til aukins hagvaxtar og frekari tækni- framfara en þetta er fullyrðing, sem oft heyrist meðal forsvarsmanna fjarskipta- og tæknifyrirtækja. Einn- ig er fyrirfram tryggt að ríkið fái ákveðna fjárhæð greidda fyrir leyfín. Helztu gallar samanburðarleiðar eru þeir, að málsmeðferðin er tíma- frek og flókin, markaðurinn ræður ekki verðinu og síðast en ekki sízt, þá er þetta ekki hlutlaus leið við úthlutun á takmörkuðum verðmætum, heldur byggð á huglægu mati.“ I ítarlegri umfjöllun um galla upp- boðsleiðarinnar segir þingmaðurinn að því hafí verið haldið fram, að hún gæti leitt til minni fjárfestinga og slakari þjónustu. Ennfremur að far- símafyrirtækin muni hækka verð til neytenda til að fjánnagna hátt upp- boðsgjald. Um þá röksemd segir Þor- gerður K. Gunnarsdóttir: „Um þetta má efast, þar sem líklegt er að fjár- festar taki þetta á sig líkt og bent hef- ur verið á í Noregi en einnig kemur til hugsanlegt skattalegt hagræði til þess að draga úr þessum áhrifum. Einnig er ólíklegt að í Bretlandi og Þýzka- landi, þar sem neytendur eru afar kröfuharðir og hagsmunasamtök þeirra öflug, muni fólk láta hækkanir á þessari þjónustu yfir sig ganga.“ Þingmaðurinn rekur fleiri dæmi um galla uppboðsleiðarinnar en víkur síð- an að kostum hennar. svo sem að hag- kvæmni markaðarins ráði verðlagn- ingu á leyfunum, uppboðið skapi ríkissjóði tekjur á hagkvæman hátt o.fl. en síðan segir: „í fjórða lagi er hér um hlutlausa leið að ræða við úthlutun takmarkaðra auðlinda þar sem regl- urnar eru fyrirfram ákveðnar, öllum kunnar og augljósar. Ekki er líklegt að tortryggni gæti við úthlutun leyfanna ef uppboð er valið, hvorki meðal al- mennings né farsímafyrirtækja. Þetta síðasta atriði vegur að mínu mati þyngst í rökstuðningnum fyrir því að fara eigi uppboðsleiðina. Slík aðferð er til þess fallin að vekja traust almennings á framtíð þessara mikil- vægu almannahagsmuna og frið um úthlutun leyfa til þriðju kynslóðar farsíma. Uppboð á farsímarásum er því skynsamur valkostur og sanngjörn leið.“ Þessi yfirlýsing eins þingmanna Sjálfstæðisflokksins er afar mikilvæg í þeim umræðum, sem framundan eru um aðferðir við úthlutun leyfa til þess að reka þriðju kynslóð farsíma. Hún vekur vonir um, að stjórnvöld komist að þeirri niðurstöðu, sem öll rök mæla með. Forystugreinar Morgunblaðsins 10. desember 1995: „Þegar horft er til framtíðar gefur augaleið, að notkun vélþræla í fiskvinnslu opnar gífurlega möguleika á aukinni hag- kvæmni í framleiðslu og rekstri fiskvinnslufyrirtækja. Jafnframt er ljóst, að forysta okkar Islendinga í hönnun og framleiðslu slíkra tækja get- ur opnað okkur mikla mögu- leika á sölu þeirra víðs vegar um heim. Þess vegna getur sú þróunarvinna, sem nú er unnið að á vegum Marels hf. hugsanlega skilað allt að því ævintýralegnm árangri á næstu öld.“ 9. desember 1990: „Viðbrögð við álitsgerð hagfræðideildar Seðlabanka íslands um áhrif þess á verðbólgu og efna- hagslíf, að kjarasamningar BHMR héldu fullu gildi gefa tilefni til nokkurra athuga- semda. í því sambandi skiptir engu hvaða skoðun menn hafa á efni málsins. Hag- fræðideild Seðlabankans er enginn æðsti dómstóll um það málefni og Þjóðhags- stofnun ekki heldur. En til- raunir til þess að stinga undir stól eða þegja í hel skoðanir sérfræðinga vegna þess að þær henta ekki ákveðnum pólitískum sjónarmiðum ei'u stóralvarlegt mál. Fram hefur komið, að for- ystumenn Vinnuveitenda- sambands íslands og Al- þýðusambands Islands gengu á fund bankastjóra Seðlabankans í fyrradag til þess að mótmæla þessari álitsgerð. I sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld sgaði fram- kvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, að þessi álitsgerð væri ekki til frá sjónarhóli VSÍ! Hvað er hér að gerast? Telja forystumenn ASI ogVSÍ, að þeir geti stundað ritskoðun í þessu landi, ef það hentar hags- munum þeirra?" 10. desember 1980: „Vorið 1978 samþykkti Alþingi ályktun, þar sem mælt var fyrir um skipan nýrrar stjórnarskrárnefndar í stað þeirrar, sem setið hafði síðan 1972. Samkvæmt þingsálykt- uninni átti hin nýja nefnd að ljúka störfum innan tveggja ára. Fyrsti fundur í henni var haldinn 1. desember 1978 og var Gunnar Thoroddsen skip- aður formaður nefndarinnar. Sérstaklega skyldi nefndin taka til meðferðar kjördæma- skipan, kosningaákvæði stjórnskipunarlaga, skipulag og starfshætti Alþingis og kosningalög. Starfstími nefndarinnar er liðinn. Engar tillögur liggja fyrir frá henni, en á síðasta hausti sendi hún þingflokkum til athugunar samantekt úr fundargerðum sínum og hugmyndir um nokkra kosti sem til álita þykja koma við breytingu á kosningaákvæðum." ÞAÐ ERU töluverð tíðindi, að Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarfiokkur hafa náð sam- komulagi um sölu Lands- síma íslands. Það á við um efni málsins en niðurstaðan sýnir ekki síður að ekkert hefur dregið úr hæfni stjórnarflokkanna til þess að ná saman um ágreiningsmál, sem upp koma þeirra í milli. Þegar samstarf tveggja flokka í ríkisstjórn hefur staðið á annað kjörtímabil er ekki við öðru að búast en það fari að harðna á dalnum og erfið- ara verði að leysa ágreiningsmál. Samskipti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á kjörtímabilinu 1991 til 1995 voru raunar komin á það stig upp úr miðju því kjörtímabili. Samkomulagið um Landssímann sýnir hins vegar að því fer fjarri, að einhver uppstytta sé komin í samstarf núverandi stjórnarflokka. Þeir virðast leysa hvert ágreiningsmálið á fætur öðru á þann veg, að báðir geti vel við unað. Þetta sýnir mikinn pólitískan styrk af beggja hálfu og þá ekki sízt forystumanna flokkanna, Davíðs Odds- sonar og Halldórs Ásgrímssonar. Fyrr á tíð hefði það þótt saga til næsta bæjar að svo gott samstarf gæti tekizt á milli þessara tveggja flokka, sem fram eftir öldinni voru höfuðandstæðingar í stjórnmálunum og skiptust á um að veita ríkisstjórnum forstöðu. En línurn- ar í íslenzkum stjómmálum hafa breytzt. Fram- sóknarflokkurinn þarf ekki að gæta sömu hags- muna og áður, þ.e. hagsmuna Sambands ísl. samvinnufélaga og dótturfyrirtækja þess, og það á áreiðanlega mikinn þátt í þessari breytingu á andrúmi á milli flokkanna tveggja. Eftir sem áður finnur Framsóknarflokkurinn hjá sér þörf til þess að skapa sér sérstöðu gagn- vart Sjálfstæðisflokknum, sem er skiljanlegt, og birtist m.a. í afstöðu flokksins til Evrópuum- ræðna og að einhverju leyti í þeim umræðum, sem nú standa yfir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Líklega gera landsmenn sér almennt ekki grein fyrir því hve öflugt fyrirtæki Landssími ís- lands er orðinn. Þetta er fyrirtækið sem hefur séð okkur fyrir hinni sjálfsögðu símaþjónustu en m.a. vegna þess, að það hefur verið í ríkiseigu hafa menn ekki séð það í samhengi við önnur stór fyrirtæki í landinu. Þó má telja líklegt að Landssími íslands verði, þegar fyrirtækið er komið út á almennan hluta- bréfamarkað, í hópi þeirra fyrirtækja, sem hlutabréfamarkaðurinn metur mest verðmæti í. Nú eru það Íslandsbanki-FBA á Verðbréfaþingi íslands og íslenzk erfðagreining miðað við verð- mat Nasdaq. Landssími Islands gæti orðið verð- meiri en Íslandsbanki-FBA, sem hefur að vísu lækkað umtalsvert frá sameiningu bankanna tveggja að ekki sé talað um verðmæti hvors banka um sig fyrir sameiningu. En jafnframt má telja að með sölu hlutabréfa í Landssímanum sé verið að setja á markað fyrir- tæki, sem eigi sér mikla vaxtarmöguleika í fram- tíðinni og þ.á m. á allra næstu árum. Á undanförnum árum höfum við upplifað eins konar sprengingu á fjarskiptamarkaðnum með þeirri nýju tækni, sem hafið hefur innreið sína. Á næstu árum er ekki ólíklegt, að við göngum í gegnum annað slíkt tímabil vegna þeirra tækni- framfara, sem eru að verða á þessu sviði. Þess vegna er raunhæft að ætla, að Landssími ís- lands, ef vel verður haldið á stjóm fyrirtækisins við nýjar aðstæður, geti orðið eitt af langsterk- ustu fyrirtækjum landsins um langa framtíð. Það er ástæða til að minna á það í þessu sam- bandi, að þessa stöðu Landssímans má ekki sízt þakka „gömlu mönnunum", ef svo má að orði komast, en þá er átt við þá forystumenn Lands- símans á síðustu áratugum, sem lögðu af mikilli framsýni mjög sterkan og traustan grundvöll að tæknilegri uppbyggingu fyrirtækisins. Þótt Morgunblaðið hafi á þeim tíma haft sitthvað að athuga við viðskiptahætti fyrirtækisins, þegar það naut einokunar á þessum markaði, breytir það engu um þetta tæknilega afrek. Það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að slík framsýni sé í fyrirrúmi. Það fer því ekki á milli mála, að til forystu í Landssímanum á þeim árum völdust miklir hæfileikamenn. Hagsmunir allra lands- manna EFASEMDIR fram- sóknarmanna um einkavæðingu Lands- símans byggðust ekki sízt á áhyggjum þeirra yfir því, að hagsmunir landsbyggðarinnar yrðu fyrir borð bornir. Og það er ekki ástæða til að gera lítið úr þeim áhyggjum. Þess vegna vaknaði sú spurning, hvort selja ætti fyrirtækið í heilu lagi eða skilja hið svonefnda grunnnet frá við sölu. í Morgunblaðinu í dag, laugardag, segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, að sam- komulag stjórnarflokkanna þýði, að íyrirtækið verði selt í heilu lagi. „Það hefur náðst samkomu- lag, sem er algerlega í þeim anda, sem ég hef gert ráð fyrir að yrði, þ.e.a.s. að brjóta fyrirtæk- ið ekki upp,“ segir ráðherrann. Síðan segir í frásögn Morgunblaðsins af sam- talinu við Sturlu Böðvarsson: „Hann leggur áherzlu á, að skv. þeim breytingum, sem gerðar voru á fjarskiptalögunum á seinasta þingi, séu gerðar lagakröfur um, að fjarskiptafyrirtæki veiti svonefnda alþjónustu á starfssviði sínu, sem á skv. lögunum að standa öllum notendum til boða á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra. Sturla sagði, að þessi skil- yrði tryggðu hagsmuni allra landsmanna gagn- vart sömu gjaldskrá. I annan stað vísaði Sturla til þeirrar breyting- ar, sem gerð hefur verið á gjaldskrá Símans vegna gagnaflutninga, en sú breyting hefði verið gerð eftir að hann hafði óskað eftir því á aðal- fundi Landssímans, að fyrirtækið tæki tillit til þarfa landsbyggðarinnar hvað gagnaflutninga varðar. Sagði samgönguráðherra að þessi breyt- ing á gjaldskránni hefði skipt mjög miklu í þessu máli. „Þessar tvær aðgerðir leiða til þess, að þingmenn stjórnarflokkanna eru sáttir við söl- una,“ sagði samgönguráðherra. Sturla segist einnig hafa óskað eftir því að einkavæðingamefnd skoðaði sérstaklega hvort það teldist hagkvæmt að bijóta íyrirtækið upp og skilja grunnlínukerfið frá við sölu þess. „Nefndin hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki hagstætt og er það í samræmi við mína skoðun á því,“ sagði hann.“ Þarna er því að finna forsendur þess að sam- komulag hefur náðst á milli stjórnarflokkanna um það mikla mál, sem einkavæðing Landssím- ans er og fer ekki á milli mála, að samgöngu- ráðherra hefur unnið hljóðlega en markvisst að því að leggja málefnalegan grundvöll að þeirri niðurstöðu, sem nú liggur fyrir. Hveijir kaupa Landssímaim? ÞEGAR fyrirtæki í eigu ríkisins af þeirri stærðargráðu, sem hér um ræðir, er sett á markað vaknar óhjákvæmilega og aftur og aft- ur sú spurning hjá almenningi, hverjir muni kaupa þetta fyrirtæki eða hverjir muni ráða því. Þetta er kannski að verða mesta vandamálið í einkavæðingu stórra ríkisfyrirtækja og þróun viðskiptalífsins almennt. Sú tilfinning almennings er sterk, að það séu alltaf „sömu mennirnir" eða sömu stórfyrirtæk- in, sem kaupi allt, sem fyrir verður. Þessi upp- lifun fólksins í landinu er eitt af því, sem torveld- ar uppbyggingu og þróun atvinnuveganna. Þess vegna m.a. er svo mikilvægt t.d. þegar kemur að sölu ríkisbankanna, að fylgt verði eftir þeim hugmyndum Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra, sem hann setti fram í viðtali við Morgunblaðið síðla sumars árið 1998, að sett verði löggjöf um dreifða eignaraðild að bönkum, sem fjölmörg fordæmi eru fyrir frá öðrum lönd- um, eins og Morgunblaðið hefur sýnt fram á. Það á áreiðanlega eftir að verða áleitin spum- ing í hugum fólks, hverjir muni kaupa Lands- síma íslands og hvort sú sala leiði til enn frekari samþjöppunar eigna £ ákveðnum kjarna eða kjömum viðskiptalífsins. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að telja má líklegt að almennur stuðningur verði við það, að erlend símafyrirtæki eigi kost á að kaupa hlut í Landssímanum. Með aukinni þátttöku útlend- inga í íslenzku viðskiptalífi megi stuðla að meiri dreifingu eigna og áhrifa, sem sé heilsusamlegt fyrir íslenzkt þjóðlíf. í frétt Morgunblaðsins í dag, laugardag, segir m.a.: „Samgönguráðherra sagði aðspurður, að það væri alveg ljóst, að mörg símafyrirtæki í öðr- um löndum sýndu Landssímanum áhuga. „Ég tel, að það skipti okkur geysilega miklu máli að fá öflug símafyrirtæki að þessu en það verður auðvitað ekki gert öðra vísi en á grundvelli sam- keppni á milli þeirra,“ sagði Sturla Böðvarsson í samtali við Morgunblaðið í gær.“ Þátttaka erlends símafyrirtækis í Landssíma íslands mundi draga úr áhyggjum fólks yfir því, að enn meiri eignasamþjöppun yrði í íslenzku at- vinnulífi. En jafnframt er ljóst, að tækniframfar- ir era svo gífurlegar á þessu sviði og kosta svo mikla fjármuni, að það hlýtur beinlínis að verða eftirsóknarvert fyrir okkur íslendinga af þeim ástæðum, að stærsta fyrirtæki okkar á þessu sviði tengist öflugum símafyrirtækjum í öðram löndum. Við Islendingar eram nú þegar í fremstu röð þjóða heims að tileinka okkur hina nýju tækni á sviði tölva og fjarskipta. Segja má,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.