Morgunblaðið - 10.12.2000, Side 38

Morgunblaðið - 10.12.2000, Side 38
38 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓSKAR HAUKUR FRIÐÞJÓFSSON + Óskar Haukur Friðþjófsson hár- skerameistari fædd- ist á Húsavík 25. maí 1942. Hann lést í Orlando í Bandaríkj- unum 26. nóvember siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 6. des- ember. Hinn 6. nóvember sl. kvöddum við vin okkar og spilafélaga Óskar Friðþjófsson. Það er erfitt að Ijá hugsunum sínum orð á stundum sem þessum þegar góður vinur hverfur á braut nánast fyrirvaralaust og langt um aldur fram. Meira en aldarfjórðungur er lið- inn síðan við kynntumst Skara fyrst. Þau kynni urðu til þess að hann varð félagi okkar og vinur í spilaklúbbi, sem haldið hefur hópinn óslitið síð- an. Það sem einkenndi Skara meira en annað var gífurlegt keppnisskap og ódrepandi sigurvilji. Spil var ekld búið fyrr en búið var að loka síðasta slag, aldrei að vita nema hægt væri ' að kreista fram vinningsstöðu í óvinnandi spili. Þótt skorin hafi ef til vill stundum gefið annað til kynna, þá gerði Skari fá mistök við spila- borðið og þegar það gerðist var ekk- ert verið að velta sér upp úr þeim, heldur gefið í næsta spil. Nei, það var yfirleitt makkerinn hans, sem sá um að gera mistökin og Óskari leidd- ist ekkert að fræða hann um hvernig hægt hefði verið að vinna gröndin eða fella slemmuna, ef makker hefði bara verið vakandi. Keppnisskapið kom víðar fram en við bridsborðið. Óskar var þekktur kylfíngur og hafði unnið til fjölda verðlauna í þeirri íþrótt. Einnig var hann í fremstu röð snóker- spilara á sínum tíma og státaði meðal annars af íslandsmeistaratitli í þeirri grein. Það er skarð fyrir skildi hjá okkur spila- félögunum. Við munum minnast Skara í hvert sinn sem tekið verður í spil og örugglega seint þreytast á að rifja upp meistaratakta í vörn og sókn, og ekki síður í eftirspils-analísu þar sem fáir skákuðu meistaranum. Vonandi finnst einhver sú íþrótt handan við móðuna miklu, sem sval- ar þeirri keppnisþörf, sem einkenndi Óskar í okkar lífi. Aðstandendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Ólafur, Guðjón, Gunnar og Sveinn. Elsku Óskar, ég er ekki alveg búin að ná því að þú sért að yfirgefa okk- ur og finnst mér það algjör synd að svona góður maður eins og þú, Ósk- ar minn, geti ekki verið hjá okkur lengur. Síðast þegar ég talaði við þig sagðist þú ætla að kíkja á mig á Ak- ureyri næst þegar þú kæmir norður. Og ég var svo ánægð að ég fór að heimsækja þig með litlu nýfæddu stelpuna mína, sem mig langaði svo til að sýna þér. Ég er komin héma til að sýna þér bamabamið þitt, sagði ég svona í gríni. Þá sagðir þú: Ja, það Hýasintuskreytingar - Jólagjafir Kertaskreytingar til kl. 22 til jóla Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is $ með þjónustu allan y sólarhringinn. Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja \ / UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 má nú segja að hún sé það. Svo sterk vora vinatengslin á milli okkar. Þú varst líka góður trúnaðarvinur og ég vissi að ég gat alltaf treyst þér, þú áttir líka alltaf góð ráð handa mér og þegar ég var í erfiðleikum þá stóðst þú eins og klettur við hlið mér. Þú ert ein af þeim persónum í lífi mínu sem ég hef lært mikið af og tekið mér til fyrirmyndar. Örlæti var líka mjög stór þáttur af þínum persónuleika og þá er ég ekki endilega að tala um veraldlega hluti heldur líka hvað þú gafst mikið af þér. En mér fannst þú oft vera sjálfum þér verstur, Óskar minn, en það þýddi nú lítið að skamma þig fyrir það. Það var líka alveg einstaklega gott að vinna hjá þér. Það komu aldrei upp nein vandamál hjá okkur og aldrei hef ég heyrt þig tala illa um nokkum mann. Þú tókst fólki alveg nákvæmlega eins og það var. Þess vegna leið manni alltaf svo vel í kringum þig því maður gat verið maður sjálfur. Fólk hafði líka oft á orði við mig hvað það væri gott að koma á stof- una til þín. Það var svo heimilislegt andrúmsloft, að fólk labbaði ósjald- an inn á kaffistofuna okkar og fékk sér kaffi og las blöðin meðan það beið eftir þér. Þú skilur eftir þig stórt skarð. Ég hlakka til að hitta þig aftur, sem ég veit að ég geri þegar tíminn minn kemur. Þakka þér fyrir öll góðu ráð- in og allar góðu og skemmtilegu stundimar sem við áttum saman. Aðstandendum þínum vil ég óska alls hins besta og bið Guð að vera með ykkur öllum og gefa ykkur styrk í sorginni. Óskar, mig langar í lokin til að kveðja þig með ljóði. Pinnar hlýju sárt ég sakna, sómamaður, Óskar minn. Hjá mér góðar vonir vakna, vemd’ hann góði drottinn minn. Þú minn vinur þakka þér, þínar góðu stundir. Gleði mikla gafst þú mér, góðirokkarfundir. (Þorbjöm Haraldsson.) Þín frænka, Helga. „Það er greinilegt að þú hefur ekki farið til Óskars“ var viðkvæðið hjá okkur hverju um sig í fjölskyld- unni þá sjaldan að við fóram annað að láta klippa okkur. Óskar var ekki aðeins hárskerinn okkar heldur einnig vinur okkar hjóna í 40 ár. Sannarlega er það ekki ofmælt að hann var fær í sínu fagi en einnig hafði hann afar hlýtt viðmót eða eins og sagt er í dag; góða nærvera. Það var í rauninni hvfld að setjast í stól- inn hjá Óskari. Hann ræddi við mann af hæversku um það sem skipti máli en þreytti mann ekki með óþörfum innantómum orðum eins og stundum vill verða. Við skiptumst á skoðunum, hlógum saman og sögð- um hvert öðra frá störfum okkar og fjölskylduhögum af þeirri nærfærni og vinsemd sem við á. Við ræddum ekki síst um bömin okkar. Það leyndi sér ekki hve stoltur hann var af börnum sínum þótt hann bæri að öllu jöfnu ekki tilfinningar sínar á borð. Þá var hann ekki minna stoltur þegar hann varð afi og deildi því með okkur eins og við gerðum undir sömu kringumstæðum. Minningar um þessar sérstöku stundir í gegn- um árin í návist þessa góða manns era okkur afar dýrmætar og við kveðjum hann með söknuði. Þá GUNNAR GÍSLASON + Gunnar Gíslason fæddist í Staf- angri í Noregi 15. ágúst 1919. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 30. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 8. desember. Afi minn, Gunnar Gíslason, lést fimmtu- daginn 30. nóvember sl. Mig langar að minnast hans með nokkram orð- um. Ég tengdist ömmu og afa í Grandargerðinu afskaplega sterkum böndum. Ég bjó hjá þeim með for- eldram mínum þar til ég varð fjög- urra ára og fjölskyldan flutti upp í Breiðholt. Næstu ár á eftir passaði amma okkur systkinin meðan mamma var í vinnu og um helgar fékk ég oft að gista hjá ömmu og afa. Grundargerðið var í raun mitt annað heimili og þar í hverfinu átti ég mína vini ekki síður en heima í Breiðholt- inu. Síðustu daga hefur hugurinn reikað til baka og ótal góðar minning- ar rifjast upp. Frá því ég man eftir mér hefur afi alltaf gengið mikið. Ef vel viðraði gekk hann heim úr vinnu og fram á síðasta dag var daglegur göngutúr með heimilishundinn regla. I æsku minni var það fastur viðburð- ur um helgar hjá okkur félögum að ganga eftir hitaveitústokknum upp í Oskjuhlíð. Afi var hafsjór af fróðleik og óþreytandi á að útskýra fyrir litl- um manni hvernig stæði á hinu og þessu í alheiminum. í huga mínum vissi afi allt og kunni allt og ég vildi verða alveg eins og afi þegar ég yrði stór. Á sumrin fóra afi og amma í úti- legur og tóku 2-3 vikur í að ferðast um landið og oftar en ekki fór ég með þeim. Afi þekkti hveija þúfu og hvem hól, kenndi mér nöfn á fjöllum og ám, hvaðan ámar kæmu, af hverju sumar vora tærar en aðrar ekki o.s.frv. Síð- ast fyrir örfáum vikum voram við að rifja upp þegar Sveinn bróðir kom með í eitt skiptið og við hrepptum rigningu í nokkra daga. Afi og amma vora inni í tjaldi alla daga að þurrka af okk- ur fötin. Þegar loksins stytti upp fundum við bræður læk til að bleyta okkur í svo þau þurftu að vera áfram í tjaldinu að þurrka fot. Meðan ég gekk í grannskóla átti ég alltaf athvarf í Grandargerð- inu og var þar mikið. Afi gaf sér alltaf tíma ef maður bað hann um eitthvað og þau vora mörg skiptin sem hann hlýddi mér yfir náms- efnið áður en ég fór í próf. Þegar ég byijaði í menntaskóla flutti ég til ömmu og afa og bjó þar þangað til ég fór utan til náms. Afi hafði rólegt yfirbragð og gaf sér alltaf tíma til að hlusta. Hvort sem um var að ræða framtíðarplön, áhugamál, skóla, vini, vinnu eða hvað sem var, það var alltaf gott að leita til afa. Það var ýmislegt sem við brölluð- um saman, því ef „dellukall" bjó í ein- hveijum var það í afa. Þegar ég fékk byssudellu fór hann með mér út fyrir bæinn og leyfði mér að skjóta úr riffl- inum sínum og fyrsta haglabyssan sem ég keypti var skráð á hans nafn. Þegar ég keypti fúinn seglbát með fé- lögum mínum fengum við að nota skúrinn hans og hann tók þátt í end- urbyggingunni af fullum krafti og sá til þess að við vönduðum til verks. Frá því ég man eftir mér var hann alltaf smíðandi. Hann kom sér upp trésmíðaverkstæði í bflskúmum sín- um og kom sér upp verkfærasafni. Eitt spoijárn hér, næsti hlutur ein- hveijum vikum síðar. Hann var af- skaplega vandvirkur og smíðaði allt frá borðum upp í eldhúsinnréttingar. í gegnum tíðina era þau orðin mörg verkin sem hann hefur unnið fyrir bömin sín, bamabömin eða vini sína. Afa tókst að varðveita bamið í sjálfum sér og böm hafa alla tíð hænst að afa, svo var það með mig sjálfan sem og mín eigin börn. í huga mér er svo ljóslifandi glampinn í aug- unum hans þegar hann var að leika við smáfólkið og það var ljóst að hann hugsum við einnig með hluttekningu til móður hans og barna, minnug þess sem segir í sálmi 68:20: „Lofað- ur sé Drottinn sem ber okkur dag eftir dag.“ Susie og Páll Friðriksson. „Sorgin er gríma gleðinnar. Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerh- þig glaðan. Þeg- ar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Ur Spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Okkur systram langar í örfáum orðum að minnast hans Óskars sem var æskufélagi og kær vinur föður okkar. Við höfum þekkt Óskar frá því við munum eftir okkur, meira samband var þó þegar við ungarnir fjórir voram litlir og bjuggum í for- eldrahúsum. Eftirminnilegustu stundirnar era m.a. sumarbústaðar- ferðirnar til Þingvalla, gamlárs- kvöldin og að ógleymdum og ófáum ferðunum á rakarastofuna, þar sem viðkvæðið var iðulega „sestu í stól- inn svo þú verðir búin fyrir jólin“. Þó svo að við sneram okkur seinna til hárgreiðslustofa hafa feðgarnir Eg- ill og Jason haldið heiðri okkar uppi á litlu rakarastofunni á Nesinu. Þegar maður á besta aldri fellm’ svo skyndilega frá er öllum veralega bragðið. Á þessum erfiðu stundum biðjum við Guð og allar góðar vættir að styðja og styrkja elsku Maríu Björk, Hauk og þeirra fjölskyldur sem og alla aðra ástvini Óskars. Minningin um góðan mann mun lifa í hugum okkar allra. Fanney og Ragna Pétursdætur. skemmti sér ekki síður en þau. Það vora mér afskaplega sárar fréttir að heyra að afi hefði slasast og honum væri ekki hugað líf. Það var gott að vera hjá honum síðustu stundirnar og geta þakkað honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig í gegnum tíðina. Þetta er erfiður tími fyrir ömmu en þau hafa alla tíð verið afskaplega náin, svo náin að ég held að hvoragt þeirra hafi vitað hvar ann- að endaði og hitt byrjaði. Það er engu að síður nokkur huggun að vita að hann stóð stoltur eins og hann hafði alltaf gert fram á sína síðustu stund. Veikindi, heilsuleysi eða sjúkrahús- vist hefði ekki átt við hann. Ég er viss um að ef hann hefði fengið að ráða hvernig kallið kæmijiá hefði það ver- ið eins og það varð. Á fallegum haust- degi var hann að gera það sem hon- um þótti skemmtilegt - dytta að. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt mér. Takk fyrir að hafa verið sá góði vinur sem þú varst mér. Við pössum ömmu fyrir þig og ég hlakka til að hitta þig aftur „á hinum eilífu veiðilendum". Hvíldu í friði. Gunnar. Gunnar Gíslason bekkjarbróðir okkar er látinn. Ég hitti hann í síð- ustu viku og var hann þá hress og glaður og bar ekki þess merki að stutt væri eftir. Við Gunnar höfum þekkst lengi, áttum heima á Ránargötunni sem strákar og fylgdumst að í gegnum skóla. Leiðir okkar lágu ekki mikið saman eftir það fyrr en við fóram að hittast í sambandi við stúdentsaf- mæli og hin síðari ár höfum við bekkjarsystkinin hist mánaðarlega og drakkið saman kaffisopa og bland- að geði. Sem eðlilegt er fækkar allört í þessum hópi og nú er Gunnar líka all- ur. Gunnar og kona hans Kristín létu sig aldrei vanta þegar við stúdentar frá MR 1940 fundum okkur tilefni til að gera okkur glaðan dag. Gunnar var einstaklega kurteis og elskulegur maðui’ og þannig minn- umst við bekkjarsystkinin hans. Sendum við Kristínu konu hans og fjölskyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd stúdenta frá MR1940. Hannes Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.