Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 39

Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 39
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 39 MINNINGAR ESRA SERAJA PÉTURSSON + Esra Seraja Pét- ursson fæddist í Reykjavík 11. sept- ember 1918. Hann lést á heimili sínu í Flórída 1. desember sfðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigríður Elín Torfa- dóttir frá Flateyri í Önundarfirði, f. 1879, og Pétur Sigurðsson úr Skagafírði, f. 1892. Esra átti eina systur, Maríu Önnu Pétursdóttir, f. 1919. Esra kvæntist Astu Einarsdóttur, f. 31. janúar 1922 í Reykjavík. Hún lést 1991. Þau eignuðust sjö syni: 1) Pétur Kjart- an, f. 25.11. 1941, kvæntur Ást- hildi Helgadóttur. Sonur þeirra er Helgi Esra. 2) Einar Haraldur, f. 31.12. 1943, kvæntur Kristínu Árnadóttur. Böm þeirra: Árni Esra, Ásta, f. 1972, d. 1981, Bald- vin Esra, og Jón Tómas. 3) Sigurð- ur Ragnar, f. 22.5. 1949, kvæntur Cheryl Tilley. Böm þeirra: Joanne Ásta, Celeste Maja, Cesilia Ástrós og Esra Charles. 4) Karl Torfi, f. 3.3.1950, kvæntur Helgu Magnús- dóttur. Dóttir Karls Torfa frá fyrra hjónabandi er Karlanna Tormae, f. 1972. 5) Jón Tómas, f. 23.10. 1951, í sambúð með Olgu Morales. Dætur Jóns Tómasar frá fyrra hjónabandi: Alecia Maja og Elina Asta. 6) Finnbogi Þór, f. 15. júní 1953, kvæntur Huldu Sif Ás- geirsdóttur. Börn þeirra: Ásgeir Birgir, Esra Már og Elvar Örn. 7) Esra Jóhannes, f. 26. júní 1957, OSWALDS SÍMT551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI5TRÆTI 4B • 101 RLYKJAVÍK Dtwíð Iugvr Ólttfur Útfanmtj. l'tfararstj. Utfararstj. LÍKKISTUVIN N USTOI A EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 kvæntur Kristínu Lilju Kjartansdóttur. Dætur þeirra: Rúna og Ásta. Að auki átti Esra tvö böm: Vig- dísi, f. 1955, sem er gift Einari Unn- steinssyni. Böm þeirra: Eyrún Nanna og Kári Esra. And- rés Jón, f. 1986. Eftirlifandi kona Esra er Edda Val- borg Scheving. Esra lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937, prófi í fiðlu- leik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1940 og prófí í læknisfræði frá Háskóla Islands árið 1946. Hann lauk sérnámi í tauga- og geðsjúkdómum frá Uni- versity og North Carolina árið 1957 og sérnámi í sálgreiningu frá American Institute for Psycho- analysis í New York árið 1970. Esra starfaði víða við sitt fag hér- lendis og í Bandaríkjunum. Hann starfaði meðal annars sem héraðs- læknir á Kirkjubæjarklaustri, við Kleppsspítalann og var starfandi sálgreiningarlæknir bæði í Reykjavík og New York. Auk þess kenndi hann víða, meðal annars við Comell háskóla, Nýja hjúkrun- arskólann og Hjúkrunarskóla fs- lands. Hann flutti til Flórída árið 1998, þar sem hann lést. Útför Esra fer fram frá Hall- grímskirkju mánudaginn 11. des- ember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann var einn af þessum afburða gáfumönnum sem fæddust á fyrstu áratugum tuttugustu aldar og nutu þeirrar náðar að geta menntað sig. Allt hans líf einkenndist af þekking- arleit og fræðimennsku. Þótt for- eldrar hans byggju ekki við mikii efni tókst honum með góðum stuðn- ingi þeirra og annarra að Ijúka læknanámi við Háskóla Islands. Hann var líka gæddur góðum tón- listargáfum og lærði og lék á ýmis hljóðfærí, s.s. píanó, fiðlu og saxófón og sá sér og fjölskyldunni farborða meðan á námi stóð með því að leika og syngja með danshljómsveitum. Hann hét Esra Seraja Pétursson og ólst upp hjá ástríkum og góðum foreldrum, ásamt systur sinni, Maríu Önnu, en þau systkin mátu ætíð hvort annað mikils. Móðmn, Sigríð- ur Elín Torfadóttir, var ættuð úr Ön- undarfirði, en faðirinn, Pétur Sig- urðsson, úr Skagafirði. Hann orti svo í orðastað móðurinnar á þriðja af- mælisdegi Esra: Drengurinn minn. Duglegi, hjartkæri pflingurinn. Þökk fyrirbarnslega kátínu kvakið, kærleik og lífsgleði hefir þú vakið hjá mömmu og pabba um þessi þrjú þreyðu árin, sem fullnarðu nú. Fjölskyldan bjó um tíma í Kanada og síðan í Reykjavík. Esra kvæntist Ástu Einarsdóttur meðan hann stundaði læknanám og ísland var hernumið af Bretum. I brúðkaupi þeirra flutti Pétur hinum ungu brúðhjónum frumort ljóð: 011 erveröldeinsogný, orðin skyndilega. Blessuð sólin björt og hlý, brosiryndislega. Inn í dýran Edens rann aðeins tvö þau ganga, búasíðan húnoghann hér um eilífð langa. Geymir þeirra háu höll heimur fagurgerður. Brúðkaupsdagur ævin öll. Yndislegurverður. Já, Pétur var ánægður meða ráða- haginn og dáði hann tengdadóttur sína alla tíð. Hann þakkaði henni fremur en öðrum það að Esra skyldi takast að stunda sitt nám og ljúka því. Ásta og Esra bjuggu í hjóna- bandi um langa eilíf, eða tæp 50 ár. Þau eignuðust saman sjö syni, sem aliir eru hinir mætustu menn og hafa stækkað fjölskylduna til muna. Að auki bættust tvö böm Esra í hópinn. Hann sinnti mörgum mismunandi störfum á langri starfsævi. Hér heima var hann meðal annars héraðslæknir á Klaustri í nokkur ár um miðja öldina og naut þar mikilla vinsælda, enda vann hann sveitinni vel, því fyrir utan læknisstörfin stofnaði hann og stjórnaði kirkjukór, var drifkraftur í byggingu læknis- bústaðar, félagsheimilis o.fl. Ásta var stoð hans og stytta sem ætíð og var hún elskuð og virt af sveitungum þeirra. Hann tók sig upp ásamt fjölskyld- unni í þrígang og fór til framhalds- náms og starfs í geðlækningum í Bandaríkjunum. í síðustu dvölinni þar, sem stóð í 13 ár í New York, stundaði hann m.a. sálgreiningar- nám, sinnti föngum og fíklum og starfaði sem yfirlæknir á geðdeild. Hann var í miklum metum vegna starfa sinna og náms og hlaut margs konar viðurkenningar. Þau hjónin fluttu heim 1975 og rak hann lengi eigin læknastofu í Reykjavík. Ásta lést snögglega árið 1991 og varð öll- um mikill harmdauði. Hún var akk- erið í fjölskyldunni og tókst svo und- urvel að halda henni saman, með glaðværð sinni, greind og umburðar- lyndi. Hún var líka bundin systkin- um sínum sterkum böndum og ríkti mikið ástríki á milli hennar og þeirra enda voru þau, níu systur og tveir bræður, alin upp af kærleiksríkum og umhyggjusömum foreldrum, þeim Ragnhildi Jónsdóttur og Einari Tómassyni, kolakaupmanni, í hjarta Reykjavíkur. Nú hafa fjórar systr- anna kvatt þennan heim og bið ég þeim öllum blessunar Guðs. Árín eftir lát Ástu urðu Esra erfið og hafa örlagadísirnar ekki alltaf verið honum og fjölskyldunni hlið- hollar. Hann lést fjarri heimaland- inu, í Flórída, en þangað hafði hann flust eftir að hann kvæntist seinni konu sinni, Eddu V. Scheving. Aska hans hefur verið flutt heim og mun hún sett niður við hlið Ástu óg finnst okkur, ástvinum hans, það vera farsæl ráðstöfum. Við Einar og börnin okkar kveðj- um föður, tengdaföður, afa og lang- afa með söknuði og þakklæti fyrir öll góðu árin. Við eigum sannarlega t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar STEFÁNS KRISTJÁNSSONAR fyrrv. vagnstjóra, Laufrima 4. Sérstakar þakkir til starfsfólks þvagfaera- skurðdeildar Landspítalans við Hringbraut. Hafdfs B. Hannesdóttir, Ingimar Bragi Stefánsson, Inga Hrönn Stefánsdóttir, Hanna S. Stefánsdóttir, Páll Skúlason, fsar Daði Pálsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR ÞORVARÐARDÓTTUR, Þangbakka 8. Hrafnhildur Hauksdóttir, Ragnar Hauksson, Anna Skúladóttir, Bjöm Hauksson, Þórhildur Jónsdóttir og barnabörn. góðar endurminningar, eins og fogn- uð þeirra hjóna er bömin okkar fæddust og þátttöku þeirra í gleði og sorgarstundum í lífi okkar. Við minnumst líka heimsóknar okkar til þeirra í New York, er þau litu fyrsta barnabarnið augum og töldu að þar færi einstakur drengur, er stæði flestum framar! Esra hentist með afadrenginn, þriggja mánaða, í fang- inu um allan spítalann þar sem hann vann og hampaði honum og taldi fólki trú um að hann væri undra- barn! Guði sé lof þá reyndist hann vera venjulegt barn, en alltaf var sérlega kært með þeim tveimur. Já, við gleymum aldrei jólaboðunum er allur skarinn mætti og þeim stór- kostlega veislumat, sem Ásta fram- reiddi af list og gleði og Esra spilaði jólasálmana á píanóið og allir sungu með. Einu sinni á jólum spilaði lítil afastúlka með afa á flautu og er sú stund sérlega dýrmæt í minning- unni. Komin er kveðjustund. Megi kær- leiksríkur Guð taka við honum og láta hann hvíla í náðarfaðmi sínum. Hans eilífa ljós lýsi Esra og öllum öðrum ástvinum sem farnir eru. Ég bið Guð allrar huggunar um að vera Eddu, Maríu og öllum bömum hans og fjölskyldum þeirra nálægur. Hann hvíli í eilífri náðinni. Kristín Árnadóttir. Það er erfitt að trúa því að maður með jafn ungan og vakandi anda eins og Esra S. Pétursson læknir sé horf- inn á braut. Vegur Esra var ólíkur annarra; ferill hans fjölbreyttur og litríkur og maðurinn leitandi. Meðfædd greind Esra, miklir námshæfileikar og eðlislæg mannúð auðveldaði honum þá ákvörðun að gerast læknir. Heimspekilegur og trúarlegur áhugi hans hefði alveg eins getað stefnt honum í aðra far- vegi, eins og húmanískar námsgrein- ar eða prestsnám. Tónlistarhæfileik- ar Esra, sem leiddu hann jafnt til náms og starfa í sígildri tónlist sem dægurtónlist um tíma, hefðu einnig getað skapað honum starfsgnmdvöll til framtíðar. En Esra valdi að verða læknir því hann vildi líkna samferða- mönnum sínum og leggja sitt af mörkum svo þeir þjáðu, sem á leið hans yrðu, gætu átt betra eða þolan- legra líf. Og þeir urðu margir. Sálkönnun varð hinn eiginlegi ákvörðunarstaður Esra. Einnig per- sónulega, því hans eigin sálkönnun með aðstoð sálkönnuðar opnaði fyrir honum eigið sálarlíf. Esra var undar- leg blanda af djúpt þenkjandi og al* vörugefnum manni annars vegar og opnum og hrifnæmum manni hins vegar. Ríkjandi þættir í persónugerð hans voru samhyggja, góðvild og leitandi skilningur á manninum en jafnframt sterk og barnsleg eigin- hagsmunahyggja. Guðstrú hans var djúp og einlæg. Allir þessir þættir toguðust ætíð á í Esra og gerðu per- sónuleika hans margþættan. Esra gerði sér vel grein fyrir flókinni sam- setningu sálarlífs síns og viður- kenndi bresti sína og mistök fyrr og síðar af meiri hreinskilni og æðru- leysi en menn eiga að venjast í ís- • lensku samfélagi. Fyrir nokkrum árum, kominn á háan aldur, hafði Esra við mig sam- band með það í huga að ég ritaði ævi- sögu hans. Ég þekkti Esra ekki persónulega, þótt ég hefði heyrt hans getið. Esra vildi koma til dyranna eins og hann var klæddur. Hann leit á ævisögu sína ekki aðeins sem saman- tekt á lífssýn sinni, heldur einnig sem umbúðalausa játningu syndugs manns. Þessi hreinskilna og fölskva- lausa sannleiksleit Esra varð mörg- um oíviða sem bókina lásu og jafnvei þeim sem aldrei opnuðu hana. Sjáif- ur gekk hann æðrulaus og með reisn gegnum fárviðrið sem geisaði um. hann í kjölfar útgáfu ævisögunnar. Esra segir í lok æviminninga sinna: „Ég hef rannsakað líf mitt til að fá svör við endalausum spurningum sem á mig hafa leitað. Ég hef skoðað og endurskoðað. Ég hef haft þanka, bakþanka og eftirþanka. Ég hef lifað í heiminum og senn fer ég úr þreng- ingunni miklu. En ég er hughraust- ur, því handan þrengingarinnar bíð- ur mín lífið.“ Nú er Esra S. Pétursson læknir farinn úr þrengingunni miklu og kominn til lífsins. Megi vinur minn Esra, sem kenndi mér meira en aðrir menn, hvíla í friði eftir róstusama og leitandi lífsgöngu; göngu sem færði honum samhengi hlutanna, hina stóru samtengingu í öllu lífinu, geg um dagana og söguna og þvert á tím- ann. Þar eygði hann hina miklu heild. Það er ekki slæmt dagsverk. Ingólfur Margeirsson. + Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÁGÚSTS HELGASONAR, Skólavegi 2, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild 11 -E á Landspítalanum við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Æk. Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir, Páll Guðjón Ágústsson, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Helga Guðbjörg Ágústsdóttir, Guðmundur Snædal Jónsson, Hrönn Ágústsdóttir, Sigurður Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir allar kveðjur og auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐMANNS EINARS MAGNÚSSONAR, Vindhæli, Skagaströnd. Sendum starfsfólki Heilþrigðisstofnunar Aust- ur-Húnavatnssýslu, Blönduósi, bestu þakkir fyrir umönnun undanfarinna ára. María Ólafsdóttir, Guðrún Guðmannsdóttir, Bjarni Jóhannsson, Anna Guðmannsdóttir, Sigurður Halidórsson, Einar Guðmannsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Ólafur Guðmannsson, Magnús Guðmannsson, Erna Högnadóttir, Halldóra Guðmannsdóttir, ísleifur Jakobsson, Guðmundur Magnússon, Páll Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.