Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ gengur UPP niður?. ðll eigum við okkar góðu og slæmu daga. LGG-gerlar skapa jafnvægi í meltingu og stuðla að vellíðan. dn á dag fyrir fttila virfcni! apútEk bar • g n 11 Forréttir Danskar jólasnittur, laxatartar, nautatartar og reyktur áll Andasúpa með kastanluhnetum og andarlifur Hreindýrapaté með gráfíkju og hindberjum Aðalréttir Reykt önd með rófusalati og shiitakesveppum Fuglaþrenna: Önd, gæs og rjúpa með rösty kartöflum og butter nut Grísalundir með merlotsósu og balsamicrauðlauk Eftirréttir Riz a la mande í súkkulaði Rommkaka með kanilparfait og vanillukremi S. 5757 900 Austurstræti 16 101 Reykjavík FOLKI FRETTUM Nútímabrúðir á Laugaveginum Hagnýtar og spenn- andi hugmyndir í DAG kl. 16 hefst á hárgreiðslu- stofunni Rauðhettu og úlfinum, Laugavegi 7, kynning í formi myndbands, á samstarfsverkefni stofunnar og Verslunarinnar Aurum, þar sem haft var að leið- arljósi að fara óhefðbundnar leið- ir í að hanna nýtt og ferskt útlit fyrir tilvonandi brúðir. Myndbandið sýnir þrjár út- færslur á brúði, og verður sýnt í glugga Rauðhettu og úlfsins í eina viku eða til 17. desember. Á sama tíma verða brúðarkjólarnir, sem hannaðir eru af Bergþóru Guðna fata- og textílhönnuði, og skartið, sem hannað er af Guð- björgu Ingvarsdóttur skartgripa- hönnuði, til sýnis í verslun þeirra Aurum, Laugavegi 27. Fyrir hönd Rauðhettu og úlfsins eru það Magni, Ingvi og Kristján sem hanna greiðslur brúðanna, Fríða María Harðardóttir sér um förð- un og Óttar Guðnason kvikmynd- aði. apútEk bar • g ri 11 Gjafabréf í góða pakka! Austurstræti 16 101 Reykjavfk Allar upplýsingar um gjafabréf okkar fást á skrifstofu apóteksins s. 5757 905. Sími 5757 900 • Fax 5757 901 • www.veitingar.is • apotek@veitingar.is C l A S S ! C Filodoro dagar í Apótekinu 11.-17. desember 20% kynningarafisláttur Kynningar verða á eftirtöidum stöðum frá kl. 14-18: Mán. 11. des.: Apótekinu Suðurströnd og Apótekinu Mosfellsbæ Þriöjud. 12. des.: Apótekinu Smáratorgi Apótekinu Kringlunni Apwtekið ÁBURÐUR MEÐ DJÚPVIRKUM ENSÍMUM Blettirnir hurfu alveg á nokkrum mánuðum „Þegar Darri sonur minn var nokkurra mánaða fékk hann þurrkbletti á líkamann. Þar sem engin krem dugðu fékk hann ávísað af lækni sterasmyrsl til þess að bera á blettina. Blettimir hurfu en komu alltaf aftur og stcrasmyrslið mátti aðeins nota í nokkra daga í einu og gat þynnt húðina. Ég ákvað því að prófa PENZIM-gel og í fyrstu hélt það blettunum niðri og síðan hurfú þeir alveg eftir nokkra mánuði." Sigurrós Jónsdóttir „Við Guðbjörg ák- váðum að vinna verkefni saman þar sem skartgripir og fatnaður tengjast að einhverju leyti,“ segir Bergþóra, en þær stöllur vinna yf- irleitt í sitthvoru lagi í Aurum. „Okkur fannst hugmyndin um brúðir vera vettvangur þar sem við gætum báðar fengið að njóta okk- ar. Ég get gleymt mér í útsaumsdúll- eríi og Guðbjörg getur hannað sér- staka gripi, jafnvel viðameiri og bara í einu eintaki. Þeim brúðum sem hafa komið að máli við mig og vilja kaupa sér kjól er mikið í mun að geta notað hann oftar en einu sinni. Nútíma- brúðir eru orðnar hagsýnari." Óhefðbundin brúður, í takt við tímann. Bergþóra segjir þeim Guð- björgu mikið í mun að hanna það sem þeim þyki fallegt, og markmiðið sé alls ekki að gera eitthvað ofboðslega „fríkað". „Við fengum strákana til liðs við okkur því þeir eru með spennandi hugmyndir. Þeir hafa engan sérstakan áhuga á brúðargreiðslum sem slík- um, en þegar við út- skýrðum fyrir þeim að okkur langaði til að gera eitt- hvað pínulítið óhefðbundið, þá urðu þeir voða spenntir yfir tækifærinu að gera greiðslur sem þeir myndu ekki gera ann- ars. Við erum mjög ánægð með útkomuna," segir Guðbjörg og býður alla velkomna til Rauðhettu og úlfsins í dag. Upplyfting í skammdeginu TÓNLIST Geislaplata TRÚÐLEIKUR Tónlist úr leikritinu Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason flutt og sam- in af Geirfuglunum. Geirfuglarnir eru Freyr Eyjólfsson mandólín og rafmagnsgítar, Halldór Gylfason söngur og gítar, Kristján Freyr Halldórsson trommur, Stefán Már Magnússon gítar, slagverk, tromm- ur bassi o.fl., Vernharður Jósefsson kontrabassi og Þorkell Heiðarsson pianó og harmónikka. Aðrir flytj- endur Birkir Freyr Matthíasson trompet, Elfsabet Indra Ragnars- dóttir fiðla, Sigurður Fjalar Sig- urðsson túba, Sigurður Ingvi Snorrason klarinett, Þröstur Sig- urðsson básúna, Halldóra Geir- harðsdóttir, Ingibjörg Stefánsdótt- ir, Sigyn Jónsdóttir og Júh'a Kristjánsdóttir söngur. Höfundar laga Geirfuglarnir texti í lagi 8, „Sorgarljóð", er eftir Hallgrím H. Helgason.Upptökur önnuðust Páll Sveinn Guðmundsson, Þorkell Heiðarsson og Jón Ólafsson og fóru þær fram í Stúdíó 12, Hljóðsetningu og Eyranu. Hljóðblöndun önnuðust: ÞorkeU Heiðarsson og Jón Ólafsson Útgefandi Drit ehf. I samvinnu við Leikfélag íslands. Dreifíng Japis. 10 lög, lengd 29:18 mín. Geirfuítlnrnir mmmmm PENZIM er húðáburður sem inniheldur djúpvirk, hreinsuð ensfm. Vegna eiginleika enslmanna hefur PENZIM reynst vel fólki með ýmis húð- og liðvandamál, bólgur, vöðvaverki o.fl. HLJÓMSVEITIN Geiríúglamir hefur undanfarin ár flutt ansi skemmtilega blöndu tónlistar þar sem úir og grúir af hinum ólíklegustu stefnum og stílum. Eftir því sem ég best veit hafa Geirfuglamir gefið út tvær plötur áður, Drit og Byrjaðu í dag að elska og nýverið kom út þriðja platan Trúðleikur, en á henni flytja þeir frumsamda tónlist við samnefnt leikverk Hallgríms H. Helgasonar sem sýnt hefúr verið í vetur í Iðnó. A Trúðleik er einnig að finna tvö lög úr leikritinu Sjeikspír eins og harm legg- ur sig. sem sýnt hefúr verið í sama húsi. Lögin er öll samin af Geirfuglun- um en þeir skipta tónsmíðunum bróð- urlega á milli sín. Tvö fyrstu lög disksins, titillagið „Trúðleikur" og ,Annabella“ em bæði mikil stemmn- ingslög, manni finnst maður vera staddur í miðri brúðkaupsveislu í ein- hverri frábærri austur-evrópskri kvikmynd. Þriðja lagið er sungið sprellilag um býflugu sem er óþolandi þreytandi f fyrstu með aulalegum texta en verður að sama skapi óþol- andi skemmtilegt við nánari spilun. „Hlátur, grátur" er með seiðandi suð- rænum tónum í Shadows-stfl og á eft- ir því er píanóverkið „Ófeigur", fal- legt lag en passar reyndar illa inn í heildina á plötunni, sem má nú segja um fleiri lög, enda er platan frekar sundurlaus. Halldór Gylfason, söngv- ari Geirfuglanna og leikari í báðum leikverkunum, syngur sjötta lagið, „Söngur Flækingsins", vel samið af Stefáni Má. Trompetinn ræður ríkj- um og undirstrikar þessa suðræna stemmningu sem er nokkuð áberandi hjá Geirfuglunum. Halldór er enginn stórsöngvari en er þó með alveg sér- staklega aðlaðandi rödd sem bætir upp skort á fágun og styrk. „Skúla- skeið“ er ansi laglegt lag eftir Þorkel Heiðarsson með áberandi klarinett- spili en það er einmitt skemmtilegt við tónlist Geirfuglanna hversu vel þeim tekst að nota mörg hljóðfæri, þannig að hvert og eitt þeirra nýtur sín án þess að skyggja á hin, það er ekki öUum fært. Geirfuglamir eru enda allir liprir hljóðfæraleikarar sem og aðstoðarfólk þeirra. Halldór Gylfa- son semur þijú síðustu lögin á plöt- unni. „Sorgarljóð" er með texta eftir Hallgrím H. Helgason, ljúft lag með fallegu fiðluspili og lög númer níu og tíu eru svo úr Sjeikspír eins og hann leggur sig, því ótrúlega fyndna leik- riti. Hið fyrra er „Rómeó og Júlía“ sem er skemmtilegt leikhúslag en stenst þó ekki sem poppsmíð (þó mað- ur fái það svolítið heilann). Lokalagið, „Til í slands“ er með bráðskemmtileg- um texta, um það hvort Sjeikspír hafi í raun ekki náð í allar sínar hugmynd- ir hingað til íslands. Það er nokkuð augljóst að þessi tvö síðastnefndu lög eru ekki úr sama stykki og hin lögin á diskinum og standa ekki eins vel án leikritsins og tónlistin úr Trúðleik gerir, en eru engu að síður hinar lag- legustu tónsmíðar. Umslagið er ágætt, maður hefur samt á tilfinning- unni að útgáfa disksins hafi verið skyndiákvörðun og er útlitið í þeim stfl. Það verður seint sagt að tónlist Geirfuglanna sé frumleg, manni finnst maður hafa heyrt flest lögin áð- ur sem er vegna þess hve þeir taka stfla héðan og þaðan. Það sem gerir þá eins góða og raun ber vitni er hversu vel þeir blanda þessum „stolnu“ tónum og gera þá að sínum. Þeir eru fyrst og fremst stemmnings- hijómsveit; hijómsveit sem maður vill hafa í brúðkaupsveislum og grillpartí- um ogsem sl£k standa þeim fáir snún- ing. Á heildina litið er Trúðleikur sundurlaus en engu að síður vel heppnaður og skemmtilegur diskur sem ætti að koma ölium í gott skap í skammdeginu. íris Stefánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.