Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 64

Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 64
VlÐSKIPTAMUGBÚNAÐUR Á Hf.lMSMÆLlKVARÐA <Q> NÝHERJI S: 569 7700 PÓSTURIN í! Einn heimur -eitt dreifikerfi! www.postur.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNJ 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRLKA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Skjálfta- hrina við Grímsey NOKKUÐ öflug jarðskjálftahrina varð við Grímsey á fostudagskvöld og aðfaranótt laugardags, en stærstu skjálftamir mældust um þijú stig á Richter. Upptökin voru 25-30 kíló- metra suðaustur af Grímsey. Páll Halldórsson jarðeðHsfræðing- ur segir að fyrstu skjálftamir hafi orðið upp úr klukkan tíu á föstudags- kvöld og sá síðasti um klukkan níu í gærmorgun. Páll segir að skjálftar séu algengir á þessu svæði en að þetta sé meiri órói en hafi verið þama á síðustu mánuð- um. Hann segir að ekki sé ástæða til að ætla að hrinan sé fyrirboði um neitt en tekur fram að alltaf sé fylgst '*%;1 með jarðskjálftamælum. --------------- Stóðhestur- inn Otur á leið úr landi STÓÐHESTURINN Otur frá Sauð- árkróki hefur verið seldur úr landi. .^Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður hann fluttur til Þýskalands á næstu dögum, en kaupendumir em Þjóðverjar sem lengi hafa borið víurnar í hestinn. Ekki fékkst uppgefið kaupverð. Otur er 18 vetra gamall og hefur notið ágætra vinsælda og meðal þekktustu afkvæma hans er Orri frá Þúfu. Morgunblaðið/Sverrir Margir eiga erindi í verslanir þessa dagana til að huga að innkaupum fyrir hátíðina. Eva Dögg, tveggja og hálfs árs, og Fanndís Ósk, fjögurra ára, skemmtu sér hið besta í innkaupakörfunni í gær, og hafa eflaust verið að velta því fyrir sér hvort mamma og pabbi væru búin að kaupa jólagjöfina. Viðskiptaráðherra vill breytingar á viðræðunefnd um sameiningu bankanna Formaður bankaráðs átelur vinnubrögð viðskiptaráðherra BANKARÁÐ Búnaðarbanka ís- lands hefur hafnað tilmælum Val- gerðar Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, um að Þorsteinn Þorsteinsson, yfirmaður verðbréfa- sviðs Búnaðarbankans, taki að sér forystu viðræðunefndar bankans í sameiningarviðræðum þeim sem standa nú yfir við Landsbanka ís- lands. Átelur Pálmi Jónsson, for- maður bankaráðsins, vinnubrögð ráðherrans í þessu máli. „Stjóm hlutafélagsins fer lögum samkvæmt r<**'ieð málefni þess milli félagsfunda og ekki er viðeigandi að einn hlut- hafi sé með íhlutun af þessu tagi,“ sagði hann. Ráðherra boðaði Pálma og Stefán Pálsson, bankastjóra Búnaðarbank- ans, til skyndifundar á föstudag og lagði þar til að Þorsteinn tæki við stjórn viðræðnanna fyrir hönd Bún- aðarbankans. Pálmi vill taka fram að fregnir af fundinum með ráðherra séu ekki frá honum komnar. „Rök ráðherrans vom þau að Halldór J. Kristjánsson færi einn fyrir Landsbankamönnum og best færi á að hið sama gilti um Búnaðarbankann. Að höfðu samráði við varaformann bankaráðsins [Þór- ólf Gíslason, innsk. Mbl.] hafnaði ég þessum tilmælum alfarið," segir Pálmi og bendir á að bankaráð Bún- aðarbankans hafi samþykkt að for- maður þess og varaformaður eða staðgengill hans hafi forystu í þess- um viðræðum. Auk þess hafi banka- stjórar komið mjög að einstökum þáttum þeirra. Aðspurður segist Pálmi vera undrandi á viðbrögðum viðskipta- ráðherra í þessu máli. En ero við- ræður um sameiningu bankanna ekki komnar í tímaþröng, miðað við þá ætlan stjórnvalda að setja um hana lög fyrir jólaleyfí Alþingis? „Það er auðvitað ljóst að mikið veítur á áliti Samkeppnisráðs um þennan samrona og hvert efni þess verður. Náist ekki að koma fram lagasetningu um þessi efni fyrir há- tíðarnar er komin upp mikil óvissa svo ekki sé meira sagt,“ sagði Pálmi. Valgerður Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, staðfesti við Morg- unblaðið að umrædd samtöl hefðu farið fram. „Mér hefur ekki þótt vera nægileg skilvirkni í þessum viðræðum af hálfu Búnaðarbankans, fyrst og fremst vegna þess að svo margir aðilar hafa komið að þeim og enginn einn haft um þær forystu af hálfu bankans," segir hún. Valgerður staðfestir að ekki hafi verið fallist á þessar tillögur af hálfu bankans, en telur hins vegar ekki óeðlilegt að viðskiptaráðherra hlut- ist til um mál á þessu stigi. „Ég ber hina pólítisku ábyrgð á þessu máli og ríkisstjórnin vill sam- eina bankana. Þess vegna hlýt ég að geta fylgst með þessum viðræðum og haft af þeim afskipti, sýnist mér svo,“ sagði hún. Kaupmenn segjajóla- verslun fara vel af stað JÓLAVERSLUN hefur farið mjög vel af stað í byrjun desember, að sögn þeirra kaupmanna í höfuð- borginni sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Hvar svo í sveit sem menn eru settir bera þeir sig vel, í Kringl- unni, á Laugavegi eða annars stað- ar, og virðist samdóma álit að jóla- verslun nú sé meiri en á sama tíma í fyrra. Nýtt kortatímabil hófst hjá greiðslukortafyrirtækjunum í gær. Mai'grét Guðbergsdóttir, verslun- arstjóri í bókaverslun Eymundsson í Kringlunni, sagði að mjög mikið hefði verið að gera undanfama daga. Fólk væri bæði að skoða bæk- ur í því skyni að velja jólagjafir, en einnig væri talsvert keypt. Rannveig Ólafsdóttir, verslunar- sljóri ítískuvöruversluninni Saulján á Laugavegi, segir einnig að tals- vert hafi verið að gera. „Þetta hefur farið stigvaxandi hjá okkur og á enn eftir að aukast með nýju kortatíma- bili,“ sagði hún og benti á að Lauga- vegurinn hefði notið mikilla vin- sælda meðal borgarbúa að undan- fömu, enda væri veðurblfðan með eindæmum um þessar mundir. Kaupmenn annars staða bera sig einnig vel. Eyjólfur Baldursson, verslunarstjóri í Eirvík heimilis- tækjum á Suðurlandsbraut, segir þannig að salan í stærri raftækjum hafi tekið mikinn kipp í byijun nóv- ember og þá hafi jólavertíðin í raun byrjað af fullum krafti. „Ég tel að salan sé mun meiri en í fyrra, bæði í stærri og smærri tækjum,“ sagði Eyjólfur. Amar Már Ottósson í húsgagna- versluninni Marco í Mörkinni tekur undir það með Eyjólfi að nóg sé að gera í verslunum utan Laugavegs og Kringlunnar. Hann segir að mik- ið hafi verið að gera frá 1. desember og nýtt kortatímabil geti jafnvel aukið enn á söluna. „Þetta hefur far- ið vel af stað og fólk virðist bjartsýnt og ánægt,“ sagði Arnar Már. Æ KU L-l-n-a-n Grundvöllur að góðri framtíð Æskulínubók er verótryggður 36 mánaða reikningur með bæstu vöxtum almennra reikninga bankans. Forráðamenn barna geta þó bundið reikninginn til lengri tima, þanni^ að innstæðan verði laus til útborgunar við ákveðinn aldur, t.d. 16 eða 18 ára. ®BÚNAÐARBANKINN Trausturbanki Varnarsamningur fslands og Bandaríkjanna Viðræður um bókun í febrúar VIÐRÆÐUR um bókun við varn- arsamning íslands og Bandaríkj- anna hefjast í febrúar nk. Þetta var ákveðið á fundi samráðsnefndar háttsettra embættismanna þjóð- anna í Washington í vikunni. Bókunin var gerð árið 1996 og fjallar nánar um ýmis efni varnar- samningsins. Hún rennur út í apríl nk. Að sögn Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra fór vel á með fulltrúum beggja þjóða á fundinum í Washington. Hann segir að bókunin sjálf hafi ekki komið efnislega til umræðu, en um fjölmargt annað í efni samn- ingsins hafi náðst samkomulag eða viðræður séu á lokastigi um. Megi þar nefna framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfinu, þar á meðal um aðgengi að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem og verk- töku og sjóflutninga fyrir varnar- liðið. Auk þess verður á næsta ári hálf öld liðin frá því varnarsamningur þjóðanna var gerður og hefur verið ákveðið að minnast þess með við- eigandi hætti. „Fundurinn staðfesti hin djúpu og traustu tengsl milli þjóðanna og var einkar ánægjulegur," sagði Halldór Ásgrímsson ennfremur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.