Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 B 29 íilfii Jón Sigurðsson frá Tungu með haus af einum forystusauðanna. „Hann vargóður en heidur var hann hlaupsamur og óþekkur á stundum, “ sagði Jón um sauðinn. „En hann var góður þegar kominn var snjór og skilaði alltaf öllu sínu íhús. Jón Sigurðsson bjó allan sinn búskap á Vatnsnesi í Húnaþingi. Hann hefur brugðið búi og telur að búskapur leggist almennt af þar nyrðra, verði ekki breytingar á ástandinu. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson heimsóttu Jón og ræddu við hann um búskap, forystufé, fjárhunda og sitthvað fleira. „SAUÐKINDIN er talin mikið meindýr á íslandi. Ég er aldeilis ekki sammála því, og ætti nú að hafa reynsluna. Féð spillir ekki landinu ef ekki er þrengt að því af manna völdum,“ segir Jón Sigurðsson bóndi frá Tungu á Vatnsnesi. Jón fæddist á Hvammstanga 5. janúar 1928. Foreldrar hans voru bændur í Katadal á Vatnsnesi og var Jón yngstur fjögurra barna þeirra hjóna. Hann hóf búskap í Tungu á Vatnsnesi árið 1950, þá 22 ára. Bærinn er um 40 km norðan við Hvammstanga. Einn bær er á milli Katadals og Tungu, Egilsstaðir. „Ég fór ekki langt,“ segir Jón. „Það var engin ástæða til þess. Tunga var á árum áður hjá- leiga frá Tjarnarkirkju, en það var löngu búið þegar ég kom þangað. Hún var þá komin í einkaeigu og ég leigði jörðina. Þetta er ekki stór jörð. Ég bjó þama með kýr, kindur og hross. Það var fólk hjá mér fyrstu árin. Móðir mín var hjá mér, svo hafði ég unglinga. Seinast var ég einsetumaður." Hefur þú aldrei kvænst? „Ekki svo ég viti,“ segir Jón og hlær í skeggið. Hefur hann lengi látið sér vaxa skegg? „Ég er búinn að vera alskeggjaður lengi. Var oft rakaður á sumrin en skeggjaður að vetrinum. Nú er ég hættur að nenna þessu. Það er fyrirhöfn að raka sig.“ Heyjar á hverju sumrí Jón brá búi haustið 1986 og flutti veturinn 1987 að Höfða, rétt sunnan við Hvammstanga, þar sem hann hefur búið síðan í leigu- húsnæði. Eftir að Jón hætti búskap vann hann í sláturhúsinu á Hvammstanga og við kjötvinnslu og þess háttar að haustinu og vetrinum. Á sumrin var hann við landbúnaðarstörf hér og þar í sveitinni. Mest á heimaslóðum í Vatnsnesinu. Jón hefur Tungu enn til umráða og á þar lögheimili. Hann heldur nokkrar kindur og hross en hefur aldrei átt bíl. „Það bjargaðist einhvern veginn. En ég á tvær dráttarvélar og heyja á hverju sumri með öðrum. Ég er ekkert á því að farga vélunum." Besta afrétt landsins Varstu með margar skepnur í Tungu? „O, ekki þætti það í dag. En það var dálítið miðað við þá tíð. Það hefur margt breyst síðan ég settist þar að. Það fór eftir ár- ferði og fleiru hvað ég var með. Flest hafði ég uppundir tuttugu nautgripi. Féð var nú aldrei vandlega talið.“ Féð var ekki rekið á fjall heldur rölti það sjálft á Vatns- nesfjallið. „Það var bara opnað hliðið og það fór sína leið. Féð heldur sig á Vatnsnesinu yfir sumarið. Þar er mikið pláss og góð- ur hagi. Allt heimalönd og meira og minna gósenland fyrir fé. Sumir segja að Vatnsneslandið sé besta afrétt landsins. Bæði er mikið pláss í því og sérstök landgæði. Fjallið er ákaflega mikið gróið. Mikið graslendi og mjög fjölbreyttur og góður gróður. Það segja menn sem víða hafa farið um fjöll að þetta sé eitt grónasta fjall landsins.“ Fjallið er 906 metra hátt, eða álíka og Esjan. Ræktaði forystufé Jón hefur átt kindur frá blautu bamsbeini og kom með eigin fjárstofn þegar hann flutti úr föðurhúsum að Tungu. Féð var svo skorið á svæðinu frá Miðfirði og austur að Blöndu árið 1948 vegna mæðiveiki og var þá fenginn nýr fjárstofn frá Vest- fjörðum, af Barðaströnd og úr Isafjarðarsýslum. Jón segist aðallega hafa ræktað forystufé. Hann átti marga forystusauði og á einn eftir. En hvemig sést hvort kind hefur eiginleika forystufjár? „Það sést ákaflega fljótt þegar maður fer að reka féð. For- ystuféð ræður lögum og lofum. Það geta verið margar forystu- kindur í hjörðinni. Þessir eiginleikar liggja mikið í ættum, nær alveg má segja. Þetta er einhver sérstakur stofn sem hefur verið hér frá aldaöðli.“ Jón stendur upp, fer inn í næsta herbergi og kemur þaðan með uppstoppaðan haus af forystusauð. „Ég held hann hafi verið ellefu vetra þegar hann var felldur. Hann var góður en heldur var hann hlaupsamur og óþekkur á stundum. En hann var góður þegar kominn var snjór og skilaði alltaf öllu sínu í hús.“ Þótti þér vænt um hann? „Það var nú svona hvort tveggja og bæði...“ Veðurglöggur útigangspeningur Jón segjr Þingeyinga eiga heiðurinn af því að hafa ræktað for- ystufé, enda miklir fjárræktarmenn. Hann telur að forystufé sé gáfaðra en annað fé. „Forystuféð er veðurglöggt ákaflega. Það er nú ákaflega margt af útigangspeningi sem er það. Náttúran passar bömin sín. Það er innprentað þetta eðli, kynslóð eftir kynslóð. Þetta er alið upp af náttúmnni og ræktað við þau skil- yrði sem hér eru.“ Jón segir að oft megi sjá að veðrabreytingar séu í vændum á hrossum. „Þau fara að verða hlaupsöm og óróleg í haganum. Hlaupa svo nær sjónum og standa þar oft. Það má oft marka það. Eins má oft sjá á fénu seinnipart sumars hvaða veð- ur er í vændum. Það kemur niður ef fer í norðankulda. Snýr til fjallsins sé von á sunnanátt, þótt hún sé ekki komin. Á vetrum sækja fuglar oft heim á bæi ef vond veður eru í aðsigi.“ Tunga er mikil beitarjörð og beitti Jón fé sínu alla vetur ef veður og snjóalög leyfðu. Lét það út á morgnana og inn á kvöld- in. Þá kom sér oft vel að hafa forystufé í hjörðinni. „Það verður heilsugott og hraust af útiverunni. Þarna er mikið kvistlendi og gras, svo það hafði eitthvað að krafsa." Jón segist lítið hafa unnið utan heimilis með búskapnum og segist vera þeirra skoðunar að bændur eigi að vera heima hjá sér. En hafði hann sæmilega afkomu? „Einhvern veginn lifði ég og hélt góðum holdum.“ Hefur bændum fækkað mikið á Vatnsnesi? „Já, bændur eru að hverfa allstaðar hér. Þeir eru að verða einn og einn á stangli. Ef ekki breytist eitthvað fljótt held ég að þetta hérað fari í eyði.“ Einnig þéttbýlið? „Á þuð mikla möguleika þegar sveitirnar eru komnar í eyði? Nú á allt að bætast með álverum og eldislaxi. Loðdýraeldið fór nú alveg hörmulega. Hér eru góðar bújarðir og það mjög góðar sumar hverjar. En þetta helst ekki í byggð.“ Hvers vegna? „Það er kannski stærsta atriðið að það er dýrt að hefja bú- skap. Það er náttúrulögmál að það eldra hverfur. Þegar það fer þá tekur bara enginn við jörðunum. Sá sem ætlar að byrja bú- skap í dag þarf að leggja fram svimháar fjárhæðh- og dýrast af öllu dýru er fullvirðisrétturinn, kvótinn, sem er nú kannski að leggja dreifbýlið í eyði - til lands og sjávar." Tunga fór í eyði þegar Jón flutti þaðan. Hann segir að ef hann hefði haldið áfram búskap í tíu ár í viðbót hefði hann orðið auð- ugur maður. Ekki vegna ævistritsins heldur vegna kvótans, sem á þessum árum varð mikil verðmæti, „Ég held að íslenskur landbúnaður líði undir lok innan tíðar ef ekki breytist eitthvað. Og gildir einu þótt inn verði fluttar norsk- ar kýr. Ég hef spurt bæði sjálfan mig og aðra hvers vegna þurfi að flytja inn þessar kýr. Er það vegna þess að það skorti mjólk eða nautakjöt á íslandi?" Átti afburða hunda Varstu aldrei í pólitík? „Nei, það er tík sem ég hef aldrei haft áhuga á!“ En áttir þú góða hunda? „Já, ég átti afburða hunda og lagði mig allan fram við að venja þá,“ segir Jón og lyftist allur í sætinu. „Það er hægt að venja hunda alveg ótrúlega ef maður leggur sig fram við það. Það eru engir tveir hundar eins. Rétt eins og að engir tveir menn eru eins. Þetta eru geysilega greindar skepnur og vilja allt fyrir mann gera. Ég ræktaði aldrei hunda. Fékk þá bara einhvers staðar. í að minnsta kosti tvö skipti fékk ég hunda sem enginn gat ráðið við og átti að fara að drepa. Þeir reyndust mér bæði vel og lengi.“ Voru þetta íslenskir hundar? „Nei, þetta voru allavega blendingar. En þeir reyndust mér vel í smalamennsku. Enda var það eins gott. Ég var einn að smala gríðarstórt svæði.“ Hvernig vandir þú þá? „Það voru nú alls konar kúnstir við það. Mér fannst best að vera með þá eina. Þetta eru æfingar sem maður endurtekur þangað til þeir skilja hvað við er átt. Þessi bending og þetta kall- merki þýðir þetta... Ég notaði yfirleitt bara einn hund í einu. Það var hægt að senda þá eftir fé út um hvippinn og hvappinn og láta þá koma með það. Bara eftir því sem maður sagði þeim fyrir verkum, þegar búið var að koma því inn í hausinn á þeim hvað þetta og hitt kallmerkið og bendingin þýddi.“ Sannur Tryggur Jón segist hafa leyft hundunum sínum að koma inn í bæinn, þótt honum hafi þótt óþarfi að láta þá vaða um allt. Hann átti aldrei tíkur, vildi síður lenda í því að þurfa að farga hvolpum. Jón er með mynd uppi við af síðasta hundinum sem hann átti. „Hann hét Tryggur, var kominn á þriðja ár þegar ég fékk hann og hét því nafni. Hann hafði reynst illa hjá fyrri eiganda en reyndist mér vel og stóð undir nafni. Ég lét hundana taka féð ef með þurfti. Þeir bitu þá í ullina á bógnum eða hálsinum og héldu kindinni. Það er ómögulegt að eiga hund sem ekki getur tekið kind.“ Fannst þér þú skynja hvað hundarnir þinir voru að hugsa? „Auðvitað skynjaði maður það. Maður fær þetta á tilfinn- inguna." Þú hefur ekki viljað halda hund til að hafa félagsskap? „Það er ómögulegt fyrir mig að hafa hund héðan af. Maður er hvergi fastur, fljúgandi sitt á hvað. Svo ég á ekkert við það. Ég hef aldrei verið einmana, né heldur myrkfælinn, enda aldrei orð- ið fyrir neinu dularfullu. Ég hef heldur enga trú á svona hlut- um.“ Tófunni fjölgar Bærinn Tunga stendur á bakka Tunguár. Þar er bæði silungur og lax. Jón segist aldrei hafa verið í veiði. „Ég veiddi aldrei lax og aldrei silung. Merkilegt nokk og hafa búið þarna í 36 ár. Mér finnst ágætt að éta fisk, en ég læt öðrum eftir að veiða hann.“ Varðstu mikið var við tófu? „Nei, ég hef nú haft lítið saman við hana að sælda. Þetta eru feikilega greind dýr. Mér var svona heldur illa við hana. Það kom fyrir að það voru dýrbítar á fjallinu. Það er óhemjumikið til af tófu hérna. Ég held að það sé vitleysa að hafa þessa uppeldisstöð þarna norður á Homströndum. Reyndar þarf maður ekki norður á Hornstrandir. Það er aldrei farið á gren hér á heiðunum núorð- ið. Það vill til að það er mikið drepið af þessu að vetrinum. En eitthvað er þetta búið að leggja til heimilisins yfir sumarið. Hún verður að fæða marga munna; uppvaxandi kynslóð sem þarf að fó mikið og gott að éta. Ég er ansi hræddur um að það fari þó nokkuð af fuglum, eggjum og jafnvel fé í hana. Það em samt ekki nema einstöku dýr sem leggjast á fé.“ Jóni finnst tófan orðin spakari nú til dags en á árum áður. „Ég var í Tungu fyrir nokkrum dögum og sá þá tófu heim við bæ. Hún kom með fjárhóp sem rekinn var úr fjallinu. Ég hef aldrei séð fyrr að tófa færi á undan fjárhóp. Þetta hefur verið yrðlingskvikindi sem hefur verið að þvælast þarna á fjárslóðinni. Sennilega legið þama og bara styggst upp.“ Hnýsni um náungann „Ég fæ feiknamikið af blöðum þegar aðrir eru búnir að lesa þau,“ segir Jón og hagræðir sér í hægindastólnum. „Les það sem ég vil og hirði feiknamikið úr þeim. Það sem þið sjáið þama á að fara á áramótabálið." Jón bendir á kassastafla sem styðst upp við skáp. Kassarnir em fullir af lesnum og sundurklipptum dag- blöðum. Hann segist safna greinum úr Lesbók Morgunblaðsins, sunnudagsblaði, afmælisgreinum, minningargreinum og öðm slíku. Greinasafnið er nokkurs konar uppsláttarrit eða gagna- banki sem Jón flettir upp í þegar á þarf að halda. En hvað vekur helst áhuga hans? „Það er margt. Það er svo margt áhugavert í veröldinni. Er þetta ekki bara hnýsni um náungann? Hvað finnst þér?“ Blaða- manni vefst tunga um tönn, en segist svo hafa atvinnu af því sama. „Já, það vefst ekki fyrir neinum,“ segir Jón. „Ég á fimin öll af bókum og hef legið í þeim eftir að ég hætti að vinna. Ég held megi segja að ég sé bókasafnari. Það er helst sagnfræði og ættfræði sem ég hef áhuga á. Ég hef mjög gaman af að grúska. Ættfræðigrúskið er bara tómstundagaman sem ég hef til að drepa tímann - þar til hann gengur af mér dauðum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.