Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNÚÐAGUR 24. DESEMBER 2000 í 51 Talið frá vinstri, Þorlákur Ófeigsson, Rögnvaldur Þorláksson, Elín Guðjónsdóttir, Sigríð- ur Júlíusdóttir (Sigga), Anna Guðný Sveinsdóttir. Fjölskyldan í Suður-Afríku. Talið frá vinstri, Tom Robson, Sigríður Júlíusdóttir (Sigga), Ingrid Ann og Tom Robson yngri. Eftir Guðmund A. Ásgeirsson Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins hinn 27. ágúst sl. birtist grein um greftrun og minning- arathöfn um bresku flugliðana sem fórust þegar flugvél }>eirra brotlenti á jökli á há- lendinu milli Oxnadals og Eyjafjarðar á stríðsárunum. Með greininni fylgdu tvær ljósmyndir og er önnur þeirra af flugstjór- anum, Arthur Round, og undir þeirri ljós- mynd stendur: „Siggu sem hann ætlaði að kvænast." Það kemur mér verulega á óvart að enginn skuli hafa sent upplýsingar um þessa Siggu og því er mér bæði ljúft og skylt að greina frá því sem eg veit um þessa konu enda erum við systkinaböm. Sigríður Júlíusdóttir fæddist 21. maí árið 1917 og dó í október 1996 í Suður-Afríku. Foreldrar hennar voru Júlíus Sveinsson hús- gagnasmiður (fæddur 15. ágúst 1890 og dáinn 26. október 1969) sem starfaði lengstum hjá Reykjavíkurborg og kona hans Ingunn Magnúsdóttir. Af systkinum Siggu em tvö á lífi, Ársæll Júlíusson og Sigrún Júlíusdóttir en Ásgeir Júlíusson auglýsingateiknari dó 1965. Sigga, eins oghún var jafnan kölluð, var tekin í fóstur af Önnu Guðnýju Sveinsdóttur, systur Júlíusar, og Þorláki Ofeigssyni bygg- ingameistara en þau bjuggu á Laugavegi 97. Þetta var mikið myndarheimili. Guðný var orðlög saumakona og eftirsótt til slíkra verka af glæsikonum bæjarins. Þorlákur var húsa- smíðameistari sem meðal annars kom við sögu við byggingu Háskóla íslands, Þjóðleik- hússins og Reykjavíkurflugvallar. Þorlákur var mikill áhugamaður um skák og oft kom- um við bræðumir og þeir ættingjar sem höfðu áhuga á þeirri íþrótt á laugardags- kvöldum á Laugaveg 97 til keppni í hraðskák og var Guðný þá með kaffíhlaðborð sem ekki hafði síður aðdráttarafl en skákin. Þau Guðný og Þorlákur áttu einn son, Rögnvald Þorláksson verkfræðing. Ævistarf hans var við virkjanir landsins, m.a. Lax- árvirkjun, Grímsárvirkjun, Búrfellsvirlgun o.fl. Guðný og Þorlákur voru mjög barnelsk og því tóku þau Siggu, bróðurdóttur Guð- nýjar í fóstur og eins var Elín Guðbjörns- dóttir tekin í fóstur í nokkur ár en faðir henn- ar var fósturbróðir Þorláks. Móðuramma mín dvaldi einnig síðustu ár sín á Laugvegi 97 við gott atlæti. Sigga var tíður gestur hjá okkur á Rauð- arárstíg 19 (þar sem nú er stórbygging Bún- aðarbankans við Hlemm) enda stutt á milli heimilanna. Sigga var þá oft barnfóstra mín. Alltaf brosandi eins og á myndinni í Morg- unblaðinu. Á kreppuámnum 1930-40 var mikið at- vinnuleysi og erfitt fyrir alla að fá vinnu við sitt hæfi og þá sérstaklega fyrir kvenþjóðina. Konum bauðst aðeins heimahjálp eða fisk- vinna. Heimahjálpin var illa launuð og atlætið misjafnt. Fiskþvottur í köldum skúmm og ís- köldu vatni í vetrartíð var heldur ekki fysi- legur kostur. Faðir okkar, Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, tók við formennsku í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur þegar félagið varð gjaldþrota árið 1936. Urðu þá miklar skipulagsbreyt- ingar hjá félaginu varðandi rekstur og mannahald sem urðu þess valdandi að félagið fór að dafna og skila ágóða þótt fargjöldin væm lág, tíu aurar fyrir fullorðna en fimm aurar fyrir börn. Þetta man eg vel því einu sinni ætlaði eg að verða ríkur og fór að selja Dagblaðið Vísi. Eg er afskaplega slappur sölumaður og afrakstur minn yfir daginn var sala á þrem blöðum sem kostuðu tíu aura ein- Hver var íslenska unnustan? Á verkstæði Jóhannesar Johnssonar, Bergstaðastræti 11, vorið 1908. Við sveinsstykki sín eru Ástráður, bróðursonur Matthíasar skálds Jochumssonar (dó 1918 úr spönsku veik- inni) og Július Sveinsson, lengi trésmiður í Reykjavík. Jóhannes fór tfl Ameríku 1913 og dó þar. suuhuoaouh w. ÁoOsfr 2000 VKHOIIAUSASÖLUIWKRMEO VSK. Greftrun bresku flugliðanna fer lram í dag að viðstöddum œttingjum Gott að vita að nú sé þeim veitt viðeig- andi greftrun ArmNUIAK bfrsku fh^lManlr, rifmnói li.iU 4 UU»,U Artíwr hw* tnytú *w«II Arthtit itMMf Íft «rS Mg*M »41« að kvwiMrt fUgjfU. . ....... BrMkl < t UugArtkff* tit að«rrt n«eh« hm h*Mi wgþt i ht-nni ** vifl mbmtm'Afi.tV-tu um Fi wm tf.i írttdif h«n Wtl t»að»r ré*ír iil fnuu (Ko.'vofiíilfFjHi.wöi f ð«a tegaja ii *r8ftrm I t'mA M. lO.ÍU). FjArtr komo ár tjttMvklu rthnil rttmdti 0« réruvltmturlnn Artburí fimiml, *rm ttrihr In Bðnr t kVkð mhm tnin VH» fré NýjB-^Mandi «n Ivétr «f pt«nM rlilnejtiin nugihW* Mmpm ThÞ mr4 mrévntim Jm trt fnrpf t" rðs h«t, tMglmJiV. MophÍM Mrtttx ^tttdirir gteymun. rtgt", Mrn rt- ttmis. hró.Vt fi«**|j<fritn.. Ftnrt tiuirmt rn þ*tr voru «Mr ttretw. hfMtnttnlið nrftnlit* i tnhintn«i.r- Owhtwtn trr harnn)«m tWrt*. Mm Mð«h Kotik* Stmn-y Ht Prtrktu d«gt nm hrm4u tnrrmenn, *r irtwt »*r ynRrta «-.tir Artlmr*. Þeb * Jolníori tar sjfrtlr Krífh* Oarrrtl. frtrfíitw. r«giht að trfðg frmtb *W b*f(ht Kettlí *c Prtrkk þekfettt fnrtnlit ÆMlngjnr Aíiburt, *rnr hingsð bvðt þrttwt i MrrWrmn rfnom. iwfn rfmi rfthl m WtMtinXi *ð I ntóðor *m twwolr, wtt Artðw Hrtdtn*. H«Wi»rImWtt«hl»Hft»ð|i»ð*ð «iiw ng innnrtt bfla t»m h*mt. Pnl- hniMviltrttlngt Arfh«rs tipgtifit þ«miwt ð*«. nétmgM ttð (fr*flrtwi IOt*nmMf« Htmnd i WI. Bmmtl •« tomrr Á(U (itrnnþj tilliUUU h«fth» M»r tt Þ*tr frmndor hðfðu nH’óf*rðir A»(tntr» lluoml «>h (Jivn er *onur triymliHtlfnint, »ia tnnlbrtdur ftOitðvtftifiiigtwtðtir.- *rm hkniMO hðrmnÍM m him«t rtvkl rretw bwtrtha. •hrf-tem. til Nfja-SJiktid* (iiy rjtm rfJHut ittutgmun. iftM *ð hwot hrfdur.KfHrtwðtt^Áði*thúná rfð mftar Arfhttti, W Knðttt- Afrfltu, *n þ«lr frnwrlur rfta rtthi WrtifðrfffrtflHttr. takið og sölulaunin vom tveir aurar. Eg fékk því útborgað með þrem tveggjeyringum. Þar sem eg var drauðþreyttur eftir allt röltið tók eg mér far með strætisvagni frá Lækjatorgi að Helmmi. Aleigan fór í baukinn hjá vagn- stjóranum. Þegar móðir mín spurði um ágóð- ann þá svaraði eg stuttaralega, „strætisvagn- stjórinn gaf mér ekkert til baka.“ Það var mikil vinna á skrifstofu stræt- isvagnanna við að telja alla þessa smámynt og pakka henni í túpur eins og kallað var því engar vélar vora til þess eins og er í dag. Sigga var ásamt fleiram ráðin til þessa starfs og annarra skrifstofustarfa af föður mínum. Ólíklegt er að Sigga hafi gert sér í hug- arlund þá við þessa vinnu við smáaurana hvað ætti eftir að bíða hennar síðar meir. Það var Reykjavíkurflugvöilur sem olli straumhvörfum í lífi Sigríðar Júlíusdóttur. Þegar breski herinn kom og farið var að und- irbúa byggingu Reykjavíkurflugvallar hafði Þorlákur Ofeigsson mikil samskipti við her- inn vegna starfa sinna með verkfræðideild hersins. Þar kynntist hann Arthur Round flugstjóra frá Nýja-Sjálandi og Tom Robson verkfræðingi frá Suður-Afríku. Þeir félagar vora miklir vinir. Vegna samskipta við þá var þeim iðulega boðið í kaffi eða mat að Laugavegi 97 enda ekki í kot vísað. Það gat því ekki farið framhjá þeim að þar á heimilinu var falleg, broshýr og ljóshærð súlka. Arthur Round varð snemma ástfanginn af þessari stúlku sem einnig var hrifín af þess- um myndarlega og vinalega manni. Skjótur endir varð þó á ástarsambandi þeirra því hann fórst þegar vél hans brotlenti eins og áður er greint frá. Þetta var mikið áfall fyrir Siggu og heimilið á Laugavegi 97 og lengi var gengið þar hljótt um gólf. Tom Robson, félagi og vinur Arthurs, sem hafði veikst og ekki komist í þessa örlagaríku ferð hélt áfram komum sínum á Laugaveg 97 og reyndist Siggu vinur í raun. Fór svo að lokum að þau Sigga bundust tryggðaböndum og héldu til Suður-Afríku í foreldrahús Toms í Jóhannesarborg. Faðir Toms var stórauð- ugur og átti fjölda skipa, járnbrautir og nám- ur í Suður-Afríku. Tom hóf vinnu við fyr- irtæki föður síns og reyndist snjall viðskiptamaður eins og hann. Þau Tom og Sigga lifðu því við allsnægtir og áttu bæði sumar- og vetrarbústaði í Suður-Afríku. Þau eignuðust tvö böm Tom yngra og Ingrid Ann. Tom og Sigga komu nokkram sinnum til íslands og man eg vel eftir Tom. Hann var vel á sig kominn, þægilegur í viðmóti og öfgalaus í kynþáttamálum. Ætíð heimsótti Sigga móð- ur okkar Karólínu Sveinsdóttur föðursystur sína í þessum ferðum sínum til íslands og var þá margt spjallað og mikið hlegið. Broshýra heimasætan á Laugavegi 97 var enn fógur sem forðum, hugljúf og skemmtileg. Mikið og gott samband var ætíð á milli Siggu og Rögnvaldar og fjölskyldu hans. Rögnvaldur og kona hans, Thora, heimsóttu Siggu og Tom til Suður-Afríku og það gerðu einnig Elín föðursystir hennar, Sigrún systir hennar og fleiri. Tom Robson frétti því miður of seint af minningarathöfmnni í Fossvogskirkjugarði og komst því ekki til landsins til að vera við- staddur og harmaði það mjög. Lýkur þar með örlagasögu frænku minnar Siggu. Höfundur rekur viðskiptaþjónustu í Neskaupstað. I tilefni greinar um minningarathofn um bresku flugliðana í Fossvogskirkjugarði 27. ágúst 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.