Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 55
I
I
I
Yandinn
við varnir
Evrópu
eftir Edward
N. Luttwack
LEIÐTOGAFUNDI Evrópusam-
bandsins (ESB) í Nice lauk án þess
að mörgum af markmiðum hans væri
náð, en það tókst þó að mjaka áform-
unum um sameiginlega öryggis- og
varnarmálastefnu ESB áleiðis. En
áform þessi eru byrjuð að valda
ábyggjum, bæði í Atlantshafsbanda-
laginu og Bandaríkjunum.
Það hefur lengi verið einn af hom-
steinum utanríkismálastefnu Banda-
ríkjanna að ýta undir hvers konar
skref í átt að nánari samruna Evr-
ópusambandsins. Ef í það virðist
stefna að eitthvert slíkt skref geti
skaðað bandaríska hagsmuni er
grunnreglan sú að reyna að fá
áformunum breytt frekar en að hætt
verði við þau. Ólíkt brezkum íhalds-
mönnum, sumum frönskum Gaullist-
um og mörgum Dönum og Svíum ótt-
ast Bandaríkjamenn ekki
hugmyndina um Bandaríki Evrópu,
sem vissulega myndu veita Banda-
ríkjunum samkeppni, en væru vel-
kominn samherji í alþjóðakerfinu.
Þegar tillögur um hina sameigin-
legu öryggis- og varnarmálastefnu
ESB komu fyrst fram, voru viðbrögð
ráðamanna í Washington á alveg
sömu leið. Þrátt fyrir að nokkrir
áberandi stuðningsmenn tillagnanna
í Frakklandi drægju enga dul á að
fyrir þeim svifi að gera NATO óþarft
með öllu - þeir mátu það svo að þetta
væri eina leiðin til að losa Evrópu
undan drottnunarmætti Bandaríkj-
anna - þá var hugmyndin ekki rædd
á þessum nótum þegar hún kom upp
á borð ráðherraráðs ESB. Þessari
opinberu ESB-varnarmálastefnu
var ætlað að vera hjálparstoð undir
varnarsamstarfinu í NATO, ekki
keppinautur þess. Tilgangur hennar
væri að gera ESB það mögulegt að
senda hermenn út af örkinni til
krefjandi friðargæzluverkefna án
þess að bandarískir hermenn kæmu
þar nærri.
Það var því stefna Bandaríkjanna,
að gera ekkert til að hamla gegn
ESB-varnarmálastefnunni, og sáu
þaumeira að segja í þessu þann
möguleika að stjórnmálaelítur Evr-
ópu sannfærðust um að skynsamlegt
væri að verja meiru fé til varnar-
mála, sem myndi létta byrðum að
bandarískum skattborgui-um. Frið-
argæzluverkefnið í Bosníu, sem eng-
an endi virðist ætla að taka, er dæmi
sem skýrír þetta ágætlega. Ef Evr-
ópuríkin myndu í nafni ESB-varn-
armálastefnunnai' leggja til fleiri
hermenn í friðargæzluliðið mætti
kalla hina 4.600 bandarísku liðsmenn
þess heim, en það myndi koma
Bandaríkjunum vel þar sem kallað
er eftir liðsinni Bandai-íkjahers á
ótal stöðum í heiminum.
En undir lok stjómartíðar Bills
Clintons forseta hefur afstaða
bandarískra stjómvalda til ESB-
vamarmálastefnunnar breytzt. Á
síðasta fundi varnarmálaráðherra
NATO sem William Cohen sótti sem
yfirmaður Pentagon, skipti hann
kurteislegum samþykkistóni út fyrir
allhvassan viðvörunatón, sem jaðraði
við að vera yfirlýst andstaða við
áform evrópsku bandamannanna.
Ástæðan fyrir þessu er einföld: pen-
ingar. í stað þess að nýja ESB-vam-
armálastefnan stuðli að auknum út-
gjöldum ESB-ríkjanna til varnar-
mála lítur nú út fyrir að hún muni
þvert á móti verða til að draga úr
þeim.
Mælt í gengissveiflujöfnuðum
ígildum Bandaríkjadollara (miðað
við meðalgengi gagnvart evru árið
1999) verja nú öll ESB-ríkin til sam-
ans um 156 milljörðum dollara til
varnarmála, andvirði um 13.400
milljarða króna, en það er mun
minna en á síðustu árum kalda
stríðsins, þegar þau voru um 216
milljarðar dollara, um 18.500 millj-
arðar króna. Eftir lok kalda stríðsins
vom Evrópuríkin, sem nú em aðal-
málsvarar ESB-vamarmálaáfor-
manna - fljót til að innheimta hinn
svokallaða „friðararð" og em enn að
draga úr útgjöldum til varnarmála.
Á milli áranna 1998 og 1999 drógust
vamarmálaútgjöld Frakklands,
Þýzkalands og Bretlands saman um
samtals 10 milljarða dollara til við-
bótar. Með öðram orðum: það er
ekkert viðbótarfé til að borga fyrir
ESB-varnarmálastefnuna, en alls
kyns viðbótarkröfur.
I þessu sambandi blasir við að
nefna Evrópsku herstjórnarskrif-
stofuna, sem nú er verið að koma
upp í Brassel, en starfsemi hennar
mun óhjákvæmilega verða tvítekn-
ing á starfi sem nú þegar er unnið
innan NATO. Með henni er bætt við
enn einni skriffinnskustofnuninni á
varnarmálasviðinu, með tilheyrandi
stjórnsýslustuðningi, kaupaukum til
starfsfólks fyrir að starfa erlendis,
skjalaflóði á tveimur tungumálum og
svo framvegis. Það má vera að þessi
kostnaður sé hlutfallslega ekki hár,
en hann bætist við það háa hlutfall
sem nú þegar rennur af varnannála-
útgjöldum Evrópulandanna til varn-
annálaráðuneytanna, aðskilinna
herstjórna og aragrúa tengdra
stjórnsýslueininga. Það fé sem
stjórnsýslan gleypir af varnarmála-
útgjöldunum er álíka mikið nú og ár-
ið 1985, þegar næn-i tvöfalt fleiri
hermenn vora undir vopnum.
Mun meiri er þó ósýnilegur kostn-
aður; hermennirnii' 60.000 sem
manna eiga hraðsveitir ESB-varnar-
málastefnunnar era þeir sömu og
manna sveitir, sem era nú þegar
skipulagðar til að starfa saman undir
yfirstjórn NATO. Nú þarf að end-
urskipuleggja þær til að þær geti
starfað undir evrópsku herstjórn-
inni, sem er nú þegar byrjuð að
skipuleggja æfingar með tilheyrandi
kostnaði vð flutninga, eldsneyti og
önnur aðföng. Þó ekki væri nema
vegna þess að mjög fáir franskir her-
foringjar hafa á undanfömum ára-
tugum hlotið þjálfun í NATO-her-
stjórninni (SHAPE) verður að æfa
samhæft herstjómarstarf frá
granni.
Það sem mest er þörf á í Evrópu
er minni skriffinnskuyfirbygging og
fleiri þjálfaðir hermenn. Áð brezka
hernum og sérsveitum nokkurra
annarra herja undanskildum er bar-
dagaþjálfun flestra evrópskra herja
ekki nógu góð. Þjálfunin er jafnvel
Það sem mest er þörf
á í Evrópu er minni
skriffinnskuyfirbygg-
ing og fleiri þjáifaðir
hermenn.
ekki nógu góð fyrir friðargæzlu á
miklum óróasvæðum. Þetta kom
berlega í ljós í Kosovo, þar sem her-
menn og liðsforingjar frá flestum
þeim ríkjum sem sendu friðargæzlu-
lið þangað reyndist ofViða að inna
grandvaliarverkefni af hendi eins og
að fara í eftirlitsleiðangra í litlum
hópum að nóttu til, en slíkir leiðangr-
ar vora nauðsynlegir til að hafa hem-
il á hefndarþorsta Kosovo-Albana í
Frelsisher Kosovo.
En hraðsveitaáform ESB munu
ekki bæta neinum hersveitum vió
þær sem fyrir era né auka bardaga-
þjálfun hermanna - sameiginlegar
heræfingar era vanalega lítið meira”
en táknrænar - en þau munu út-
heimta enn meiri útgjöld til stjórn-
sýslu. Fyrir Bandaríkin þýðir þetta
að hraðsveitaáform ESB munu
veikja hernaðarstoð NATO í Evrópu
og auka enn á hugsanlegar byrðar
bandarískra hersveita. Slíku getui
jafnvel ekki hinn kurteisasti stjórn-
arerindreki Bandaríkjanna teki'
fagnandi.
Edward N. Luttwack erþekktur séi
fræðingur og ráðgjafi í hermálum o,
stundar rannsóknir við Center for
Strategic and International Studies í
Washington, D.C.
% FUJIFILM
*•
++ -■ t
. tj í p
r + -L ..
HVERNIG VÆRI
4D VINNA!
í JÓLALEIK FUJIFILM
5 borgarferðir fyrir tvo til Londor
auk 300 punda úttektar í Harrods
og fjöidi annara vinninga.
Þátttökuseðlar hjá
Fujiframköllun um land allt
sjá nánar á www.fujifilm.is
REYKJAVÍK & AKUREYRI
I
1
torgis
ÍSLENSKA UPPHAFSSÍÐANI