Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Símskeyti sem „fannst“ á Borgarskjalasafni Reykjavíkur Jólasveinn á leið frá Reykjavík? Þegar starfsmenn Borgarskjalasafns Reykjavíkur voru að undirbúa jólasýningu safnsins, uppgötvuðu þeir að í málasafni borgarstjórans í Reykjavík var skjalaflokk- ur með númerinu 857.1 sem bar það hóg- væra nafn „Jólin“. Náð var í öskjuna í geymslu og kannað hvað hún hefði að geyma. Hér á eftir fer frásögn Svanhildar Bogadóttur, borgarskjalavarðar, af sérkennilegu símskeyti sem „fannst“ í öskjunni og að hverju hún komst þegar hún fór að kanna málið. ABorgarskjalasafninu eru nær öll skjöl skráð og við vitum nokkum veginn hvað er að finna á safninu. Ekki samt nákvæmlega. Hvað er hægt að ímynda sér að sé að finna í öskju frá borgarstjóra merkt „Jól- in“?Okkur til vonbrigða var hér einkum um að ræða sýnishom af út- sendum jólakortum borgarstjóra. Tín fleira kom í ljós. Bréfaskipti vora um upphaf þess að erlendir aðilar fóra að gefa borginni stór grenitré fyrir jólin, borgarbúum til yndis- auka. Fyrir ekki svo mörgum ára- tugum var nefnilega alls ekki svo sjálfsagt að jólatré væri á Austur- velli og hafnarbakkanum. í sumum tilfellum vora það einstaklingar í út- löndum sem sendu borgarbúum jólatré á sinn eigin kostnað. Einnig var töluvert mál að afla jólaljósa á svo stór grenitré. Við héldum áfram að skoða í öskj- una og þá kom í ljós símskeyti sem okkur fannst töluverð ráðgáta. Skeytið var sent af Landsíma Is- lands til Hanleystaffs (Stoke-on- Trent) frá Reykjavík þann 4. nóv- ember 1938. I því stóð í lauslegri þýðingu: „Til Hope Lewiss. Hanley- staffs. England. Fer frá Islandi með flugvél á laugardag. Kem á Meir flugvöll 10.20. Lewiss kl. 11. Segðu öllum stelpum og strákum að hitta mig. Jólasveinninn." Svo virðist sem starfsmaður á skrifstofu þáverandi borgarstjóra, Péturs Halldórssonar, hafi sent skeytið. Við veltum íyrir okkur hvað þama væri átt við. Gat verið að borgar- stjórinn í Reykjavík hefði farið með flugvél til Bretlands sem jólasveinn til að gleðja bömin þar? Okkur fannst koma til greina að einhverjar hamfarir hefði orðið á þessum slóð- vitð «* té* n REYJAN IIMAíH (VtN>IU6AMMMNOt iUAMOi Eftirminnilegasta jólagjöfin Jól i ödrum löndum jólabrauð og kökur Jóla- maturinn Jólaföndur r/nu Halldóra Geirharðsdóttir Icikkona Hefur þú séð jólablað Húsfreyjunnar? Áskriftarsími 551 7044 1 íwrwn. fATHER CHRISTMAS Al BYAIR TOMORROW §0 LET’S AUL GO TO Mm cwnsinn* -"-"l m W1W* IW J ’f Ö9Y TAWttt* TEWISSÚ ,f FASHION BARGAINS Sð WOHEH S COAtS Kt HAtr .MUCC w««i'« xu WÖOC tairmv fkocks wownrs JUX WOOL ftmrais fyi 3f srtxiiiLrvncHK&t, o*. woot rxocxs YQ 3f 2s*»tKtumar WCXHr CÖKt rROCKS ^flUf KMT «901 fflHV IW PJfj FABRIC WZHJEUSJJt BARGAINS ****** w *• m% lScF- |7 AfðtR CNKIJfMRS wíH '** h*r *t Wkfle TriM "tn-*** tm fv<« ffifk Hngv'srLm! Mml«y 1*»» W*B Umn »*4íf V&* JMm tt*eé*T M Lnrt/t !■■■* tMM !<mw H Mt «1 MMby'* Inrp^l r. SlW* *H(tI 6*öfT*- to1 rnm | tín* nw MONStCð M. CXRCeiS i 0 UiWISS t<wuHB j ’Á IWDERWEAR Wi VAIAIES r '■* irioot ywWw \ f Ws&u ’ ’ '*m. ' ** *m rw* FOOTWEAR F« FMMI mÆ fciEWK’Sfc/ lCHIIDRKfS/ | T1 tmuMMutvAum IJ-WIS'S RAYOM nmmmsxm Auglýsingar úr Evening Sentinel föstudaginn 4. nóvember 1938 um komu jólasveinsins frá íslandi. M ISi Che an j at Ches í The {of Triti in Cha j Tuesda s “ Ðangi The 1 ; also ad i Other ■ j bishop j and H»i | htm i meí in {at Hsgh |donauo I from A „’work 1«. «e!l ..... . fod. and #ond moihrr. tiiing to workírsg sard, <U kett, of. oí iS< Bar.’ • irde*>, j iMy M y ver* to i<' Ivjisr* <ni)- y to t’.'•'! ép rerordí. om piraded fl| hour* o wUoS to ind Bjríwrtt e*p recard.- r JJ hours in earh of tty pJeaded the other Kjtínal fines on tbe secufed on loner*. and t*. said the f teehnieai ! id to cover were, tht* n SANTA CLAUS arriviiig ;it Meir Aerodtome nn his Storc oí Messr* Lewis’s, Ltti. w ay to the Hauky Jólasveinninn frá fslandi nýlentur á Meir flugvelli í nágrenni Stoke-on-Trent, með börn allt í kring um sig. Morgunblaði/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Uppmnalega simskeytið sem kom öllu af stað og hitt skeytið sem sent var í kjölfarið til að boða komu jólasveinsins frá íslandi. um og að borgarstjóranum hefði ver- ið falið að færa þeim glaðning í nafni jólasveinsins frá íslandi. Til að fá frekari skýringar á þessu máli, sendum við tölvupóst inn á póstlista breskra skjalavarða. Líf- legar umræður mynduðust um hvað gæti verið hér á ferðinni og komu fram ýmsar mismunandi skýringar. Ein kona upplýsti að um svipað leyti hefði orðið mikil sprenging í sprengjugeymslu Konunglega flug- hersins í Fauld, í nágrenni Stoke-on- Trent og mögulega hefðu íslending- ar verið að aðstoða fólk á svæðinu. Flestir hinna tólf sem sendu okkur svör vora þó á öðra máli um hvað væri hér á ferðinni. Smám saman tókst okkur að fá mynd af tildrögum skeytisins og á hvaða hátt það var notað. Samkvæmt frásögnum þeirra er sagan í stuttu máli eftirfarandi: í Bretlandi trúðu bömin því að jóla- sveinninn byggi í Lapplandi, á Norð- urpólnum eða á Islandi. Sumar þekktar stórverslanir hófu jólavertíð sína með því að taka á móti jólasvein- inum í verslun sinni. Stundum kom hann frá Lapplandi, en í önnur skipti frá íslandi. Gert var mikið mál úr væntanlegri komu jólasveinsins og bömin biðu spennt eftir honum. Þann 1. nóvember 1938 fékk skrif- stofa borgarstjórans í Reykjavík sent skeyti þar sem borgarstjóri var beðinn um að senda skeyti á ákveð- inn stað með ákveðnu orðalagi. I Ijós kom að þetta var gert fleiri ár og var eitthvað sem starfsmenn þekktu. Þeir bragðust því vel við og sendu skeytið 4. nóvember. Nánari skýr- ingar á orðalagi í skeytinu er að Hope Lewis’s var fræg stórverslun í Hanley í Staffordshire. Hún er rekin á sama stað í dag, en nú undir nafni Debenham’s. Líklegt er að starfs- menn Lewis’s hafi beðið íslendinga um að senda skeyti um komu jóla- sveinsins til þess að gera hana trú- verðugri. Sumir bréfritara minntust þess að slíkt skeyti hefði verið til sýnis í glugga verslunar- innar, til að sannfæra al- menning um að þetta væri ekta og skapa eftir- væntingu fyrir komu jóla- sveinsins. Stórar auglýs- ingar frá Lewis’s birtust í kvöldútgáfu dagblaðsins Sentinel 4. nóvember 1938, þar sem greint var frá því að öllum væri boð- ið að koma og sjá jóla- sveininn stíga út úr flug- vél sinni frá íslandi sem myndi lenda á Meir flug- velli laugardaginn 5. nóv- ember kl. 10.20. í auglýs- ingunni er síðan dagskrá fyrir heimsókn jóla- sveinsins, næstum eins og um opinbera heim- sókn væri að ræða. Samkvæmt frásögn bresku heimildarmanna minna, sem sumir voru viðstaddir þennan dag, leigði stórverslunin Lew- is’s flugvél laugardaginn 5. nóvember. Flugvélin flaug hringi umhverfis Stoke-on-Trent og lenti síðan á Meir flugvellin- um, um 6 km frá flugvelli Stoke. Þegar jólasveinn- inn „frá Islandi" birtist, beið fjöldi barna á flug- vellinum að hitta hann. Slegið var upp skrúð- göngu til að fagna komu hans. Jólasveinninn var í litskrúðugum fötum og eftir honum beið skrautlegur hestvagn. Hann fór fyrir skrúðgöngunni inn í bæinn. Allt í kring um vagn hans voru börn klædd eins og jólaálfar og aðrir hjálparmenn hans. Börn og fullorðn- ir biðu komu hans og vora alls staðar meðfram þeim götum sem hann fór um. Hann fór til stórverslunar Lew- is’s, þar sem búið var að útbúa fyrir hann bústað meðan hann dveldist í Bretlandi. Þar sat hann fram að jól- um, tók á móti börnum, ræddi við þau og þau gátu sagt honum frá jóla- gjafaóskum sínum. Fyrir okkur á Borgarskjalasafn- inu var gaman að heyra hversu margir Bretar áttu ljúfar æskuminn- ingar tengdar íslenska jólasveinin- um og hvernig Reykjavíkurborg tók þátt í að skapa þá ímynd. Það er lík- lega rétt að eitt skjal getur sagt mikla sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.