Morgunblaðið - 24.12.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 24.12.2000, Síða 34
34 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Símskeyti sem „fannst“ á Borgarskjalasafni Reykjavíkur Jólasveinn á leið frá Reykjavík? Þegar starfsmenn Borgarskjalasafns Reykjavíkur voru að undirbúa jólasýningu safnsins, uppgötvuðu þeir að í málasafni borgarstjórans í Reykjavík var skjalaflokk- ur með númerinu 857.1 sem bar það hóg- væra nafn „Jólin“. Náð var í öskjuna í geymslu og kannað hvað hún hefði að geyma. Hér á eftir fer frásögn Svanhildar Bogadóttur, borgarskjalavarðar, af sérkennilegu símskeyti sem „fannst“ í öskjunni og að hverju hún komst þegar hún fór að kanna málið. ABorgarskjalasafninu eru nær öll skjöl skráð og við vitum nokkum veginn hvað er að finna á safninu. Ekki samt nákvæmlega. Hvað er hægt að ímynda sér að sé að finna í öskju frá borgarstjóra merkt „Jól- in“?Okkur til vonbrigða var hér einkum um að ræða sýnishom af út- sendum jólakortum borgarstjóra. Tín fleira kom í ljós. Bréfaskipti vora um upphaf þess að erlendir aðilar fóra að gefa borginni stór grenitré fyrir jólin, borgarbúum til yndis- auka. Fyrir ekki svo mörgum ára- tugum var nefnilega alls ekki svo sjálfsagt að jólatré væri á Austur- velli og hafnarbakkanum. í sumum tilfellum vora það einstaklingar í út- löndum sem sendu borgarbúum jólatré á sinn eigin kostnað. Einnig var töluvert mál að afla jólaljósa á svo stór grenitré. Við héldum áfram að skoða í öskj- una og þá kom í ljós símskeyti sem okkur fannst töluverð ráðgáta. Skeytið var sent af Landsíma Is- lands til Hanleystaffs (Stoke-on- Trent) frá Reykjavík þann 4. nóv- ember 1938. I því stóð í lauslegri þýðingu: „Til Hope Lewiss. Hanley- staffs. England. Fer frá Islandi með flugvél á laugardag. Kem á Meir flugvöll 10.20. Lewiss kl. 11. Segðu öllum stelpum og strákum að hitta mig. Jólasveinninn." Svo virðist sem starfsmaður á skrifstofu þáverandi borgarstjóra, Péturs Halldórssonar, hafi sent skeytið. Við veltum íyrir okkur hvað þama væri átt við. Gat verið að borgar- stjórinn í Reykjavík hefði farið með flugvél til Bretlands sem jólasveinn til að gleðja bömin þar? Okkur fannst koma til greina að einhverjar hamfarir hefði orðið á þessum slóð- vitð «* té* n REYJAN IIMAíH (VtN>IU6AMMMNOt iUAMOi Eftirminnilegasta jólagjöfin Jól i ödrum löndum jólabrauð og kökur Jóla- maturinn Jólaföndur r/nu Halldóra Geirharðsdóttir Icikkona Hefur þú séð jólablað Húsfreyjunnar? Áskriftarsími 551 7044 1 íwrwn. fATHER CHRISTMAS Al BYAIR TOMORROW §0 LET’S AUL GO TO Mm cwnsinn* -"-"l m W1W* IW J ’f Ö9Y TAWttt* TEWISSÚ ,f FASHION BARGAINS Sð WOHEH S COAtS Kt HAtr .MUCC w««i'« xu WÖOC tairmv fkocks wownrs JUX WOOL ftmrais fyi 3f srtxiiiLrvncHK&t, o*. woot rxocxs YQ 3f 2s*»tKtumar WCXHr CÖKt rROCKS ^flUf KMT «901 fflHV IW PJfj FABRIC WZHJEUSJJt BARGAINS ****** w *• m% lScF- |7 AfðtR CNKIJfMRS wíH '** h*r *t Wkfle TriM "tn-*** tm fv<« ffifk Hngv'srLm! Mml«y 1*»» W*B Umn »*4íf V&* JMm tt*eé*T M Lnrt/t !■■■* tMM !<mw H Mt «1 MMby'* Inrp^l r. SlW* *H(tI 6*öfT*- to1 rnm | tín* nw MONStCð M. CXRCeiS i 0 UiWISS t<wuHB j ’Á IWDERWEAR Wi VAIAIES r '■* irioot ywWw \ f Ws&u ’ ’ '*m. ' ** *m rw* FOOTWEAR F« FMMI mÆ fciEWK’Sfc/ lCHIIDRKfS/ | T1 tmuMMutvAum IJ-WIS'S RAYOM nmmmsxm Auglýsingar úr Evening Sentinel föstudaginn 4. nóvember 1938 um komu jólasveinsins frá íslandi. M ISi Che an j at Ches í The {of Triti in Cha j Tuesda s “ Ðangi The 1 ; also ad i Other ■ j bishop j and H»i | htm i meí in {at Hsgh |donauo I from A „’work 1«. «e!l ..... . fod. and #ond moihrr. tiiing to workírsg sard, <U kett, of. oí iS< Bar.’ • irde*>, j iMy M y ver* to i<' Ivjisr* <ni)- y to t’.'•'! ép rerordí. om piraded fl| hour* o wUoS to ind Bjríwrtt e*p recard.- r JJ hours in earh of tty pJeaded the other Kjtínal fines on tbe secufed on loner*. and t*. said the f teehnieai ! id to cover were, tht* n SANTA CLAUS arriviiig ;it Meir Aerodtome nn his Storc oí Messr* Lewis’s, Ltti. w ay to the Hauky Jólasveinninn frá fslandi nýlentur á Meir flugvelli í nágrenni Stoke-on-Trent, með börn allt í kring um sig. Morgunblaði/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Uppmnalega simskeytið sem kom öllu af stað og hitt skeytið sem sent var í kjölfarið til að boða komu jólasveinsins frá íslandi. um og að borgarstjóranum hefði ver- ið falið að færa þeim glaðning í nafni jólasveinsins frá íslandi. Til að fá frekari skýringar á þessu máli, sendum við tölvupóst inn á póstlista breskra skjalavarða. Líf- legar umræður mynduðust um hvað gæti verið hér á ferðinni og komu fram ýmsar mismunandi skýringar. Ein kona upplýsti að um svipað leyti hefði orðið mikil sprenging í sprengjugeymslu Konunglega flug- hersins í Fauld, í nágrenni Stoke-on- Trent og mögulega hefðu íslending- ar verið að aðstoða fólk á svæðinu. Flestir hinna tólf sem sendu okkur svör vora þó á öðra máli um hvað væri hér á ferðinni. Smám saman tókst okkur að fá mynd af tildrögum skeytisins og á hvaða hátt það var notað. Samkvæmt frásögnum þeirra er sagan í stuttu máli eftirfarandi: í Bretlandi trúðu bömin því að jóla- sveinninn byggi í Lapplandi, á Norð- urpólnum eða á Islandi. Sumar þekktar stórverslanir hófu jólavertíð sína með því að taka á móti jólasvein- inum í verslun sinni. Stundum kom hann frá Lapplandi, en í önnur skipti frá íslandi. Gert var mikið mál úr væntanlegri komu jólasveinsins og bömin biðu spennt eftir honum. Þann 1. nóvember 1938 fékk skrif- stofa borgarstjórans í Reykjavík sent skeyti þar sem borgarstjóri var beðinn um að senda skeyti á ákveð- inn stað með ákveðnu orðalagi. I Ijós kom að þetta var gert fleiri ár og var eitthvað sem starfsmenn þekktu. Þeir bragðust því vel við og sendu skeytið 4. nóvember. Nánari skýr- ingar á orðalagi í skeytinu er að Hope Lewis’s var fræg stórverslun í Hanley í Staffordshire. Hún er rekin á sama stað í dag, en nú undir nafni Debenham’s. Líklegt er að starfs- menn Lewis’s hafi beðið íslendinga um að senda skeyti um komu jóla- sveinsins til þess að gera hana trú- verðugri. Sumir bréfritara minntust þess að slíkt skeyti hefði verið til sýnis í glugga verslunar- innar, til að sannfæra al- menning um að þetta væri ekta og skapa eftir- væntingu fyrir komu jóla- sveinsins. Stórar auglýs- ingar frá Lewis’s birtust í kvöldútgáfu dagblaðsins Sentinel 4. nóvember 1938, þar sem greint var frá því að öllum væri boð- ið að koma og sjá jóla- sveininn stíga út úr flug- vél sinni frá íslandi sem myndi lenda á Meir flug- velli laugardaginn 5. nóv- ember kl. 10.20. í auglýs- ingunni er síðan dagskrá fyrir heimsókn jóla- sveinsins, næstum eins og um opinbera heim- sókn væri að ræða. Samkvæmt frásögn bresku heimildarmanna minna, sem sumir voru viðstaddir þennan dag, leigði stórverslunin Lew- is’s flugvél laugardaginn 5. nóvember. Flugvélin flaug hringi umhverfis Stoke-on-Trent og lenti síðan á Meir flugvellin- um, um 6 km frá flugvelli Stoke. Þegar jólasveinn- inn „frá Islandi" birtist, beið fjöldi barna á flug- vellinum að hitta hann. Slegið var upp skrúð- göngu til að fagna komu hans. Jólasveinninn var í litskrúðugum fötum og eftir honum beið skrautlegur hestvagn. Hann fór fyrir skrúðgöngunni inn í bæinn. Allt í kring um vagn hans voru börn klædd eins og jólaálfar og aðrir hjálparmenn hans. Börn og fullorðn- ir biðu komu hans og vora alls staðar meðfram þeim götum sem hann fór um. Hann fór til stórverslunar Lew- is’s, þar sem búið var að útbúa fyrir hann bústað meðan hann dveldist í Bretlandi. Þar sat hann fram að jól- um, tók á móti börnum, ræddi við þau og þau gátu sagt honum frá jóla- gjafaóskum sínum. Fyrir okkur á Borgarskjalasafn- inu var gaman að heyra hversu margir Bretar áttu ljúfar æskuminn- ingar tengdar íslenska jólasveinin- um og hvernig Reykjavíkurborg tók þátt í að skapa þá ímynd. Það er lík- lega rétt að eitt skjal getur sagt mikla sögu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.