Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ ^32 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 Fjárhús frá dómkirkjunni í Genoa á Ítalíu. Krippana -þarsem andrúm jólanna ríkir árið um kring Belgíumegin á landamærunum til Þýskalands stendur hús sem hýsir stærsta safn Evrópu um nóttina helgu. Anna Dóra Hermannsdóttir v og Erik Van de Perre Ijósmyndari heimsóttu Krippana-safniö sem árlega dregurtil sín um 70 þúsund gesti ogfjórðung þeirra í desember. HERGERSBERG/LOSHEIM er lítið þorp sem liggur á landamærum Belgíu og Þýskalands. Raunar er þorpið aðeins örfá hús sem standa sitt hvorum megin við eina götu, nokkur bændabýli kúra í skógarjaðri innan seilingar og nánast ekkert rýfur þögnina nema drátt- arvél sem silast eftir sveitaveginum. Landamærin eru gatan sjálf og Belgíumegin stendur hús sem árlega dregur að um 70.000 gesti en fjórðungur þeirra kemur í desember. Þetta er Krippana, stærsta safn Evrópu sinnar tegundar og viðfangsefnið er nóttin helga: fjárhúsin með jötu Jesúbamsins í fjöl- mörgum mismunandi útgáfum á gólffleti sem spannar u.þ.b. 2.500 m2. Ósjáifrátt andar maður að sér ilmi jólanna þegar stigið er inn í þetta hús, jólalög heyrast leikin og helgiblær er í loftinu, en það sem fyr- ir augu ber eru stór og smá meistaraverk. Það var fyrir tuttugu árum að hópur fólks sem kallaði sig „krippenfreunde" eða jötuvini, byrjaði að safna fjárhúsum með jötunni, Jesú- barninu, Maríu, Jósef, vitringunum og fjár- hirðunum. Komið var á fót dálitlu safni sem með árunum hefur vaxið og dafnað. Þessi æva- ♦ gamla hefð að útbúa fjárhúsin frá nóttinni helgu í Betlehem hefur fylgt kaþólskri trú og verið hluti af jólahaldi í kaþólskum kirkjum. Krippana er ekki einungis safn, heldur einn- ig sýning og á hverju ári eru fengnir að láni sýningargripir víða að, bæði frá dómkirkjum, klaustrum og einkasöfnum. Sumir gripanna eru sérstaklega gerðir íyrir Krippana og 30% af sýningunni tilheyrir safninu sjálfu. Sérstakt þema þessa árs voru fjárhús og jöt- ur frá Afríku, þar sem 112 gripir frá 17 löndum voru til sýnis, allt mjög fagrir munir. Á næsta ári verða fjárhús og jötur frá Suður-Ameríku í brennidepli. Þó að öll verkin hafi sama þema þ.e. fjár- húsin og jötuna, eru þau ákaflega ólík bæði að stærð, lögun og efni. Þau stærstu þekja 34 m2 en önnur rúmast inni í valhnetuskél. Þau allraminnstu eru reyndar máluð á naglahaus og eru til sýnis undir stækkunargleri! Efniviðurinn er marg- víslegur s.s. fjörugrjót, leir, gifs, viður, maislauf, silfur, gull, vax, gler, silikon, pappír, kristall og perl- umóðurskel svo eitthvað sé nefnt. Eitt verkið samanstendur af 27.380 eld- spýtum og annað er gert úr aðeins einni eld- spýtu. Verðmæti gripanna er mismikið en eitt fjár- húsanna er t.d. metið á 12 milljónir íslenskra króna. Þegar gengið er um sýningarsalina verður nóttin helga svo undurnálæg og þegar komið er að glugga sem vísar út í bakgarðinn er ekk- ert eðlilegra en sú sýn sem blasir við: María, Jósef og barnið í jötunni í fullri stærð með lif- andi og raunveruleg húsdýr í kring, asninn fær sér heytuggu og kýrin stendur jórtrandi hjá. Ýmislegt má lesa úr sögu fjárhúsanna frá hinni helgu nótt og á þessu ári gaf Krippana út bók sem fjallar um þessa gömlu hefð. Þar kem- ur margt í ljós t.d. var enginn Jósef í fjárhús- inu fyrr en komið var fram á 5. öld e. Kr. og fyrsti þeldökki vitringurinn birtist ekki fyrr en á 14. öld e. Kr. Ljósmyndir/Erik Van De Perre María heimsækir Elísabetu. Frásögn Biblíunnar í katalónsku, Á hverju ári er haldin samkeppni meðal listamanna í fjárhúsa- og jötugerð og er af- raksturinn síðan sýndur þegar jólin nálgast. Fyrstu verðlaun í fyrra hlaut þýsk listakona fyrir óvenjulega útgáfu sem hún mótaði í leir. Jesúbarnið er á sínum stað og einnig María, en í stað hinna hefðbundnu vitringa og fjár- hirða krýpur stríðshrjáður, hlekkjaður fangi og fórnar höndum til himins á meðan hermað- ur nútímans beinir að honum byssu. Betlandi barn réttir fram hönd, sjúk og einmana sál bið- ur um skilning og frið. Boðskapurinn er: jólabamið Jesú kemur til allra, líka hinna þjáðu hvort sem stríð eða frið- ur ríkir á jörðu. • Krippana Prumer Strasse 55, D-53940 Losheim Þýskalandi. Sími: + 49(0)6557866 Fax: + 49(0)6557 6 07 Eða: Krippana Hergersberg 4, B-4760 Manderfeld, Belgíu. Sími: +32(0) 80 54 8729 Fax: +49(0)6557607 Ktippana er opið alla daga ársins frá kl. 10-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.