Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ
^32 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000
Fjárhús frá dómkirkjunni í Genoa á Ítalíu.
Krippana
-þarsem andrúm
jólanna ríkir árið
um kring
Belgíumegin á landamærunum til Þýskalands
stendur hús sem hýsir stærsta safn Evrópu um
nóttina helgu. Anna Dóra Hermannsdóttir
v og Erik Van de Perre Ijósmyndari heimsóttu
Krippana-safniö sem árlega dregurtil sín um
70 þúsund gesti ogfjórðung þeirra í desember.
HERGERSBERG/LOSHEIM er lítið þorp sem
liggur á landamærum Belgíu og Þýskalands.
Raunar er þorpið aðeins örfá hús sem standa
sitt hvorum megin við eina götu, nokkur
bændabýli kúra í skógarjaðri innan seilingar
og nánast ekkert rýfur þögnina nema drátt-
arvél sem silast eftir sveitaveginum.
Landamærin eru gatan sjálf og Belgíumegin
stendur hús sem árlega dregur að um 70.000
gesti en fjórðungur þeirra kemur í desember.
Þetta er Krippana, stærsta safn Evrópu
sinnar tegundar og viðfangsefnið er nóttin
helga: fjárhúsin með jötu Jesúbamsins í fjöl-
mörgum mismunandi útgáfum á gólffleti sem
spannar u.þ.b. 2.500 m2.
Ósjáifrátt andar maður að sér ilmi jólanna
þegar stigið er inn í þetta hús, jólalög heyrast
leikin og helgiblær er í loftinu, en það sem fyr-
ir augu ber eru stór og smá meistaraverk.
Það var fyrir tuttugu árum að hópur fólks
sem kallaði sig „krippenfreunde" eða jötuvini,
byrjaði að safna fjárhúsum með jötunni, Jesú-
barninu, Maríu, Jósef, vitringunum og fjár-
hirðunum. Komið var á fót dálitlu safni sem
með árunum hefur vaxið og dafnað. Þessi æva-
♦ gamla hefð að útbúa fjárhúsin frá nóttinni
helgu í Betlehem hefur fylgt kaþólskri trú og
verið hluti af jólahaldi í kaþólskum kirkjum.
Krippana er ekki einungis safn, heldur einn-
ig sýning og á hverju ári eru fengnir að láni
sýningargripir víða að, bæði frá dómkirkjum,
klaustrum og einkasöfnum. Sumir gripanna
eru sérstaklega gerðir íyrir Krippana og 30%
af sýningunni tilheyrir safninu sjálfu.
Sérstakt þema þessa árs voru fjárhús og jöt-
ur frá Afríku, þar sem 112 gripir frá 17 löndum
voru til sýnis, allt mjög fagrir munir. Á næsta
ári verða fjárhús og jötur frá Suður-Ameríku í
brennidepli.
Þó að öll verkin hafi sama þema þ.e. fjár-
húsin og jötuna, eru þau ákaflega ólík bæði að
stærð, lögun og efni.
Þau stærstu þekja 34 m2 en önnur rúmast
inni í valhnetuskél. Þau allraminnstu eru
reyndar máluð á naglahaus og eru til sýnis
undir stækkunargleri! Efniviðurinn er marg-
víslegur s.s.
fjörugrjót, leir, gifs, viður, maislauf, silfur,
gull, vax, gler, silikon, pappír, kristall og perl-
umóðurskel svo eitthvað sé nefnt.
Eitt verkið samanstendur af 27.380 eld-
spýtum og annað er gert úr aðeins einni eld-
spýtu.
Verðmæti gripanna er mismikið en eitt fjár-
húsanna er t.d. metið á 12 milljónir íslenskra
króna.
Þegar gengið er um sýningarsalina verður
nóttin helga svo undurnálæg og þegar komið
er að glugga sem vísar út í bakgarðinn er ekk-
ert eðlilegra en sú sýn sem blasir við: María,
Jósef og barnið í jötunni í fullri stærð með lif-
andi og raunveruleg húsdýr í kring, asninn fær
sér heytuggu og kýrin stendur jórtrandi hjá.
Ýmislegt má lesa úr sögu fjárhúsanna frá
hinni helgu nótt og á þessu ári gaf Krippana út
bók sem fjallar um þessa gömlu hefð. Þar kem-
ur margt í ljós t.d. var enginn Jósef í fjárhús-
inu fyrr en komið var fram á 5. öld e. Kr. og
fyrsti þeldökki vitringurinn birtist ekki fyrr en
á 14. öld e. Kr.
Ljósmyndir/Erik Van De Perre
María heimsækir Elísabetu. Frásögn Biblíunnar í katalónsku,
Á hverju ári er haldin samkeppni meðal
listamanna í fjárhúsa- og jötugerð og er af-
raksturinn síðan sýndur þegar jólin nálgast.
Fyrstu verðlaun í fyrra hlaut þýsk listakona
fyrir óvenjulega útgáfu sem hún mótaði í leir.
Jesúbarnið er á sínum stað og einnig María,
en í stað hinna hefðbundnu vitringa og fjár-
hirða krýpur stríðshrjáður, hlekkjaður fangi
og fórnar höndum til himins á meðan hermað-
ur nútímans beinir að honum byssu. Betlandi
barn réttir fram hönd, sjúk og einmana sál bið-
ur um skilning og frið.
Boðskapurinn er: jólabamið Jesú kemur til
allra, líka hinna þjáðu hvort sem stríð eða frið-
ur ríkir á jörðu.
• Krippana Prumer Strasse 55,
D-53940 Losheim Þýskalandi.
Sími: + 49(0)6557866
Fax: + 49(0)6557 6 07
Eða: Krippana Hergersberg 4,
B-4760 Manderfeld, Belgíu.
Sími: +32(0) 80 54 8729
Fax: +49(0)6557607
Ktippana er opið alla daga ársins frá
kl. 10-18.