Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ CPDWK Svíþjóð tekur við formennskunni í ESB um áramótin Aherzla á stækkunar-, umhverfis- og atvinnumál Dæmigerð „norræn gildi“ eins og umhverfís- og atvinnumál verða að sögn Auðuns Arnórssonar meðal helztu áherzluatriðaESB-formennskumisseris Reuters Svía, sem framundan er. Lyftorar Stefna háttliprirí \ snúningum i UMBOÐS- OG HBLDVERSLUN AUÐBREKKU 1 200 KÓPAVOGI SlMI: 544 5330 FAX: 544 5335 | www.straumur.is ] Súreímsvörur Karin Herzog Silhouette Á HÁLFS árs formennskutímabili Svíþjóðar í ráðherraráði Evrópu- sambandsins (ESB), sem hefst nú um áramótin, verður að sögn Gör- ans Perssons forsætisráðherra aðal- áherzlan lögð á þrjú málefnasvið: undirbúning stækkunar ESB til austurs, umhverfis- og atvinnumál. Sex árum eftir að Svíar gengu í ESB er nú röðin komin að þeim að spreyta sig á formennskuhlutverk- inu, en bæði Austurríkismenn og Finnar, sem einnig gengu í ESB í ársbyrjun 1995, hafa þegar fengið að spreyta sig. Finnar, sem gegndu formennsk- unni síðari hluta ársins 1999, leiddu sambandið til mikilvægra ákvarð- ana um öryggismál og fyrirhugaða fjölgun aðildarríkja, en dagskrá for- mennskumisseris Svfa markast að meira leyti af því að sjá til þess að íyrri ákvörðunum verði fylgt eftir. Almennt segist Göran Persson forsætisráðherra vilja að á meðan hann er í verkstjórahlutverkinu ein- beiti sambandið sér að því að hrinda í framkvæmd þeim margvíslegu áformum sem leiðtogar aðildarríkj- anna hafa tekið ákvarðanir um á síðustu misserum. Hann telur ESB ekki veita af því að taka sér tíma í að ná áttum og treysta trúverðug- leika sinn í augum borgaranna með því að láta framkvæmdir fylgja orð- um. Þrýstingur frá umsóknarríkjum Þrýstingur mun þó verða þónokk- ur á sænsk stjórnvöld þetta hálfa ár, aðallega frá ríkjunum tólf sem nú standa í viðræðum um aðild að ESB. Svíar hafa heitið því að drífa viðræðuferlið áfram. Persson segist þó vantrúaður á að það náist á leið- FULLKOMIÐ LEITARTORG torgis ÍSLENSKA UPPHAFSSÍÐAN! Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ásamt „tvíhöfða" forystu Frakklands, Jacques Chirac forseta (fyrir miðju) og Lionel Jospin for- sætisráðherra, á leiðtogafundinum í Nice. Svíar taka við formennsku- hlutverkinu í ESB af Frökkum um áramótin. togafundinum í Gautaborg í júní að festa nákvæma dagsetningu fyrir inngöngu þeirra umsóknarríkja sem fyrst Ijúka aðildarsamningum; það verði ekki hægt fyrr en síðar, eftir því sem haft er eftir honum í Aften- posten. En Persson lét þau orð falla í vik- unni eftir lok leiðtogafundarins í Nice í Frakklandi, að hann hefði engu að síður trú á því að fyrstu umsóknarríkin yrðu tilbúin til inn- göngu á árinu 2003. Það er dagsetn- ing sem ráðamenn í hinum tilvon- andi nýju aðildarríkjum, svo sem Póllandi, Ungverjalandi og Tékk- landi, hafa sjálfir nefnt. Svíar þurfa þetta hálfa ár ekki að standa í neinum sambærilegum stórræðum og Frakkar þurftu að sinna með ríkjaráðstefnunni, sem lauk með stofnsáttmálabreytingun- um í Nice, hinni umdeildu borg- araréttindaskrá og fleiru. Samkomulagi skal náð við NATO Verkefnin verða samt ærin. Til dæmis munu Svíar þurfa að stýra viðræðum ESB við Atlantshafs- bandalagið um samstarfssamning. Til stóð að grunnurinn að slíku sam- komulagi yrði lagður á utanríkis- ráðherrafundi NATO 14.-15. des- ember, en vegna fyrirvara Tyrkja, sem eru í NATO en ekki ESB, tókst það ekki. Takist ekki að ná slíku samkomulagi fljótt mun það að öll- um líkindum seinka áformum ESB um að koma upp svokölluðum hrað- sveitum, sem á að vera hægt að senda í nafni sameiginlegrar örygg- is- og vamarmálastefnu með skömmum fyrirvara til friðargæzlu og tengdra verkefna á óróasvæðum utan landamæra ESB, en stefnt hefur verið að því að hraðsveitirnar verði tilbúnar árið 2003. Þekkingariðnaður leiði Evrópu út úr atvinnuleysisgildrunni Þótt Svíar séu sjálfir utan hern- aðarbandalaga hefur Persson sagzt munu leggja mikið uppúr því að finna lausn á þessum breyttu tengslum ESB og NATO. Með Svíum í formennskuhlut- verkinu er baráttan gegn atvinnu- leysi aftur komin á dagskrá ESB. Enn em um 15 milljónir manna í aðildarríkjunum 15 atvinnulausar. Langtímaatvinnuleysi er að mati Perssons gróðrarstía fyrir „andlýð- ræðisleg öfl“. „Ekkert er mikilvæg- ara fyrir frelsi einstaklingins en að hafa atvinnu,“ hefur Reuters eftir honum. í marz verða leiðtogar ESB boð- aðir til fundar í Stokkhólmi, sem á að verða eins konar framhald leið- togafundarins í Lissabon í vor sem leið, þar sem leiðtogarnir settu sér það markmið að gera ESB að sam- keppnishæfasta svæði heims á sviði upplýsingatækni og þekkingariðn- aðar á næstu tíu ámm. Eftir því sem Financial Times hefur eftir Persson vill hann á Stokkhólms- fundinum leggja sérstaka áherzlu á þróun líftækniiðnaðarins, sem hann segir munu ráða úrslitum um það hvort Evrópumönnum takist að standa Bandaríkjamönnum á sporði. Þá vill hann þróa umhverf- isstefnu ESB þannig að hún opni nýja markaði og tækifæri fyrir evr- ópsk hátæknifyrirtæki. I umhverfísmálum hyggjast Svíar annars leggja sérstaka áherzlu á mál sem varða alþjóðlegar skuld- bindingar um aðgerðir gegn gróð- urhúsaáhrifunum svokölluðu, svo og aðgerðir gegn efnamengun náttúr- unnar. Á öllum málefnasviðum ESB-samstarfsins á að taka tillit til umhverfisverndarsjónarmiða. ' LYFJa Óskar landsmönnum gleðilegra jóla á nýju ári £b LYFJA Á;J - lyf á lágmarksverði ------'X ' : §p||| * <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.