Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 B 41
Óskar er, að hann var á brjósti til 7
ára aldurs. Hann minnist þess tíma
með sælubros á vör:
„Þetta var svo notalegt. Mér þótti
ákaflega vænt um móður mína og
mér fannst hún fallegasta kona sem
ég hafði séð. Ég er fæddur árið eftir
frostaveturinn mikla sem tók sinn
toll af fólkinu og mamma var alltof
mögur þegar hún átti mig. Læknir-
inn hafði ráðlagt pabba að gefa henni
malt til að reyna að fá hold á hana.
En maltið bætti ekki á hana holdum
heldur jók svo mjólkina að þegar Jó-
hannes bróðir minn fæddist þremur
árum síðar var ég enn á brjósti. Og
ég tók ekki í mál að hætta svo við
bræðurnir deildum þessu með okkur
enda nóg til. Ég man að við bræð-
umir lágum hvor við sitt brjóstið og
mörkuðum okkur línu á milli, eins og
yfirráðasvæði. En svo vorum við
báðir látnir hætta þegar ég var sjö
ára.“
Þessi reynsla kom sér óvænt vel
nokkrum árum síðar, þegar Óskar
kom í hús til kunningjakonu móður
sinnar.
„Ég var orðinn níu ára gamall þeg-
ar við mamma fórum í þessa heim-
sókn. Vinkona hennar sem þarna bjó
var nýbúin að eiga bam og var alveg
í vandræðum því hún var svo fast-
mjólka. Og mamma spyr hvort ég
geti ekki hjálpað konunni. Ég hélt
það nú, því þetta voru albestu trakt-
eringar sem ég gat hugsað mér. Ég
fór létt með að losa um mjólkina hjá
aumingja konunni því ég hafði sjö
ára reynslu í faginu!“
Gæfan ekki metin til fjár
Hildur hefur mikinn áhuga á ætt-
fræði og grúskar í þeim garði hve-
nær sem færi gefst. Hún segir nán-
ast alla Islendinga skylda þegar
ættir era reknar aftur í sjöunda lið.
Hún er sjálf af hinni vestfirsku Arn-
ardalsætt og ber með sér sterkan og
virðulegan svip þeirrar ættar. „Hann
var nú ekki fallegur maður hann
Brynjólfur biskup,“ segir hún með
hárfínu sjálfsháði, en í móðurætt er
Hildur komin að langfeðgatali frá
Holti í Önundarfirði frá Sveini Sím-
onarsyni prófasti. Óskar segir hún
aftur á móti vera í „mörgum bútum"
því hann er ættaður alls staðar af
landinu. En saman hafa þau hjón
myndað nýjan ættboga sem enn fer
stækkandi. Afkomendumir era
orðnir meira en tuttugu talsins. Ósk-
ar verður 82 ára í janúar en Hildur
varð 75 ára í sumar sem leið og þau
halda bæði ágætri heilsu. Þau era
þakklát forsjóninni fyrir hversu far-
sæl þau hafa verið. Hildur segir ekki
hægt að meta það til fjár:
„Við eignuðumst þrjú heilbrigð
börn og þeim og öllum afkomendum
okkar hefur farnast vel. Og við höf-
um verið svo heppin að stærsti hlut-
inn af hópnum okkar hefur meira og
minna búið hér í kringum okkur á
torfunni. Við urðum vissulega fyrir
þungu höggi þegar við misstum dótt-
urdóttur okkar í bílslysi fyrir nokkr-
um árum, hana Petra sem er móðir
hans Bergþórs, smalans duglega. En
það losnar víst enginn við áföll í líf-
inu. Að öðra leyti hefur gæfan verið
okkur hliðholl og Brekkan hefur far-
ið vel með okkur í þau 54 ár sem við
höfum búið hér.“
H'5 1
4^
Fékkstu kartöflu
# í skóinn?
Snúðu þá vörn í sókn!
Þú getur t.d. boðist til að sjá um uppstúfinn á jóladag,
sett upp sölubás í nágrenni einhverrar flugelda-
sölunnar og selt kartöfluflögur í stykkjatali eða
einfaldlega borðað þærsjálfur. Þæreru hreinasta
sælgæti; soðnar, steiktar, stappaðar, brúnaðar og
bakaðar. Aðalatriðið er þetta; Það er ekki hvað hendir
þig í lífinu sem skiptir öllu máli... heldur hvernig þú
bregst við því... og vinnur úr því!
Gleðileg jól, óþekktarormurinn þinn!
| Þínirvinir
í íslenskir kartöflubændur
Óskar í faðmi afkomendanna sem komu að smölun daginn góða: Frá vinstri: Bergþór, Fríða, Olga, Óli, ættfaðirinn Óskar, Kristinn Páll, Hekla, Oddur
og Addi. Fyrir framan þau eru þrjú af yngstu langafabörnunum. Frá vinstri: Jón Óskar, Brynhildur Hrönn og Finnur fyrir framan langafa sinn.
grímur!“ Hildur skellihlær en Óskar
ber af sér allar sakir: „Ég hafði eng-
an áhuga á þessum myndum, þær
fylgdu bara með kistunni þegar ég
fékk hana. Það var Ameríkani sem
gaf mér þessa kistu sem hann hafði
haft dótið sitt í þegar hann kom til
íslands á hemámsáranum. Hún var
járnslegin á homunum og mjög fal-
leg.“
Jóhannes Guðlaugsson, faðir Óskars, á brauðflutningahesti.
ar stúlkur gætu eitthvað meira en að
ganga í augun á Kananum. Svo komu
þær í Rauðakrossbílnum að sækja
mig og spurðu hvort ég þekkti ekki
bílstjórann þeirra. Ég rétt leit til
hans hornauga og hélt nú ekki, því
hann var í amerískum einkennisbún-
ingi. „En hann er fslendingur og
heitir Askar," segja þær þá. Ég segi
þeim að það nafn sé ekki til á ís-
lensku og hélt þær væra að gantast
við mig. En þær gáfu sig ekki og
stöfuðu nafnið hans fyrir mig og þá
komst ég að því að hann var ramm-
íslenskur Óskar! Þetta vora okkar
fyrstu kynni og upp úr því fórum við
að vera saman.“
Lífsbarátta upp með Hlíðum
Veturinn 1946 festa Óskar og Jó-
hannes faðir hans kaup á jörðinni
Brekku og þau flytjast þangað 8. júní
sama ár, á sjálfum brúðkaupsdegi
ungu hjónanna.
En þótti ungri skvísu í Reykjavík
ekki erfitt að flytjast langt upp í
sveit?
„Nei, í þá daga tók maður bara öllu
eins og það var. Það var ekkert spek-
úlerað meira í því. Þetta lá bara fyrir
manni. Það kostulegasta við þetta er
að þegar ég var lítil stelpa heima á
ísafirði kom frændi minn stundum
til okkar úr Önundarfirðinum og
hann kallaði mig alltaf litlu sveita-
konuna. Kannski hann hafi séð örlög
mín fyrir,“ segir Hildur góðlátlega
og er sátt við forlögin.
Á fyrstu búskaparáram ungu
hjónanna vora aðstæður um margt
ólíkar því sem þekkist í dag. í sveit-
inni var enginn vegur, engar brýr yf-
ir ár og læki og enginn sími. En Hiíd-
ur segir þau hafa haft rafmagnið
fram yfir margan annan:
„Það hafði verið sett upp rafstöð
hér í læknum við bæinn árið 1929.
Fólk af hinum bæjunum kom hingað
til okkai- að hlaða rafmagni á út-
varpsgeyma. Ef við vildum komast í
síma sem var opinn um tvo til þrjá
tíma á dag, þá þurftum við að fara
austur að Múla sem er bær þó
nokkra kílómetra héðan. Á veturna
var þá skást að fara beint austur
mýrarnar því gamla kóngsbrautin
sem var eina vegmyndin hér um
slóðir, hún var svo djúp og fylltist
alltaf af snjó og varð alveg ófær.
Þetta var í raun líkast því sem var á
landnámsöld, því þetta voru nánast
bara hestagötur sem við fórum. Við
þurftum alltaf að hafa hest heima á
jámum til að komast ferða okkar.“
Bústofninn sem þau byrjuðu með
þykir ekki stór á nútímavísu, hann
Hildur og Óskar á brúðkaups-
daginn 8. júní 1946.
samanstóð af 60 ám, tveimur kúm,
einni kvígu og fjóram hrossum. Á
þessum tíma grasseraði auk þess
mæðiveikin og af þeim sökum settu
þau ekki á nema 28 kindur haustið
eftir. En Óskar segir nágrannana
hafa verið hjálpsama:
Við voram alveg undrandi á því
hversu nágrannafólkið hérna með
Hlíðinni tók vel á móti okkur ungum
og óreyndum, þegar við fluttum
hingað. Þetta var miklu eldra fólk en
við og það vildi allt fyrir okkur gera.
Þetta samfélag stóð saman í gegnum
þykkt og þunnt. Ég ætla rétt að vona
að þótt við hverfum af sjónarsviðinu
haldi afkomendur okkar og annarra
sem búa hér, þessu hugarfari við.“
Gaddfreðnar bleíur
og dularfull kista
Hildur rifjar upp kaldan vetur
1957, en þá var engin upphitun í hús-
inu nema rafmagnið, og það dugði
skammt.
„Þá átti ég yngsta barnið mitt af
þremur, hana Maríu, og ég þurfti að
hafa hana með húfu í vöggunni allan
veturinn. Fríða eldri dóttir mín, sem
þá var 10 ára gömul, var dugleg að
hjálpa mér og fór með bleiurnar út til
að breiða þær til þerris, en þar gadd-
frusu þær. Þegar hún kom með þær
aftur inn dugði rafmagnið ekki meira
en svo að ég þurfti að þurrka bleiurn-
ar inn á mér. En það var með þetta
eins og allt sem mætir manni í lífinu,
maður verður bara að gjöra svo vel
að leysa það.“
En smátt og smátt urðu aðstæður
bærilegri og Hildur var ein af fyrstu
konunum sem fékk þvottavél á Hlíð-
arbæjunum, en það kom til af því að
þau höfðu rafstöðina.
„Þetta þótti svo mikill viðburður
að nágrannakona mín hún Ella í
Auðsturhlíð kom ríðandi á þeysireið
hingað til mín til að fá að sjá vélina.
En þessa vél urðum við að borga f er-
lendri mynt og þá kom sér vel að
Óskar lumaði á forláta kistu niðri í
kjallara. Þangað sóttum við dollara
og pund. En þegar hann opnaði lokið
á kistunni blöstu við mér berar kon-
ur! Þá fóra nú að renna á mig tvær
Brjóstmylkingur til sjö ára
Óskar og Hildur era samrýnd hjón
þótt sumum finnist þau harla ólík.
Hann hefur orð á sér fyrir að vera
hæglætismaður og sumir segja Hildi
skapmikla og stjómsama. Hildur
gerir grín að sjálfri sér og öðrum í
þessum málum og segist taka Óskar
með sér hvert sem hún fari „því ég
verð alltaf að hafa hann séra Filipus
með mér, rétt eins og drottningin í
Heljarslóðarorrastu. En Pusi henn-
ar var ekki kóngur, heldur „bara“
maðurinn hennar. Það var oft tekið
svona til orða ef konan þótti dálítið
ráðrík að hún tók bara séra Filipus
með sér.“
Ég gríp þetta á lofti og spyr Óskar
að því hvort Hildur hafi verið ráðrík
við hann í gegnum tíðina:
„Því verður ekki á móti mælt að
hún hefur verið ansi ákveðin,“ svarar
hann og lítur á Hildi sem bætir við
mildum rómi: „Honum verður ekki
bragðið um það að hafa ekki leyft
mér að ráða. Hann myndi aldrei
beita nokkum mann þvingun, hvorki
mig eða aðra. En það er í honum
mikið af skaftfellsku þrjóskunni.
Hann gefur sig ekki ef hann telur sig
hafa rétt fyrir sér. En hann ætlar
aldrei öðram það sem hann ekki
myndi sjálfur gera.“
Nágranni Óskars í hálfa öld segist
aldrei hafa heyrt hann hnjóða í nokk-
urn mann. Og ef til vill á það sinn
þátt í þvf hversu mikið ljúfmenni