Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Nú hefur Baldvin Egill ekki lengur gleraugu að þrífa í.
Morgunblaðið/Ásdís
SÚ TÍÐ er á enda að Hanna Man'a byrji daginn
á því að þreifa eftir gleraugununi sfnum eða
endi hann á því að taka þau af sér áður en hún
leggst á koddann. Þvert á mrfti nýtur hún þess
frelsis sem velflestir ganga að sem gefnu, að
vakna með fulla sjón. „Það er svo mikil fotlun
að sjá svona illa,“ segir hún og bætir við að þeir
sem ekki þekki það af eigin raun eigi bágt með
að setja sig í þessi spor. „Maður tekur því sem
sjálfsögðum hlut að hafa sjón. Það var ekki
fyrr cn eftir aðgerðina að ég fór að hugsa um
hvernig það væri að vera blindur.“
Hanna María Skaftadóttir fékk gleraugu á
ungiingsárum en var aldrei sátt við að nota
þau.
„Ég þráaðist við í mörg ár og fór í rauninni
ekki að ganga með þau fyrr en ég var um 27
ára,“ segir hún. Fram að því setti hún þau upp
þegar mest lá við, svo sem við akstur, en
smeygði þeim þess á milli í vasa sinn eða jafn-
vcl í vasa hjá manni sínum, Baldvin Birgissyni.
Hann segir enda í gamni að öll fjölskyldan hafi
meira og minna verið í því að leita að gleraug-
unum. „Þegar við vorum t.d. á göngu var Bald-
vin vanur að hnippa í mig og segja: „Þessi er að
koma á móti okkur. Heilsa!“,“ segir hún og
brosir við tilhugsunina. „Ef ég var gler-
augnalaus gekk ég framhjá fólki sem ég þekkti
án þess að sjá það. Fólk hélt ég væri svona góð
með mig. Maður verður svo einangraður."
Hanna Marfa fór f augnaðgerðina snemma í
október. Hún segist hafa séð f sjónvarpinu að
byrjað væri að framkvæma leysiaðgerðir á
augum á íslandi og að ekki hafi verið laust við
að hún fengi fíðring f magann. „Ég hætti fljótt
að hugsa um þetta enda hef ég nóg að gera,“
segir hún en yngsta barn þeirra hjóna af þrem-
ur var 4 mánaða gamalt þegar þetta var. „Einn
daginn kom svo Baldvin heim og sagðist vera
búinn að panta fyrir mig tíma.“
Fljótur
að
venjast
því sem
er betra
Baldvin, sem er flugstjóri hjá Flugleiðum,
hafði þá farið til Þórðar augnlæknis í reglu-
bundið eftirlit og fengið þar að sjá með eigin
augum hvernig sjón Hanna Marfa hafði.
„Ég finn aðeins fyrir því eftir aðgerðina að
ég er þurrari í augunum en áður,“ segir hún en
bendir þó á að sonur hennar, Baldvin Egill,
vakni oft á næturnar og að augnþurrkinn megi
kannski rekja tíl þess að hún sé ekki vel sofin.
„Ég finn ekki fyrir neinu á daginn og ég er al-
veg búin að gleyma því hvemig það var að vera
með gleraugu. Fyrstu vikuna var ég svolitið
meðvituð um þetta en þegar ég fór í skoðunina
viku eftir aðgerðina var þetta orðið mér cðli-
legt. Staðreyndin er sú að maður er svo fyótur
að venjast því sem er betra.“
Hanna María segir að aðgerðin sjálf hafi ver-
ið lítið mál og að hún hafi verið tiltölulega ró-
leg.
„Þetta er ekki verra en að fara til tann-
læknis. Maður pantar sér tfma hjá tannlækni
og hugsar svo ekki meira um það þar til maður
mætir. Það var eins með þetta. Ég leiddi ekki
hugann að þessu á meðan ég beið eftir því að
komast að.“
Hún segir að hún hafi ekki fundið fyrir nein-
um verkjum þegar deyfingin fór að dofna, hún
hafi frekar haft samskonar tilfinningu og þeg-
ar maður fær sápu í augun. „Það kom mér á
óvart að ég fann aldrei til. Sáputilfinningin er
auðvitað óþægileg en mér finnst það ekki mik-
ið. Ég á þijú böm og þekki sársauka. Ég fór f
aðgerðina klukkan tvö og klukkan tíu um
kvöldið fór þessi tilfinning að minnka. Ég var
aðeins ljósfælin um kvöldið.
Það var ótrúlegt að vakna morguninn eftir.
Ég vaknaði, horfði í kringum mig og kveikti á
sjónvarpinu. Það vantaði bara aðeins upp á
skerpuna. Mér finnst það æðislegt að þurfa
ekki að hugsa um gleraugun."
huganir hafa þó sýnt fram á að
glerin leiðréttu hvorki nærsýni né
fjarsýni heldur voru þau notuð í
fegurðarskyni. Rómverski keisar-
inn Neró, sem var upp á árunum
37-68, virðist aftur á móti hafa
notast við smaragða til að sjá bet-
ur niður á leiksvið hringleikahús-
anna. Gleraugu í stíl við þau sem
við nú þekkjum voru fyrst notuð í
Flórens á Ítalíu seint á 13. öld og
voru menn fijótir að tileinka sér
nýjungamar.
Gátan leyst
með leysi
í Predikaranum segir, „augað
verður aldrei satt af að sjá“ og víst
er maðurinn þyrstur í leit sinni að
nýrri skynjun og þekkingu. Menn
hafa lengi glímt við þá gátu hvern-
ig hægt væri að breyta lögun aug-
ans þannig að sjónin yrði skörp án
hjálpartækja. I Japan voru gerðar
skurðaðgerðir vegna sjónlags um
aldamótin 1900. „Árangurinn var
vægt sagt lítt glæsilegur en hug-
myndin um að breyta hornhimn-
unni til að leiðrétta sjónlagsgalla
var engu að síður komin fram,“
segir Þórður.
Grunnurinn að uppgötvun leysi-
geisla var lagður með uppgötvun
skammtakenningarinnar snemma
á þessari öld, sem nú er að renna
skeið sitt á enda. Það var þó ekki
fyrr en upp úr 1960 að hagnýt
notkun þeirra var fyrst reynd og
þá í læknisfræði. Tæknin var síðan
fyrst notuð með góðum læknis-
fræðilegum árangri í augnlækn-
ingum og er t.d. hornsteinn með-
ferðar á augnskemmdum hjá
sykursjúkum.
Farið var að nota leysitækni til
að meðhöndla sjónlagsgalla fyrir
u.þ.b. 20 árum. I fyrstu var notuð
aðferð sem á ensku er kölluð PRK.
Hún gengur út á að hornhimnu
augans er breytt með því að beita
leysigeislum beint á hana eftir að
ysta frumulagið hefur verið fjar-
lægt. Margir íslendingar hafa
gengist undir þessa aðgerð, þó
ekki hér á landi heldur yfirleitt
annast staðar á Norðurlöndum.
Nýjasta aðferðin sem þróuð hefur
verið er kölluð Lasik og er einmitt
sú sem augnlæknarnir í Laser-
sjón, þeir Eiríkur I. Þorgeirsson
og Þórður, hafa tekið í sína þjón-
ustu. Þessi aðferð nýtur vaxandi
vinsælda og nú stefnir í að hátt í
ein milljón Bandaríkjamanna hafi
gengist undir lasik-aðgerð til að
Sæta sjón sína á þessu herrans ári
2000.
Verulegar
fjárfestingar
Eiríkur og Þórður hafa fylgst
grannt með þróun og notkun leysi;
geisla til að laga sjónlagsgalla. í
fyrra þótti þeim tæknin og tækja-
búnaðurinn orðin nógu fullkomin
til að láta til skarar skríða. Fyr-
irtækið var stofnað og rétti leysi-
búnaðurinn valin að vandlega yf-
irlögðu ráði enda verulegar
fjárhæðir lagðar undir.
„Síðan æfðum við okkur og æfð-
um með því að skera svínaaugu -
allt þar til við gátum ekki skorið
eitt auga í viðbót,“ segir Þórður
glettinn.
Fyrstu aðgerðina framkvæmdu
þeir félagarnir snemma í ágúst í
sumar og hafa ríflega 200 manns
nú farið gleraugnalausir frá þeim.
Það er þó ekki þar með sagt að
hver sem er geti gengist undir að-
gerðina. Hornhimnan þarf t.d. að
vera nógu þykk svo hana megi
sníða til og laga. Þá verður sjónin
að hafa verið stöðug í a.m.k. eitt
ár. Hún hentar ekki fólki innan við
tvítugt og sjaldan þeim sem eru
orðnir eldri en 65 ára gamlir. Þeir
félagar hafa mest glímt við nær-
sýni upp á -12 en segja að það sé
frekar þykkt hornhimnunnar sem
takmarki það sem hægt er að laga
en hversu mikil nærsýnin er. Fjar-
sýni er erfiðari viðfangs en allt að
+6 er hægt að laga. Þá hafa þeir
leiðrétt sjónskekkju upp að 6.
Gátlisti að hætti
flugmanna
Læknarnir skoða augu þeirra
sem hafa hug á að fara í aðgerðina
mjög ítarlega, útiloka hugsanlega
augnsjúkdóma og meta sjónlags-
galla þeirra. Þeir framkvæma að-
gerðirnar ævinlega saman og með