Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 B 27
kjarnaatriði og ég vildi huga meira að
þeirri evangelísk-lúthersku arfleifð
sem við búum við. Karl Barth var
kalvínisti og sá guðfræðingur sem
hefur haft einna mest áhrif á síðast-
liðna öld. Hann er eiginlega kirkju-
faðir síðustu aldar. Hann var með
ýmsa gagnrýni á Lúthersdóminn og
ég vildi athuga það betur og læra
meira. Flestir stóru hugsuðimir í
guðfræði á síðustu öld koma frá
Þýskalandi. Eg las hjá Einari það
bóklega nám sem lesið er til doktors-
náms í Lundi og lærði auk þess lat-
ínu. Eg ákvað síðan að fara í dokt-
orsnám til Kiel þar sem ég var búinn
að vera áður einn vetur og ég lauk
doktorsprófi frá Háskólanum í Kiel í
Þýskalandi árið 1991.“
Hvað varstu lengi í námi í Kiel
áður en kom að því að þú
varðir doktorsritgerðina?
„Ég var fimm ár í námi þar til ég
lauk við doktorsritgerðina. Doktors-
ritgerðin kom út í bók þrem árum síð-
ar hjá virtu útgáfufyrirtæki í Hann-
over. Ég tók fyrir einn
aðalandstæðing Karls Barths sem ég
hafði skrifað um, Wemer Elert.
Doktorsritgerðin heitir Réttlæting
og sköpun í guðfræði Wemers
Elerts. Meginhugsunin hjá honum er
að þegar maðurinn hefur áttað sig á
því að hann hefur endanlegt hald í
Guði, eða að grundvöllurinn sem
hann á að byggja líf sitt á er Guð, þá
verður hann frjáls og virðir nú heim-
inn sem sköpun Guðs. Það er íyrst
fyrir trúna að við áttum okkur á að
heimurinn er sköpun. Hann er þá
ekki lengur eitthvað sem við fóllum
alveg fyrir og lútum og áh'tum að
hann sé allt, heimurinn, eða þá að
hann sé bara tæki sem við notum og
misnotum, heldur verður hann
starfsvettvangur Guðs og manns.
Það er þetta sem Wemer Elert er að
benda á.“
Þú varst búinn að kynnast konu
þinni á þessum árum.
„Jú, og við giftum okkur árið 1980.
Ég kynntist konu minni, Martinu
Brogmus, fyrr eða áður en ég fór
fyrst út í guðfræðinám. Ég fór út tvö
sumur til að læra þýsku, fyrst til syst-
ur minnar árið 1976, sem var að læra í
Freiburg, þar var ég eitt sumar. Árið
1977 fór ég til Flensburgar. Amma
mín í móðurætt er þýsk og ég var þar
hjá hálfbróður hennar. Hann átti
myndarlega dóttur og hún er konan
mín. Martina lærði líka í Kiel. Við
eignuðumst dóttur, Bryndísi, árið
1982. Ég fékk Kílarstyridnn meðan
Martina kláraði sitt nám og ég var
þar eitt ár meðan hún var að ljúka
námi. Svo komum við heim og vom
hér heima í tvö ár og hún fékk strax
vinnu í Öskjuhlíðarskóla og hefur
unnið þar síðan. Við voram búin að
ákveða að fara aftur út 1985 en þá átt-
um við von á dóttur okkar, Kolbrúnu
Evu. En þá varð Tsjernobílslysið í
kjarnorkuverinu í Ukraínu. Við vor-
um lengi að ákveða hvort við ættum
að fara aftur út, svo gerðum við það.“
Og voru ekki einmitt á þessum
tfma miklar breytingar að gerast í
Evrópu?
„ Jú, og þetta vora mjög merkilegir
og spennandi tímar í Evrópu um
miðjan níunda áratuginn. Míkhafl
Gorbatsjov var að komast tfl valda.
Þegar við voram fyrst þama úti
1981-82 fór ég á þing hjá stúdentum
yfir í Austur-Þýskaland og í gegnum
múrinn. Það var á áram kalda stríðs-
ins svokallaða og maður hélt að þetta
væri alveg fastur veraleiki og yrði
ekki breytt. Þá kynntist ég stöðu
kristinna safnaða, þetta var mjög
hugrakkt fólk. Þarna voru strákar
sem vora að læra grísku í guðfræði
og þeir lásu t.d. Rfldð eftir Platon á
grísku í tíma innan kirkjulega háskól-
ans. Þar gátu þeir rætt um stjórnmál
út frá þessum gríska texta. Það var
margt fólk innan kirkjunnar sem var
mjög róttækt og dugandi fólk.
Ég man að gjaldmiðillinn sem þeir
notuðu vora þýsk mörk. Ég lét þá
hafa hundrað mörk sem vora ekki
miklir peningar. Þeir fóra með þá í
sérverslanir fyrir útlendinga og
keyptu sér kaffi. I þessu samhengi er
gott að hafa í huga að rfldð í Austur-
Þýskalandi var mjög nískt á pappír til
bókaútgáfu á vegum kirkjunnar og til
bóka um guðfræði. Þetta hafði þær
afleiðingar að guðfræðiprófessorar,
sem vora að skrifa m.a. skýringarrit
við Nýja testamentið, þurftu að
vanda sig alveg sérstaklega. Þetta
era ein bestu rit sem maður fær.
Þannig lét ég þá hafa hundrað mörk.
Þeir vildu auðvitað gera manni eitt-
hvað gott í staðinn og létu mig hafa
nokkrar góðar guðfræðibækur. Þess-
ar bækur nota ég enn í dag. Mfldð af
mjög góðum trúfræðiritum og kirkju-
söguritum er að fá frá Austur-Þýska-
landi sem stafar einmitt af því að það
var þrengt svo að þeim að þeir urðu
að afmarka efnið svo vel.
Þegar ég fór þama í gegn og yfir til
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Austur-Þýskalands 1980 fannst mér
ástandið skelfilegt. Fólkið var indælt.
Það var vonlaust að komast yfir múr-
inn til vesturs án þess að vera skotinn
eða handtekinn. Þegar við voram í
Vestur-Berlín fóram við stundum
með sporvagni sem keyrði yfir brú
sem lá yfii' hluta múrsins. Ut um
gluggann sá maður vel múrinn og all-
ar hindranir fyrh' aftan hann. Það var
ljóst að enginn maður komst lifandi
yfir til vesturhlutans í gegnum múr-
inn. Ég man alltaf eftir því að ég sá
einu sinni kanínu hoppa yfir þetta
svæði! Ég huggaði mig við það að það
var allavega eitthvert líf sem maður-
inn gat ekki eytt þama.
Þegar við voram þama úti þá byrj-
aði þessi merka þróun þegar Gorb-
atsjov tók við Rússlandi og þá tók
margt að beytast til hins betra í Evr-
ópu og Þýskalandi. Áður vora eld-
flaugar staðsettar í Austur-Þýska-
landi sem komust yfir til
Vestur-Þýskalands og þær sem vora
vestan megin duttu niður austan
megin. Ef það hefði orðið stríð hefði
Þýskaland þurrkast út. Menn gerðu
sér betur og betur grein fyrir þessu
og líka því að geislavirkni þekkir eng-
in landamæri.
etta gjörbreyttist allt á
skömmum tíma og við voram
úti þegar múrinn féll 1989
sem var stórkostleg reynsla. Þá vora
bænastundir í kirkjum í Austur-
Þýskalandi. Það er ákaflega minnis-
stætt í endurminningunni að hafa
fylgst með þessu. Þama austan meg-
in var eiginlega allt úr sér gengið,
tíminn var stopp en fólkið hafði ein-
hvem veginn lifað ástandið af.
Við fóram svo til Berlínar síðast-
liðið sumar og þá sáum við staði sem
við höfðum verið á og þar sem múrinn
var og hann er eiginlega alls staðar
farinn. Kímni sögunnar er svo mikil. í
götuna höfðu verið lagðir múrsteinar
til þess að sýna hvar múrinn var. Nú
er hægt að keyra fram og til baka yfir
múrinn þar sem engin leið var að
komast áður. Það er hægt að ganga í
gegnum Brandenborgarhliðið sem
var ómögulegt áður. Við fóram fram
hjá skrifstofu Honeckers fyrrverandi
leiðtoga Austur-Þýskalands. Nú bíð-
ur núverandi kanslari Þýskalands
eftir því að skrifstofuhúsnæði hans
verði nothæft, en er á meðan í skrif-
stofu Honeckers! Á ýmsum stöðum
hafa verið skilin eftir stykki úr múm-
um til minningar, en nú er búið að
reisa gaddavírsgirðingu í kringum
þessi múrbrot vegna þess að ferða-
menn era alltaf að koma og höggva
smábrot úr múrnum. Nú þarf að
vemda múrinn fyrir ferðamönnum.
Það hefur mikið verið byggt af húsum
þama austan megin á síðustu áram
og þar á sér stað mfldl uppbygging."
Fórstu á djasstónleika í Kiel á
meðan þú vart þar við nám?
„Já. Kiel var eins konar háborg
djassins fyrir mig. Þar var klúbbur
sem hét Pumpan og svo var líka ann-
ar staður þar sem hafði verið gömul
verksmiðja sem var breytt í djass-
klúbb. Á þessi staði komu margir
þekktir djassleikarar og blúsleikarar.
Ég sá t.d Sun Ra sem er frí-djass-
maður með allt sitt gengi. Ég sá einn-
ig þann fræga bandaríska trommu-
leika Elvin Jones með hljómsveit
sína. í Hamborg sá ég Miles Davis,
sem þá var nýbúinn að ijúfa þögnina
eftir langt tímabil og það var mjög
gaman. Eg var einnig á tónleikum hjá
Frank Zappa. Þá fór ég á ýmsa tón-
leika með þekktum þýskum djass-
leikuram.Ég spilaði einnig í djass-
bandi í Þýskalandi. Við voram bara
tveir fyrst, með mér var píanóleikari
sem heitir Martin Rússler og við spil-
um vikulega og hann var líka að
skrifa doktorsritgerð í guðfræði. Ég
las auglýsingu í blaði þar sem vantaði
saxófónleikara í djassband og ég var
ráðinn og spilaði með því bandi um
tíma.
Eftir að ég kom heim hef ég verið
að spila með Sveinbimi Jak-
obssyni, Þorsteini Eiríkssyni,
Gunnari Pálssyni, Jóni Þorsteinssyni
og fleiri hafa verið með í bandinu. Við
höfum verið að spila á Gullöldinni,
Einari Ben, Fógetanum, Klaustrinu
og víðar. Steini heldur bandinu sam-
an eins og hershöfðingi. Þetta hefur
verið einstaklega ánægjulegt. Við æf-
um á tannlæknastofunni hjá Svein-
bimi. Ég held að fáir fari eins viljugir
til tannlæknis og þetta band!
Það er margt mjög ánægjulegt að
gerast hér á landi varðandi djassinn
og það er greinilegt að FÍH-skólinn
hefur gegnt þar lykilhlutverki. Marg-
ir ungir og efnilegir djassleikarar,
t.d. saxófónleikarar, hafa komið fram
á síðustu áram og vil ég þá sérstak-
lega nefna Jóel Pálsson, Öskar Guð-
jónsson og Sigurð FIosason.“
Nú hefur tenórsaxófónninn verið
það hljóðfæri sem þú hefur spilað á.
Áttu ekki einhverjar fyrirmyndir í
saxófónleik?
„Jú. Ég hef alltaf verið mikill aðdá-
andi Stan Getz. Mér finnst líka Paul
Desmond, sem lengi var með Dave
Brabeck, mjög melódískur. Þá hef ég
verið mjög hrifinn af Charlie Parker
sem er eitt stærsta nafnið í djasssög-
unni. Gerry Mulligan og John Coltr-
ane era líka mínir menn. Ég hef verið
mfldll Miles Davis-aðdáandi. Þá
hlusta ég lflca mikið á Bob Berg og
Mikael Brekker og marga aðra, t.d
gítarleikara, og á orðið gott safh af
plötum og diskum með hinum ýmsu
djassleikuram.“
Hvað tók svo við hér heima eftir að
þú komast frá námi í Þýskalandi árið
1991?
„Við komum heim í september 91
og þá alkomin. Martina byrjaði strax
að vinna sem kennari í Oskjuhlíðar-
skóla. Ég var að leita fyrir mér og
fékk stöðu sem aðstoðarprestur í Bú-
staðakirkju og var þar í hálfu starfi.
Þar var ég einnig með fyrirlestra og
fræðsluerindi um trúarleg málefni.
Það var gaman að starfa með séra
Pálma og organleikaranum Guðna Þ.
Guðmundssyni sem er nýlega látinn
og mikill missir er að. Við spiluðum
oft saman í bamaguðsþjónustum, ég
á saxófón og hann á píanó og þá spil-
uðum við alltaf i lokin Bleika pardus-
inn sem krakkamir höfðu mikla
ánægju af. Við spiluðum líka einu
sinni í messu, Hándel, þá lét hann
mig hafa einhverjar trompetnótur og
ég skrifaði þær út fyrir saxófón.“
Hvenær byrjaðir þú svo sem hér-
aðsprestur í Reykjavíkurprófasts-
dæmi eystra?
„Það var árið 1993. Ég sótti um það
starf þegar það var auglýst og fékk
það og það er fullt starf og því gegni
ég ennþá. Þetta var þá nýtt embætti í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Þegar ég sótti um lagði ég upp með
nýtt skipulag og kom á ýmsum nýj-
ungum í starfinu. Þetta embætti nær
yfir allan austurhluta borgarinnar og
Kópavog. Guðmundur Þorsteinsson
dómprófastur hefur skipulagt þetta
embætti með mér og verið mér ómet-
anlegur lærifaðir.
Á þriðjudögum er ég með predik-
unarklúbb fyrir presta þar sem farið
er yfir texta næsta sunnudags. Á
hveijum einasta sunnudegi er ákveð-
ið hvaða textar úr ritningunni skuli
vera lesnir og lagt út af. Þannig er
predikað út frá t.d. þriðja kafla Lúk-
asarguðspjalls um Jóhannes skírara
næsta sunnudag (17. desember) í öll-
um kirkjum landsins. Þetta er búið að
vera svona í gegnum aldimar að hver
sunnudagur hefur sinn vissa texta.
Hver sunnudagur kirkjuársins er
með fyrirfram ákveðinn texta. Það er
lesið úr Gamla og Nýja testamentinu
og svo einu guðspjalli sem yfirleitt er
predikað út frá. Það er búið að túlka
þessa texta í nærri tvö þúsund ár,
þannig að það er mikill fróðleikur til
umþá.
Ég held fyrirlestur um þá fyrir
prestana og nefni hvað sagt er í
þekktum skýringarritum og við ræð-
um saman. Þegar á þriðjudegi eram
við búnir að vinna mikið af þeirri
vinnu sem þarf að leggja á sig fyrir
hveija predikun. Þetta er orðinn
mjög góður vinahópur og þarna
mæta prestar úr Reykjavíkurpró-
fastsdæmi eystra. Þetta er skemmti-
leg og uppbyggileg vinna. Við hitt-
umst reglulega og höfum haft það
fyrir vana fara einu sinni á ári og
heimsækja eldri virðulegan klerk og
ræða við hann og hann gefur okkur
ráð í sambandi við predikun, predik-
unarsmíði og preststarfið.
Þá er fast afleysingakerfi fyrir
presta í umdæminu þar sem ég leysi
þá reglulega af.“
Þetta er þá stór hluti af starfi þínu
sem héraðsprestur í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi eystra?
„Já. Ég hef líka skipulagt fullorð-
insfræðslu í prófastsdæminu. Það eru
haldnar þrjár fyrirlestraraðir, tvær
fyrir jól og ein eftir jól. Það hefur ver-
ið þannig að ég hef tengt þetta við
þrjú meginatriði kristinnar trúar,
boðorðin, trúarjátninguna og bæn-
ina. Þá hef ég lagt áherslu á guð-
fræðileg málefni og verið með eina
fyrirlestraröð um þau, aðra um sið-
ferðileg málefni og sú þriðja er um
praktísk málefni. Það hefur verið
þannig að ég sé um eina röð, svo hafa
prestar í prófastsdæminu og aðrir
starfsmenn sem era í starfi á vegum
kirkjunnar komið og haldið einn fyr-
irlestur í hinum röðunum. Hver
kirkja fær eina fyrirlestraröð á um
það bil tveggja ára fresti. Þetta hefur
reynst mjög vel. Síðan ég kom heim
frá námi hef ég verið stundakennari
við guðfræðideild Háskóla íslands.
Þegar ég var kominn út í nám
kynntist ég guðfræðilegu uppgjöri
sem var mjög hart í Þýskalandi og
mikið um átök, sem vora allt öðru vísi
en hér á íslandi. Á meginlandi Evr-
ópu var þyngri undirtónn. Þá kynnt-
ist ég þessu í gegnum rit Wemers
Elerts.
Eg þurfti að lesa mikið Nietzche,
Schopenhauer og Kant auk
fjölda þýskra guðfræðinga. í
þessu samhengi fékk ég áhuga á að
athuga Lúther betur. Marteinn
Lúther tekur svo vel á einsemd
mannsins og tilvistarkreppu hans og
þegar ég var búinn með doktorsrit-
gerðina, fór ég að skrifa þessa bók
sem tók meira eða minna níu ár -
naut ég hér stuðning fjölda góðra
manna. Meginvandi nútímamannsins
er einsemdin, þess vegna tók ég þann
pólinn í hæðina í bókinni um guðfræði
Marteins Lúthers að reyna að sýna
hvemig Lúther tekur á tilvistar-
kreppu mannsins. Nútímamaðurinn
á svo erfitt með að vera einn með
sjálfum sér. I gamansömum tóni má
segja að við sjáum þetta einna best á
skemmtanaiðnaðinum og öllum þeim
tilboðum sem við fáum. Við viljum
alltaf vera að láta ná í okkur sem er
kannski nauðsynlegt, en það er líka
spuming um hvort við þoram ekki að
vera ein með sjálfum okkur. Ég skil
ekki allt þetta farsímadót. Það á alltaf
að vera hægt að ná í alla og það er
eins og menn séu þeim mun mikil-
vægari sem oftar er reynt að ná í þá.
Þetta er búin að vera mikil vinna
við bókina og hefur tengst vel starfi
mínu sem fyrirlesari og við kennslu í
Háskólanum. Nú þegar ég er búinn
með þessa bók þá vakna aðrar spum-
ingar sem ef til vill koma fram síðar í
bók. Mig langar að taka fyrir túlk-
unarsögu boðorða og skrifa um
kristna siðfræði í sögu og samtíð."