Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 16
16 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ CPDWK Svíþjóð tekur við formennskunni í ESB um áramótin Aherzla á stækkunar-, umhverfis- og atvinnumál Dæmigerð „norræn gildi“ eins og umhverfís- og atvinnumál verða að sögn Auðuns Arnórssonar meðal helztu áherzluatriðaESB-formennskumisseris Reuters Svía, sem framundan er. Lyftorar Stefna háttliprirí \ snúningum i UMBOÐS- OG HBLDVERSLUN AUÐBREKKU 1 200 KÓPAVOGI SlMI: 544 5330 FAX: 544 5335 | www.straumur.is ] Súreímsvörur Karin Herzog Silhouette Á HÁLFS árs formennskutímabili Svíþjóðar í ráðherraráði Evrópu- sambandsins (ESB), sem hefst nú um áramótin, verður að sögn Gör- ans Perssons forsætisráðherra aðal- áherzlan lögð á þrjú málefnasvið: undirbúning stækkunar ESB til austurs, umhverfis- og atvinnumál. Sex árum eftir að Svíar gengu í ESB er nú röðin komin að þeim að spreyta sig á formennskuhlutverk- inu, en bæði Austurríkismenn og Finnar, sem einnig gengu í ESB í ársbyrjun 1995, hafa þegar fengið að spreyta sig. Finnar, sem gegndu formennsk- unni síðari hluta ársins 1999, leiddu sambandið til mikilvægra ákvarð- ana um öryggismál og fyrirhugaða fjölgun aðildarríkja, en dagskrá for- mennskumisseris Svfa markast að meira leyti af því að sjá til þess að íyrri ákvörðunum verði fylgt eftir. Almennt segist Göran Persson forsætisráðherra vilja að á meðan hann er í verkstjórahlutverkinu ein- beiti sambandið sér að því að hrinda í framkvæmd þeim margvíslegu áformum sem leiðtogar aðildarríkj- anna hafa tekið ákvarðanir um á síðustu misserum. Hann telur ESB ekki veita af því að taka sér tíma í að ná áttum og treysta trúverðug- leika sinn í augum borgaranna með því að láta framkvæmdir fylgja orð- um. Þrýstingur frá umsóknarríkjum Þrýstingur mun þó verða þónokk- ur á sænsk stjórnvöld þetta hálfa ár, aðallega frá ríkjunum tólf sem nú standa í viðræðum um aðild að ESB. Svíar hafa heitið því að drífa viðræðuferlið áfram. Persson segist þó vantrúaður á að það náist á leið- FULLKOMIÐ LEITARTORG torgis ÍSLENSKA UPPHAFSSÍÐAN! Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ásamt „tvíhöfða" forystu Frakklands, Jacques Chirac forseta (fyrir miðju) og Lionel Jospin for- sætisráðherra, á leiðtogafundinum í Nice. Svíar taka við formennsku- hlutverkinu í ESB af Frökkum um áramótin. togafundinum í Gautaborg í júní að festa nákvæma dagsetningu fyrir inngöngu þeirra umsóknarríkja sem fyrst Ijúka aðildarsamningum; það verði ekki hægt fyrr en síðar, eftir því sem haft er eftir honum í Aften- posten. En Persson lét þau orð falla í vik- unni eftir lok leiðtogafundarins í Nice í Frakklandi, að hann hefði engu að síður trú á því að fyrstu umsóknarríkin yrðu tilbúin til inn- göngu á árinu 2003. Það er dagsetn- ing sem ráðamenn í hinum tilvon- andi nýju aðildarríkjum, svo sem Póllandi, Ungverjalandi og Tékk- landi, hafa sjálfir nefnt. Svíar þurfa þetta hálfa ár ekki að standa í neinum sambærilegum stórræðum og Frakkar þurftu að sinna með ríkjaráðstefnunni, sem lauk með stofnsáttmálabreytingun- um í Nice, hinni umdeildu borg- araréttindaskrá og fleiru. Samkomulagi skal náð við NATO Verkefnin verða samt ærin. Til dæmis munu Svíar þurfa að stýra viðræðum ESB við Atlantshafs- bandalagið um samstarfssamning. Til stóð að grunnurinn að slíku sam- komulagi yrði lagður á utanríkis- ráðherrafundi NATO 14.-15. des- ember, en vegna fyrirvara Tyrkja, sem eru í NATO en ekki ESB, tókst það ekki. Takist ekki að ná slíku samkomulagi fljótt mun það að öll- um líkindum seinka áformum ESB um að koma upp svokölluðum hrað- sveitum, sem á að vera hægt að senda í nafni sameiginlegrar örygg- is- og vamarmálastefnu með skömmum fyrirvara til friðargæzlu og tengdra verkefna á óróasvæðum utan landamæra ESB, en stefnt hefur verið að því að hraðsveitirnar verði tilbúnar árið 2003. Þekkingariðnaður leiði Evrópu út úr atvinnuleysisgildrunni Þótt Svíar séu sjálfir utan hern- aðarbandalaga hefur Persson sagzt munu leggja mikið uppúr því að finna lausn á þessum breyttu tengslum ESB og NATO. Með Svíum í formennskuhlut- verkinu er baráttan gegn atvinnu- leysi aftur komin á dagskrá ESB. Enn em um 15 milljónir manna í aðildarríkjunum 15 atvinnulausar. Langtímaatvinnuleysi er að mati Perssons gróðrarstía fyrir „andlýð- ræðisleg öfl“. „Ekkert er mikilvæg- ara fyrir frelsi einstaklingins en að hafa atvinnu,“ hefur Reuters eftir honum. í marz verða leiðtogar ESB boð- aðir til fundar í Stokkhólmi, sem á að verða eins konar framhald leið- togafundarins í Lissabon í vor sem leið, þar sem leiðtogarnir settu sér það markmið að gera ESB að sam- keppnishæfasta svæði heims á sviði upplýsingatækni og þekkingariðn- aðar á næstu tíu ámm. Eftir því sem Financial Times hefur eftir Persson vill hann á Stokkhólms- fundinum leggja sérstaka áherzlu á þróun líftækniiðnaðarins, sem hann segir munu ráða úrslitum um það hvort Evrópumönnum takist að standa Bandaríkjamönnum á sporði. Þá vill hann þróa umhverf- isstefnu ESB þannig að hún opni nýja markaði og tækifæri fyrir evr- ópsk hátæknifyrirtæki. I umhverfísmálum hyggjast Svíar annars leggja sérstaka áherzlu á mál sem varða alþjóðlegar skuld- bindingar um aðgerðir gegn gróð- urhúsaáhrifunum svokölluðu, svo og aðgerðir gegn efnamengun náttúr- unnar. Á öllum málefnasviðum ESB-samstarfsins á að taka tillit til umhverfisverndarsjónarmiða. ' LYFJa Óskar landsmönnum gleðilegra jóla á nýju ári £b LYFJA Á;J - lyf á lágmarksverði ------'X ' : §p||| * <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.