Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 21 Morgunblaðið/Kristinn Efni sem flytjast með ögnum (gildir um flest lífræn efni) Rokgjörnustu efnin Flytjast í fjölda þrepa (toxafen) Meðal rokgjörn efni (HCB, DDT) Minnst rokgjörnu efnin (þyngstu PCB-efni) Eimingariíkan Flutningur þrávirkra lífrænna efna á norðurhveli jarðar frá mengunarstað til norðurpóls EFNAFRÆÐSLA í „WORK SHOPS" Eins og fram hefur komið voru íslendingar afar virkir í undirbúningi samningsins. Að því starfi komu ásamt öðrum Davíð, Magnús Jó- hannesson, Þórir Ibsen, Halldór Þorgeirsson, Tryggvi Felixson, Ásta Magnúsdóttir, Helgi Jensson auk annarra sérfræðinga Hollustu- verndar ríkisins að ógleymdum sitjandi um- hverfisráðherrum á hverjum tíma. Davíð segir að núverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifs- dóttir, hafi sýnt málinu sérstakan áhuga. Hann tekur fram að helsti vandinn í heildarferlinu hafi falist í viðhorfi fulltrúa vanþróuðu ríkjanna. „Meginvandinn fólst í því að hafa áhrif á viðhorf fulltrúa þróuðu ríkjanna í tengslum við eðli efn- anna, t.d. gat verið eifitt að skilja að eiturefni á akri á Indlandi gæti haft neikvæðar afleiðingar fyrir dýralífið allt annars staðar á jörðinni eða alvarlegar staðbundnar afleiðingar. Hugsanleg lausn kom fram í viðræðum okkar og Banda- ríkjamanna árið 1997. Gaman er að segja frá því þó að óvíst sé að hugmyndum hafi verið komið til skila að ekki leið á löngu þar til Sameinuðu þjóðirnar samþykktu tillögu svipaðs efnis. Til- lagan gekk út á að komið var upp upp eins kon- ar „work shop“ í hinum ýmsu þróunarlöndum til að fræða heimamenn um eðli efnanna, allt frá almennri vinnuvernd upp í að auka almenna meðvitund um efnahættu almennt." TEKISTÁUM VARÚÐARREGLU Davíð viðurkennir að síðasta samningalotan í Jóhannesarborg hafi verið býsna strembin. Að jafnaði hafi verið unnið 14 til 16 tíma á hverjum degi og síðasta samningalotan hafi tekið um sól- arhring. Helstu ágreiningsefnin sneru að fernu, þ.e. undantekningum einstakra þjóða, hinni svokölluðu varúðarreglu, aukaefnum í iðnaði og fjármögnun enda augljóst að þróunarríkin gætu ekki kostað nauðsynlegar aðgerð til að takmarka losun efnanna. „Fyrir fundinum lág samningsuppkast með löngum lista yfir und- antekningar hverrar þjóðar fyrir sig. Ýmsir töldu listann góðan leið til að sýna undantekn- ingamar með skýrum hætti. Aðrir töldu ákveð- in lagatæknileg vandamál geta tengst því að hafa allar undantekningarnar inn í samningn- um, t.d. ef nýtt ríki vildi bætast í hópinn og þyrfti á undantekningu að halda. Lausnin fólst í því að telja aðeins upp almennar og sértækar skuldbindingar í viðaukanum. Undantekningar einstakra þjóða verða settar í sérstaka skrá sem verður aðgengileg á Netinu.“ Mun djúpstæðari ágreiningur kom fram í tengslum við hina svokölluðu varúðarreglu. ,Ági’einingurinn um varúðarregluna er ekki einfaldur og þarfnast því nokkurrar skýringar," segir Davíð. „Þegar verið var að vinna að samn- ingnum varð samkomulag um að hafa viðmið um hvaða efni hann spannaði ákaflega opin. Með því móti væri hægt að fella undir hann öll þau efni sem líkur væru á að gætu safnast upp í umhverfinu og haft gætu hnattræn áhrif. Engu að síður gerðu samningamennimir sér grein fyrir því að að stjómmálaviðhorf gætu ráðið nokkra um hvar efni á mörkum þess að vera þrávirk og eitruð enduðu. Þess vegna var talið skynsamlagt að gera ráð fyrir að vísindalegt mat væri lagt á hvort efni kynnu að falla undir samninginn," útskýrir hann og tekur fram að áðumefnd sjónarmið hafi verið sett inn í samn- ingsdrög. „Evrópusambandsþjóðimar lögðu ríka áherslu á að ekki þyrfti að bíða eftir vís- indalegri sönnun til að takmarka notkun ákveð- inna efna og er nokkuð ljóst að þarna hefur kúa- riðumálið haft nokkur áhrif. Með skýram hætti var því komið á framfæri að ef ekki fengist við- unandi tilvísun í varúðarregluna að mati Evr- ópusambandsins yrði ekki hægt að ljúka samn- ingsgerðinni.“ Erfitt var um vik því að þjóðir heims hafa mjög mismunandi aðferðir til að lögtaka skuld- bindingar og umtalsverður fjöldi þjóða á ráð- stefnunni átti erfitt með að sætta sig við að skil- greiningunni frá Ríó yrði breytt. Davíð segist hafa haldið skýrt fram stefnu íslands um að varúðarreglan væri innbyggð í samninginn. Is- lendingar gætu ekki sætt sig við að samningn- um yrði fómað á kostnað deilna um hvemig þróa ætti varúðarregluna í framtíðinni. Eftir harðar samningaviðræður varð úr að báðir hóp- ar fengu sitt írarn að nokkra leyti. Evrópusam- bandið fékk þvf framgengt að ef vísindanefndin vísar efni frá geti aðildarlöndin breytt þeirri ákvörðun. Á hinn bóginn var ekki fallist á að breyta skilgreiningunni á varúðarreglunni.11 Hjá fulltrúum þróunarlanda kom fram ákveðin gagnrýni á að gert væri ráð fyrir að ráðist væri í aðgerðir gegn þrávirku lífrænu aukaefnunum úr iðnaði með flóknum hátækni- lausnum. Lausnin var ekki langt undan því fall- ist var á að hver þjóð beitti sinni bestu tækni til að forða losun úrgangsefnanna, t.d. væri hægt að afstýra losun þessara efna í andrúmsloftið með því að taka ákveðin efni út úr rasli fyrir brennslu. „Hvað fjármögnunina varðaði varð úr að iðnríkin féllust á að fjármagna skuldbind- ingar þróunarlanda. Upphaflega var gert ráð fyrir að gera það í gegnum svokallaðan GEF- sjóð og varð samkomulag um að hann yrði not- aður a.m.k. til bráðabirgða. Að lokum var geng- ið frá sérstöku ákvæði um tækniþróunarsam- vinnu.“ I samningnum er tekið á 12 þrávirkum líf- rænum efnum með þrenns konar hætti, þ.e. banni, takmörkun á notkun og sérstökum að- gerðum gegn aukaefnum í iðnaði, t.d. díóxíni. „Ég get nefnt að gert er ráð fyrir takmörkun á notkun DDT. Algjört bann kom ekki til greina því efnið gegnir mikilvægu hlutverki í barátt- unni gegn malaríu í sumum löndum. Að sjálf- sögðu var aldrei meiningin að fóma mannslífum fyrir umhverfissjónarmið af þessu tagi. Annað dæmi felst í því að Áströlum var veitt undan- tekning til að nota eina tegund þrávirks h'fræns efnis til að veija tréundirstöðum og annan við fyrir ásókn maura,“ segir Davíð og tekur fram að í samningnum sé sérstaklega gerð grein fyr- ir því hvað gera eigi við birgðir af DDT í þróun- arlöndunum. „Iðnríkin gáfu þróunarríkjunum efnin á sínum tíma. Núna er að koma í ljós að um eins konar hefndargjöf hafi verið að ræða. Ríki heims hafa skuldbundið sig til að taka höndum saman um að leysa vandann.“ PCB ÚR RAFBÚNAÐI Davíð víkur talinu að Islandi. Hann segir að aðallega hafi farið fram mæhngar á PCB og DDT hér á landi. „Fljótlega kom í ljós að sterk fylgni var á milli efnanna í lífríkinu. Upp úr því sprattu tvær kenningar. Annars vegar að upp- sprettan væri sú sama. Hins vegar að blöndun færi fram á sameiginlegri flutningsleið. Með frekari rannsóknum tókst að renna stoðum undir seinni kenninguna, þ.e. efnin koma bæði frá fjarlægum löndum og flytjast með sama hætti á norðlægar slóðir. Huga þarf sérstaklega að því að útrýma algjörlega PCB úr rafbúnaði. íslendingar gerður veralegt átak fyrir 1990 í að farga því PCB-efni sem vitað var um. Efnið er þó því miður enn hægt að finna í litlum þéttum í dreifiveitum. Ekki er því heldur að leyna að enn er að verða til díóxín í opnum sorpbrennslum og við annan opin brana. Brýn þörf er á því að mæla efnið frekar og gera viðeigandi ráðstaf- anir, t.d. með fullkomnari sorpbrennslu eða urðun í stað brennslu. Islendingar era hins veg- ar skuldbundnir undir ýmsum tilskipunum Evrópusambandsins til að grípa til harðari að- gerða en gerðar verða kröfur um í alþjóðlegum samningi.“ Þrátt fyrir að gengið hafi verið frá alþjóð- legum samningi um takmörkun á losun þrá- virkra hfrænna efna hefur samningurinn frá því í Jóhannesarborg ekki enn tekið gildi. „Ráð- herrar aðildarríkjanna 25 koma saman til að skrifa undir samning í Stokkhólmi í vor. Eftir fundinn verður farið í að staðfesta samninginn í hverju landi fyrir sig og hann tekur gildi þegar nægilega margar þjóðir hafa staðfest hann. Staðfestingarferlinu ætti að vera lokið eftir 4 til 5 ár. Að því loknu getur samningurinn loks tek- ið gildi. Inni í samningnum er sérstakt ákvæði um hvernig fylgja beri samþykktinni eftir. Sér- stakri skrifstofu verður komið á fót og þangað eiga þjóðirnar að skila inn upplýsingum um að- gerðir fyrir utan að gert er ráð fyrir ákveðnu eftirhti í tengslum við samninginn. Þjóðimar eiga væntanlega eftir að leggja metnað sinn í að standa við ákvæði samningsins svo hægt verði að greina jákvæð áhrif samningsins innan fárra ára. Hitt er annað mál að ég er þeirrar skoð- unar að áhrifin séu þegar merkjanleg í ljósi þeirrar umræðu og menntunar í þróunarlönd- unum sem fylgt hefur samningsgerðinni."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.