Morgunblaðið - 31.12.2000, Side 32

Morgunblaðið - 31.12.2000, Side 32
32 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALDAMÓT Tuttugasta öldin, sem nú er liðin, hefur verið okkur ís- lendingum farsæl. Á þeirri öld komst íslenzka þjóðin frá fá- tækt til bjargálna. Um síðustu aldamót vorum við fátæk þjóð og fámenn. Að vísu vorum við rík í þeim skilningi, að á þúsund árum höfðum við eignazt sjálfsvitund sem sérstök þjóð. Við höfðum skapað okkur sögu og eignast dýrmæta menningararfleifð. Við höfðum varðveitt tungumál, sem án okkar hefði dáið út. Að öðru leyti áttum við ekki neitt. Á 20. öldinni fengum við fyrst heimastjórn, síðan fullveldi. I kjölfar þess stofnuðum við lýð- veldi. Það tók okkur 30 ár frá stofnun þess, að ná fullum yf- irráðum yfir auðlindum þjóðar- innar í hafinu umhverfis landið. Það tók okkur aldarfjórðung að endurheimta hinn ájpreifanlega vitnisburð um menningararfleifð okkar, handritin. Undir lok sjötta áratugarins var efnahagur okkar enn mjög ótraustur. En á síðustu fjörutíu árum höfum við risið úr ösku- stónni og erum nú um þessi alda- mót ein ríkasta þjóð heims. Þetta er mikill árangur, sem byggist ekki sízt á því að hér býr dugmik- ið og harðgert fólk. Þeir sem hefðu reynt að spá fyrir um atburðarás 20. aldarinn- ar fyrir 100 árum hefðu ekki haft erindi, sem erfiði. Enda hafa slík- ir spádómar enga þýðingu. Við getum hins vegar reynt að gera okkur grein fyrir hvað skiptir okkur mestu á nýrri öld. Mikilvægasta markmið okkar á að vera að varðveita sjálfstæði okkar, þjóðarvitund, tungu okkar og rækta tengslin við þá menn- ingararfleifð, sem við höfum sem þjóð skapað frá því að ísland byggðist. Það verður ekki auðvelt að ná þessu markmiði á 21. öld- inni. Til þess þarf ekki sízt mik- inn metnað og kröfuhörku gagn- vart okkur sjálfum. Það væru ömurleg eftirmæli núlifandi kyn- slóða og komandi kynslóða ef hægt væri að segja eftir hundrað ár, að okkur hefði tekizt þetta þegar við vorum fátæk og smá en glutrað því niður, þegar við vor- um komin í hóp ríkustu þjóða heims. Annað meginmarkmið okkar á nýrri öld á að vera að byggja upp á íslandi svo fullkomið lýðræð- isþjóðfélag, að aðrir þjóðir líti til okkar sem fyrirmyndar. í þessum efnum er fámennið kostur. Ný tölvu- og fjarskiptatækni opnar tækifæri til að hinn almenni borgari eigi meiri beinan þátt í ákvörðunum um meginmál en hið hefðbundna fulltrúalýðræði gefur kost á. Þriðja meginmarkmið okkar á að vera að byggja upp réttlátara þjóðfélag. Sum helztu þjóðfélags- átök síðustu ára og áratuga hafa byggzt á því, að réttlætiskennd fólks hefur verið misboðið. Það á ekki sízt við um deilurnar um fiskveiðistjórnarkerfið. Metnaður okkar á að vera sá, að ná eins langt í að skapa hér réttlátt þjóð- félag og nokkur kostur er. I því felst ekki krafa um efnalegan jöfnuð heldur krafa um réttlátar leikreglur, sem skapi öllum þjóð- félagsþegnum jöfn tækifæri. Og sem jafnasta stöðu. Með ósk um að okkur takist að ná einhverjum árangri í þessum efnum á 21. öldinni sendir Morg- unblaðið landsmönnum öllum árnaðaróskir um aldamót og þakkar langa og farsæla sam- fylgd í rúm 87 ár af 20. öldinni. Forystugreinar Morgunblaðsins 30. desember 1990: „Með hruni kommúnismans hafa þeir kraftar verið leystir úr læðingi, sem eiga eftir að gera níunda áratuginn einn hinn sögulegasta á öldinni. Við sjáum ekki enn fyrir end- ann á þróuninni og því miður bendir margt til þess að íbú- ar Sovétríkjanna megi enn þola skort og ófrelsi um ára- bil, áður en þeir fá um frjálst höfuð strokið. Míkhail Gorb- atsjov áttaði sig á því, að hann gæti ekki beitt valdi til að kúga fylgiríki Sovétríkj- anna í Mið- og Austur- Evrópu. Hann er enn þeirrar skoðunar, að hann geti rétt- lætt valdbeitingu til að brjóta sjálfstæðisvilja lýðveldanna í Sovétríkjunum á bak aftur. Á sama tíma og Gorbatsjov hefur verið við völd í Sovét- ríkjunum hafa ríkin í Vestur- Evrópu markvisst stefnt að nánari samvinnu sín á milli í Evrópubandalaginu. Hinn nýi sameiginlegi markaður þess á að koma til sögunnar í ársbyrjun 1993 og þjóðirnar 12 eru að setja sér ný mark- mið um nánari samvinnu í stjórnmálum og peninga- málum.“ 31. desember 1985: „Sé lítið til þróunar íslenskra stjórn- mála á því ári sem er að kveðja og leitast við að ráða gátur framtíðarinnar er til lítils að staldra við það sem stjórnmálamenn og fjöl- miðlar ræða mest: efnahags- spár, fjárlagatölur, hæð vaxta, ákvörðun gengis og söfnun skulda í útlöndum. Þetta eru allt skamm- tímavandamál. Þau er alltaf unnt að leysa. Mestu skiptir að stjórnmálamönnum takist það sem þeir hafa boðið sig fram til að gera; að veita þjóðinni forystu með þeim hætti að um leiðina að sam- eiginlegu markmiði ríki sæmilegur friður.“ 31. desember 1980: „Því mið- ur höfum við íslendingar ekki yfir neinu sérstöku að gleðjast, þegar við lítum yfir þjóðmálavöllinn um þessi áramót. Þótt undarlegt kunni að virðast, hefur öllu hrakað frá því sem var á árinu 1979. Upplausnin er að ýmsu leyti meiri. Fyrir réttu ári gátu menn þó huggað sig við von- ina um að þau öfl kynnu að sameinast um landstjómina, er hefðu til þess þrótt að leiða þjóðina út úr ógöng- unum. Sú von rættist ekki og afleiðingarnar fara ekki fram hjá neinum, sem ekki heillast af sýndarmennskunni." ÞAÐ ER tómahljóð í alþjóða- hyggjunni, segir hinn merki þjóðfélagsheimspekingur, Isiah Berlin, í athyglisverðu samtali sem ég las á sínum tíma. Hann segir að fólk geti ekki þroskazt nema það sé þáttur af sérstæðri menn- ingu; heyri einhverju samfélagi tíl. Menn heyra til einhverri arfleifð. Það er hægt að bæta við hana, þróa hana og rækta, en ekkert samfélag lifir af með því að ganga af henni dauðri. Það er þannig hlutverk okkar að ávaxta arfleifð- ina, rækta hana; bæta við hana og gera hana fjöl- breyttari með allskyns áhrifum og nýrri reynslu. Á því andartaki sem alþjóðahyggjan legði undir sig öll samfélög og ekkert væri til annað en eitt tungumál, hvort sem væri í listum, viðskiptum eða stjómmálum, einn strengur sem ætti að lýsa sál- arlífi okkar, tilftnningum og arfleifð, þá yrði ekki til alþjóðleg menning, heldur dauð menning eins og Berlin kemst að orði; menning hins einsleita víðáttubúa, gætum við sagt með Kundera. Ef allt lyti sömu lögmálum og afþreyingin og skemmt- anaiðnaðurinn, þ.e. yrði einshyggju alþjóðatungu- málsins að bráð, þá hyrfu öll sérkenni í samfélag- inu inn í eftiröpun og stórþjóðastaðla sem kæmu í stað fijóvgandi og sérstæðrar menningar. Enginn veit hvemig styijöldinni um tungu okk- ar og menningararf lyktar. Hún stendur nú yfir, svo háskaleg sem hún er. Mótstöðukraftur okkar minnkar að ég held með hverju ári sem líður og senn verður tízkan þeim vilhöll sem þykjast vera að vemda íslenzka menningu, en vega nú að rót- um hennar með þeirri erlendu síbylju sem er ein- att einkenni hinna nýju ljósvaka. Jónas er höf- undur þessa fallega orðs og notar það í þýðingu sinni á stjömufræði Úrsins, en mér er til efs hann hefði eytt því á þá háværu fjölmiðla sem nú læsa klónum í hvers manns huga; oft og einatt án tengsla við íslenzkan veraleika og þá arfleifðar- hefð að velja einungis það bezta sem erlendur markaður hefur uppá að bjóða. En íslenzkar sjón- varpsmyndir vekja þó bjartsýni eins og önnur ís- lenzk kvikmyndagerð. Hún gæti haft svipuð áhrif og biflíuþýðingar Odds og Guðbrands. Eg er þá ekki að tala um listræn gæði, heldur vinsældir kvikmynda og varðveizlu tungunnar. Jón forseti Sigurðsson lagði áherzlu á rétt ís- lenzkrar tungu enda væri hún forsenda alls sjálf- stæðis. Hún og landið era hið eina sem heyrir okk- ur til og ekki öðram. Hún er mikilvægasta forsenda arfleifðar okkar. Það stjómar enginn ís- lenzku þjóðinni sem talar ekki tungu hennar. Við höfum sögulega reynslu íyrir því. Islenzkar bók- menntir era skrifaðar á þessa tungu og því era þær okkur dýrmætari en ella. Þær era homsteinn tilvistar okkar og sérstæðs þjóðemis. Því era þær flestu öðra mikilvægari. Ef við glötum tungu okk- ar glötum við einnig þjóðmenningunni og sjálf- stæðinu. Þá hrynur samfélagið. Þá getur ný þjóð heyrt Islandi tíl, að vísu; útlend þjóð, arfleifðar- snauð og opin fyrir erlendri ásókn. Auðnulaus þjóð í leit að sjálfri sér, hamingju sinni; og glataðri sjálfsvirðingu. Sjálfsvirðingin er ekki sízt forsenda hamingju eða höfum við nokkum tíma heyrt talað um ham- ingju þeirra sem hafa glatað sjálfum sér? Þar sem hamingjan býr í hjarta mannsins verður hún ein- ungis varðveitt þar, eins og tungan sem við tölum og tilfinningar sem hún lýsir. Aristóteles segir í Stjómmálum að dyggð sé forsenda hamingju. Það er dyggð að varðveita sérkenni sín, arfleifð og þá ekki sízt tunguna sem er meðal annars dýrmæt vegna þess að hún er tengiliður einnar kynslóðar við aðra. Hvísl milli kynslóða. Við íslendingar sem nú lifum getum átt mikilvæg samtöl við þá sem varðveittu gullald- arbókmenntir okkar - og það á þeirra eigin tungu. Slík samskipti era lítilli þjóð hollt veganesti; stækka hana og auka henni þrek. Án þessa arfs hefðum við ekki fengið sjálfstæði okkar, handritin né 200 mílna fiskveiðilögsögu og án hans væri sjálfsvirðing okkar líklega heldur bágborin. En þótt margt sé harla fagurt og eftirminnilegt í þessum foma menningararfi verður það ekki endurvakið með okkur í upphaflegri mynd. Það getur einungis orðið aflgjafi nýrra hugmynda. Það verður aldrei endurtekning gamalla töfra. And- rúm verður ekki endurtekið. En töfraþula tungu og arfleifðar sækir hljómfall sitt í reglubundna hrynjandi lífs og reynslu. Hún á rætur í kvikunni sjálfri. Og hún hefur fylgt okkur frá ómunatíð. Heimsþorpið TÆKNIN, þ.e. fjar- skipti um gervihnetti, hefur breytt plánet- unni í heimsþorp og rutt úr vegi þeim hindranum sem töfðu fyrir fréttaflutningi. Fréttir um leið og þær gerast er krafa sjónvarpsneytenda og net- fíkla. Og hún hefur neytt dagblöðin til að taka að sér nýtt hlutverk, þ.e. að hjálpa lesendum til að skilja umheiminn og nánasta umhverfi sitt. Tölvu- og símafréttir eiga eftir að auka sam- keppnina en þurfa ekki endilega að ógna dagblöð- unum í næstu framtíð vegna þess að tæknin sem til þarf er enn á þróunarstigi og útbreiðsla tilskil- inna tælga ekki nægilega mikil til að þetta ný- næmi geti veitt blöðunum alvarlega samkeppni. Dagblöðin verða því að öllum líkindum áhrifa- mesti frétta-, upplýsinga- og auglýsingamiðillinn eitthvað fram á þessa öld. En sjónvarpið verður aðalkeppinauturinn. Tæknin mun gera sjónvarpið fjölbrejiilegri miðil en nú er og einkatölvan er orðin eins útbreidd og örbylgjuofnar, vinsælt víxl- verkandi afþreyingartæki. Heimilistölvan verður daglegt brauð. Tölvur eiga eftir að vinna úr sjónvarpssend- ingum alls kyns kennslu- og afþreyingarefni. En síðar blasir við nýr heimur. Þá verður raftæknileg dreifing upplýsinga um sjónvarp orðin helzta boð- leið fyrir margt það efni sem blöðin flytja í dag. Og að mörgu leyti mun þetta rafeindakerfi samsvara raunverulegu dagblaði, búið mörgum sömu kost- um og dagblöðin nú varðandi myndgæði, færan- leika og jafnvel kostnað. Allur fjöldinn verður mjög fær í tölvunotkun, ekki sízt vegna þess hve þessi tækni verður auð- lærð. Þeim erfiðleikum sem komið hafa í veg fyrir að tölvur veiti blöðum og öðrum fjölmiðlum sam- keppni hefur að mestu verið ratt úr vegi. En hvernig fer þá fyrir blöðunum? Þau breytast. Og lesendur þeirra breytast ekki síður með aukinni rafeindalegri dreifingu. Forstjóri Knight-Ridder, sem gefur m.a. út stórblaðið Miami Herald hefur sagt: „Ein helzta hindran sem dagblöð verða að sigrazt á er ólík áhugamál lesenda og skipting þeirra í ótal hags- munahópa." Stafrænt eða gagnvirkt sjónvarp sem merkir að áhorfendur verða sínir eigin dagskrárstjórar mun ýta undir þessa skiptingu vegna þess það hentar hagsmunum þeirra. Æ fleiri lesendur munu ætlast til þess að fjöl- miðlar veiti þeim aðeins þær upplýsingar sem þeir óska eftir af öllu því flóði sem fyrir liggur hverju sinni. Neytendur munu sjálfir skiptast í áhuga- hópa eftir því sem þeim verða ljósari séróskir sín- ar og þeir verða færari um að fullnægja þessum óskum vegna aukins framboðs. Auglýsendur munu í auknum mæli kappkosta að.ná aðeins til líklegustu viðskiptavina. Þeir verða tregir til að greiða fyrir það sem þeir telja óþarfa kynningu á almennum fjöldamarkaði. Þeir munu krefjast sérhæfðari miðla fyrir auglýsingar sínar. Dagblöð verða svo hönnuð handa hveijum og einum, sniðin að sérstökum þörfum lesenda. Þeir fá þannig sérhannaða skammta af fréttum, aug- lýsingum og upplýsingum sem era sérstaklega valin með tiUiti til þarfa hvers og eins. Þetta minnir á hvemig Islendinga sögur, þ.e. elfan mikla, kvíslaðist á 14. öld í smærri lænur eins og Fornaldarsögur Norðurlanda sem vora afþrey- ingarævintýri og annála sem vora til fróðleiks. Hlutverki sagnanna var sem sagt lokið. Það má vera að upplýsingar og fróðleikur dreif- ist til æ fleiri við þessa tækniþróun og nauðsynlegt að halda í þá von. En þetta er samt íhugunarverð framtíð og mér er til efs ég hefði haft áhuga á að gera blaðamennsku að lífsstarfi mínu ef framtíð- arsýn hefði verið sú sem hér er lýst Þetta er fyrst og síðast framtíðarsýn afþreyingar og skemmti- iðnaðar, sérhæfðrar þekkingar en ekki almennr- ar. En ef vel tekst til getur þessi framtíð verið heillandi viðfangsefni, í ætt við vísindaskáldsögu. Dagblöð og dómstólar I ÞEGAR við voram í Noregi vorið 1991 heimsóttum við Stav- anger Aftenblad og áttum ágætt samtal við þáverandi ritstjóra þess, Thor Bjarne Bore, alvarlegan mann og viðræðu- góðan. Nokkra síðar rakst ég á athyglisverða grein eftir hann í málgagni norskra blaðamanna og þar fjallar hann um siðleysi í íjölmiðlum og ábyrgð fréttamanna. Hann segir í upphafi greinar sinnar að fyrrverandi upplýsingafulltrúi hjá Kred- itkassen hafi sagt að fyrir venjulegt fólk sé aðeins eitt verra en að verða fyrir reiði Guðs, það sé að verða umfjöllunarefni á forsíðu Dagbladet eða Verdens Gang án þess vilja það. Þar sé nefnilega hvorki að finna náð né fyrirgefningu. Og Bore seg- ir: „Það er ef til vill ekki þægileg tilhugsun að æ fleiri skuli spyrja hvort nýtt réttarkerfi sé að verða til í Noregi, kerfi þar sem menn era dæmdir sekir um leið og gransemdir vakna, þar sem menn verða að afplána refsingu þegar í stað í gapastokki almenningsálitsins, ásamt öllum þeim ættingjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.