Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 35 Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Sjálfboðaliðar vinna oft erfið og hættuleg störf við leit í siyóflóðum. Þurfandi í Eþíópíu njóta liðsinnis íslenskra sjálfboðaliða. Boðorð sjálfboðaliðans „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðu mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín. [...] Sannlega segi égyð- ur, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér,“ segir mannsonurinn þegar hann kemur aftur í dýrð sinni. (Matt. 25.31-46). Hvað gefur starfið? Hvuð gefur það ungu fólk að vera sjálfboðaliði? „Hver einstaklingur upplifir það sjálfsagt mismunandi hvað sjálfboðið starf gefur hon- um. Hins vegar eru nokkur atriði sem vega þungt samkvæmt minni reynslu, bæði sem sjálf- boðaliða á sínum tíma og í starfi mínu með ungu fólki,“ svarar Konráð Kristjánsson, deildar- stjóri hjá ungmennahréyfingu Rauða kross íslands sem er félagsskapur ungs fólks 30 ára og yngra sem vinnur að mann- úðarmálum í sjálfboðavinnu. „Ég vil nefna atriði eins og félagsþroska, aðgengi að ýmiss konar fræðslu, reynslu á mörg- um sviðum, s.s. í uppbyggingu verkefna, fundastjórn og út- gáfu, auk þeirrar reynslu sem sérhæfing hvers félags gefur. Aukin hæfni í samskiptum við fólk, góð tilfinning með það að leiðarljósi að það starf sem maður vinnur komi öðrum til góðs, möguleikar á samskiptum við jafnaldra víðs vegar um heiminn leiða af sér betri skiln- ing á högum þeirra sem búa á öðrum menningarsvæðum, aukinn tilgangur, þ.e. þegar maður er sannfærður um að sá málstaður sem félagið sem maður leggur til krafta sína sé góður.“ (Sjá nánar: www.red- cross.is) Hver er hugsjónin? K F U M Hver er hugsjón sjálfboðalið- ans? „Ég geri ráð fyrir að þú viljir fá svar út frá sjónarhóli kristilegrar Ysjalfboða- liðahreyfing- ar,“ svarar Kjartan Jóns- son kristniboði og fram- kvæmdastjóri KFUM og K. „Sjálfboðaliði í kristilegu starfi sinnir þjónustu fyrst og fremst: a) Sem þakklæti til Guðs fyrir trúna sem hann gefur og allt sem trúin gefur honum, sem er til dæmis fyrirgefning syndanna, eilíft líf, kærleikur Guðs og langlyndi við okkur, tryggð hans, gleði sem trúin gefur, friður, tilgangur með lífinu, leiðbeining til góðs líf- ernis (sem byggist m.a. á boðorðunum 10) o.s.frv. b) Löngun til að deila trúnni með öðrum.“ Hugsjónin er því að aðrir eignist líka hina kristnu trú eins og sjálfboðaliðinn, að mati Kjartans. „Þetta er í mjög stuttu máli hugsjón sjálfboðaliðans í kristilegum leikmannahreyfingum sem byggjast á stai-fi sjálfboða- liða.“ (Sjá nánar: www. kfum.is.) að hrinda úr vör ári sjálfboðaliðans, því að á árinu 2001 ætlum við að hylla og hvetja áfram þær milljónir af ósérhlífnum konum og körlum, ung- um og gömlum, sem gefa af tíma sín- um og orku til að bæta líf annarra og þeirra eigin.“ Astrid hvatti stjóm- völd um heim allan til að grípa tæki- færið á Ari sjálfboðaliðans til að betr- umbæta lagalegan, fjárhagslegan og pólitískan grundvöll sjálfboðavinnu. Alþjóðasambandið sjálft, sagði Ast- rid, hyggst ganga á undan með góðu fordæmi og efla meðal annars þjálfun sjálfboðaliða. „Enda getum við ekki lengur tekið sjálfboðaliðum sem gefnum." Sharon Capeling-Alaldja, hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði sjálfboðamennsku hafa fallið í skugg- ann í nútímanum: „Sjálfboðaliðar eru hinar þöglu hetjur heimsins.“ (heim- ild: www.redcross.is) Heimasíða SÞ á alþjóðaári sjálfboðaliðans Sameinuðu þjóðimar styðja sjálf- boðaliða hvarvetna og hafa opnað í tilefni ársins veglega heimasíðu: http:/Avww.iyv.org, og er þar að finna allar upplýsingar um væntanlegt al- þjóðaár og þar geta sjálfboðaliða- félög skráð sig. íslensku félögin sem hafa þegar skráð sig em Rauði kross íslands, Amnesty Intemational, Æskulýðsráð ríkisins, Hitt húsið, KFUM/KFUK og nefndir um ungt fólk og íþróttir hjá menntamálaráðu- neyti. Á heimasíðunni er einnig hægt að fá merki ársins, hugmyndir að að- gerðum, samband við sjálfboðaliða- félög í öðram löndum, greinar og ým- islegt annað gagnlegt. Sjálfboðaliðinn hefur verið kallað- ur hin þögla hetja eða hvunndags- hetja. Ástæðan er m.a. sú að oft era sjálfboðaliðastörf hættuleg og þau krefjast hugrekkis. Sjálfboðaliðinn kemur stundum að hörmulegum slysum og einnig að látnu fólki. Hann sér einnig hugraða og þjáð böm. Hann vitjar sjúkra og gerir oft það sem aðrir veigra sér við að gera. Hann hefur hjartað sem gerir gæfu- muninn í samfélaginu. Slysavamafélgið Landsbjörg er dæmi um öflugt íslenskt sjálfboða- liðafélag, en allt rekstrarfé er fengið með fjáröflunum eða með styrkjum. í félaginu era 18.000 félagar sem hafa starfsstöðvar allt í kringum ísland. Stundum þurfa félagsmenn þess að stofna lífi sínu í hættu til að bjarga öðram mannslífum og stundum eru einstaklingar sem koma að slysum lengi að jafna sig, og jafna sig ef til vill aldri. . Hugsjóninumað lina þjáningar Umhyggjan, hjálparhöndin, viljinn til að hjálpa án endurgjalds er ein- kenni sjálfboðaliðans ásamt hug- rekkinu. Starfið er hugsjón. Rauði krossinn er slík hugsjón, hér er brot af henni: Hugsjónagrundvöllur Rauða krossins er fólginn í markmið- unum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjón- ustu, einingu og alheimshreyfingu. Sérhverjum starfsmanni og sjálf- boðaliða Rauða krossins um heim all- an ber að starfa samkvæmt grund- vallarmarkmiðunum. Hjálpin er án manngreinarálits, og löngunin að koma í veg fyrir og létta þjáningar fólks hvar sem það er statt. Tilgang- urinn er að vemda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Einnig að vinna að gagnkvæmum skilningi, vináttu, samstarfi og var- anlegum friði meðal allra þjóða. Hlutleysins er gætt í ófriði og aldrei tekið þátt í deilum vegna stjómmála, kynþátta, trúarbragða eða hug- myndafræði. Félög hreyfingarinnar verða ætíð að varðveita sjálfstæði sitt svo þau geti starfað í samræmi við grandvallarmarkmið hreyfingarinn- ar. Amnesty Intemational er einnig hugsjón. Éélagið er alheimshreyfing fólks, eins og Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn, sem berst fyrir mannréttindum. Starfsemin er byggð á vandlega unnum rannsókn- um og mannréttindaviðmiðum sem viðurkennd era í hinu alþjóðlega samfélagi. Samtökin era óháð stjóm- völdum hvar sem er, stjómmála- stefnum, fjárhagslegum hagsmunum og trúarbrögðum. Amnesty Inter- national fær sjálfboðaliða til starfa - fólk sem gefur tíma sinn og orku til að sýna fómarlömbum mannrétt- indabrota samstöðu. Félaga samtak- anna og stuðningsmenn er að finna í meira en 140 löndum. Þeir koma úr öllum áttum mannlegs samfélags og höfða ólíkar stjómmálalegar og trú- arlegar skoðanir, en það brýnir félagsmenn til að vilja vinna að því að skapa heim þar sem allir njóta mann- réttinda. (http://www.amnesty.is) Félagsmenn í sjálfboðaliðafélög- um bera umhyggju tyrir æskunni og starfrækja símalínur þar sem ungt fólk í vanda getur hringt og beðið um stuðning (d: Vinalínan). Fólk sem er einmana, fólk í vímuefnum. Fólk í sorg. Fólk sem jafnvel íhugar sjálfs- morð. Kristján Ingi Kristjánsson lög- reglumaður sagði nýlega í samtali við Morgunblaðið: „Ég get aldrei gleymt þeim stundum þegar ég hef gerst boðberi válegra tíðinda. Þetta era til- finningaþrangin augnablik og hafa fest fyrir lífstíð í minni mínu. Eftir slíka vinnu hef ég oft verið örmagna. Ég hef komið heim örþreyttur og lít- ið lagt af mörkum fyrir fjölskyldu mína. Dætur mínar hafa oft imdrast og spurt mig: „Pabbi, af hveiju ertu svona leiður?“ Ég get ekki svarað þeim að ég hafi verið að vinna við harmleik og mér stökkvi því ekki bros á vör. Ég get engu svarað." (14/ 12). Og einmitt núna stendur yfir sókn sjálfboðaliða gegn sjálfsvígum ungs fólks. í Háskólabíó á föstudag tóku svo tónlistarmenn sig saman og héldu hljómleika til styrktar krabba- meinssjúkum bömum. Þannig er starf sjálfboðaliðans. Orðabók Há- skólans, lexis.is sjálfboðabíll sjálfboðafélag sjálfboðaher sjálfboðaherlið sjálfboðakennari sjálfboðalið sjálfboðaliðabann sjálfboðaliðastarf sj álfboðaliðasveit sjálfboðaliði sjálfboðaliðsherfloti sjálfboðaliðsherskip sjálfboðaliðshjúkrunarkona sjállboðaliðsstofnun sjálfboðaliðssveit sjálfboðaliðsveit sjálfboðaliðsvinna sjálfboðalýður sjálfboðalögregla sjálfboðasamtök sjálfboðastarf sjálfboðasveit sjálfboðaverk sjálfboðavinna sjálfboði ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.