Morgunblaðið - 31.12.2000, Side 46

Morgunblaðið - 31.12.2000, Side 46
J»6 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Já, £rú.. VIö erum hér til að endumýja Hún sagði að það hundaleyfið hans... væri ekkert að var ekkert hræddur.. þetta I WA5NT WORRIEP.. THI5 EYE 15 EVEN BETTER../ óttast.. Þú þarft ekki auga er jafiivel að fara í sjónpróf.. enn betra.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Simbréf 569 1329 Tímatalsstaðall Frá Þorvaldi Gunnlaugssyni: VTÐ ÞESSI tímamót er rétt að vekja athygli á alþjóðlegum staðli (ISO8601) um hvemig rita skuli tíma- setningar á talnaformi. Samkvæmt staðlinum skal rita gamlársdag þessa árs með 2000-12- 31. Styttingar eru leyfðar eins og t.d. 00-12-31 en óæskilegar nema í réttu samhengi, einnig má alltaf fella band- strikin en 20001231 eða 001231 er mun ólæsilegra. Samkvæmt staðlinum eigum við ekki að rita 31.12.2000 eða t.d. 01.02.03 því það getur misskilist, en ef við notum bókstafi getum við áfram ritað t.d. 31. des. 2000 í íslenskum texta þar sem ekki er ætlast til að dagsetningin sé skiljanleg á öðrum málum eða þekkist af t.d. leitarvél á vefnum. Samkvæmt staðlinum má einnig nota númer dagins innan ársins 2000- 366, 2001-001 er þá nýársdagur. Einnig má nota vikunúmerið og viku- dagsnúmerið 2000W52-7, 2001W01-1 fyrir nýársdag. Skilgreiningin á viku sem mætti kalla vinnuviku, bytjar á mánudegi sem er númer 1 og endar á sunnudegi númer 7. Fimmtudagur er því númer 4 og miðdagur vikunnar en ekki miðviku- dagurinn. Helgin skiptist því ekki á tvær vikur heldur er raunverulega „weekend". Fyrsta vika ársins er sú vika sem inniheldur fyrsta fimmtu- dag ársins. Síðasta sekúnda dagsins er 23:59:59, þ.e. nota skal tvípunkt á milli. Tímabelti eru ekki skilgreind í staðlinum, en gefa skal frávik stað- artíma frá UTC (Universal Time, GMT er ekki lengur notað). í stað UTC má rita Z þannig að 12:00:00 Z er nú í vetur 13:00:00 +1:00 í París en 07:00:00-5:00 íNewYork. Sumum finnast formerkin snúa vit- laust hér, en það er samkvæmt hefð að tilgreina frávikið en ekki leiðrétt- inguna. Þessi staðall er númerakerfí sem ætlað er öllum trúfélögum, hann miðast ekki við fæðingu Krists og tekur ekki afstöðu til þess hvort árið núll sé til. Engin skilgreining er á öld í staðlinum. Aldir hafa verið númerað- ar frá 1 og uppúr þannig að númer aldarinnar er ekki í samræmi við ár- hundraðið. Á tuttugustu öld var ár- hundraðið oftast 19 en deilur standa um hvenær öld ljúki. I númerakerfi staðalsins er ljóst að nítjánda hundr- aðinu lauk þegar árið 2000 hófst, stað- allinn gefur því ekki tilefni til sér- stakra hátíðahalda um áramótin 2000-2001, þau verða menn að halda á öðrum forsemdum. Eins og sagt er á dönsku ,4 nittenhundrede talet“ og á ensku „in the nineteenhundreds“ lauk þegar árið 2000 hófst. Því miður þekki ég ekki þjált orða- lag á íslensku sem segir það sama og gefur ekki tilefni til deilna og mis- skilnings. Síðasta keisaralega ákvörðun um skilgreiningu á því hvað öld er var tekin af Wilhelm Þýskalandskeisara sem skar úr um að árið 1900 skildi tilheyra tuttugustu öld. Sam- kvæmt því tilheyrði árið 2000 tuttug- ustu og fyrstu öld og þriðja árþúsundi en var ekki síðasta ár tuttugustu ald- ar. ÞORVALDUR GUNNLAUGSSON, stærðfræðingur og starfar m.a. við vefhönnun hjá halo.is. Islandspóstur brást Frá Einari Braga Bragasyni: VIÐ SEM búum út á landi og erum víst kallað landsbyggðarfólk treyst- um mikið á stofnun sem kallar sig Islandspóst, bæði er við sendum öðr- um eitthvað eða fáum sent eitthvað. Nú fyrir jólin þurfti ég eins og önnur jól að senda pakka suður til Reykjavíkur og fór þess vegna þann 20. desember með tvo pakka út á pósthús hér á Seyðisfirði í öðrum þeirra voru jólagjafir til vina og ætt- ingja en í hinum voru rjúpur til vinar míns. Hafði vinur minn einmitt sama dag beðið mig að spyrja fólkið á pósthúsinu hvort pakkarnir væru ekki örugglega keyrðir út og var mér sagt að svo væri og lét ég vin minn vitaafþví. Á aðfangadag um kl 14.00 ákvað konan mín að hringja suður í móður sína og heyra í henni hljóðið eins og gengur og gerist og kemur þá í ljós að jólapakkinn frá okkur hafði aldrei borist til hennar en í honum voru jólagjafir til nokkuð margra ætt- ingja. I ljósi þessara nýju upplýsinga ákvað undirritaður að athuga hvort rjúpurnar hefðu þá komist til skila og reyndist svo heldur ekki vera. Ég get varla lýst hvað ég varð reiður þarna sem ég stóð í eldhús- inu, en ákvað að athuga á textavarp- inu hvað væri að frétta af póstmál- unum. I textavarpinu stóð að Islandspóstur viðurkenndi mistök og enn séu jólapakkar í þeirra fór- um, en þeir verði ekki keyrðir út í dag, aðfangadag. Bíðið nú við, þeir viðurkenna að hafa klúðrað málunum en ætla ekk- ert að gera í því. Þar sem ég stóð ætlaði ég varla að trúa því sem ég las, ákvað samt að hringja í þessa miklu menn og heyra í þeim hljóðið. En það kom að engum notum því auðvitað var alltaf á tali. Ég held að þessi jól hafi verið gengið frá þeirri gömlu rómantík um að pósturinn berjist í gegnum.storm og hríð til þess að koma póstinum til skila. Að lokum vil ég samt koma á framfæri þökkum til starfsmanna íslandspósts hér á Seyðisfirði. EINAR BRAGI BRAGASON, Múlavegi 37, Seyðisfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.