Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
&5Q)j ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
ANTÍGÓNA eftir Sófókles
4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. lau.
13/1 nokkur sæti laus, 7. sýn. sun. 14/1 nokkur sæti laus.
HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne
Lau. 6/1 nokkur sæti laus, sun. 7/1, fös. 12/1.
Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI eftir Marie Jones
Mið. 3/1 nokkur sæti laus, fös. 5/1, lau. 13/1, sun. 14/1.
ÁSTKONUR PICASSOS - Brian McAvera
Fim. 11/1 og fös. 12/1.
Miðasalan er lokuð í dag, gamlársdag og nýársdag,
opnað aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 13.00.
www.leikhusid.is midasala®leikhusid.is Símapantanir frá kl. 10 virka daga.
KaffiLeikhnsið
Vesturgötu 3 —WSMHa—
Missa Solemnis
helgieinleikur á síðasta degi jóia
9. sýn. lau. 6. jan kl 17:30 siðasta sýning
„Jórunn Sigurðardóttir flutti einleikinn frá-
bærlega.. einstök helgistund i Kaffileikhúsinu"
(SAB Mbl|.
Stormur og Ormur
22. sýn. sun. 14. jan kl 15:00
23. sýn. sun. 21 .jan kl 15:00
„Halla Margrét fer á kostum". (GUN Dagur)
„Óskammfeilni ormurinn...húmorinn hitti beint
I mark..." SH/Mbl
Eva
bersögull sjálfsvarnareinleikur
5. sýn. þri. 9. jan kl 21:00
6. sýn. fös. 12. jan kl 21:00
7. sýn. fim. 18. jan kl 21:00
8. sýn. lau. 20. jan kl 21:00
„...textinn erbæði skemmtilegur og sannur iallri
sinni tragi-kómik...ég skora á Ikonur/að fjölmenna
og taka karlana með... “ (SAB Mbl.l
Háaloft
geðveikur svartur gamaneinleikur
18. sýn laugardag 13. jan kl 21:00
19. sýn þriðjudag 16. jan kl 21:00
20. sýn föstudag 19. jan kl 21:00
„Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og
vönduð umgjörð. ‘ (SAB Mbl)
...undirtónninn sár og tregafullur." (HF DV)
Jiiújj'engur máLsverdur
fyrir allar kv-öldsýningar
/-----------------------------------x
Kaffileikhúsið óskar öllum gestum
sínum gleðilegs nýs árs og þakkar
samveruna á árinu sem er að iiða
MIÐASALA I SIMA 551 9055
Óskum samstarfsaðilum,
viðskiptavinum og
velunnurum okkar
gleðilegs nýs úrs
5
Menningarmiðstöðin Gerðuberg
H
Sorgar og
samúðarmerki
Borið við mitiningaralha&iir
og jarðarfarir.
AJIur ágóði rennur til
Uknarmála.
Fæst á bensínstöðvum,
í Kirkjuhúsinu og í
blómaverslunum.
KRABBAMEINSSJUK BÖRN
<5ír HJÁLPARSTOFNUN
>317 KIRKJUNNAR
0
Shell
% mbl.is
-ALLTAf= eiTTH\SA£) NÝTT
BORGARLEIKHUSIÐ
Leikfélag Reykjavíkur
Næstu sýningar
Litla svið
ABIGAIL HELDUR PARTI e. Mike Leigh
Fös 5. jan kl. 20
Lau 6. jan kl. 19
Stóra svið
SKÁLDANÓTT e. Hallgrtm Helgason
Lau 6. jan kl. 19
Lau 13.jan kl. 20
MÓGLl e. Rudyard Kipling
Sun 7. jan kl. 14
Sun 14. jan kl. 14
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka
daga. Fax 568 0383 midasala@borgarieikhus.is
www.borgarleikhus.is
Leikfélag íslands
Gjafakort í Leikhúsið
- skemmtileg jólagjöf sem lifir lengi
tasTflBnu
552 3000
Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL 20
fös 5/1, C&D kort gilda UPPSELT
sun 7/1, Aukasýning
fim 11/1 UPPSELT
lau 13/1, E&F kort gilda örfá sæti
fim 18/1 Aukasýning
fös 19/1, G&H kort gilda örfá sæti
lau 27/1 nokkur sæti laus
SJEIKSPÍR EING OG
HANN LEGGUR SIG
lau-6/1 kl. 19 nokkur sæti laus
fös 12/1 kl. 20 nokkur sæti iaus
lau 20/1 kl. 20
fös 26/1
530 3O3O
'ia SÝND VEIÐI
lau 6/1 kl. 20 örfá sæti laus
M- fös 12/1 kl. 20
TRUÐLEIKUR
fös 5/1 kl. 20
fim 11/1 kl. 20
Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18
um helgar og fram sýningu alla sýningardaga.
Hópasala fyrir ieikhús og/eða veitingahús er
í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
midasala@leik.is — www.leik.is
HAFNARFJARÐARLEIKHUSIÐ
®
H|ll. - eftir
* Olaf Hatik
Síinonarson
fös. 5. jan. laus sæti
fös. 12 jan. laus sæti
lau. 13. jan. laus sæti
fös. 19. jan. laus sæti
Sýningar heflast kl. 20
Vitleysingamir eru hluti af dagskrá Á mörkunum,
Leiklfstarháu'ðar Sjálfstæðu leikhúsanna.
Miðasala í síma 555 2222
og á www.visir.is
FOLKI FRETTUM
Myndbönd
ársins 2000
A áramótum er góður siður að fíta um öxl og skoða það sem hæst hefur borið.
Myndbandagagnrýnendur Morgunblaðsins hafa tekið, hver fyrir sig, saman
lista yfír tíu frambærilegustu kvikmyndirnar, að þeirra mati, sem settust á
hillur myndbandaleiga landsins á árinu. Vitanlega eru miklu fleiri góðar
myndir sem komu út - myndir sem hefðu sæmt sér vel á eftirfarandi listum.
Heiða Jóhannsdóttir
ISIagsmálafélagið / Fight Club
Ögrandi kvikmynd um nið-
urbrot borgaralegra gilda sem virkj-
ar áhorfandann á frumlegan hátt.
David Fincher skilar hér sínu besta
verki.
2Að vera John Malkovich /
Being John Malkovich
Býr yfir hugmyndaauðgi sem hefði
nægt til að fylla tíu venjulegar
Hollywood-kvikmyndir. Hún er
vægast sagt undarleg en um leið er
mikið í hana spunnið þar sem hún
spyr mikilsverðra spurninga um
kynferði, sjálfsmyndar- og ham-
ingjuleit.
3Berið út þá dauðu /
Bringing Out the Dead
Hér sannar meistari Scorsese enn
og aftur að fáir leikstjórar komast
með tæmar þar sem hann hefur
hælana, en myndin kallast á
skemmtilegan hátt á við eina fræg-
ustu mynd hans, Taxi Driver.
4Strákar gráta ei / Boys Don’t Cry
Átakanleg kvikmynd byggð á
hörmulegum atburðum sem áttu sér
stað í Nebraska-fylki í Bandaríkj-
unum. Afar áhrifaríkt að líta þá
þessu ljósi, sérstaklega með hliðsjón
-af heimildarmyndinni The Brandon
Teena Story.
5Magnólía / Magnolia
Þessi breiða og margþætta
kvikmynd er áhugaverð fyrir marg-
ar sakir. Handritið er óhefðbundið
og feikilega sterk umfjöllun um gleði
og sorgir ólíkra einstaklinga.
6Amensk fegurð /American Beauty
Amerísk fegurð er óvænt dæmi
um ögi-andi kvikmynd sem nær al-
mennri hylli, sbr. Oskarsverðlaun og
vinsældir. Skörp samfélagsmynd
sem vekur spurningum um fag-
urfræði tilverunnar.
7Karlinn í tunglinu /
Man on the Moon
Jim Carrey er frábær í hlutverki
Kaufmans, en þar sannar hann að
handan grettnanna og geiflnanna
býr sterkur leikari. Enn ein rósin í
hnappagat stórleikstjórans Milosar
Formans.
8Saga Brandon Teena /
The Brandon Teena Story
í þessari áhrifamiklu heimild-
aiTnynd er hið óhugnanlega morð-
mál í Nebraska skoðað frá öllum
hliðum. Sett saman af kunnáttusemi
og innsæi, þar sem heimildai-mynda-
formið er notað til hins ýtrasta.
9Amerískur vitfirringur /
American Psycho
Ein snjallasta kvikmyndaaðlögun
sem sést hefur lengi. Leikstýrunni
Mary Harron tekst að búa til mjög
góða kvikmynd upp úr bók sem talin
var ókvikmyndunarhæf.
Árans Ámál / Fucking Ámál
Óvæntur glaðningur frá
frændum okkar Svíum, og frábær
unglingamynd. Hin leitandi og óör-
ugga unglingatilvera er svo raun-
veruleg að allir sem eru eða hafa
verið unglingar hljóta að kannast
þar við sig.
Ottó Geir Borg
IMagnólía/Magnolia
Tvímælalaust langbesta mynd
sem gefin var út á þessu ári. Lag-
skiptur dramatískur frásagnarmáti
Andersons hentar umfjöllunarefn-
inu fullkomlega og leikurinn er óað-
finnanlegur.
2Að vera John Malkovich /
Being John Malkovich
Snilldarleg og súrrealísk frumraun
tónlistarmyndbanda leikstjórans
Julianne Moore og Jason Robards heitinn í Magnólíu
sem af mörgum er talin niynd ársins.
Spike Jonze. Sniðug frá upphafi til
enda og leikur John Malkovich er
frábær.
3Amerísk fegurð / American Beauty
Traust í alla staði og átti Kevin
Spacey vel skilið sinn annan Óskar
fyrir leik sinnf þessari invnd.
4Fíaskó
Vanmetnasta íslenska mynd
síðasta árs. Frábær frumraun Ragn-
ars Bragasonar er fyndin, sorgleg
og hnitmiðuð innsýn í hugarfar
þriggja kynslóða af íslendingum.
SAIIt um móður mína /
Todo sobre mi madre
Besta mynd sem Almodovar hefur
sent frá sér og er algjörlega laus við
afbrigðileikahátterni hans fyrri
mynda.
6Sagan af Straight / Straight Story
Hugljúf mynd David Lynch
sem togar í hjartastrengina ólíkt
öðrum myndum hans sem spila með
ímyndunaraflið. Richard Farns-
worth setur glæsilegan lokapunkt á
feril sinn.
7Sólskin / Sunshine
Ralph Fiennes sýnir snilld-
artilþrif í sögu um þrjár kynslóðir af
Gyðingum í Ungverjalandi í metn-
aðarfullri stórmynd Szabós.
8Skylmingaþræll / Gladiator
Glæsileg endurreisn „sverða og
sandala“-stórmyndanna. Russel
Crowe er krafturinn og karl-
mennskan uppmáluð sem skylm-
ingaþrællinn Maximus. Besta mynd
Ridley Scott í 18 ár.
9Mononoke prinsessa /
Princess Mononoke
Listaverk Miyazakis er gott dæmi
um þá gæðaframleiðslu sem á sér
stað í Japan á teiknimyndum sem
höfða ekki bara til bama heldur eru
fullorðnir líka markhópur þeirra.
Peir borða hunda í Kína /
_ J-T Kina Spiser de Hunde
Án efa svartasta og fyndnasta gam-
anmynd síðasta árs og þó víðarværi
leitað. Ofbeldið og skepnuskapurinn
gæti hneykslað marga en fyrir þá
sem þola öll lætin er um ógleym-
anlega mynd að ræða.
Skarphédinn Gudmundsson
IMagnólía / Magnolia
Hvernig sem á er litið er mynd
Andersons sú margbrotnasta og um
leið eftirminnilegasta sem leit dags-
ins ljós á myndbandi á árinu. Hér
helst allt í hendur, mögnuð saga, frá-
bær leikur, kröftug kvikmyndagerð
og ögrandi efnistök.
2Uppljóstrarinn /The Insider
Michael Mann er kvikmynda-
gerðarmaður sem vex með hverri
mynd. Frammistaða Russell Crowe
á sér enga líka á árinu, hvað sem öll-
um verðlaunaútnefningum leið.
3AjK er gott að austan / East is East
Óvæntasti glaðningur ársins og
um leið sú myrrd sem bjargaði andliti
breskrar kvikmyndagerðar. Sérdeil-
is áhugaverð mynd sem tekur á stór-
skemmtilegan máta á grafalvarlegu
máli sem varðar innflytjendur og að-
lögun þeirra að nýjum háttum og
siðum.
4Slagsmálafélagið / Fight Club
David Fincher heldur sig enn á
rökkurslóðum, bæði hvað útlit og
innihald varðar. Slagsmálafélagið er
kröftug, óvægin og ögrandi mynd
þar sem hæfileikar einhverra fram-
bærilegustu leikara samtímans eru
nýttir til hins ýtrasta.
5Skylmingarþrællinn / Gladiator
Kærkominn glaðningur fyrir þá
sem saknað hafa gömlu þrjúbíó-
stemmningarinnar og búninga-
stórmynda fyrri tíma. Ævintýra-
mynd eins og þær bestar gerast og
listilegt sjónarspil hins mistæka
Ridley Scott.
6Amerísk Fegurð/ American Beauty
Einstaklega vel heppnað þjóð-
félagsdrama þar sem kolsvai-tur
húmorinn dregur aldrei úr áhrifa-
mætti hinnar háríínu ádeilu á yf-
irborðskennt og ófullnægt líf
tveggja úthverfafjölskylna.
7Arans Ámál / Fucking Ámál
Langbesta unglingamynd árs-
ins. Kannski ekkert rosalega fyndin
eða svöl en á móti kemur að hún
virðist draga upp kórrétta mynd af
lífi og tilfinningaflækjum unglinga.
8Að vera John Malkovich /
Being John Malkovich
Þessi frumburður tónlistarmynd-
bandagoðsins Spikes Jonze er ein
allra frumlegasta mynd ársins, ef
ekki sú frumlegasta. Fullhamslaus
en einstakt leikaraliðið sýnir fá-
dæma djörfung og hug.
9Prír kóngar/Three Kings
í fyrstu virtist þessi ósköp
venjuleg hormónaspennumynd en
reyndist undir yfirborðinu vera sér-
deilis áhrifamikil og lunkin ádeila á
vafasamt stríðsbrölt Vesturlanda í
Flóabardaga.
■44% Réttlátur maður/
- A Reasonable Man
Af nokkrum prýðilegum frumsýn-
ingum á myndbandi þetta árið
stendur þessi um margt upp úr. Svo
til algjörlega óþekkt mynd frá Suð-
ur-Afríku þar sem tekið er af skyn-
semi á spurningunni hvemig sam-
ræma megi vestrænt réttarsiðferði
hindurvitni frumbyggjanna.