Skírnir - 01.01.1837, Blaðsíða 38
a<5 verja kóleru inngaungu, enda fór svo aS hún
komst ekki til Róraaborgar. A sjálfa kyndilraessu
í fyrra vetur andaSist María Lætitia Bónaparte,
móðir Napóleons hins mikla; getum viS þess lier,
af þvi hún bjó i Rómaborg seinustu árin sem hún
lifSi, og dó þar; hún haföi fimm um áttræöt og
hafði legið i kör nokkur ár og verið blind. Varla
mun nokkur kona hafa reynt hverflyndi gjæfunnar
einsog hún; hún lifði það, að sjá öli börn sin
sitja að rikjum i ymsum löndum Norðurálfunnar og
einn sona sinna að heita mátti einvaldann yfir öllu
meginlandi álfunnar, en siðan sá liún allt þetta
tvístrast, flesta af sonum sínum deya og suma í
varðhaldi án þess hún gæti orðið þeim að liði;
þannig barst henni hvör harmsagan á fætur ann-
ari, og seinast fretti hún lát prinsessunnar af
Montfort og hafði hún unnt henni mest. Enginn
var hjá henni af ættíngjum hennar nema „Fesch
Kardínáli” hálfbróðir liennar; hún kaus ser að
Jiggja í Ajaccíó á Korsíku, þar sem hún liafði
alið börn sin, og var lik hennar þángað flutt og
jarðað með konúnglegum sóma.
Sardiniuriki, norðast á Italíu, liefir, scm allir
vita, nafn sitt af eyunni Sardiniu sem liggur í
miðjarðarhafi skammt fyrir sunnan Korsíku; eyan
er stór, 400 ferhyrndar mílur ummáls og hafa
eyarbúar meira frelsi enn þeir á meginlandinu,
því þeir eiga fuljtrúaþing; skömmu fýrir nýár í
fyrra var þar allt i uppnámi, af þvi konúngur
heimtaði af þeira gjald, 00,000 dala, sem þeir vildu
ekki borga; en það var svo undir komið, að um
árið þegar Frakkar óðu inn í rikið og konúngur