Skírnir - 01.01.1837, Blaðsíða 22
24
vel aS leiðarbrefum þeirra sem kæmu, en fengiS
til styrktar liálft íimta hundrað fótgaunguliðs og
40 riddarar. '
Frá Tyrkjum. Ailtaf er MahmúS Tyrkjakeisari
óþreytandi í aS umskapa þjóð sína eptir dæmi
siðaðra þjóða í Norðurálfu, og auðnast honum það
svo vel að furðu gegnir, þareð hann á að berjast
við einhvörja þá einþykkustu og lötustu þjóð sem
er til, og má marka skaplyndi Tyrkja á þvi, að
hvað lítið sem brugðið er af inngrónum vana þá
liggur við upphlaupi, því það kalla þeir breytt
móti vilja ens heilaga spámanns. það varð einkum
rojög óvinsælt þegar keisarinn let draga upp mind
sina á spjöld, og útbita meðal herraanna sinna, því
Kóraninn bannar öllum sanntrúuðum (Moslemim)
að eiga eða gjöra þvílíkt, cn það er mælt að hann
ætli nú að fara lengra, og láta draga upp mind
sjálfs ens mikla spámanns og hengja upp i höf-
uðmusteri borgarinnar (Sophie-mosköe). þetta
mikla hof, sem einusinni var dýrðlegasta kirkja
i kristninni, heíir Bútaniefur (Butaniew) sendi-
herra Uússa fengið leyíi til að skoða, fyrstur allra
kristinna manna, og fór hann með G00 manns,
sem hann tók raeð ser af kristnum mönnum, og
skoðaði öll merkishofin i Miklagarði á einum degi.
Mest koma fram breytíngarnar ennþá við herinn,
sem keisarinn gjörir sér mikið far um að æfa sem
bezt, og heldur hann marga, einkum prússneska,
hermenn til að kenna þjóðinni allskyns hernaðar
brögð sem tíðkuð eru í Norðurálfu, liefir liann
og safnað grúa vopna og lierbúnaðar bæði lianda
sjóiiði og landliði, livað sem á þarf að halda, og í