Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1890, Side 8

Skírnir - 01.01.1890, Side 8
8 FEKÐ STANLEYS í AFRÍKTJ 1887-89. sendi enga burðarkarla. Hann kvað sig sjálfan vanta burð- arkarla. Barttelot sendi Evrópumann til hans og fór síðan sjálfur til að herða á honum, og fókk eptir 11 mánaða bið 400 burðarkarla. Tippil kom sjálfur í búðir Barttelots og sagði, að burðarkarlarnir væru svo þungt ldæddir, að þeir gætu ekki borið öll skotfærin. Barttelot varð að láta sér þetta lynda og lagði nú á stað með 30 Súdansmenn og 70 Zanzibarmenn. Engir af sendimönnum Stanleys höfðu kom- izt til Barttelot, og hélt hann því eins og aðrir, að hann væri ekki á lífi, en vildi þó efna loforð sitt og fara á eptir honum, þó hann væri sjálfur ekki heill heilsu. Hinn 11. júní 1888, nærri ári seinna en Stanley, lagði hann af stað frá Jambuya, og voru í för með honum tveir Evrópumenn. Yiku síðar var hann skotinn af burðarkörlum snemma morguns í tjaldi sínu. |>eir kölluðu: «hvíti maðurinn er fallinn», og burðarkarlarnir hlupu þá hver í sína áttina. Annar Evrópumaðurinn dó skömmu síðar af veikindum. Hinn, Bonny, hitti Stanlcy 17. ágúst, eins og áður er sagt. Stanley hafði hlakkað til að fá ýmsa muni, sem hann átti sjálfur og hafði beðið þá fyrir, en þeir höfðu verið sendir til Evrópu, því allir héldu, að Stanley væri sálaður. |>annig var hann nakinn og allslaus, en hughreysti sig þó með því, að ekkihefdi Livingstone verið betur staddur, þegar hann fann hann. Frá því í júnímánuði 1887 og þangað til í ágústmánuði 1888, þegar Stanley kom til Bonalya, heyrðist ekkert nema lygafregnir frá honum, og bréf hans frá Bonalya komu ekki til Evrópu fyr en í apríl 1889. Reyndar barst bréf hans til Tippús nokkru fyr til Evrópu, en það var hæði stutt og ó- merkilegt, og í svo arabisku formi, að auðsóð var, að Stanley vildi ekki láta hinn gamla segg vita neitt gjörla, heldur villa sjónir fyrir honurn. Flugufregnir bárust vestan og austan at Afrfkuströndum um Stanley, og voru opt rituð eptirmæli hans í blöðunum, þegar fróttist um dauða hans. Flugufregnir bár- ust um, að hvítur «pasja» hefði sézt inn f Afríku. Mahdíinn í Khartum laug að Englendingirm, að hann hefði Stanley og Emin á valdi sínu, en engintj trúði því nema í stundar- svip. í nóvembermánuði 1889 bárust bróf frá Stanley til Eng- lands og skal jeg taka aðalefnið úr brjefinu til formanns Emin-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.