Skírnir - 01.01.1890, Qupperneq 32
32 STÍMABRAK STÓRVELRANNA 1889.
Jjjóðverja og ítala sendust á heillaóskir, og svo mörg hrað-
skeyti voru send milli jjýzkalands og Italíu, að þúsundum
skipti. Crispi sat á tali við Bismarck og var í boði hjá þing-
mönnum. Hann hélt ræðu í veizlunni og sagði, að nri væri
friðnum borgið. það fréttist, að keisari og konungur ætluðu
að bregða sér til Strassborgar, en varð ekki af því. Frakkar
urðu uppvægir við þessa frétt, og þótti sér illa storkað, ef
þessu yrði framgengt. Fyrir 30 árum björguðu Frakkar Norð-
ur-Italíu úr klóm Austurríkis, og þetta voru þakkirnar. Sam-
kvæmt sambandi því, sem staðið hefur í nokkur ár milli
þýzkalands og Italíu, er Jtalía ekki skyld að hjálpa þjóðverj-
uin, nema eitthvert ríki auk Frakklands ráðist á þá. Nú eru
líkur til, að Bismarck hafi gert samband við ítali til varnar
og sóknar gegn Frökkum. þetta eru þakkirnar fyrir að leggja
blóð og fé í sölurnar fyrir frelsi Italíu, segja Frakkar.
A Noregsferð Vilhjálms keisara í júlímánuði gerðist
ekkert sögulegt. Um mánaðamótin kom hann aptur til
þýzkalauds og stóð ekki við. Lagði hann af stað með
brynskipaflota til Englands, að hitta ömmu sína Viktoríu
drottningu. Hún sat á eynni Wight, og lá þar fyrir í sund-
inu við Spithead hinn fríðasti floti, sem nokkru sinni hefur á
sjó komið, 113 hinir mestu drekar í Englandsflota. Keisara
var haldin veizla af flotaforingjunum, og lofaði hann flotann
í ræðu, en prinzinn af Wales lofaði aptur her þýzkalands.
Keisariun sagði, að þýzkaland og England væru ósigrandi, ef
þau væru samtaka. Síðan var keisara haldin hersýning á
landi uppi við Aldershot. Flotaforingjar Englendinga og
þjóðverja héldu hvorir öðrum veizlu ; fór þar allt í bróðerni
og var minnzt á samband og samtök. En þrátt fyrir allt
þetta bræðralag gekk þó ekki England í neitt bandalag við
þýzkaland. þegar Vilhjálmur kvaddi ömmu sína, gerði hann
hana að foriugja yfir prússneskri hersvcit, en hún gaf honum
aðmíráls nafnbót (Admiral of the Fleet). þýzk blöð töldu nú
Eugland með í þrenningarsambandinu og tóku meðal auuars
mark á því, að Bismarck Iét fresta fundi þeim, sem átti að
halda í Berlín, til að mótmæla háttalagi Englendinga í Austur-
Afríku, þangað til keisari væri kominn heim aptur, til að
styggja ekki Englendinga. En Englendingar liafa ekki buudið
sig ueinum samningum, heldur vilja þeir leika lausir við og