Skírnir - 01.01.1890, Qupperneq 76
76 JíYZKALAND.
ber og desember fyrir karlinn föður sinn í utanríkismálum á
þingi og verja gjörðir stjórnarinnar í Afríku; fórst honum
það ekki vel úr hendi, þó hann sé enginn viðvaningur í með-
ferð þeirra mála.
Karlinn sjálfur er farinn að verða værugjarn og situr
mestallt árið upp í sveit á búgarði sínum Friedrichsruhe.
Hann brá sér snöggvast á þing í janúarmánuði og talaði með
frumvarpi um að veita 2 miljónir marka til nýlendna þjóð-
verja í Austur-Afríku, en það var mjög lítið og stutt, sem hann
sagði. í maímánuði tók hann á móti Ítalíukonungi í Berlín
og kom svo á þing. Hann hélt ræðu við þriðju umræðu frum-
varpsins um sjóði fyrir sjúka og örvasa verkmenn. I henni
sagði hann meðal annars um framfaraflokkinn (Fortschrittler),
að þeir hefðu aldrei greitt atkvæði með neinu góðu, sem fram
hefði gengið á þinginu. Einu sinni hefðu þeir greitt atkvæði
með herauka, en það hefði ekki verið af ættjarðarást, heldur af
sjálfselsku. þá var kallað svei! (pfui) frá bekkjum þeim, er
flokkur þessi sat á. Nú fauk svo í Bismarck, að hann óð
fram að bekkjunum með reiddan hnefann og sagði hátt: Sá,
sem kallaði svei, er óforskammaður dóni (ein unverschiimter
kerl). Hann talaði um veikfallið og fleira. því væri fleygt,
að hann væri nú orðin gamall og þreyttur og dauður úr öll-
um æðum, en það væri svo fjarri því, að hann efaðist um, að
nokkur í þingsalnum ynni jafn margra manna verk og hann
ynni enn þá á ellidögum sínum. Hann rauk út þegar er ræðu
hans var lokið og lét taka ljósmynd af sér og fleirum í for-
sal þinghússins.
Hinn 1. apríl 1890 verður Bismarck 75 ára gamall. þann
dag á að opna Bismarck-safn (Museum í Berlín). í það er
safnað öllum bókum og blaðagreinum um hann, öllum mynd-
um af honum, öllum níðvísum, skætingi og skömmum um
hann o. s. frv. Er þar tínt all til, sem getur komið að nokkru
haldi þeim, sem vilja athuga eða falla fram og tilbiðja menj-
ar um Bismarck.
Bismarck sat lengi á tali við Rússakeisara, eins og sagt
er f stímabrakskaflanum. það var víst afleiðingin af því tali,
að rúmri viku síðar, 22. október, stóð í þingsetningarræðunni
í Berlín, að friður væri nú viss, að minnsta kosti í eitt ár. En
þó var mikið fé heimtað aukreitis til hersins, og urðu út af
því harðar rimmur á þinginu. Windthorst, foringi miðflokks-