Skírnir - 01.01.1890, Page 89
Noregur-
Sverdrup. Stang. Björnstjerne Björnson. Varnir
89
Við kosningarnar sumarið 1888 urðu í stórþinginu í
Kristjaníu 54 hægrimenn, 33 »breinir» vinstrimenn og 27
Sverdrupsmenn eða Oftedælir. þannig vantaði hægrimenn
ekki nema 4 atkvæði í að hafa meiri hluta atkvæða á þingi.
Berner, einn af mótstöðumönnum Sverdrups, bar þegar í fe-
brúarmánuði upp uppástungu um, að þingið skyldi lýsa yfir
vantrausti sínu á ráðaneytinu, og urðu með því 39, en móti
71 atkvæði. Hægrimönnum þótti enn ekki kominn tími til
að fella Svérdrup, en vinstrimenn vildu heldur að hægrimenn
skipuðu ráðaneyti en Sverdrup. Liestöl gekk úr ráðaneytinu,
en konungur kvað hafa beðið hina að sitja kyrra.
Svo hjaraði ráðaneyti Sverdrups þangað til Emil Stang,
foringi hægrimanna á þingi, kom með þá uppástungu 26. júní,
að þingið skyldi lýsa yfir vantrausti sínu á ráðaneytinu. þá
sá Sverdrup, að fokið var í flest skjól og beiddist lausnar úr
ráðaneytinu með öllum félögum sínum. Konungur fór þegar
til Kristjaníu, og skrifaði síðan Sverdrup á þá leið, að hann
viðurkenndi ekki, að stórþingið hefði rétt til að hrinda ráð-
gjafa úr völdurn ; hann sjálfur hefði einn þann rétt; en úr
því svo væri komið, sem nú væri, þá rnundi hann samt veita
honum lausn. Hann þakkaði Sverdrup fyrir trúa þjónustu,
og bauð síðan Stang að skipa ráðaneyti. þingi var slitið um
sama leyti. Ráðaneyti Stangs hefur fengið nokkra vinstri-
menn í sinn flokk, svo að nú er meiri hluti atkvæða á þinginu
með því.
Björnstjerne Björnson situr nú heima á búgarði sínum í
Gausdal, en er þó með annan fótinn í Kristjaníu, enda hefur
sonur hans tekið við búsýslu í Gausdal. Hann hefur látið
til sín heyra í ýmsum málum. Kvennfólk, er býr um eld-
spýtur, hætti vinnu í Kristjaníu, og þótti vinnan óholl mjög,
og eptir því illa borguð. Mörgum þúsundum króna var skot-
ið saman handa þeim. Björnstjerne kom á fund, sem hald-
inn var um málið, og hélt snilldarlega ræðu fyrir því, að þær
næðu rétti sínum. Hann kvaðst hafa beðið norskan biskup
að miðla málum, en hann hefði svarað, að hann gæti það
ekki vegna embættisins ; ólíkt væri um hann og biskupinn í
Lundúnum, sem hefði miðlað málum svo vel og gætilega, að