Skírnir - 01.07.1891, Page 86
86
Danskar bókmenntir.
í ljósnm logum, undir eins og pils flangsar". Hann er ætíð skemmtilegur
og öðruvísi en aðrir. Er eins og hann skilji einhvern veginn á sinn hátt
alla aðra. Glottandi kveður hann upp með, að hið dýrslega í manninum
sé afar-voldugt. María dáist að gáfum hans; en er þau hafa húið saman
um stund, þá kemur anuað hljöð í strokkinn. „Stigur, Stígur, því ertu
slík þrælssál ? því ertu skríðandi maðkur, sem er troðinu fótum og stingur
þó ekki? Ó, að þú vissir, hve ágætur og sterkur jeg hélt þú værir, þú,
sem ert svo vesall. En þvi ollu þín gjallandi orð, sem lugu frá mátt, sem
þú ekki áttir, sem hrópuðu um sál, er var allt, sem þín sál aldrei var né
verður. Stigur, Stígur, ilía var jeg svikin; jeg fann kveifarskap fyrir
krapt, vesalan efa fyrir djarfa von, og hvað er orðið úr hinu stóra skapi
þínu ?“ Hún gleymdi, að Stígur er dapurmenni og að eðli þeirra er, að þeir
treysta og trúa ekki á sjálfs síns mátt og megin, að þeir geta ekki „sveigt
hið svarta höfuð efans niður viðjörðu", og að þeir skemma lífið fyrir sjálf-
um sér og öllum sínum með því, „að höggva allt timbur lífsins upp í þanka-
spæni“. En Stígur er danskur maður af kynslóðinni, sem komst til vits
og ára eptir 1864, sem klæðir sína íátækt í stór, digur orð, eða skýlir henni
með því að látast glotta að öllu.
María giptist síðan Palle Dyre; hann brást henni, enda gerði hún sér
engar vonir, er hún giptist honum. Loks giptist hún ferjukarlinum Sören,
og sagði við Holberg, sem kom við hjá þeim, að nú liði sér vel. Hún
hafði verið svikin svo opt og svo illa, að hver vængfjöður á henni var
reitt burtu. Eptir langan sult bragðar brauðið vel, þó það sé hart og svart
og myglað. Og þegar hárið gránar, týnir maður draumunum og hættir að
dreyma.
Skáldsagan „Niels Lyhne“ er um mann, sem ekki getur lifað lífi sinu,
því hann befur brúkað alia beztu krapta sína í drauma. Mogens og Maria
Grubbe og Niels Lyhne eru sköpuð af manni, sem hugsar mest af öllu um
hlutfallið milli lífs í draumi og lífs í vöku. Þau eru líka þrjú stig í æfi
höfundar, sem sýna, hvernig brjóstveiki hans ágerist. Mogens Iifir alla æfi
i draum og draumur hans sigrar. Draumar Marie Grubbe eru sterkir og
hún ber alla kosti til þess að brjóta lífið til hlýðni við sig, cn það fellir
liana í glímunni. Niels Lyhne er máttvana dreymandi, viijalaus vesling-
ur, beinlaust lindýr, sem dreymir sig fjær og fjær lífinu, sem hann ekki
getur lifað.
Niels Lyhne er bók um þreyjuþráa — þreyjunana, eins og blóðsugu,
sem sýgur lífæð mannsins, jireyju alja æfina, þreyju vetur sgmar vor og