Skírnir - 01.04.1914, Síða 14
126
Nokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði Islendinga.
mesti misskilningur. Það eru margvíslegar vísindalegar
undirstöður, sem má leggja með þessum söfnum, og þess
vegna er mest um vert að geta fengið alt sem réttast,
til þess að á því megi áreiðanlega byggja. Slíku verður
sjaldan náð með góðu móti hjá mönnum nema með yfir-
legu og eftirgangsmunum. Það er varla orðið annað ná
en gamla fólkið, sem til er að leita með trú og venjur lands-
manna fyrrum. Það er orðið um undarlega snauðan garð
að gresja hjá unga fólkinu. Það hlær að heimskunni í
gamla fólkinu og setur hana ekki á sig, og gætir þess
ekki, að í þessu efni er um vísindaleg mál að ræða. Þess
vegna eru nú svo mörg merkisatriði í þjóðsiðum, háttum
og trú manna gersamlega horfin eða að hverfa, og nú
eru síðustu forvöð að bjarga því sem bjargað verður. Má
minna hér á orð Karls Weinholds, hins mikla þjóðsiða-
fræðings Þjóðverja, er hann ritaði 1862: »Það verður
engum auðið að stífla straum tímans. Þeir, sem unna heiÞ
brigðu þjóðlífi og rannsaka fornar menjar, tína saman
brotin, sem hann skolar frá sér, og rita þau upp. Schlesía
var áður fyrrum auðug að fornum venjum, en nú er alt það
gamla að hverfa í einum svip. Því er þess nú orðin brýn
þörf að lýsa því í héraði hverju, sem eftir er af siðum
og fornum venjum . . . Þar má engu gleyma«. Það er
eins og þessi orð væru rituð nú í vorn garð. Margt er
að vísu enn til — en enginn veit hvað margt er nú orðið
gleymt og glatað, og margt er nú alveg að gleymast að
fullu. Kaupstaðirnir eiga sinn þátt í því að breiða almenna
menningablæinn yfir alt, og sópa því sérkennilega burtu.
Árlega deyr nú í landinu fjöldi af gömlu fólki, sem mundi
gamla siði og trú, sem þeim var samfara — og það deyr
með þeim, og það má um það segja eius og um steininn
forðum: Það kemur ekki upp aftur að eilífu. Og fræði-
mennirnir sitja með sárt ennið af því að hafa mist af vís-
indagrundvelli, sem nú er tapaður eða að tapast að fullu,
en hefði getað upplýst margt um skyldleika þjóðanna. Eg
gæti tilfært nóg dæmi, en sleppi því að sinni, af því að