Skírnir - 01.04.1914, Page 21
Unga fólkið og atvinnuvegir landsins.
133
búast við því að þeim fækkaði, ef samvinnufélögum vorum
yxi fiskur um hrygg, enda fæstum hagur að margir séu
milliliðir í verzlun og viðskiftum.
Landbúnaður er sumum kauptúnum góður stuðn-
ingur. Meira getur hann naumlega orðið og áreiðanlega verð-
ur hann þeim engin veruleg atvinnuuppspretta til lengdar.
Hér er fijótt yfir sögu farið, en þó fleira væri athug-
að og nánar, er það auðsætt að allur vöxtur og viðgang-
ur kaupstaðanna er undir fiskiveiðunum kominn. Ef spurt
er hvort bæirnir geti tekið við atvinnulausu ungu fólki,
þá er í raun og veru spurt hvort fiskiveiðar vorar séu>
þess megnugar eins og nú er ástatt. Vér skulum athuga
þetta nánar.
Atvinnan við Fiskiveiðar vorar eru í uppgangi, að minsta
fisláveiðar. kosti vaxa útfluttar sjávarafurðir stórum
ár frá ári.
Útfluttur sjávarafii. Útflutt sveitavara..
1880—90 meðaltal 3.008.000 kr. 1.675.000 kr.
1891—95
1896—1900 —
1901—05
1907
1910
1911 hérumbil
3.955.000 —
4.943.000 —
7.854.000 —
8.831.000 —
9.471.000 —
11.250.000 —
1.957.000 —
1.950.000 —
2.231.000 —
3.009.000 —
3.558.000 —
Þessar tölur sýna að fiskiveiðar eru í uppgangi og í
fljótu bili sýnist hann geysilegur. Það er eins og sjávar-
aflínn vaxi meira en alt annað í landinu og eftir því að
dæma mætti ætla að fiskiveiðarnar gætu umsvifalaust
tekið við öllu fólkinu sem bætist við og ef til vill meiru.
En það er margt að athuga við þessar tölur. Fyrst
og fremst má t. d. draga frá verði sjávaraflans 1910 2—
3 miljónir króna sem ganga í kol, salt og aðrar aðfiuttar
vörur sem til útvegsins ganga og ekkert svarar fyllilega
til hvað sveitavörur snertir. Þá er og miklu meiru eytt
af sveitavöru í landinu sjálfu en af fiski. Sveitabúskap-
urinn er í raun og veru miklu þyngri á metunum en út-