Skírnir - 01.04.1914, Side 31
Unga fólkið og atvinnnvegir landsins.
14»
Aðalatriðið í þessari áætlun er að úthey vaxi úr 70.000'
hestum upp í 400.000 hesta. Sig. Sigurðsson gerir ráð
fyrir að það nemi 470.000 hestum (Fjallkonan 1907). Þetta
svarar því, að 9 hestar fáist af valladagsláttu, en eg hefi.
gert ráð fyrir hér um bil 7. Eg sé ekki að þessi áætlun
sé á nokkurn hátt ógætileg, en vil þó ekki, sökum ókunn-
ugleika á svæðinu, fullyrða neitt um það. Hin atriðin um
áhrif áveitunnar má sjá í hendi sinni. Eg hefi gjört ráð
fyrir, að hvert býli hefði meiru úr að spila en nú er og
hækkað heyskapinn úr 368 hestum upp í 550 hesta. Efna-
hagurinn ætti því að verða mun betri. Auðvitað yrði aðal-
lega um kúabúskap að tala og sennilega líka talsverða
svínarækt.
Héraðið ætti eftir þessu að taka geysilegum stakka-
skiftum!
Sveitabýli eru þar nú því sem næst 200 og mannfjöldi
þeirra líklega ekki yfir 1500.
Áveitan skapaði um 80 0 nýbýli handa 1600 af
unga fólkinu sem bætist við í landinu og með tímanum
fleyttu þau, ef 6 manns væru i heimili, 4800 mönnum!
Þessu gætum vér þá ef til vill hrundið af stað með
600—800.000 kr., með fé sem svarar kaffi- og tóbakstolli
eins árs!
Sig. Sigurðsson telur að áveitan borgaði sig lang-
drægt á einu ári. Þó hér væri að tala um 2—3 ár, þá
er gróðurinn stórfenglegur. Þetta ættu þá íslenzkar sveit-
ir að geta gert ef vel er á öllu haldið, þó fólkið sé að
flýja þær. Geri aðrir atvinnuvegir betur!
Er þetta ekki Ekki lái eg það alþýðu manna þó hún
loftkastali? spyrji í fylstu alvöru. Vér erum ekki
vanir slíkum byltingum í sveitabúskap
vorum. Þó höfum vér allir séð hið sama í smáum stýl á
fjölda jarða. Alt er á því bygt að hver túnadagsl. á flæði-
enginu gefi um 7 hesta af heyi. Þetta gera góð flæðiengi.
Safamýri sem náttúran hefir veitt á áratug eftir áratug,
þó miklu meira sé en góðu hófi gegnir, hefir gefið af sér