Skírnir - 01.04.1914, Side 37
Kveðjur.
Erindi fyrir alþýðnfræðslu Stúdentafélagsins,
flutt 8. marz 1914.
Allir munu þykjast vita hvað k v e ð j u r eru, að
þær eru virðingar- eða vinsemdarmark til þeirra er menn
hitta eða skiljast við. Maður gengur t. d. út á götuna og
rekst þar á góðan vin, sem hann hefir ekki séð í margt
ár. Hann hneigir sig, tekur ofan og tekur í hönd þess-
um fornvini sínum, en finst það ekki nóg og rekur að
honum rembingskoss, faðmar hann að sér og segir: »Sæll
og blessaður! Velkominn! Hvernig líður þér?«
Slíkt mundi naumast þykja í frásögur færandi. Kveð-
jur eru einhver allra algengasta athöfnin í samlífi manna,
og það sem algengt er vekur sjaldan til umhugsunar. En
það ætti að gera það, því algengt er venjulega það eitt
sem langlíft er, en langlíft í félagslífinu er það eitt sem á
sér djúpar rætur i eðli manna. Svo er um kveðjurnar,
sem eg nú ætla að athuga lítið eitt. Lítum fyrst á kveðju
mannsins er eg tók til dæmis.
Auðsætt er að hún er samsett úr mörgum atriðum.
Þessi atriði eru: hneiging, ofantekning, handa-
band, ko ss, f að m an og k v e ð j uor ð. Hvert þeirra
getur verið næg kveðja út af fyrir sig, og hvert þeirra á
sína sögu, sem eg nú skal minnast á.
H n e i g i n g er lotningarmark, og að lúta einhver-
jum táknar upprunalega að hneigja honum. Upphaflegasta
hneigingin er eflaust sú að falla tii jarðar. Sú athöfn
mun eiga upptök sín í lamandi ótta við sigurvegaramu
Hundur sem verður hræddur við annan hund fleygir sér