Skírnir - 01.04.1914, Page 38
150
Kveðjur.
stundum á bakið fyrir honum. Það er uppgjöf allrar
varnar. Að því er Livingstone segir, heilsa Batoka-Negrar
þannig, að þeir kasta sér á bakið, velta sér af einni hlið-
inni á aðra og slá á lærin. Þeir láta með því í ljós undir-
gefni sína og fögnuð. Á Vináttueyjunum heilsa alþýðu-
menn höfðingja sínum með því að fleygja sér fyrir fætur
honum og setja fót hans á hnakka sér. Og með ýmsum
þjóðum, t. d. Assýríumönnum og Egiptum hinum fornu,
hefir konungum verið heilsað með því að falla þeim til
fóta. í Síam og Dahome skríða menn fyrir konung.
Næsta stigið er knéfall. Það er áfangi á leiðinni á
nasirnar. Sumstaðar, til dæmis í Kína, er knéfallinu
samfara að beygja höfuð sitt til jarðar og því oftar sem
meiri lotning er sýnd. í Biblíunni sjáum vér að slík end-
urtekning hafði sömu þýðingu með Gyðingum. Jakob laut
sjö sinnum til jarðar unz hann kom fast að Esaú bróður
sínum (1. Mós. 33, 3.). Að knéfall tíðkaðist við hirð Nor-
egskonunga á 13. öld sézt af »Konungsskuggsjá«: »En
ef hann (þ. e. konungurinn) heimtir þik nærri sér ok vill
tala við þik leyniliga, þá sezk þú á kné fyrir hánum svá
nærri, at þú megir vel hlýða hans einmælum, ok þá
skikkjulauss«. — Að krjúpa á annað knéð í stað beggja
er nokkur stytting á athöfninni, og þegar konur hneigja
sig í hnjáliðum, eða þegar karlmenn fyrrum brugðu fæti
aftur (á þýzku Kratzfuss), þá er hvorttveggja leifar af kné-
fallinu. Enn síðara stig er það að gera aðeins bendingu
til að tákna að maður sé fús á að fleygja sér til jarðar,
eins og Arabar, er rétta höndina til jarðar og leggja hana
svo á munn sér eða enni. Og þegar menn hneigja sig
nú á dögum hver fyrir öðrum, þá er lotningin orðin svo
hógleg sem hún getur orðið, og þar sem hún er af beggja
hálfu, má svo að orði kveða að menn standi jafnréttir þó
þeir haldi þessum sið.
Sömu lotningarmörk og menn sýndu konungum sín-
um sýndu þeir og guðunum og fulltrúum þeirra og líknesk-
jum. Abraham féll fram á ásjónu sína er Jahve gerði
sáttmálann við hann. Nebúkadnezar konungur féll fram á