Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1914, Síða 39

Skírnir - 01.04.1914, Síða 39
Kveðjur. 151 ásjónu sína og laut Daníel, er hann hafði ráðið draum hans. Og er hann hafði látið gera gulllíkneskið, var öll- um viðstöddum, að viðlögðu lífláti, boðið að falla fram og tilbiðja það. Knéfall fyrir guðalíkneskjum og dýrlinga- myndum er alþekt, og kaþólskir menn hneigja sig í hnjá- liðum er nafn Krists er nefnt. Ofantekning. í Hrólfs sögu Gautrekssonar er sagt frá því hvernig Hrólfur heilsaði Þórbergi konungi: >Hrólfr konungr tók hjálminn af höfði sér, ok hneigði konunginum, enn stakk blóðreflinum í borðið ok mælti: »Sitið heilir, herra, ok í náðum alt yðvart ríki«. Þegar Skalla Grímur ætlaði að ganga fyrir Harald konung hár- fagra, sagði hann við förunauta sína: »Þat mun hér vera siðr, at menn gangi vápnlausir fyrir konung«. Og í Kon- ungsskuggsjá stendur: »En þú gakk skikkjulauss inn fyr- ir konung, ok haf áðr kembt hár þitt slétt ok strokit skegg þitt vel. Hvárki skaltu hafa hött né húfu né kveif á höfði, heldr skaltu úhuldu hári ok berum höndum fyrir ríkismenn ganga«. Fyrir þessum sið færir Konungsskugg- sjá þær ástæður, að sá sem leggi af sér skikkjuna sýni með því að hann sé búinn til þjónustu nokkurrar og telji sig ekki jafnan þeim er fyrir situr. Þetta sé ennfremur til þess að koma í veg fyrir sviksamleg tilræði, því vel megi fela vopn undir skikkju sér, ef hún er borin. Þess- ar ástæður má efiaust til sanns vegar færa. Að taka of- an og leggja af sér skikkjuna er að sýna undirgefni með því að gera sig varnarminni en áður, og siðurinn virðist eiga rót sína að rekja til þess er herteknir menn urðu að láta vopn sín og klæði af hendi við sigurvegarann og ganga slyppir og snauðir á braut. Það er eins og byrjun til að afklæða sig fyrir sigurvegaranum og er í samræmi við ýmsa siði víðsvegar um heim. I Abessiníu afklæða þegnarnir sig ofan að belti fyrir höfðingjunum og Tahiti- menn sömuleiðis ofan á lendar fyrir konunginum. A Gullströndinnni í Afríku bera menn vinstri öxlina og hneigja sig í kveðjuskyni og í Dahome bæði taka menn •ofan og bera axlirnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.