Skírnir - 01.04.1914, Page 43
I
Kveðjar. 155
ar hátíðlegar athafnir kirkjunnar, þó það verði ekki
rakið hér.
Um Persa segir Herodót að jafningjar heilsuðust með
kossi á munninn, en væri annar af lægri stigum en hinn,
þá var kyst á kinnina.
Forn-Grikkir heilsuðust og alment með kossi, og kunn-
ugt er hvernig nautahirðir og svínahirðir hins goðumlíka
Odysseifs fögnuðu honum er þeir könnuðust við hann:
»Þá umföðmuðu þeir hinn fróðhugaða Odysseif og grétu,
fögnuðu honum, og kystu bæði höfuð hans og herðar, og
eins kysti Odysseifur höfuð þeirra og hendur«. (Odysseifs-
kviða XXI).
Kossinn virðist þó hafa verið enn almennari kveðja
með Rómverjum. Menn heilsuðust alment með kossi á
hönd, kinn eða munn, kystust er þeir hittust kvöld og
morgna og á öllum árstíðum. Sumir báru ilm i munn-
inn til að gera kossinn ljáffengari, en aðrir límdu plástra
á varirnar til að sleppa við kossana, því þeir urðu hið
mesta fargan, sem skáidið Martialis (43—104 e. Kr.) kvart-
ar mjög yfir og dregur dár að i kvæðum sínum. Loks
bannaði Tíberíus keisari þessa daglegu kossa.
Kveðjukossinn tíðkaðist og mjög á miðöldunum. A
riddaratímunum tók frúin í húsinu og jafnvel dæturnar
líka móti tignum gesti með kossi. Og á Frakklandi, Eng-
landi, Niðurlöndum og Þýzkalandi og víðar hélzt kveðju-
kossinn, einkum í æðri stéttunum, jafnvel fram á 18. öld.
•Og konungar og konungbornir menn kyssast enn, er þeir
hittast við hátíðleg tækifæri.
Annars fer því fjarri að kveðjukossar séu alstaðar
lagðir niður.' I Austurríki, í Þýzkalandi, Frakklandi og á
Ítalíu má enn oft sjá vini og frændur kveðjast með kossi,
einkum á kinnarnar. Og í sumum löndum eru konur
kystar á hönd í kveðjuskyni, en stundum að eins í orðum:
»Eg kyssi hönd yðar« er til sem kveðja bæði í Austur-
ríki og á Spáni. Alkunnugt er að páfinn er kystur á
.fótinn.
Að forfeður vorir tíðkuðu kveðjukossinn er alkunnugt