Skírnir - 01.04.1914, Page 57
Pereatið 1850.
169
urðu einu sinni að biðja einn kennaranna opinberlega
íyrirgefningar fyrir níð, er þeir höfðu sett saman um hann.
Það var þá venja eins og lengi síðar að halda hátíðlegan
í latínuskólanum fæðingardag konungs, og voru piltum
lagðir til 14 rdl. (28 krónur) úr skólasjóði til hátíðahalds-
ins, en haustið 1849 vildu þeir ekki gera sig ánægða með
þessa 14 rdl. en heimtuðu 20 rdl.1) og þegar þeir fengu
ekki þá upphæð, þá skiluðu þeir þessum 14 dölum aftur
með miklum þótta og frekju, að því er rektor segir. Skóla-
árið byrjaði þvi með talsverðri óánægju milli pilta og
rektors. Frelsis- og sjálfræðis-andinn greip alt af meira
og meira um sig, eins og rektor segir, en tækifæri til að
rísa upp gegn rektor og kennurum fengu þó piltar fyrst,.
er bindindisfélagið var uppleyst.
Bindindishreyfing allsterk tók að grípa um sig í Dan-
mörku rétt eftir 1840; útgefendur Fjölnis og vinir þeirra,
sem sumir hverjir höfðu dýrkað Bakkus vel mikið, fóru
nú að sjá að sér og stofnuðu hófsemdarfélag eða bindind-
isfélag2), og hvöttu Islendinga mjög til þess að stofna slík
félög heima í héruðum. Talsverður árangur varð af þess-
ari áskorun3), en þó einkum í Reykjavík og nágrenni
hennar. Þeir Pétur (siðar biskup) Pétursson og Stefán
landfógeti Gunnlaugsson, sem báðir höfðu verið ytra, þá
er félagið var stofnað þar, voru helztir bindindisfrömuðir
hér heima fyrir, og forsetar félags hér4). Eftir þyí sem Svb.
Egilsson segir, gengu allir piltar á Bessastöðum óþvingað-
ir í bindindi árið 18445). í júní 1845 gengu þeir dr.
Scheving og Svb. Egilsson í skólafélagið og varð hinn síð-
arnefndi formaður félagsins, og í október 1846, þá er skól-
inn var fluttur til Reykjavíkur, gengu kennararnir Björn
Gunnlaugsson, Sigurður Melsteð og Jens Sigurðsson í félagið
og H. Kr. Friðriksson árið 1848. Þegar skóli var settur
') Sbr. Þjóðólf 2. ár, bls. 111—12.
*) Fjölnir 7. ár, bls. 64.
s) Ný Félagsrit 5. ár, bls. 180-86.
4) Reykjavikarpóstur 2. ár, bls. 174—75.
s) Sbr. og Ný Félagsrit 1. c., bls. 180—81.